Ágúst Friðþjófsson (Laufholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágúst Friðþjófsson frá Laufholti, bifreiðastjóri fæddist þar 8. nóvember 1920 og lést 5. október 2017.
Foreldrar hans voru Guðrún Pálsdóttir, síðar húsfreyja á Þingvöllum, f. 21. júlí 1900, d. 24. október 1969, og Friðþjófur Marz Jónasson píanóleikari, síðar í Vesturheimi, f. 4. mars 1897.
Fósturforeldrar hans voru móðurforeldrar hans Soffía Helgadóttir húsfreyja og Páll Sigurðsson bifreiðastjóri.

Börn Guðrúnar og Benedikts Friðrikssonar og hálfsystkini Ágústs:
1. Elsabet Ester Benediktsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 29. ágúst 1926 á Þingvöllum.
2. Friðrik Pálmar Benediktsson öryrki, f. 31. október 1927 á Þingvöllum, d. 17. júní 1994.
3. Hörður Benediktsson múrarameistari, f. 29. júlí 1930 í Reykjavík, d. 23. júlí 2009. Kona hans var Hjördís Magdalena Jóhannsdóttir.
4. Sverrir Benediktsson hárskeri, f. 21. júlí 1931 í Reykjavík.
5. Soffía Eygló Benediktsdóttir húsfreyja, iðnverkakona, f. 24. maí 1935 í Reykjavík.
Börn Benedikts og fyrri konu hans, og uppeldissystkini Ágústs:
6. Alfreð Alexander Benediktsson sjómaður, f. 14. desember 1911 í Vinaminni, síðast á Grettisgötu 37 í Reykjavík, d. 9. nóvember 1946.
7. Ottó Berent Elías Benediktsson bakari, f. 2. nóvember 1917 á Þingvöllum, síðast á Grettisgötu 37 í Reykjavík, d. 31. maí 1990.

Ágúst var fóstraður í Laufholti hjá móðurforeldrum sínum meðan beggja naut við, en síðan hjá Soffíu. Þar var hann enn 1940 og síðar í Reykjavík.

Kona Ágústs, (31. júlí 1955) var Hólmfríður Anna Ingimundardóttir frá Hvoli í Saurbæ, húsfreyja, f. 22. mars 1922 í Hvammdalskoti í Dalasýslu, d. 27. júlí 1985. Foreldrar hennar voru Ingimundur Jón Gíslason bóndi, f. 28. mars 1896, d. 25. febrúar 1937, og kona hans Halldóra Ragnheiður Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 14. október 1900, d. 20. desember 1989.
Börn þeirra:
1. Linda Hrönn Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 5. febrúar 1955. Maður hennar Einar Schweitz.
2. Ragnar Ingimundur Ágústsson leigubifreiðastjóri, f. 25. desember 1952, d. 29. júní 2020. Barnsmæður hans Hallveig Sveinbjörnsdóttir og Þórdís Þorkelsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.