Sigurður Ólason (Þrúðvangi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Ólason.

Sigurður Ólason fæddist á Bakka í Kelduhverfi 25. ágúst 1900 og lést 6. júní 1979.

Hinn 20. júlí 1935 Sigurður Ragnheiði Jónsdóttur. Börn þeirra eru:

  1. Óli Haukur, f. 16.10. 1935, d. 22.1. 1937.
  2. Hólmfríður, f. 24.2. 1940, maki Ragnar Jóhannesson, f. 1932.
  3. Gerður Guðríður, f. 27.12. 1944, maki Guðni Ólafsson f. 1943, d. 1999.

Fyrir átti Ragnheiður 2 börn.

Sigurður og Ragnheiður bjuggu í Þrúðvangi við Skólaveg 22.

Frekari umfjöllun

Skólavegur 22 í byggingu, suður og austur hlið árið 1924. Varmidalur til vinstri.
Skólavegur 22 í byggingu. Stefanía, Hólmfríður og Kristjana fyrir utan.
Skólavegur 22 norðurhlið.
Þrúðvangur.

Sigurður Ólason á Þrúðvangi, forstjóri fæddist 25. ágúst 1900 á Bakka í Kelduhverfi í S-Þing. og lést 6. júní 1979.
Foreldrar hans voru Óli Jón Kristjánsson bóndi víða í Kelduhverfi, síðar í Eyjum, f. 23. maí 1866, d. 31. janúar 1929, og kona hans Hólmfríður Þórarinsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 23. júní 1861, d. 6. desember 1937.

Börn Hólmfríðar og Óla Jóns voru:
1. Árni Ólason (Árni Óla) rithöfundur, blaðamaður, f. 2. desember 1888, d. 5. júní 1979.
2. Kristjana Óladóttir á Þrúðvangi, bæjarritari í Eyjum, f. 23. mars 1891, d. 6. mars 1966.
3. Þórarinn Ólason trésmiður, skrifstofumaður á Hoffelli, f. 1. mars 1893, d. 19. október 1958.
4. Kristján Ólason pakkhúsmaður á Húsavík, skáld, f. 27. júlí 1894, d. 24. október 1975.
5. Guðbjörg Óladóttir kaupmaður á Húsavík, f. 26. febrúar 1896, d. 24. október 1960.
6. Sigurður Ólason á Þrúðvangi, forstjóri, f. 25. ágúst 1900, d. 6. júní 1979.

Sigurður fluttist til Eyja 1920, var ,,leigjandi, afhendingarmaður“ á Kirkjubóli á árinu, leigði í Miðgarði 1922 og 1923. Hann leigði í Þingholti 1924 með Hólmfríði móður sinni, Kristjönu og Þórarni systkinum sínum.
Sigurður byggði Þrúðvang 1926 með aðstoð Þórarins bróður síns og fleiri, bjó þar með húsfreyjunni móður sinni, ráðskonunni Kristjönu systur sinni og Þórarni bróður sínum 1927. Þar bjó hann síðan.
Sigurður var verslunarstjóri hjá Helga Benediktssyni, síðan forstjóri Netagerðarinnar og að lokum forstjóri Fisksölusamlagsins.
Þau Ragnheiður giftu sig 1935 og eignuðust þrjú börn, en misstu fyrsta barnið á öðru árinu.
Sigurður lést 1979 og Ragnheiður 2006.

Kona Sigurðar, (20. júlí 1935), var Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1905 í West-Selkirk í Kanada, d. 9. nóvember 2006.
Börn þeirra:
1. Óli Haukur Sigurðsson, f. 16. október 1935 á Þrúðvangi, d. 22. janúar 1937.
2. Hólmfríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1940 á Þrúðvangi.
3. Gerður Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. desember 1944 á Þrúðvangi.
Fósturbörn Sigurðar, börn Ragnheiðar frá fyrra hjónabandi hennar:
4. Guðjón Emil Aanes skipstjóri, farmaður, f. 24. júlí 1930 í Brautarholti, d. 8. maí 1983.
5. Örn Aanes vélstjóri, f. 18. nóvember 1932 í Brautarholti.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.Myndir