Einar Halldórsson (skrifstofustjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Einar Halldórsson.

Einar Halldórsson frá Skólavegi 25, skrifstofustjóri, trillukarl, landsliðsmaður í knattspyrnu fæddist 2. júní 1923 á Höfðabrekku við Faxastíg 15 og lést 7. júní 2007.
Foreldrar hans voru Halldór Jón Einarsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, útgerðarmaður, f. 27. febrúar 1894, d. 11. október 1972, og kona hans Elín Sigurðardóttir frá Rauðafelli, húsfreyja, f. 11. maí 1899, d. 7. maí 1966.

Börn Elínar og Halldórs Jóns:
1. Sigríður Jakobína Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. október 1921 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 30. október 1977. Maður hennar Ingibergur Sæmundsson.
2. Einar Halldórsson skrifstofustjóri, trillukarl, landsliðsmaður í knattspyrnu, f. 2. júní 1923, d. 7. júní 2007. Kona hans Sigrún Þuríður Bjarnadóttir
3. Guðrún Súsanna Halldórsdóttir (Sunna) húsfreyja, sölustjóri, skrifstofumaður, f. 19. maí 1929, d. 6. júlí 2009. Fyrri maður hennar Jón Atli Jónsson. Síðari maður hennar Haukur Benediktsson Gröndal.

Einar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1941, lauk Versluarskólanum.
Einar var lengst skrifstofustjóri í Björgun hf.
Hann stundaði mikið frístundasjósókn á trillunni Sæbjörgu með Markúsi Sæmundssyni frá Fagurhól.
Einar var mikið í íþróttum á yngri árum, bæði stundaði hann frjálsar íþróttir og knattspyrnu. Í Reykjavík lék hann með Val og var landsliðsmaður í knattspyrnu 1948.
Þau Sigrún giftu sig 1946, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Ljósvallagötu og í Norðurbrún í Reykjavík.
Einar lést 2007 og Sigrún 2013.

I. Kona Einars, (26. desember 1946), var Sigrún Þuríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 11. apríl 1928 á Höfn í Hornafirði, d. 27. mars 2013 á Hrafnistu í Kópavogi. Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason frá Hofi í Öræfum, innheimtumaður í Reykjavík, f. 8. apríl 1891, d. 22. janúar 1977, og kona hans Þórunn Gísladóttir frá Mosfelli í Grímsnesi, f. 5. júní 1894, d. 26. ágúst 1940.
Börn þeirra:
1. Þórunn Einarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 4. október 1946. Maður hennar Richard Kelly.
2. Halldór Einarsson, f. 23. desember 1947. Kona hans Esther Magnúsdóttir.
3. Sigrún Elín Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 5. febrúar 1951, d. 7. maí 2020. Maður hennar Jón Gunnlaugsson.
4. Ingibjörg Einarsdóttir, f. 19. apríl 1955.
5. Birna Einarsdóttir, f. 13. janúar 1966. Sambúðarmaður hennar Guðmundur Helgi Þorsteinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 14. júní 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1930-1943.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.