Leifur Þorbjörnsson (Kirkjubæ)
Leifur Þorbjörnsson frá Kirkjubæ, bókbandsmeistari fæddist 23. mars 1921 og lést 12. apríl 2000.
Foreldrar hans voru Þorbjörn Guðjónsson frá Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi, bóndi á Kirkjubæ, f. 6. október 1891, d. 23. nóvember 1974, og kona hans Guðleif Helga Þorsteinsdóttir frá Háagarði, húsfreyja, f. 22. september 1898, d. 28. júlí 1976.
Börn Þorbjarnar og Helgu:
1. Þórný Unnur Þorbjörnsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 16. maí 1919 á Vilborgarstöðum, d. 10. október 1990.
2. Leifur Þorbjörnsson bókbindari, f. 23. mars 1921, d. 12. apríl 2000.
3. Engilbert Þorbjörnsson bifreiðastjóri, f. 4. júlí 1923, d. 31. október 1998.
4. Björn Þorbjörnsson húsgagnabólstrari, f. 17. apríl 1929, d. 29. apríl 2014.
5. Ingi Þorbjörnsson verkamaður, bústjóri, bifreiðastjóri, f. 21. janúar 1931, d. 25. ágúst 2018.
Leifur var með foreldrum sínum í æsku, vann á búi þeirra.
Hann nam bókbandsiðn á bókbandsstofu Bjarna Gestssonar 1943 og lauk því námi á bókbandsvinnustofu Arnarfells 30. september 1947.
Leifur flutti til Reykjavíkur 1941, vann við bókband hjá Guðjóni Ó Guðjónssyni föðurbróður sínum. Hann stofnaði ásamt fleiri bókbandsstofuna Arnarfell og rak hana að mestu einn frá 1954 uns hann seldi hana 1977. Eftir það stofnaði Leifur Bindagerð Leifs og vann sjálfstætt til 1994, er hann seldi Múlalundi tæki sín. Hann vann hjá Múlalundi uns hann lét af störfum 1998.
Þau Hulda giftu sig 1972, eignuðust ekki börn saman, en hún átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi sínu með Sigurði Guðlaugssyni á Laugalandi.
Leifur lést 2000 og Hulda 2007.
I. Kona Leifs, (16. júní 1972), var Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1921 í Reykjavík, d. þar 1. nóvember 2007.
Börn hennar frá fyrra hjónabandi:
1. Sigurður Birgir Sigurðsson, fæddur 30. október 1940, dáin 27. mars 2003.
2. Björg Sigurðardóttir, fædd 14. apríl 1945.
3. Inga Jóna Sigurðardóttir, fædd 30. maí 1946.
4. Guðlaugur Sigurðsson, fæddur 27. júlí 1950.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Dagblaðið-Vísir 22. mars 1991. Afmælisgrein
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.