Símon Waagfjörð (Garðhúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Símon Waagfjörð.

Símon Waagfjörð frá Garðhúsum, bakari, bólstrari, verkamaður fæddist 1. maí 1924 og lést 13. desember 2007.
Foreldrar hans voru Jón Waagfjörð málarameistari, bakarameistari, f. 15. október 1883 á Skálanesi við Seyðisfjörð, d. 2. mars 1969, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1890 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 21. nóvember 1968.

Börn Kristínar og Jóns Waagfjörðs voru:
1. Jón Waagfjörð yngri málari, bakari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005.
2. Lilja Kristín Waagfjörð, f. 13. apríl 1921 í Garðhúsum, d. 9. apríl 1924.
3. Karólína Kristín Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 19. apríl 1923 í Garðhúsum, d. 10. nóvember 2011.
4. Símon Waagfjörð bakari, bólstrari, f. 1. maí 1924, d. 13. september 2007.
5. Jónína Lilja Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 18. október 1926 í Garðhúsum, d. 10. janúar 2009.
6. Ásta Waagfjörð, f. 21. janúar 1928 í Garðhúsum, d. 29. janúar 1928.
7. Auður Waagfjörð húsfreyja, f. 15. febrúar 1929 í Garðhúsum, d. 15. september 2010.
8. Óskar Waagfjörð, f. 15. febrúar 1929.
9. Vigfús Waagfjörð vélstjóri, f. 17. febrúar 1930 í Garðhúsum, d. 21. júlí 2010.
10. Stúlka Waagfjörð, f. 22. nóvember 1931 í Garðhúsum, d. 24. nóvember 1931.
11. Anna Waagfjörð, f. 2. september 1934 í Garðhúsum, d. 24. apríl 2002.

Símon var með foreldrum sínum í æsku, var ,,í sveit“ á Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum. Hann nam bakaraiðn hjá föður sínum, lauk sveinsprófi 1944.
Hann var bakari í Félagsbakaríinu ( „Vogabakaríi“), fyrirtæki foreldra sinna og endurreisti reksturinn síðar í félagi við föður sinn og Jón bróður sinn.
Símon lærði til bólstrara og rak um tíma bólstrunarverkstæði með Kristjáni á Kirkjubóli í Vestmannaeyjum. Hann var til sjós, vann sem verslunarmaður hjá Tanganum og síðar hjá Vélsmiðjunni Magna, þar sem hann starfaði fram að Gosinu 1973.
Símon vann í fyrstu byggingavinnu, en vann síðan í álverinu í Straumsvík fram að starfslokum sínum.
Á yngri árum stundaði Símon frjálsar íþróttir. Hann var afreksmaður í sleggjukasti og varð tvisvar Íslandsmeistari í þeirri grein, 1945 og 1947.
Þau Elín Jóna giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hvoli við Urðaveg, á Geithálsi, Herjólfsgötu 2 1956, byggðu hús við Búastaðabraut 5, bjuggu þar við skírn tvíburanna Jónínu og Jóhanns í desember 1958 og til Goss, er þau fluttust í Garðabæ.
Símon lést 2007 og Elín Jóna 2012.

I. Kona Símonar, (4. janúar 1953), var Elín Jóna Jóhannsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 13. febrúar 1926, d. 3. júní 2012.
Börn þeirra:
1. Símon Þór Waagfjörð vélfræðingur, kennari, f. 11. september 1953.
2. Kristín Sigríður Waagfjörð dr. í jarðeðlisfræði, húsfreyja, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f. 24. apríl 1956.
3. Jónína Waagfjörð M.Sc-sjúkraþjálfari, heilsuhagfræðingur, húsfreyja, kennari, f. 13. október 1958.
4. Jóhanna Waagfjörð þjóðhagfræðingur, framkvæmdastjóri Haga, f. 13. október 1958.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.