Gísli Friðrik Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjá greinina um Gísla J. Johnsen fyrir kaupmanninn og athafnamann


Gísli

Gísli Friðrik Johnsen fæddist 11. janúar 1906 og lést 8. október 2000. Foreldrar hans voru Gísli J. Johnsen, stórkaupmaður og útgerðarmaður og Anna Ásdís Gísladóttir Johnsen. Gísli átti tvær systur, Sigríði og Soffíu.

Hinn 23. október 1943 kvæntist Gísli, Friðbjörgu Tryggvadóttur, hjúkrunarkonu frá Jórunnarstöðum í Eyjafirði. Hún lést í sjúkrahúsinu Sólvangi 2. maí 1996. Börn þeirra eru: 1) Hrafn Johnsen, tannlæknir , f. 6. janúar 1938, 2) Örn Tryggvi Johnsen, f. 30 maí 1944, d. 9. október 1960. 3) Ásdís Anna Johnsen, skurðhjúkrunarfræðingur, f. 6. febrúar 1949.

Gísli lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík og hóf síðan útgerð í Vestmannaeyjum með mági sínum Ástþóri Matthíassyni. Þeir gerðu út fimm báta í Eyjum fram að stríði og síðan einn bát um árabil eftir það. Gísli Friðrik gerði síðan einn út bátinn Þrist en hætti útgerð eftir það.

Hans aðal áhugamál var ljósmyndun og er hann hvað þekktastur fyrir ljósmyndir sínar en hann hélt nokkrar sýningar.

Gísli Friðrik og Friðbjörg fluttust til Hafnarfjarðar í Eyjagosinu 1973 þar sem þau áttu heima síðan.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Gísli Friðrik Johnsen


Heimildir

  • Minningargrein um Gísla Friðrik Johnsen í Morgunblaðinu, 15. október 2000.