Friðþjófur Másson (Valhöll)

From Heimaslóð
(Redirected from Friðþjófur Másson)
Jump to navigation Jump to search
Friðþjófur Sturla Másson.

Friðþjófur Sturla Másson frá Valhöll, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, verkstjóri fæddist 25. mars 1927 á Hvassafelli og lést 26. febrúar 2020 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Már Frímannsson bifreiðaeftirlitsmaður, f. 20. mars 1904, d. 29. desember 1965, og kona hans Indíana Björg Sturludóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1909, d. 15. október 1998.

Börn Indíönu og Más:
1. Friðþjófur Sturla Másson sjómaður, verkstjóri, f. 25. mars 1927 á Hvassafelli, d. 26. febrúar 2020. Kona hans Jórunn Einarsdóttir.
2. Reynir Frímann Másson verslunarstjóri, f. 29. janúar 1933 á Hvassafelli, d. 19. júní 1979. Kona hans Helga Tómasdóttir Geirssonar.
3. Drengur, f. 10. nóvember 1940, d. sama dag.
4. Kjartan Másson, f. 6. september 1942 í Valhöll, d. 16. mars 1943.
5. Kjartan Másson íþróttakennari, þjálfari, fiskimatsmaður, frystihúsrekandi, útgerðarstjóri, verkstjóri, f. 17. apríl 1946 í Valhöll. Fyrrum kona hans Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir. Síðari kona hans Anna Eygló Fanndal Skaftadóttir.

Friðþjófur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1956, var sjómaður á bátum og togurum, lengi stýrimaður, en skipstjóri í tvö ár á m.b. Farsæl og m.b. Tjaldi. Hann fékkst við saltfiskverkun og -sölu 1965-1972, varð þá verkstjóri hjá Eyjabergi til 1977 og síðast verkstjóri í Herjólfsafgreiðslunni til starfsloka.
Þau Jórunn hófu búskap 1948, giftu sig 1949, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Valhöll í 15 ár, byggðu hús á Urðavegi 37 og bjuggu þar til Goss. Eftir gos bjuggu þau á Illugagötu 55, byggðu hús í Birkihlíð 14, fluttust þaðan á Boðaslóð 13, en sumarið 2001 fluttu þau aftur í Valhöll og bjuggu þar, uns þau fluttu í Hraunbúðir.
Jórunn lést 2012 og Friðþjófur Sturla 2020.

I. Barnsmóðir Friðþjófs að tvíburum var Guðbjörg Jónína Helgadóttir, f. 10. október 1928, d. 18. júní 1998.
Börn þeirra:
1. Guðlaugur S. Friðþjófsson á Hvolsvelli, f. 9. janúar 1946 í Seljalandsseli u. V.-Eyjafjöllum, d. 2. janúar 1999 í Reykjavík. Kona hans Guðrún Árnadóttir.
2. Helgi Friðþjófsson bóndi í Seljalandsseli, f. 9. janúar 1946, d. 30. júlí 2014. Kona hans Sigrún Adolfsdóttir.

II. Kona Friðþjófs, (5. nóvember 1949), var Jórunn Einarsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 5. ágúst 1928, d. 14. febrúar 2012.
Börn þeirra:
1. Inda Marý Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1949 í Valhöll. Maður hennar Sigurður Friðbjörnsson.
2. Einar Friðþjófsson kennari, f. 13. september 1950 í Valhöll. Kona hans Katrín Freysdóttir.
3. Anna Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1957. Maður hennar Þórður Hallgrímsson.
4. Már Friðþjófsson, f. 14. september 1959. Kona hans Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir.
5. Svanhvít Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1965. Fyrrum sambúðarmaður hennar er Helgi Einarsson. Maður hennar Egill Guðni Guðnason.
Börn Friðþjófs og Guðbjargar Jónínu Helgadóttur
6. Guðlaugur S. Friðþjófsson á Hvolsvelli, f. 9. janúar 1946 í Seljalandsseli u. V.-Eyjafjöllum, d. 2. janúar 1999 í Reykjavík. Kona hans Guðrún Árnadóttir.
7. Helgi Friðþjófsson bóndi í Seljalandsseli, f. 9. janúar 1946, d. 30. júlí 2014. Kona hans Sigrún Adolfsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.