Sævar Tryggvason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sævar

Sævar Tryggvason fæddist í Vestmannaeyjum 1. júní 1947. Hann lést 26. ágúst 2005. Foreldrar hans voru Tryggvi Ólafsson málarameistari og Þórhildur Stefánsdóttir. Árið 1970 kvæntist Sævar Ástu Sigríði Sigurðardóttur. Þau skildu. Dætur þeirra eru:
1. Anna Lilja Sævarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari á Akureyri, f. 28. desember 1969. Maður hennar Unnsteinn Einar Jónsson.
2. Hildur Lind Sævarsdóttir byggingafræðingur, flugfreyja, f. 8. október 1983. Fyrrum sambýlismaður hennar Elmar A. Sveinbjörnsson.

Sævar lærði málaraiðn hjá föður sínum á árunum 1965-69. Árið 1968 lauk Sævar íþróttafræðiprófi frá Den Jyske Idrætsskole í Danmörku árið 1968. Sveinsprófi í málaraiðn lauk hann árið 1972 og árið 1975 meistaraprófi. Hann starfaði sem málarameistari allan sinn starfsaldur.

Á sínum yngri árum var Sævar einn af efnilegustu knattspyrnumönnum Vestmannaeyja. Hann dvaldi meðal annars við æfingar hjá stórliði Arsenal árið 1967. Hann lék með unglingalandsliðum Íslands og varð fyrsti A- landsliðsmaður ÍBV árið 1969. Hann sneri sér síðan að knattspyrnuþjálfun og þjálfaði meðal annars yngri flokka ÍBV og Vals með góðum árangri.


Heimildir

  • Kristján Guðlaugsson. Íslenskir málarar. Reykjavík: Málarameistarafélag Reykjavíkur, 1982.
  • Morgunblaðið. 2.september 2005. Minningargreinar um Sævar Tryggvason.