Aðalsteinn Sigurhansson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Aðalsteinn.
Aðalsteinn og Guðni Jónsson standa. Eiríkur Ögmundsson situr.

Aðalsteinn Sigurhansson, Steinum, fæddist 27. nóvember 1903 og lést 23. janúar 1927. Faðir hans hét Sigurhans Ólafsson.

Hann fórst með Mínervu VE-241 ásamt fjórum öðrum.


Frekari umfjöllun

Aðalsteinn Sigurhansson sjómaður fæddist 27. nóvember 1903 í Gerðakoti u. Eyjafjöllum og drukknaði 24. janúar 1927.
Foreldrar hans voru Sigurhans Ólafsson bóndi í Gerðakoti u. Fjöllunum, síðar verkamaður í Eyjum, f. 12. september 1861 í Stóru-Mörk, d. 26. september 1931, og kona hans Dóróthea Sveinsdóttir húsfreyja, f. 30. október 1864 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 5. mars 1941.

Börn Sigurhans og Dórótheu í Eyjum:
1. Ólafur Ágúst Sigurhansson sjómaður, f. 27. ágúst 1888, drukknaði 14. janúar 1915.
2. Sveinn Sigurhansson vélstjóri, múrari, f. 21. júní 1902, d. 6. desember 1963.
3. Þorbjörg Sigurhansdóttir ráðskona, f. 21. mars 1894, d. 4. mars 1964.
4. Þorbjörn Sigurhansson sjómaður, f. 7. febrúar 1896, d. 13. ágúst 1981.
5. Tómas Karl Sigurhansson skósmiður, f. 21. janúar 1898, d. 24. janúar 1987.
5. Berent Sigurhansson smiður, f. 24. mars 1900, d. 24. desember 1922.
6. Óskar Sigurhansson vélsmiður, f. 29. apríl 1902, d. 1. apríl 1979.
7. Aðalsteinn Sigurhansson sjómaður, f. 27. nóvember 1903, drukknaði 23. janúar 1927.

Aðalsteinn var með fjölskyldu sinni í Gerðakoti í æsku og fluttist með foreldrum sínum að Bræðraborg 1911. Hann fór í Mýrdal 1915, 11 ára, var kominn að Steinum 1918, var sjómaður þar 1920-dd.
Hann drukknaði, er Minerva VE-241 fórst 24. janúar 1927.

ctr

Mínerva VE-241.

Sjá nánar grein Ingibjargar í Bólstaðarhlíð um Mínervuslysið í Bliki 1961, „Minervuslysið“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.