„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1981/Minning látinna“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 248: | Lína 248: | ||
<big>'''[[Gunnólfur Einarsson]] F. 13. apríl 1899 - d. 10. febrúar 1981.'''</big><br> | <big>'''[[Gunnólfur Einarsson]] F. 13. apríl 1899 - d. 10. febrúar 1981.'''</big><br> | ||
Gunnólfur Einarsson var fæddur á Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru | Gunnólfur Einarsson var fæddur á Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Helga Ólafsdóttir, ættuð frá Leirum og [[Einar Pálsson (Langholti)|Einar Pálsson]], ættaður frá [[Gjábakki|Gjábakka]] í Vestmannaeyjum. Gunnólfur ólst upp undir fjöllunum fram yfir fermingu. Þá missti hann móður sína aðeins fimmtán ára og hefur það eflaust verið mikill harmur ungum manni. Árið 1914 kom Gunnólfur hingað til Eyja á vertíð, réri hann héðan samtals í fjórtán vertíðir og nokkur sumur var hann á m/b [[Enok VE-164|Enok]], með Þórði heitnum á Bergi, í vöru og fólksflutningum milli lands og Eyja. Þá kom að því að sumarvertíðir frá Skálum að Langanesi freistuðu hans, eins og margra Eyjamanna á þeim tíma, fór hann ásamt nokkrum héðan í verið að Skálum árið 1922. Stundaði hann róðra þaðan nokkur sumur. Þar kynntist hann Guðlaugu Lárusdóttur frá Heið á Langanesi og giftust þau árið 1926. Bjuggu þau allan sinn búskap á Langanesi, lengst af á Þórshöfn, eða til ársins 1967 er Guðlaug andaðist. Gunnólfur og Guðlaug eignuðust sex börn sem öll eru á lífi. Tvö þeirra eru búsett hér í Eyjum, Lárus stýrimaður á m/s [[Herjólfur|Herjólfi]] og [[Guðlaug]] sem gift er [[Gísli Geir Guðlaugsson|Gísla G. Guðlaugssyni]].<br> | ||
Gunnólfur var atorkumaður til allra starfa, léttur, spaugsamur og vinmargur, enda traustur og heiðarlegur í alla staði, handsal hans var á við margan skjalabunkann nú í dag. Það má segja að Eyjarnar hafi verið hans annað byggðarlag, svo vel fylgdist hann með framgangi mála hér. Allt sitt lífshlaup byggði hann á því sem sjórinn gaf, ýmist sjálfur til sjós eða í landi við vinnslu sjávarafurða, bæði sem útgerðarmaður eða verktaki við verkun á fiski. Síðar varð hann frystihússtjóri á Þórshöfn í mörg ár.<br> | Gunnólfur var atorkumaður til allra starfa, léttur, spaugsamur og vinmargur, enda traustur og heiðarlegur í alla staði, handsal hans var á við margan skjalabunkann nú í dag. Það má segja að Eyjarnar hafi verið hans annað byggðarlag, svo vel fylgdist hann með framgangi mála hér. Allt sitt lífshlaup byggði hann á því sem sjórinn gaf, ýmist sjálfur til sjós eða í landi við vinnslu sjávarafurða, bæði sem útgerðarmaður eða verktaki við verkun á fiski. Síðar varð hann frystihússtjóri á Þórshöfn í mörg ár.<br> | ||
Eftir að Gunnólfur missti konu sína, fluttist hann suður 1968, dvaldist á Hrafnistu um tólf ára skeið. En síðasta árið sitt var hann í Keflavík og naut þar umhyggju Helgu dóttur sinnar, fyrst á heimili hennar og síðustu mánuðina á Sjúkrahúsi Keflavíkur, þar sem hann andaðist 10. febrúar síðast liðinn.<br> | Eftir að Gunnólfur missti konu sína, fluttist hann suður 1968, dvaldist á Hrafnistu um tólf ára skeið. En síðasta árið sitt var hann í Keflavík og naut þar umhyggju Helgu dóttur sinnar, fyrst á heimili hennar og síðustu mánuðina á Sjúkrahúsi Keflavíkur, þar sem hann andaðist 10. febrúar síðast liðinn.<br> |
Útgáfa síðunnar 1. desember 2016 kl. 17:52
Minningarathöfn um bræðurna frá Háagarði fór fram frá Útskálakirkju í Garði laugardaginn 16. maí að viðstöddu miklu fjölmenni.
Kirkjan var fullsetin, en hún tekur um 200 manns í sæti, utan kirkju var annað eins af fólki, en hátölurum hafði verið komið fyrir. Veður var hið blíðasta, andvari af hafi og glaðasólskin, en í fjarska skörtuðu snæviþakin fjöll Snæfellsness og Faxaflóa á köldu vori.
Sóknarpresturinn Sr. Guðmundur Guð-mundsson flutti frábæra og eftirminniiega minningarræðu og lagði út af sálminum „Líknargjafinn þjáðra þjóða" eftir Jón Magnússon en 2. versið er erindið alkunna:
Föðurland vort hálft er hafið. helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið, hetjulífi og dauða skráð.
Kirkjukór Útskálkirkju söng, en Reynir Guðsteinsson fyrrv. skólastjóri söng einsöng. Í minningarræðunni flutti presturinn sérstaka kveðju í nafni Sr. Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar sóknarprests í Eyjum.
Það var kveðja frá sjómönnum í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyingum. Er óhætt að segja að þessi kveðja yljaði öllum um hjartarætur og var kærkomin. Í lok athafnarinnar var sungið „Yndislega Eyjan mín".
Að lokinni athöfn í kirkju var boðið til veglegrar erfisdrykkju í samkomuhúsi Garðverja og sáu slysavarnakonur í Garðinum um kaffi og meðlæti, sem var ríkulegt handa þessu marga fólki.
Það var eftirtektarvert hvað margir Eyjasjómenn höfðu gert sér sérstaka ferð frá Eyjum til þessarar kveðjustundar.
Sjómenn á Suðurnesjum sýndu mikla hluttekningu og til minningar um þá bræður höfðu 8 skipshafnir gefið 2 forkunnar fagra silfurskildi áletraða með nöfnum þeirra bræðra.
Þetta var fagur vottur hluttekningar og samstóðu sjómanna á Suðurnesjum.
Eftir lifir minningin um góða drengi. sem féllu frá langt um aldur fram. Skýr er myndin af manndóms- og drengskaparmönnum.
Aldrei gleymi ég handtökum Bjarna heitins og allra þeirra bræðra á fyrstu dögum eldgossins í Eyjum. Móður sinni og öldruðum frændum og venslafólki í Garðinum var styrkur Bjarna heitins og hlýja ómetanleg. Hann kom aldrei svo af sjó að hann kæmi ekki færandi hendi með soðningu eða reyndi að liðsinna og líta til með þeim á annan hátt.
Jóel var hinn góði og trausti heimilisfaðir, hlédrægur -vinur vina sinna- skipsfélagi einstakur, dugmikill og ósérhlífinn. Ég geymi í huga mér mynd hans, þar sem hann gengur upp Hlaðbæjartúnið með börnin sín við sitt hvora hönd, stígur ölduna og gengur föstum ákveðnum skrefum. Traustur maður. Eða hann er að dytta að einhverju við Oddsstaði og í kringum hann er hópur bama. Við störf hans var aldrei neitt barn fyrir honum eða til trafala.
Þegar hann var 19 ára gamall, var ég með honum til sjós eitt sumar og haust. Þar voru handtök hans betri en nokkurs annars. Hann var ætíð stilltur vel, en vart hefi ég séð kappsamari mann við vinnu.
Blessuð sé minning bræðranna frá Háagarði, þeirra Jóels og Bjarna.
Hún lifir í hugum samferðamanna.
G.Á.E
Miðvikudaginn 4. mars s.l. skeði sá sorglegi atburður, að vélbáturinn Bára VE 141 týndist með tveimur mönnum. Voru það bræðurnir Jóel og Bjarni Guðmundssynir frá Háagarði í Vestmannaeyjum.
Báruna létu þeir bræður, ásamt Unnari bróður sínum, smíða í Vestmannaeyjum árið 1970, og stunduðu fiskveiðar á bátnum upp frá því, ýmist með línu eða handfæri og öfluðu oftast framúrskarandi vel.
M.b Bára var um 12 smálestir að stærð og þótti mjög falleg fleyta á að líta. Töldu þeir bræður bátinn afburða gott sjóskip og svo umhirða þeirra á bátnum góð, að hún vakti athygli manna í Sandgerðishöfn og víðar. Allt var þar fágað og hreint ofan þilja sem neðan og hver hlutur á sínum stað, bundinn og vel frágenginn.
Þeir bræður lögðu úr Sandgerðishöfn um klukkan 5 að morgni í þennan sinn síðasta róður og munu hafa lagt línuna um 20 sjó-mílur í norðvestur frá Garðskaga, en þar voru þeir á sjó deginum áður og fengu þá um 4 smálestir af góðum fiski.
Klukkan um 4 þennan dag höfðu þeir bræður samband við Keflavíkurradíó og voru þá langt komnir með að draga línuna og var allt í lagi hjá þeim. Gerðu þeir ráð fyrir að tala við Keflavíkurradíó aftur að loknum línudrætti. Eftir fyrrgreint samtal heyrðist ekkert frá þeim meira.
Á þessum fiskimiðum voru þá 6 til 8 vindstig.
Þegar Báran var ekki komin í höfn kl. 6.30 um kvöldið og ekkert hafði til hennar heyrst, var haft samband við þá 10 til 15 Sandgerðisbáta, sem þá voru enn ókomnir að landi og þeir beðnir að leita bátsins. Þegar leið á kvöldið bættust fleiri bátar í leitina ásamt flugvél og munu um nóttina hafa verið 30 skip og bátar við leitina, sem var vel skipulögð og var henni haldið áfram næsta dag eftir því sem veður leyfði, en bar þó engan árangur.
Þeir bræður voru þrautþjálfaðir og góðir sjómenn og er að þeim mikill mannskaði og þeirra sárt saknað af nánasta skylduliði, fjölmennum frændgarði og vinum.
Jóel Guðmundsson Eyjaholti 7, Garði. F. 1. júlí 1936 - d. 4. mars 1981
Hann var fæddur í Skálavík í Fáskrúðsfirði 1. júlí 1936, þar sem foreldrar hans bjuggu frá 1934 til 1946. Það voru þau Laufey Sigurðardóttir frá Hala í Ásahreppi, er ólst þar upp frá 7 ára aldri hjá Ingimundi bónda þar og Sigríði konu hans. Seinna fluttust þau hjón til Keflavíkur.
Guðmundur Jóelsson, eiginmaður Laufeyjar, var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og átti þar til fjölmennra ætta að telja.
Þau hjón byrjuðu að búa í Eyjum um 1930. Þá keypti Guðmundur sér góðan trillubát, sem hann nefndi Báru og var formaður á bátnum 3 ár í Eyjum, en flutti hann svo með sér austur, þar sem hann stundaði fiskveiðar á honum öll sumur og haust ásamt búskapnum. En þau hjón höfðu á þessum árum 2 kýr og 40 til 60 kindur. Það má með sanni segja að Jóel vandist ungur sjónum, því að innan við 10 ára aldur var hann farinn að skreppa með pabba sínum á sjóinn, þegar blíðast var og 12 ára gamall fór hann að róa að staðaldri með föður sínum á sumrin, sem fullgildur háseti.
Jóel var 10 ár til sjós með Stefáni Stefánssyni, frænda sínum frá Gerði, á þremur bátum, sem allir hétu Halkion. Var hann hjá Stefáni sem háseti, vélstjóri og stýrimaður, því að til þess hafði hann lærdóm og próf. Hafði hann lært á námskeiðum, sem haldin voru á hverju hausti í Eyjum á þeim árum. Vetrarvertíðina 1960 var Jóel skipstjóri á Ísleifi II, sem var 59 smálestir. Jóel var fremur fáskiptinn maður, en prúður og stilltur í allri framkomu og vann allra traust, sem með honum unnu á sjó eða landi. Hann var mjög fjölhæfur til allra verka og mátti teljast góður smiður á tré og járn, þó ekki hefði hann lært þær iðngreinar.
Hinn 11. október árið 1958 kvæntist Jóel eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Pétursdóttur Guðjónssonar á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og seinni konu hans Lilju Sigfúsdóttur.
Ungu hjónin byrjuðu búskap í leiguhúsnæði, en eftir fjögurra ára samveru keyptu þau Eystri-Oddsstaði í Eyjum, sem var gamalt tveggja hæða steinhús, algerlega þægindalaust, en því gerbreyttu þau hjón og unnu bæði að því að bæta það og fegra svo að til fyrirmyndar var. Þar bjuggu þau hjón fram að gosi í Eyjum, en þá fluttu þau í Garðinn.
Guðrún er mjög vel gefin dugnaðarkona, sem bjó manni sínum og börnum unaðslegt heimili. Eignuðust þau hjón fjögur börn, sem eru Guðmundur 22 ára, Sævar 17 ára, Lilja 15 ára og Sigrún 11 ára.
Vertu sæll kæri frændi og Guði falinn.
Eyjólfur Gíslason.
Bjarni Guðmundsson Eyjaholti 9, Garði. F. 10. ágúst 1938 - d. 4. mars 1981
Bjarni Guðmundsson var fæddur í Skálavík í Fáskrúðsfirði 10. ágúst 1938. Hann fluttist með foreldrum og systkinum til Vestmannaeyja sumarið 1946, en þá keyptu foreldrar hans húsið Háagarð, sem stóð vestast svonefndra Vilborgarstaðahúsa. í því húsi átti Bjarni heimili sitt uns hann fluttist frá Eyjum árið 1973.
Ungur byrjaði Bjarni að stunda sjóinn eins og Jóel bróðir hans, því innan við fermingaraldur fór hann að róa á sumrum með föður sínum á trillubátnum Hlýra, sem faðir hans eignaðist fljótlega eftir að hann fluttist til Eyja og stundaði sjóinn á þeim bát sumar, vor og haust.
Um 1960 eignaðist svo Bjarni bátinn Hlýra og var formaður á honum þar til er þeir bræður létu smíða Báruna árið 1970.
Bjarna fórst formennskan vel og fékk fljótlega á sig orð fyrir aflasæld og formennskuhæfileika.
Innan við tvítugsaldur fór Bjarni eitt sumar norður á síldveiðar með Ella í Varmadal á Sjöstjörnunni VE 92 og þótti reynast þar vel þótt ungur væri.
Bjarni var mikill lundaveiðimaður og stundaði þann veiðiskap nokkur sumur og lá þá við í Ystakletti. Einn daginn veiddi hann þar yfir eitt þúsund lunda, sem þá var Eyjamet.
Trillubátinn Hlýra fluttu þeir bræður með sér í Garðinn og átti Þorgeir bróðir þeirra orðið bátinn ásamt Ómari, yngsta bróðurnum, og reru þeir bátnum frá Sandgerði, en seldu hann fyrir fjórum árum og eiga nú 12 smálesta bát, sem einnig ber nafnið Hlýri.
Þau Háagarðssystkini voru 9 talsins, sex bræður og þrjár systur. Ungan dreng misstu þau hjón skömmu eftir fæðingu hans eystra, en af þeim sem upp komust var Bára elst. Hún lést um tvítugt. Þórdís er búandi kona í Gunnarsholti á Rangárvöllum, gift Magnúsi Péturssyni frá Kirkjubæ. Ingibjörg var yngst systkinanna. Hún dó af slysförum þriggja ára gömul.
Guðmundur faðir þeirra andaðist 14. september 1965, en eftir lát manns síns bjó Laufey ekkja hans með sonum sínum. Nú síðustu árin með þeim Bjarna og Þorgeiri, sem voru henni góðir og hugulsamir.
Bjarni Guðmundsson var drengur góður og vildi öllum vel.
Vertu sæll kæri frændi og Guði falinn.
Eyjólfur Gíslason.
Tómas Ólafsson Brekastíg 22 F. 3. júlí 1924 - D. 27. júlí 1980
Tómas var fæddur í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Ólafs Sigurðssonar frá Butru í Fljótshlíð og Ingibjargar Tómasdóttur frá Barkarstöðum í sömu sveit. Hugur Tómasar hneigðist snemma að járnsmíði og vélvirkjun. Strax að loknu Gagnfræðaprófi vorið 1942 fór hann á Mótornámskeið, fyrsta sem haldið var sama ár.
Hann var við nám í vélvirkjun í Vélsm. Magna 1942-46. Haustið 1949 fór hann til Reykjavíkur í Vélskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1952.
Tómas var á hinum ýmsu bátum og skipum. Sumarið 1948 var hann á síldveiðum á Gullveigu með Guðna heitnum Jónssyni frá Ólafshúsum. 1951 var hann á togaranum Elliðaey.
Að loknu vélstjóraprófi 1952 fór hann til Kaupmannahafnar og vann þar hjá Atlasfyrirtækinu í eitt ár.
Næstu 3 árin var hann á förum á erlendum vöru- og olíuflutningaskipum og sigldi bæði um Kyrrahaf, Indlandshaf og Kínahaf. Síðan starfaði hann um nokkurra ára skeið í Vélsm. Héðni í Reykjavík og hjá Skipadeild S.Í.S. Árið 1954 kvæntist hann Sigurvaldísi Lárusdóttur frá Reykjavík. Áttu þau þrjár dætur. Tómas byggði einbýlishús í Kópavogi. Þar starfrækti hann sitt eigið verkstæði frá 1964.
Tómasi var margt til lista lagt og liggja margir fagrir smíðisgripir eftir hann.
Hann var áhugamaður um ljósmyndun og ferðaðist vítt og breytt um landið og tók myndir. Einnig var hann liðtækur hljómlistarmaður og átti hann margar ánægjustundir við orgelið sitt.
En veikindi settu strik í reikninginn og hann lést að heimili sínu í Kópavogi þann 27. júlí sl.
Ólafur Hermannsson.
Alfreð Hjartarson frá Geithálsi F. 18. nóv. 1918 - D. 19. jan. 1981
Þann 24. janúar sl. var til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum vinur minn Alfreð Hjartarson frá Geithálsi, en hann lést í Landspítalanum 19. jan. sl.
Alli á Frigg, eins og hann var oftast kallaður, var sonur hjónanna Hjartar Einarssonar og Katrínar Sveinbjörnsdóttur og ólst hann upp á Geithálsi, Vestmannaeyjum, ásamt 6 systkinum.
Alli fór ungur til sjós og gerðist fljótlega vélstjóri og síðar útgerðarmaður ásamt bróður sínum Sveinbirni, sem lést fyrir 2 árum.
Árið 1946 keyptu Alli og Sveinbjörn bátinn Frigg VE af Einari Sigurðssyni, sem var 21 tonn að stærð og gerðu þeir hann út í um það bil 6 ár, en keyptu þá bát, 49 tonna, frá Danmörku árið 1952 og nefndu þeir bátinn Frigg VE 316.
Alli og Sveinbjörn gerðu þennan bát út til ársins 1973, en þá sökk hann út af Krísuvíkurbjargi, en báturinn var gerður út frá Grindavík í gosinu. Eftir að Frigg var horfin hóf Alli störf hjá hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og starfaði þar til dauðadags, en eftir gos bjó Alli í Grindavík.
Árið 1944 steig Alli gæfuspor því þá giftist hann eftirlifandi konu sinni, Jónu Friðriksdóttur frá Siglufirði og eignuðust þau 9 börn. Þau eru Óli, Hanna, Guðný, Alfreð Hjörtur, Friðrik, Bernódus, Einar og Katrín. Óli, Hanna, Guðný og Bernódus eru gift í Vestmannaeyjum, en Friðrik og Katrín eru hjá móður sinni í Grindavík. Dreng, Einar, misstu þau hjón aðeins hálfsmánaðargamlan og Alfreð Hjört misstu þau af slysförum árið 1975.
Fyrir allmörgum árum missti Alli heilsuna, og gekk hann því ekki heill til skógar í mörg ár, en hann var hraustmenni, kvartaði aldrei og stundaði alltaf sína vinnu af miklum þrótti, enda stóð hin góða kona styrk við hlið hans, en þau hjón voru mjög samrýnd.
Ég kynntist Alla fyrst í barnæsku, því mikill samgangur var milli foreldra minna og þeirra hjóna. Eftir að ég komst til vits og ára bundust við miklum vináttuböndum, og spjölluðum við mikið saman og mun ég geyma góðar minningar um góðan dreng í hjarta mínu.
Ég vil að lokum biðja algóðan Guð að blessa eiginkonu, börn, tengdabörn og barnabörn í sorg þeirra, þegar góður eiginmaður, faðir og afi er kvaddur héðan af jörðu.
Friðrik Óskarsson.
Baldur Sigurlásson F. 26. júlí 1926, D. 28. júlí 1980
Baldur var fæddur að Langagerði í Hvolhreppi, foreldrar hans voru Sigurlás Þorleifsson og Aðalheiður Gísladóttir. Baldur fluttist hingað til Eyja 16 ára gamall og byrjaði þá að stunda sjómennsku og varð það hans starf til æviloka.
Baldur var góður verkmaður, ósérhlífinn og traustur, enda eftirsóttur sjómaður. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og lét hann t.d. engan knattspyrnuleik fram hjá sér fara, kæmi hann því við að fara á völlinn.
Hann var mjög góður bridgespilari og vann til margra verðlauna við græna borðið.
Á haustdögum 1979 fann Baldur til þess sjúkdóms sem varð honum að aldurtila, hann vissi fljótt að hverju stefndi og bar hann þann þunga kross með karlmennsku. Baldur var ókvæntur en lætur eftir sig son. Baldur lést hér á sjúkrahúsinu 28. júlí sl.
Blessuð sé minning hans.
Jónatan Aðalsteinsson.
Björn Bergmundsson fra Nýborg F. 26". sept. 1914, D. 26. mars 1981
Björn var fæddur í Eyjum 26. sept. 1914, en lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 26. mars sl. eftir langvarandi veikindi og vanheilsu, á 67. aldursári.
Foreldrar hans voru þau Elín Helga Björnsdóttir (ættuð frá Norðfirði) og Bergmundur Arnbjörnsson (Þorbjörnssonar frá Presthúsi). Þau hjón eignuðust átta börn og var Björn fjórði í röðinni, en einkasonur.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af í Sjávargötu, en átti við mikla vanheilsu að stríða í æsku og var um tíma á heilsuhæli. Vel rættist úr fyrir honum og er hann náði fullri heilsu tók hann að stunda líkamsrækt og leikfimi með góðum árangri. 15 ára gamall byrjaði hann að vinna fyrir sér, fyrst við beitningu hjá Þorsteini Gíslasyni í Görðum, og var reyndar lengst hjá honum, ýmist háseti eða stýrimaður á Lagarfossi og Sjöfn. En á löngum sjómannsferli var hann hjá ýmsum formönnum, Binna í Gröf, Halla á Baldri, á Þór með Einari Guðmundssyni, Stakksárfossi með Jóni í Sjólyst, á Hellisey með Bernódusi mági sínum, svo fátt eitt sé talið. Björn átti um tíma hlut í Gullveigu með Kristni á Skjaldbreið o.fl.
Björn lagði gjörva hönd á margt til sjós, var háseti, stýrimaður, vélstjóri og kokkur, og var sama að hverju hann gekk, öll störf vann hann að rómuðu kappi og einstakri snyrtimennsku. Hann sótti vélstjóranámskeið og matsveinanámskeið og var afbragðsgóður og þrifinn kokkur.
Eftir að Björn fór í land vann hann lengst af við höfnina, m.a. var hann um tíma vélstjóri á grafskipinu Vestmannaey. Um sextugt tók hann að kenna þess hjartasjúkdóms sem að lokum dró hann til dauða. Bar hann það andstreymi með undraverðu æðruleysi, við erfiðar aðstæður, og tók hverju áfalli með jafnaðargeði.
Björn var ókvæntur, en bjó með foreldrum sínum í Nýborg sem hann keypti 1946, og þar ól hann upp með þeim tvö systurbörn sín, Birnu Berg (dóttur Aðalbjargar) og Bergmund Ella (son Ásu).
Björn Bergmundsson var á margan hátt minnisstæður maður. Hann var á sínum manndómsárum heljarmenni að burðum, þótt ekki væri hann hávaxinn, hamhleypa til vinnu, skapstór og átti til að vera nokkuð lausbeislaður í gleðinni. En framar öllu var hann þó tryggur vinur, heiðarlegur í öllum viðskiptum og reglumaður á því sviði, og einstakt snyrtimenni, eins og heimili hans bar með sér. Hann umgekkst gjarnan sér yngri menn og var ungur í anda og fylgdist vel með. Hann hafði yndi af því að kenna þeim til verka og vígja þá til sjómennskustarfsins, opna þeim þann heim, sem honum fannst að þeir ættu að hrærast í. Minnast margir skipshafnarinnar á Gullveigu, þar sem ungir og ómótaðir voru teknir fram yfir reynda og vana. Enda var enginn svikinn af því að hafa hann sem sinn fyrsta kennara. Menn, sem nú eru á miðjum aldri, en kynntust Birni á uppvaxtarárum sínum,
kveðja traustan vin og góðan félaga.
Sigurður Georgsson
Helgi Bernódusson
Loftur Jónsson frá Vilborgarstöðum F. 13. júb 1891 - d. 2. maí 1981
Loftur Jónsson var fæddur að Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum 13. júlí árið 1891 og þar bjó hann lengst af ævi sinnar.
Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Sighvatsdóttir frá Vilborgarstöðum og Jón Eyjólfsson frá Hlíð undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu að Vestri-Staðarbæ, sem var ein Kirkjubæjarjarða.
Þegar Loftur var 10 ára gamall, drukknaði faðir hans af julinu Sjólyst, sem fórst með 6 mönnum 20. maí 1901, í Álnum suður af Bjarnarey. Þetta gerðist aðeins 4 dögum eftir sjóslysið mikla við Klettsnef, hinn 16. maí, er 27 fórust af Fjallaskipinu Björgólfi.
Móðir Lofts var heilsulaus og varð að leysa upp heimilið; systkinunum, tveimur bræðrum, systrum var komið í fóstur hjá vandalausum. Skömmu síðar andaðist Sigríður Sighvatsdóttir. Loftur var elstur alsystkina, en hálfsystir hans var Júlíana Sigurðardóttir húsfreyja á Vestri-Búastöðum, eiginkona Péturs Lárussonar bónda þar.
Hjónin Ingibjörg og Þorsteinn Ólafsson í Háagarði, foreldrar Helgu á Kirkjubæ, tóku Loft í fóstur.
Eins og þá var títt hóf Loftur ungur að árum lífsbaráttuna og innan við fermingaraldur fór hann og jafnaldri hans Finnbogi Finnbogason á Kirkjubæ, síðar á Vallartúni að skjótast í róðra með Ögmundi Jónssyni, -Munda pæ- sem kallaður var. Reru þeir á fjórrónu juli, en Mundi bjó í lítilli torfbaðstofu á Vilborgarstöðum.
Loftur hóf sjóróðra á vetrarvertíð ásamt fleiri unglingum með Ísleifi Guðnasyni, sem bjó á Kirkjubæ. Hann var þá 15 ára gamall og reru þeir saman 6 jafnaldrar á árabát, sem Guðlaugur Vigfússon á Vilborgarstöðum átti. Þegar Ísleifur vildi ekki vera aðra vertíð með bátinn fengu strákarnir Gísla Eyjólfsson á Búastöðum fyrir skipið. Þetta var bátur með færeysku lagi og fiskuðu þeir vel.
Strax á fyrstu árum vélbátanna í Vestmannaeyjum varð Loftur beitumaður á Haffara, en fóstri hans, Þorsteinn í Háagarði, átti 1/6 hlut í bátnum. Vetrarvertíðina 1910 reri Loftur ásamt frænda sínum Jóni Magnússyni Eyjólfssonar frá Kirkjubæ með Gísla á Búastöðum. Þeir Jón og Loftur voru bræðrasynir og miklir mátar. Næstu vertíð, vertíðina 1911, byrjaði Jón formennsku með vélbátinn Ísak og var Loftur beitumaður með Jóni. Árið 1913 keyptu þeir frændur vélbátinn Braga, sem var 8,98 tonn að stærð með 12 hestafla Dan-vél, súðbyrðingur smíðaður í Danmörku. Þeir áttu hvor 1/4 hlut í bátnum á móti Gísla J. Johnsen og Jóni í Brautarholti. Loftur var beitumaður allar vertíðir, en reri á netum. Hann var lipur sjómaður og þótti sérstaklega góður úrgreiðslumaður, enda handfljótur og laginn við allt sem hann tók sér fyrir hendur.
Þegar þeir félagar seldu Braga árið 1924, keypti Loftur 1/4 hlut í Maí VE 275, sem þótti stór bátur á þeirra tíma mælikvarða, tæplega 21 tonn og var einn af stærstu bátum í Eyjaflotanum. Maí var byggður í Noregi og gekk fyrst á vertíðinni 1925. Loftur átti bátinn ásamt frændum sínum þeim Schevingsfeðgum, Jóhanni, Vigfúsi og Sigfúsi í Heiðarhvammi, sem var formaður. Var hin ágætasta samvinna með þeim og þeir Jóhann og Loftur nágrannar á Vilborgarstöðum, en auk samvinnu og sameignar í útgerð tóku þeir höndum saman við búskapinn og ræktuðu mikla útsetu við Litlu-Fell, sunnan Helgafells.
Árið 1945 var Maí seldur frá Vestmannaeyjum og þar með hætti Loftur útgerð. Eftir það vann hann við fiskvinnslu að vetrum, lengstum í Fiskiðjunni, en á sumrin stundaði hann smíðar og vann við jörðina og búskapinn ásamt konu sinni og dóttur; en að Vilborgarstöðum hafði Loftur alltaf nokkrar kindur og eina til tvær kýr í fjósi.
Á yngri árum var Loftur lipur fjallamaður og var við fýlatekju á Dalfjalli og í Stóra-Klifi. Hann var einnig góður lundaveiðimaður og veiddi á Heimalandi; í Klettinum og Sæfelli, lágu þeir við í fjárbóli í Litlahöfða, Loftur, Björn Guðjónsson á Kirkjubóli og Jón Magnússon á Kirkjubæ.
Loftur kvæntist 17. október árið 1913 hinni ágætustu konu, Ágústínu Þórðardóttur Tómassonar formanns og bónda frá Rauða-felli undir Austur-Eyjafjöllum. Þau hjón voru mjög samhent og bjuggu í ástríku hjónabandi í nær 53 ár, en Ágústína andaðist 18, júlí 1966. Þau eignuðust ein dóttur barna, Guðrúnu kaupkonu í Breiðholti í Reykjavík.
Ágústína og Loftur bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Háagarði og síðar í sambýli við Sesselju og Sigfús í Heiðarhvammi.
Árið 1930 keypti Loftur Austurbæinn að Vilborgarstöðum og fékk byggingu fyrir jörðinni ásamt Sigfúsi Scheving í Heiðarhvammi. Að Vilborgarstöðum var þá lélegt timburhús með lágu risi, byggt um aldamót. Loftur byggði nýtt íbúðarhús á sama stað og íbúðarhús Vigfúsar Guðlaugssonar hafði staðið. Þetta var fallegt hús, sambyggt við hlöðu og setti svip á bæjarþyrpingu að Vilborgarstöðum en rauf í engu fallegt og sérstætt umhverfi á þessum elsta þingstað Vestmannaeyja, vestan Mylluhóls og Þerrihóls; rétt sunnan við húsið var hið forna vatnsból Vestmannaeyja Vilpa.
Allt fór umhverfi þetta undir hraun og eimyrju í jarðeldunum 1973. Loftur flutti þá ásamt Guðrúnu dóttur sinni og hennar fjölskyldu til Reykjavíkur og átti hann góða elli hjá henni og manni hennar Herði Sigurgeirssyni ljósmyndara, sem andaðist 1978.
Loftur var lengstum mjög ern og hress, en í endaðan mars s.l. lagðist hann á Landspítalann. Þar andaðist hann 2. maí s.l.
Loftur á Vilborgarstöðum var alla tíð léttur á fæti og hið mesta lipurmenni. Hann var mikill trúmaður og sótti reglubundið kirkju. Loftur var einn af stofnendum KFUM í Vestmannaeyjum og tók virkan þátt í félagsstarfinu. Þó að Loftur væri alvörumaður, sem hugsaði um tilgang lífsins, var hann í viðmóti og viðkynningu sérstaklega skemmtilegur maður. Hann hafði létta lund og var fróður og ræðinn.
Börnum og unglingum var hann góður og skilningsríkur, og voru dótturbörn og lítill langafadrengur í miklu uppáhaldi hjá afa sínum.
Þegar litið er yfir lífshlaup Lofts á Vilborgarstöðum getur að líta farsælt ævistarf gæfumanns, sem öll sín manndómsár féll aldrei verk úr hendi. Hann var einn þeirra, sem lagði gjörva hönd á hina hröðu og þróttmiklu uppbyggingu Vestmannaeyja á fyrri hluta þessarar aldar.
Gott er nú öldruðum og lúnum manni, sem farinn var að heilsu og kröftum, að fá hvíldina í trúarvissu kristins manns. En allir sem kynntust Lofti á Vilborgarstöðum sakna vinar í stað.
Útför hans var gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 9. maí.
Feðgarnir frá Bessastöðum, Ármann og Eyjólfur Gíslason.
Símon Bárðarson F. 06. 03. 1914 - d. 10. 05. 1981
Símon var fæddur að Holti í Álftaveri V-Skaftafellssýslu 6. mars 1914. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsson og Bárður Pálsson, sem þar bjuggu, og þar ólst hann upp ásamt 12 systkinum. Árið 1931 þegar Símon var 17 ára gamall liggur leiðin í ver til Vestmannaeyja, þar sem hann ræðst til Gunnars Ólafssonar & Co í fiskvinnu. Það má segja að þá hafi teningunum verið kastað því hér átti hann heimili að mestu upp frá þvi eða í hálfa öld. Hér var líka vettvangur fyrir þennan prúða dugnaðarmann og sannarlega hefur þessi byggð verið heppin að hann skyldi setjast hér að.
Símon byrjaði til sjós hjá Karli Guðmundssyni frá Reykholti á Óðni 1941, en var þar stutt. Ræðst svo til Sighvatar Bjarnasonar í Ási og er hjá honum á Erlingi II og Erlingi III samtals í 12 ár. Næst er hann í nokkur ár á gamla og síðar á nýja Reyni hjá Páli Ingibergssyni frá Hjálmholti og síðast er hann í nokkur ár á Hrauney hjá Guðjóni Kristinssyni frá Miðhúsum, en þeir Guðjón voru gamlir skipsfélagar af Erlingunum.
Þessir skipstjórar, sem Símon var hjá voru alltaf toppaflamenn, sem alltaf höfðu góðar skipshafnir.
Leiðir okkar Símonar lágu saman á gamla og nýja Reyni þrjú sumur á síld fyrir norðan land og eina vetrarvertíð hér, en ég var í Stýrimannaskóla þessi ár. Geðprúðari manni hef ég ekki kynnst og sjómannsstörf hans voru öll til fyrirmyndar. Hann var aldeilis góður félagi það fann maður best á síldinni fyrir norðan, sérstakur unglingavinur var hann, og þó hann væri í hópi þeirra eldri þegar við vorum saman var hann alltaf tilbúinn að skjótast með okkur yngri mönnunum á skemmtanir. En alltaf var það prúðmennskan ásamt góðlátlegri kímni, sem einkenndi þennan sjómann.
Löngu áður en Símon hætti til sjós kenndi hann hjartveiki, en ekki var hætt. Síðasta sjóferðin, sem skipverji, endaði þannig að Guðjón vinur hans á Hrauney keyrði með hann í land fársjúkan. Fljótlega hóf hann þó störf aftur og þá í Eyjabergi hjá Sigurði Þórðarsyni, en þar starfaði hann í 10 ár.
Árið 1940 giftist Símon Þórhildi Bárðardóttur, sem fædd er í Skaftártungu, en alin upp í Álftaveri, þau eignuðust tvö börn;
Sigrúnu, sem er húsmóðir, og Birgi bifvélavirkja bæði búsett hér í Eyjum. Þórhildur og Símon byrjuðu búskap í Garðhúsum, en árið 1958 byggðu þau einbýlishús að Sóleyjargötu 5 og bjuggu þar síðan.
Ég kveð þennan trausta og prúða sjómann með virðingu og þökk fyrir það sem hann var mér ungum sjómanni. Ættingjum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur.
Friðrik Ásmundsson.
Þórður Stefánsson frá Haga F. 15. júní 1892. - d. 9. nóv. 1980
Þórður var fæddur á Hrútafelli undir Austur-Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Tómasson bóndi á Raufarfelli og Vilborg Þórðardóttir. Stefán faðir Þórðar drukknaði við Vestmannaeyjar 16.
maí 1901 og var Þórður alinn upp hjá afa sínum og ömmu, Þórði Tómassyni og Guðrúnu Tómasdóttur á Rauðafelli, Austur-Eyjafjöllum.
Árið 1914 kvæntist Þórður Katrínu Guðmundsdóttur frá Gíslakoti og eignuðust þau 12 börn og eru 6 þeirra á lífi. Katrín andaðist árið 1974. Þórður hóf búskap í Berjaneskoti undir Eyjafjöllum árið 1914, en þau hjónin fluttu til Vestmannaeyja árið 1919. Þórður byggði húsið Rauðafell við Vestmannabraut, en flutti skömmu síðar að Fagrafelli við Hvítingaveg, en það hús byggði hann einnig. Hann hóf sjósókn 12 ára gamall, er hann varð fullgildur háseti á róðraskipi við Sandinn. Áður en Þórður settist að í Eyjum hafði hann verið formaður á bátum þaðan og var hann þar formaður í tæp 40 ár, enda var hann með hörðustu sjósóknurum í Eyjum. Oftast var Þórður formaður á eigin bát, sem hann átti ýmist einn eða í félagi með öðrum.
Þótt sjómennskan yrði ævistarf Þórðar, var hann allatíð mjög hneigður til búskapar. Eftir að hann flutti búferlum til Eyja stundaði hann búskap þar og átti lengi bæði kýr og sauðfé. M.a. tók hann Ystaklett á leigu og heyjaði þar um árabil og lá við í Klettinum um sláttinn.
Þórður var mikill hagleiksmaður og stundaði smíðar auk sjómennsku og bústarfa. Fékkst hann bæði við húsa- og bátasmíðar og hlaut meistararéttindi í skipasmíði.
Árið 1940 flutti Þórður til Reykjavíkur og vann hann þar í nokkur ár við skipasmíðar og húsbyggingar, en árið 1949 kom hann aftur til Eyja. Síðustu árin þar bjó hann í Haga við Heimagötu, en það hús hafði hann stækkað mikið og endurbætt. Þórður missti hús sitt í eldgosinu og fluttist þá til Reykjavíkur þar sem hann bjó þangað til í júlí s.l., er hann kom enn hingað til Eyja til dvalar í Hraunbúðum.
Þórður var kappsfullur og mikill dugnaðarmaður og sístarfandi fram á síðustu ár.
Theódór S. Georgsson.
Kristófer Þórarinn Guðjónsson frá Oddsstöðum F. 27. maí 1900 - d. 11. apríl 1981
Kristófer var fæddur að Oddsstöðum, 27. maí aldamótaárið 1900, sonur Guðjóns Jónssonar bónda þar og fyrri konu hans Guðlaugar Pétursdóttur frá Þorlaugargerði. Kristófer var elstur af börnum þeirra hjóna, en alls áttu þau hjón saman 12 börn.
Ungur að árum byrjaði Kiddi að vinna og afla í heimilið og ekki var hann nema 12 ára gamall, þegar hann byrjaði að beita á vetrarvertíð hjá föðurbróður sínum Vigfúsi í Holti, sem var formaður með m.b. Sigríði VE 113, sern var rúm 7 tonn að stærð.
Fermingarárið sitt, þá 14 ára, var Kiddi ráðinn austur á firði sem beitningardrengur og til fleiri verka. Var það á fyrirmyndarheimilið og stórbýlið Brekku í Mjóafirði, sem margir Vestmanneyingar dvöldu á fyrr og síðar yfir sumarið. Á þessum árum hneigðist hugur hans mjög að sjónum og hugsaði hann sér þá ekki annað framtíðarstarf en sjómennsku. En 15 ára gamall var hann ráðinn að verslun Brynjúlfs Sigfússonar og við þá verslun vann hann svo um 20 ár.
Þá réði hann sig sem beitningarmann á sjóinn til frænda síns Guðmundar Vigfússonar frá Holti á [[Von VE-113|Vonina}} VE 279, 26 tonna bát, og var með honum fáeinar vertíðar. Þar næst var hann eina vertíð á Þorgeiri goða og aðra á m.b. Leifi. Að þeirri vertíð lokinni réðist hann til Þorgeirs Jóelssonar á m.b. Lunda, en á þeim bát voru þá tveir bræður hans, Pétur og Jón. Á lunda var Kiddi síðan 12 vertíðir, en hætti þá á sjónum og réði sig í Vinnslustöð Vestmannaeyja og þar vann hann svo alla tíð meðan heilsa og orka leyfði.
Kristófer var góður lundaveiðimaður, enda vandist hann þeim veiðiskap ungur, því ekki var hann nema 6 ára gamall, þegar hann fór fyrst með föður sínum til viðlegu í Ellirey og í þeirri eyju mun hann alls hafa verið nær 50 sumur, þar af um 40 sumur sem veiðimaður.
Kristófer var kvæntur góðri konu, Þórkötlu Bjarnadóttur frá Grindavík. Hún andaðist 13. júlí 1975. Þau giftust haustið 1923 og byrjuðu sinn búskap á Oddsstöðum, en stuttu síðar keyptu þau húsið Bjarmahlíð (Brekastíg 26) og í því húsi bjuggu þau hjón alla sína búskapartíð. Þau hjón eignuðust fjögur börn, sem öll lifa foreldra sína.
Kristófer var drengur góður, sem öllum var vel til, er honum kynntust. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. apríl 1981.
´Eyjólfur Gíslason.
Friðrik Guðmundsson í Batavíu F. 2. nóv. 1888 - d. 10. júní 1980
Hann var fæddur í Batavíu í Vestmannaeyjum 2. nóvember 1888. Batavía, sem áður hét Brandshús, stóð vestan við Vilborgarstaðaveg og var það eina húsið, sem staðsett var vestan vegarins fram að 1905.
Um 1920 var þessu vegarheiti breytt og það nefnt Heimagata, en húsin, sem þá voru orðin æði mörg við götuna voru tölusett og varð þá Batavía nr. 8. Alltaf hélt það samt sínu gamla nafni og fram að gosi ekki nefnt annað en Batavía af eldri og yngri Vest-manneyingum.
í 82 ár átti Friðrik heima í Batavíu og því ekki að undra, þó hann væri ætíð kenndur við það hús og oftast kallaður Figgi í Batavíu.
Foreldrar Friðriks voru hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðmundur Ögmundsson, sem varð fyrsti vitavörður við Stórhöfðavitann árið 1906.
Ungur byrjaði Friðrik að vinna og afla í heimilið og innan við fermingaraldur að róa til fiskjar á sumrin. Vetrarvertíðina 1905 reri hann 16 ára gamall sem fullgildur háseti á áttæringi og um sumarið fór hann austur á Borgarfjörð og reri þar á árabát. Á þeim árum, frá 1890 fram yfir 1930, fór fjöldi Vestmanneyinga, konur og karlar, austur á firði í sumaratvinnu, til sjós og lands. Margt af þessu Eyjafólki fór þangað í fleiri sumur, en ég held þó, að þar hafi Friðrik í Batavíu átt metið, því að nær 30 sumur stundaði hann þar sjóinn og þá oftast sem vélamaður.
Vetrarvertíðina 1907 varð Friðrik mótoristi á m.b. Von VE 109, sem var rúm 8 tonn að stærð með 8 hestafla Dan-vél. Formaður var Kristján Einarsson, mágur Friðriks.
Friðrik stundaði sjóinn í um hálfa öld og má það teljast vel að verið. Hann var heilsuhraustur dugnaðarmaður og eftirsóttur í skiprúm, því auk þess að vera góður mótoristi var hann ágætis línulagningsmaður, sem þótti einn besti kostur sjómanns, áður en lagningsrennan var tekin í notkun í Eyjum 1928.
Á seinni árum sínum, milli vertíða, vann Friðrik oftast við múrverk. Þegar Friðrik hætti á sjónum, þá hálfsjötugur, vann hann í mörg ár við fiskflökun í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
Friðrik flutti frá Batavíu árið 1971 ásamt konu sinni á elliheimili í Eyjum og þaðan 1973 á elliheimilið Grund í Reykjavík, þar sem hann andaðist 10. júní 1980.
Friðrik var kvæntur góðri og myndarlegri konu, Sigríði Guðmundsdóttur frá ólafsvík. Þau eignuðust fjögur börn, eru þrjú þeirra dáin, en eftir lifir Sölvi, sem hefur lengi unnið, og vinnur enn, við köfun í Vestmannaeyjahöfn og fleiri höfnum á vegum Vita- og hafnamálastjórnar.
Eyjólfur Gíslason.
Steingrímur Magnússon Miðhúsum F. 6. 1. 1891 - D. 30. 5. 1980.
Steingrímur fæddist í Reykjavík og voru foreldrar hans Rannveig Brynjólfsdóttir frá Norðurgarði í Eyjum og Magnús Pálsson sjómaður. Steingrímur var elstur fjögurra systkina sinna.
Um fermingaraldur kom Steingrímur til Eyja til móðursystur sinnar Margrétar Brynjólfsdóttur Halldórssonar, sáttamanns og formanns, er stýrði einu glæsilegasta og stærsta skipi Eyjanna á sinni tíð og fékk frægð fyrir frammistöðu sína í febrúar 1869, er nálega allur Eyjaflotinn lá í vari við Bjarnarey, en Brynjólfur náði landi með skipi sínu og varð svo hjálparhella og lífgjafi margra sjóhraktra úr þeim veðraham. Margrét var gift Hannesi Jónssyni lóðs á Miðhúsum. Í heimili þeirra var Steingrímur öll sín unglings ár og höfðu Eyjarnar sterk mótandi áhrif á hann, sem vöruðu lífið allt. Að eðli tilvar Steingrímur félagslyndur maður og lífsglaður. Hér var hann styrk stoð í Leikfélagi Vestmannaeyja og hafði þá hlutverk með Bjarna Björnssyni, er landskunnur varð síðar meir. Hann var virkur og duglegur íþróttamaður. Keppti hann fyrir heimabyggð sína í fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu, er Eyjamenn tóku þátt í, árið 1912. Sæti Steingríms þar, var talið mjög vel skipað. En lífið var ekki leikur einn fyrir Steingrím. Ungur er hann orðinn sjómaður og þá á toppskipi Eyjaflotans Hansínu VE 200 er Magnús Guðmundsson frá Vesturhúsum stýrði við góðan orðstí. Hugur Steingríms stefndi út yfir hinn stóra sjóndeildarhring. Áræðinn og hugdjarfur er hann kominn um borð í enskan togara og siglir með enskum um tímabil. Árið 1928 er hann kominn í liðsveit Þórarins Olgeirssonar er stýrði bæði Júpíter og Venusi og er með honum um 10 ára skeið. Þórarinn var einn mesti aflamaður er Ísland hefur alið. Síðar var hann á Gylli og allt stríðið sigldi hann og þá lengi með Þórði Hjörleifssyni á [Helgafell VE|Helgafelli]].
Árið 1952 tekur Steingrímur poka sinn og fer í land. Gerðist hann starfsmaður ferskfiskeftirlitsins fram um 1970. Þetta eru aðeins punktar úr langri og gifturíkri sjómannssögu Steingríms á Miðhúsum.
Í einkalífi sínu var Steingrímur lánsamur. Eiginkona hans var Vilborg Vigfúsdóttir Skaftfellskrar ættar. Varaði hjónaband þeirra um 60 ár og voru börn þeirra 6. Áður hafði Steingrímur eignast 2 börn. Börn Steingríms urðu gegnir og góðir borgarar.
Forseti Íslands heiðraði Steingrím með hinni íslensku Fálkaorðu, fyrir vel unnin störf á sjó og landi.
Vilborg og Steingrimur bjuggu lengi vel í eigin íbúð að Stangarholti 34 í Reykjavík. Kom ég þar oft og naut gestrisni og hjartahlýju húsráðenda. Um árabil opnuðu þau hús sitt fyrir ungum námsmönnum úr Eyjum og nutu þeir margvíslegrar vinsemdar og hjálpar þeirra hjóna, er grundvöllur var lagður að á sínum tíma að Miðhúsum í Eyjum.
Blessuð veri minning Vilborgar og Steingríms á Miðhúsum.
Einar J. Gíslason.
Guðni Runólfsson frá Steini F. 25. 9. 1910 - D. 9. 6. 1980.
Guðni Runólfsson var Skaftfellingur í ættir fram, fæddur að Suður-Vík í Mýrdal. For-eldrar hans voru hjónin Ragnhildur Sig-urðardóttir og Runólfur Runólfsson. Bjuggu þau lengst af í Vík í Mýrdal. Eignuðust þau hjónin þrjú börn, dóu tvö þeirra ung, drengur og stúlka. Guðni einn náði fullorðins aldri og skorti hann þrjá og hálfan mánuð í fullnuð sjötíu ár ævigöngu sinnar hér í heimi.
16 ára gamall er Guðni kominn til Eyja, gerist sjómaður og stundaði sjó um 35 ára skeið eða til ársins 1961, að hann gerðist starfsmaður Hafnarsjóðs Vestmannaeyja og var það óslitið fram að gosi 1973. Þá hraktist hann burtu og búsetti sig á Selfossi, þar sem hann dó snögglega 9. júní s.l. að morgni dags, er hann var að hefja sín daglegu störf.
Guðni var ungur hjá Torfa í Áshól á Gammi og féll honum vel hjá Torfa á allan hátt. Síðar var hann hjá Haraldi Hannessyni í Fagurlyst, bæði sumar og vetur á Hilmi og Baldri. Árið 1953 kaupir Guðni Kristbjörgu VE 70, með Sveini Hjörleifssyni, síðar aðra Kristbjörgu frá Danmörku. Eftir það kaupir hann Ófeig 2. með Sigurjóni Ólafssyni frá Litlabæ. Sá bátur var síðar nefndur Hrímnir. 1955 öðlaðist Guðni réttindi stýrimanns og var það til ársins 1961.
Um meira en sex ára bil vorum við Guðni vinnufélagar, starfsmenn Hafnarsjóðs. Það var enginn svikinn af verkum hans. Stundvís, viljugur og framúrskarandi iðjusamur. Duglegur og klár til allra verka. Guðni var umtalsfrómur og óáreitinn. Hann hófst úr fátækt í að vera sjálfum sér og sínum nógur. Guðni var velgiftur og skeði það 11. janúar 1936 að hann giftist Vilborgu Sigurbergsdóttur ættaðri frá Hlíð undir A-Eyjafjöllum. Bjuggu þau lengst af í Steini, við Vesturveg, þar sem Vilborg bjó Guðna og börnum þeirra vistlegt og fagurt heimili. Börn þeirra eru Jóhann Sigurbergur vélstjóri, giftur Lilju Árnadóttur, búa þau á Selfossi síðan um gos. Ragnar Matthías stýrimaður og starfandi sjómaður, giftur Ástu Kristinsdóttur. Lilja búsett í Eyjum. Vilhjálm son sinn sem fæddur var 1950 misstu þau á fyrsta ári.
Nóttina áður en ég fékk framangreindar upplýsingar frá mágkonu Guðna heitins á blaði, dreymdi mig hann, glaðan og hressan heima í Eyjum. Ertu kominn Guðni minn, fannst mér ég segja. Já ég er kominn. Þó svo að Guðni sé dáinn þá lifir minnig um góðan dreng, er ekki vildi vamm sitt vita og var allsstaðar til góðs, þar sem hann lagði hönd á plóginn. Blessuð veri minning hans Guðna Runólfssonar.
Einar J. Gíslason.
Björgvin Torfason Áshól F. 7. 8. 1925 - D. 11. 12. 1980.
Björgvin var fæddur í Eyjum, þar sem foreldrar hans bjuggu, þau Katrín Ólafsdóttir og Torfi Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður. Þau voru bæði sunnlenskrar ættar og meðal forfeðra Björgvins voru Jón Steingrímsson eldprestur og Presta-Högni Sigurðsson.
Þegar Björgvin var fjögurra ára dó móðir hans. Systkinin í Áshól voru fjögur, Ása elst, síðan Einar skipstjóri og tollvörður, Björgvin, sem hér er minnst og Þórarinn stýrimaður og starfandi sjómaður. Torfi gegndi nú bæði móður og föður hlutverki barna sinna og gerði það með miklum sóma. Lengst af naut hann aðstoðar Þorbjargar Sigurðardóttur og svo dóttur sinnar Ásu, strax þegar hún hafði aldur til. Björgvin ólst upp við gott atlæti, frískur og duglegur drengur. Leiksviðið var hin margbreytilega Heimaey, fjaran, Botninn, Eiðið, Klaufin og Brimurð. Björgvin kynntist frá frumbernsku sjóstörfum, sjómenn voru í heimili hans, og útgerð. Torfi faðir hans var laginn fiskimaður og skipstjóri. Sjómennska og sjóstörf, áttu huga Björgvins alla tíð, þó svo starfsvettvangur hans væri lengstum af í landi. Ungur fór Björgvin til síldveiða og stundaði þá atvinnu um nokkur sumur. Var hann háseti á Þorgeiri Goða Ve og Huganum Re. Um tíma var hann með Einari bróður sínum, sem þá var stýrimaður um borð í b/v Neptúnusi. Björgvin braust til mennta, af mikilli einbeitni og sterku viljaþreki. Hann varð stúdent 1948. Sigldi síðan til Kanada og hóf nám í fiskiðnfræði.
Í skóla voru örlög Björgvins ráðin. Kynntist hann þar Dagbjörtu Guðbrandsdóttur skólasystur sinni. Hún var fædd að Hoffelli í Eyjum.
Settu þau bú sitt í Reykjavík og eignuðust tvær dætur Kristínu og Katrínu.
Um 19 ára skeið, var Björgvin fulltrúi hjá Olíufélaginu Skeljungur. Var hann þá í beinum tengslum við útgerð og skip um allt land.
Síðar réðist Björgvin til Síldarútvegsnefndar og var þar fulltrúi um meira en 12 ára skeið. Jafnhliða skipaði hann fulltrúastarf, sem einn af þremur aðalmönnum hjá Loðnunefnd, frá stofnun árið 1973.
Björgvin var skír og glöggur starfsmaður og vel til forystu fallinn. Ungur varð hann skáti og fylgdi það honum allt lífið, að vera heiðarlegur og sannur. Dagbjört kona hans bjó honum mjög fagurt og glæsilegt heimili, sem angaði að svipbrigðum Eyjanna í hverju herbergi.
Björgvin andaðist eftir þung veikindi og alvarlegar aðgerðir, er ekki gátu hjálpað honum yfir þröskuld sjúkdómsins. Ég heimsótti Björgvin mjög oft í stríði hans. Háði hann baráttu sína með heiðri og sóma. Fól hann sig og sína í hendur Drottins vors Jesú krists, sem hann dáði í lotningu og heiðri. Blessuð veri minnig hans.
Einar J. Gíslason.
Friðrik Guðmundsson Batavíu F. 2. 11. 1888 - D. 10. 6. 1980.
Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 2. nóvember árið 1888. Hann andaðist Reykjavík 10. júní 1980 og hvílir þar við hlið eiginkonu sinnar Sigríðar Guðmundsdóttur, sem var Snæfellingur að ætt og uppruna.
Sigríði giftist hann ungur og byrjuðu þau búskap sinn í Stórhöfða en faðir Friðriks var þar þá vitavörður. Þau eignuðust 4 börn og sáu á eftir þeim öllum yfir móðuna miklu, nema Sölva járnsmið og kafara, sem allir Eyjamenn þekkja vel. Filippía dó á besta aldri, Helgi innan við fermingaraldur og Ingibergur, kunnur borgari um árabil í Eyjum sem verkstjóri grafskipsins og afgreiðslumaður Herjólfs.
Heimili Friðriks stóð alla tíð í Batavíu og við þann bæ var hann jafnan kenndur. Þar bjó Sigríður honum fagurt og gott heimili, laust við tildur og íburð, en þar ríkti hlýja og gestrisni var þar í hávegum höfð.
Ungur lagði Friðrik fangbrögð sín við Ægi konung og var það megin lífsstarf hans. Hann aflaði sér vélstjórnarréttinda og fiskaði með aflamönnum: Friðriki Svipmundssyni frá Löndum, Þorsteini Jónssyni í Laufási, Sigfúsi Scheving í Heiðarhvammi, Einari Sveini Jóhannessyni á Lóðsinum og undir það síðasta mun hann hafa verið með Ingibergi Gíslasyni á Gauja gamla. Um árabil sótti hann austurland á sumrum og utan vertíða stundaði hann múrverk og var þar vel liðtækur og góður verkmaður. Síðustu starfsár sín vann Friðrik í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, dyggur og trúr verkmaður.
Friðrik var umtalsfrómur og í verunni hlédrægur maður. Verk hans töluðu hærra en nokkur orð. Sem vélstjóri var hann lánsamur og þrátt fyrir oft harða hildarleiki og mannskaðaveður, þá sigldu fleyin þar sem Friðrik hafði ábyrgð á vél, alltaf með sitt í höfn.
Friðrik hélt minni sínu vel, framundir það síðasta, sem hann dvaldi á Grund í Reykjavík. Kom ég oft til hans og rifjaði hann upp gamla tíma, var hann glöggur á menn og málefni og atburði liðinna ára.
Reyndar var hann hafsjór af fróðleik, sem ég hafði unun af að hlusta á.
Gosið markaði djúp áhrif á sálarlíf Friðriks og sárt var honum að hugsa til Batavíu, sem fór undir hraun, eins og meginpartur af byggð austurhluta Heimaeyjar. Stundum talaði hann um að Eyjarnar hefðu verið honum kærust byggða á landi hér. Tel ég að skipt hafi öllu að Sigríður hans andaðist í Reykjavík og við hlið hennar vildi hann hvíla og fékk það. Fríðrik var sannur sonur Eyjanna og sómi vélstjórastéttar Eyjaflotans.
Blessuð veri minning hans.
Einar J. Gíslason.
Guðmundur Stefánsson frá Ási F. 20. júní 1905 - d. 31. ágúst 1980
Foreldrar Guðmundar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir frá Mandal og Stefán Gíslason frá Hlíðarhúsum. Þau byggðu og bjuggu í húsinu Ás við Kirkjuveg hér í Eyjum.
Heimilið í Ási var mannmargt, börnin mörg og vertíðarfólk. Stefán Gíslason var formaður á róðraskipum og eftir að vélbáturinn kom eignaðist hann vélbát og var formaður með hann. Stefán var með öruggustu fjallamönnum, þegar hann var á besta aldri, einn af þremur sem fyrst klifu Eldey ásamt Ágústi frá Valhöll, bróðir Stefáns, og Hjalta Jónssyni (bókin Eldeyjar-Hjalti).
Á þessum vettvangi ólst Guðmundur upp, við fiski- og fuglaveiðar, mikið starf sumar og vetur. Þessi störf voru það sem ungir Eyja-drengir ólust upp við mann eftir mann, kynslóð eftir kynslóð.
Þegar ég man fyrst eftir Guðmundi þá var hann skipverji á m.b. Emmu VE219, Eiríkur Ásbjörnsson formaður og Björn Bjarnason vélstjóri. Þeir voru eigendur og útgerðarmenn Emmu, mikið aflað og góður afrakstur, enda sóst á eftir skipsrúmi hjá Eiríki og Birni.
Guðmundur var á fleiri bátum héðan frá Eyjum, einnig á botnvörpungum frá Reykjavík. Seinustu árin sem hann bjó á æskuslóðum vann hann við fiskverkun, lengst í Fiskiðjunni.
Ég sem minnist Guðmundar með þessum línum var í nágrenni við hann síðustu árin sem hann var búsettur hér, hann bjó í húsinu Uppsalir við Vestmannabraut með konu sinni Guðrúnu Runólfsdóttir.
Mér var það hugstætt hvað hann var léttstígur og glaður þegar hann var kominn mað lundaháfinn, þegar hann var í orlofi, hann þekkti vel fjöllin á Heimaey og eins úteyjarnar, Stefán faðir hans hefur kunnað að segja sonum sínum hvernig þeir skyldu umgangast fjöllin, því hætturnar í þeim eru margar og lúmskar. Synir Stefáns voru frægir fuglaveiðimenn hér í Eyjum um árabil, mjög ágætir við þau störf og engin óhöpp.
Tvær dætur eignaðist Guðmundur, Stefaníu, hennar móðir er Elísabet Brynjólfsdóttir frá Útstaðahjálegu Landeyjum. Soffía, móðir hennar Anna Jóhannsdóttir. Soffía býr nú í Borgarnesi. Guðrún ekkja Guðmundar dvelur á elliheimilinu Grund.
Ég kveð Guðmund Stefánsson og þakka fyrir gott nágrenni.
Óskar Gíslason.
Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrverandi bæjarfógeti F. 19. nóvember 1902 - d. 1. september 1979
Með nokkrum kveðju- og minningarorðum langar mig til þess að geyma mynd og æviágrip Jóhanns Gunnars Ólafssonar fyrrverandi bæjarfógeta og fræðimanns í blaði sjómanna í Vestmannaeyjum. Hann fluttist barn að aldri til Vestmannaeyja og þangað lágu sterkar rætur hans. Jóhann Gunnar Ólafsson var framúrskarandi fræðimaður og sagnfræðingur og skilaði hann ótrúlega miklu og merku verki á því sviði samhliða umfangsmiklum embættisstörfum. Jóhann Gunnar hafði mikinn áhuga á Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja sem öðru er varðaði menningu Vestmannaeyja og skrifaði merkar greinar í blaðið.
Til mikils tjóns fyrir sagnfræði og sögu Eyjanna flutti hann frá Vestmannaeyjum á besta aldri og lifði síðan blómann úr manndómsárum sínum á Ísafirði en þar gegndi hann embætti bæjarfógeta og sýslumanns samfleytt í fjórðung aldar frá 1943 til 1968. Hann varð aflvaki í menningarmálum Ísafjarðar og Vestfjarða, en í embættisstörfum sínum þótti hann réttlátt og gott yfirvald. Hann var virtur og lögfróður dómari, og felldi dóma sem stóðust. Á Ísafirði varð hann frumkvöðull Byggðasafns Vestfjarða og stofnaði ásamt fleirum og gaf út Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, þá var hann einn af stofnendum Tónlistarfélags Ísfirðinga og fyrsti formaður félagsins, en formaður Sögufélagsins var hann samfleytt í 26 ár.
Þó að Jóhann Gunnar væri svo mikinn hluta ævi sinnar fjarri Vestmannaeyjum var hugur hans þó oft bundinn sögu þeirra og lífi. „Vestmannaeyjar fyrst og síðast", skrifaði Ólafur Þ. Kristjánsson í Ársrit Sögufélags Ísfirðinga um Jóhann Gunnar Ólafsson lát-inn.
Jóhann Gunnar Ólafsson var fæddur í Vík í Mýrdal 19. nóvember 1902 og fluttist til Vestmannaeyja með foreldrum sínum árið 1911, þegar faðir hans Ólafur Arinbjarnarson varð verslunarstjóri Brydesverslunar. Ólafur dó stuttu síðar, en móðir Jóhanns Gunnars, Sigríður Eyþórsdóttir bjó áfram með fjölskylduna í Vestmannaeyjum. Þau áttu heima að Reyni, sem stóð á horni Bárugötu og Miðstrætis og voru kennd við það hús. Börn þeirra hjóna festu rætur í Eyjum og settust þar að. Alla tíð leit Jóhann Gunnar á sig sem Vestmanneying og í kunningjaspjalli barst talið alltaf til Eyja -Vestmannaeyjar og saga þeirra voru honum alla tíð kært viðfangsefni. Í hugljúfri og skemmtilegri grein um æsku sína í Eyjum á fyrstu árum vélbátanna skrifaði Jóhann Gunnar: „Hin miklu slys og atorka Vestmanneyinga við sjósókn og aflabrögð höfðu óafmáanleg áhrif á mig og aðra pilta í bænum. Allir ætluðum við strákarnir að verða sjómenn, er við yrðum stórir. Það var ævintýralegt og karlmannlegt starf, sem okkur dreymdi um."
Það fór þó svo að Jóhann Gunnar gekk menntaveginn sem kallað er og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1927. Að loknu prófi var hann eitt ár fulltrúi bæjarfógetans og sýslumannsins á Seyðisfirði, en í janúar 1929 varð hann bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hann tók við starfi af Kristni bróður sínum, sem var fyrsti bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá 1924-1929. Jóhann Gunnar gegndi síðan embætti bæjarstjóra þar til í marsmánuði árið 1938. Á bæjarstjórnarárum hans voru unnin stórvirki í hafnarmálum, þrátt fyrir kreppu og erfitt árferði. Ásamt hafnarnefnd átti hannn meira en nokkur annar giftudrjúgan þátt í því að dýpkunarskipið Vestmannaey var keypt til Vestmannaeyja árið 1934, en með komu grafskipsins til Vestmannaeyja 29. maí 1935 var skipt sköpum með dýpkun hafnarinnar. Áður en skipið kom var höfnin svo grunn, að vélbátar stóðu iðulega í hafnarmynninu og komust ekki að bryggju. Þess voru dæmi, að 8-10 bátar stæðu samtímis á Leiðinni við háfjöru og varð þá að landa fiski úr bátunum í skektur og árabáta, sem reru að bæjarbryggjunni. Strax eftir komu dýpkunarskipsins varð gjörbreyting á aðstöðu og öryggi bátaflotans og alla tíð síðan, nú í brátt 46 ár, hefur þetta ágæta skip unnið að dýpkun hafnarinnar. Þá kom Jóhann Gunnar sem bæjarstjóri við sögu Sjóveitunnar, sem stórbætti verkun sjávaraflans, en bygging geymis austan við Skansinn og lagning leiðslu var lokið árið 1933. Í beinu framhaldi af Sjóveitunni var gamla sundlaugin byggð í Miðhúsatúninu árið 1934 og hafði Jóhann Gunnar umsjón með byggingu laugarinnar, en á skólaárum sínum var hann sundkennari í 3 sumur undir Löngu. Á yngri árum var Jóhann Gunnar ágætur íþróttamaður. Hann var einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Týs árið 1921 og fyrsti formaður félagsins.
Bygging Básaskersbryggju komst í höfn á bæjarstjórnarárum Jóhanns Gunnars, en fyrst var talað um að gera bryggju á Básaskerjum árið 1918. Málið lá síðan niðri fram til ársins 1927, að hafnarnefnd tók málið upp að nýju. Formleg samþykkt hafnamefndar og bæjarstjómar um byggingu Básaskersbryggju var gerð árið 1929 og stóð síðan í miklu þrefi um fjárveitingar til bryggjunnar næstu árin. Verulegur skriður komst fyrst á byggingu bryggjunnar árið 1935 og 1936 eftir að dýpkunarskipið Vestmannaey gat unnið stanslaust að uppfyllingu á ramma bryggjunnar. Lögðu þarna margir góðir menn hönd á plóginn. Sérstaklega er getið dugnaðar og framsýni Ólafar Auðunssonar frá Þinghól, sem sat bæði í bæjarstjórn og hafnarstjóm. Bryggjan var tekin í notkun í byrjun stríðsins, en steypuvinnu lauk 1942. Hún leysti mikinn vanda vegna stóraukinna skipaferða og siglinga með ísvarinn fisk á styrjaldarárunum.
Eitt þeirra mála, sem Jóhann Gunnar hafði forgöngu um og varðaði sérstaklega öryggi sjómanna var bygging Þrídrangavitans.
Thorvald Krabbe vitamálastjóri hélt því fram, að engin leið væri að hafa vita á Þrídröngum, þar sem ókleift væri að hirða brennarann á slíkum eyðiskerjum, auk þess sem Drangarnir væru ókleifir. Á alþingi hafði verið samþykkt að byggja vita á Faxaskeri en eftir að sjósókn hófst á miðin ,,inn og vestur" af Dröngum, varð þetta mjög fjölfarin siglingaleið, en í dimmviðri og illviðrum var landtaka sérstaklega erfið og hættuleg vegna Blindskerjanna, Þrídranga og grunna milli Dranga. Óttuðust menn skerin og settu stefnu of nálægt Landeyjasandi. Jóhann Gunnar og Kjartan Jónsson frá Búastöðum, sem var sjóveitustjóri og vitavörður á hafnargarðsvitunum á Hörgeyri og Hringskeri gerðu þá tilraun með gasbrennaranum á öðrum vitanum haustið 1937 og fylgdist Kjartan nákvæmlega með vitanum. Eftir 4 mánuði sást varla sót á brennaranum og var mönnum þá ljóst, að ekki kæmi að sök, þó að vitinn væri eftirlitslaus í 6 mánuði eða lengur.
Jóhann Gunnar skrifaði síðan grein í Vestmannaeyjablaðið Víði 15. janúar 1938 um byggingu vita á Þrídröngum. Formenn í Vestmannaeyjum undir forystu Árna Þórarinssonar þá hafnsögumanns og síðar fyrsta formanns Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda, fylgdu þessu máli fast eftir með undirskriftaskjali 26. febrúar 1938. Var alla tíð hin ágætasta samvinna milli Jóhanns Gunnars og sjómanna um þetta mál og studdi þar hver annan. Í beinu framhaldi af samstöðunni um byggingu Þrídrangavitans var svo Verðandi stofnaður 27. nóvember 1938 og hét þá Skipstjóra og stýrimannafélag Vestmannaeyja.
Í stuttu máli hef ég hér rakið þátt Jóhanns Gunnars, sem sneri beint að sjómannastétt þessa byggðarlags. Ótalinn er sá þáttur ævistarfs hans, sem lengst mun verða minnst, en það er óþreytandi elja hans við sögu- og sagnaritun. Á þessu sviði kom hann ótrúlega miklu í verk. Um sögu Vestmannaeyja var hann sagnasjór, en í hvívetna var hann mjög traustur og víðlesinn fræðimaður, sem naut trausts og álits þeirra sem best þekktu til mála.
Af ritverkum hans sem varða Vestmannaeyjar má nefna: Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum I. og II. útg. 1938 og aukin 2. útgáfa 1966. Vestmannaeyjar - Árbók Ferðafélags Íslands 1948 - sígild bók um örnefni og sögu Vestmannaeyja. Saga Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja 75 ára - 1862-1937 og önnur bók um Bátaábyrgðarfélagið 100 ára; árið 1962. Hafnargerðin í Vestmannaeyjum - Rvík 1947. Þættir úr sögu Eyjanna I og II komu út árið 1938. Auk þess ritaði hann fjölmargar blaðagreinar um sögu Vestmannaeyja og er hann andaðist vann hann að sögu Landakirkju. Ekki verður hér rakinn þáttur Jóhanns Gunnars í sagnaritun Vestfjarða, en sem dæmi um það traust er menn báru til hans þar vestra í þessum efnum, þá valdi bæjarstjórn Ísafjarðar hann einróma til að skrifa afmælisrit um eitt hundrað ára sögu bæjarstjórnar Ísafjarðar árið 1966 og kom það ár út all stór bók, sem nefnist Bæjarstjórn Ísafjarðar 100 ára.
Til hinstu stundar var Jóhann Gunnar Ólafsson vakinn og sofinn í leit sinni að sögulegum fróðleik. Jóhann Gunnar var í vina- og kunningjahópi glaðbeittur og hress. Vinátta hans var traust og heil og gömlum Vestmanneyingum sýndi hann órofa tryggð.
Hann var kvæntur Rögnu Haraldsdóttur frá Sandi í Vestmannaeyjum og eignuðust þau 5 syni; komust 4 þeirra til fullorðinsára en son sinn 6 ára misstu þau af slysförum. Ragna andaðist 11. maí 1966. Hinn 1.
september 1979 andaðist Jóhann Gunnar í Reykjavík, en þar hafði hann búið eftir að hann lét af embætti vestra; átti hann við nokkuð heilsuleysi að stríða sín síðustu æviár.
Svo lengi sem fjallað er um sögu Vestmannaeyja og lífsbaráttu Eyjamanna mun Jóhanns Gunnars Úlafssonar verða minnst.
G.Á.E.
Einar Jónsson F. 17. apríl 1911 - d. 30. apríl 1981
Einar Jónsson var fæddur í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Jónínu Einarsdóttur frá Norðurgarði og Jóns Guðmundssonar frá Seljalandi í Landeyjum. Foreldrar hans byggðu sér hús við Hásteinsveg og nefndu það Seljaland sem Einar var almennt kenndur við.
Föður sinn missti hann á barnsaldri og má nærri geta að ekki hefur verið bjart í búi fyrir móður hans með tvö ung börn og nýbyggt hús, vafalaust í einhverjum skuldum, að framfleyta fjölskyldunni á þeim tímum.
Sjómennska varð aðalstarf Einars og mun hann ekki hafa verið mikið yfir fermingu er hann byrjaði á sjó og telja má fullvíst að Einar hafi róið yfir 40 vetrarvertíðir frá Vestmannaeyjum á ýmsum bátum oft með fengsælum skipstjórum. Einar var sérstaklega iðjusamur maður og þegar hann var ekki við sjóróðra var hann í lausavinnu oft við höfnina, í skipavinnu eða annari vinnu sem bauðst. Einar var tvíkvæntur; fyrri kona hans, Guðmunda Kristjánsdóttir, var frá Blönduósi og áttu þau saman fjögur börn og komust þrjú þeirra til fullorðinsára. Þau Guðmunda slitu sambúð eftir nokkur ár. Árið 1953 giftist Einar Lilju Guðmundsdóttur og áttu þau saman tvo syni. Þau bjuggu allan sinn búskap á Kalmannstjörn við Vestmannabraut. Nokkrum árum fyrir gosið í Eyjum var Einar orðinn það heilsutæpur að hann var hættur að vinna og hefur það eflaust verið þungbært fyrir svo vinnufúsan mann. Þegar hann varð svo að flýja með fjölskyldu sína eins og aðrir í janúar 73, fékk hann samastað með konu sinni á elliheimilinu Ási í Hveragerði og áttu þar heima síðan. Hann kunni vel víð sig í Hveragerði og leið vel þar á meðan hann hafði heilsu til að fara í gönguferðir og hreyfa sig útivið. Í febrúar 1980 varð Einar fyrir þeirri sorg að missa son sinn Hjálmar, en hann fórst með rækjubát í ofviðri á Arnarfirði og var búsettur á Bíldudal. Síðast liðið hálft ár var Einar orðinn nær rúmfastur og var þá á elliheimilinu Grund í Reykjavík, þar sem hann andaðist 30. apríl s.l. Útförin var gerð frá Hveragerðiskirkju og hann var jarðsettur að Kotströnd.
Gunnólfur Einarsson F. 13. apríl 1899 - d. 10. febrúar 1981.
Gunnólfur Einarsson var fæddur á Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Helga Ólafsdóttir, ættuð frá Leirum og Einar Pálsson, ættaður frá Gjábakka í Vestmannaeyjum. Gunnólfur ólst upp undir fjöllunum fram yfir fermingu. Þá missti hann móður sína aðeins fimmtán ára og hefur það eflaust verið mikill harmur ungum manni. Árið 1914 kom Gunnólfur hingað til Eyja á vertíð, réri hann héðan samtals í fjórtán vertíðir og nokkur sumur var hann á m/b Enok, með Þórði heitnum á Bergi, í vöru og fólksflutningum milli lands og Eyja. Þá kom að því að sumarvertíðir frá Skálum að Langanesi freistuðu hans, eins og margra Eyjamanna á þeim tíma, fór hann ásamt nokkrum héðan í verið að Skálum árið 1922. Stundaði hann róðra þaðan nokkur sumur. Þar kynntist hann Guðlaugu Lárusdóttur frá Heið á Langanesi og giftust þau árið 1926. Bjuggu þau allan sinn búskap á Langanesi, lengst af á Þórshöfn, eða til ársins 1967 er Guðlaug andaðist. Gunnólfur og Guðlaug eignuðust sex börn sem öll eru á lífi. Tvö þeirra eru búsett hér í Eyjum, Lárus stýrimaður á m/s Herjólfi og Guðlaug sem gift er Gísla G. Guðlaugssyni.
Gunnólfur var atorkumaður til allra starfa, léttur, spaugsamur og vinmargur, enda traustur og heiðarlegur í alla staði, handsal hans var á við margan skjalabunkann nú í dag. Það má segja að Eyjarnar hafi verið hans annað byggðarlag, svo vel fylgdist hann með framgangi mála hér. Allt sitt lífshlaup byggði hann á því sem sjórinn gaf, ýmist sjálfur til sjós eða í landi við vinnslu sjávarafurða, bæði sem útgerðarmaður eða verktaki við verkun á fiski. Síðar varð hann frystihússtjóri á Þórshöfn í mörg ár.
Eftir að Gunnólfur missti konu sína, fluttist hann suður 1968, dvaldist á Hrafnistu um tólf ára skeið. En síðasta árið sitt var hann í Keflavík og naut þar umhyggju Helgu dóttur sinnar, fyrst á heimili hennar og síðustu mánuðina á Sjúkrahúsi Keflavíkur, þar sem hann andaðist 10. febrúar síðast liðinn.
Gísli G. Guðlaugsson
Sigurjón Jónsson frá Háagarði. F. 18. jan. 1906. D. 5. okt. 1979.
Sigurjón var fæddur að Holti í Álftaveri V-Skaftafellssýslu 18. janúar 1906, sonur hjónanna Sólveigar Jónínu Magnúsdóttur frá Fagradal í Mýrdal og Jóns Sverrissonar frá Nýjabæ í Meðallandi. Þar ólst Sigurjón upp í stórum systkinahópi. Vorið 1919 flytja foreldrar hans með barnahópinn til Vestmannaeyja, en alls urðu systkinin 15 og var Sigurjón þar 6. í röðinni, en tvö þau yngstu fæddust hér í Eyjum.
Það var Kötlugosið 1918, sem olli flutningi fjölskyldunnar til Eyja. Foreldrar hans keyptu húsið Háagarð af Þorsteini Ólafssyni, sem þar bjó þá, en Þorsteinn og kona hans fluttu að Kirkjubæ til Þorbjarnar Guðjónssonar tengdasonar síns, sem þetta sama vor hafði keypt hús að Kirkjubæ af Sigurlaugu Guðmundsdóttur. Í Háagarði átti Sigurjón heima sín þroskaár. Hann byrjaði ungur sjó mennsku og lauk hinu minna fiskimannaprófi innan við tvítugs aldur.
Sigurjón starfaði við útgerð föður síns og bræðra. Var hann beitumaður við Mínerfu VE 241 þegar hún fórst 24. jan. 1927. Þar drukknuðu tveir bræður hans Sverrir og Einar sem var skipstjóri á Mínerfu.
Um sumarið, sama ár, kom hingað til Eyja nýr norskur bátur, 18,63 lestir að stærð með 29 h.k. Rap. vél. Eigandi bátsins var Rap vélaverksmiðja í Noregi. Báturinn bar og nafnið Rap og var þetta sýninga- og söluferð fyrir vélaverksmiðjuna. Hann var vel útbúinn t.d. fullkomri raflýsingu, en raffýsing báta var þá hér á byrjunarstigi. Þennan bát keypti Sigurjón í félagi með þremur ungum mönn-um. Voru það þeir Sigurður Bjarnason skip-stjóri, Hlaðbæ. Gunnar Guðjónsson vél-stjóri, Kirkjubæ og Högni Friðriksson, Birt-ingarholti. Þeir létu bátinn halda nafni sínu, Rap og fékk hann einkennisstafi VE 14.
Sigurjón og félagar hans gerðu Rap út á þorskveiðar vetrarvertíðina 1928 og svo til síldveiða með reknet fyrir norðurlandi um sumarið. Þar urðu þeir fyrir því óhappi að Rap strandaði á Skallarifi á Skaga 23. júlí um sumarið.
Sigurjón og félagar hans gáfust ekki upp þótt þeir yrðu fyrir þessu óhappi heldur hófust þegar handa við kaup á öðrum bát. Var sá bátur smíðaður í Landskróna í Svíþjóð. Sóttu þeir bátinn síðsumars 1929.
Þetta var mjög glæsilegur bátur 42 sml. að stærð með 100 h.k. Skandia vél. Hlaut hann nafnið Fylkir VE 14.
Hann var þá stærsti báturinn í Eyjum og ganghraði hans yfir 10 mílur.
Það átti ekki fyrir Sigurjóni að liggja, að hagnast að þessari útgerð. Kreppan mikla upp úr 1930 lagði marga að velli, sem þóttu áður velstæðir. Urðu þeir jafnvel verst úti, sem öfluðu mest. Í þessum hópi lentu þeir Sigurjón og félagar hans. Eftir það gerðist Sigurjón skipstjóri með ýmsa báta, fyrst með Gullfoss VE 184, svo Sísí VE 265, Maí VE 275 og Freyju VE 260. Stýrimaður á Ágústu VE 250 á síldveiðum fyrir norðurlandi með Guðjóni Tómassyni, mági sínum. Sigurjón hætti sjómennsku eftir að hafa siglt á stríðsárunum meðal annars á Skaftfellingi. Gerðist hann þá verksmiðjustjóri í nýrri þangverksmiðju í Hveragerði og var jafnframt verkstjóri við þangskurð á Stokkseyri. Þessari verksmiðju var síðar breitt í Þvottahús, aðallega fyrir breska herinn meðan hersetan var-aði og svo í ullarþvottahús og vann Sigurjón við þetta þar til hann flyst til Þorlákshafnar og verður yfirverkstjóri hjá útgerðarfélaginu Meitillinn þar.
Árið 1940 kvæntist Sigurjón eiginkonu sinni, Sóleyju Ágústsdóttur Tranberg, ætt-aðri úr Eyjum. Eignuðust þau tvö börn, Jón verkfræðing og Ingunni, eru bæði búsett í Reykjavík. Sóley lést tæpum mánuði eftir andlát Sigurjóns eða 1. nóv. 1979. Þau ár, sem Sigurjón bjó í Þorlákshöfn var þar ekki barnaskóli.
Þegar börn hans komust á skólaaldur, flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og þar starf-aði hann til dauðadags hjá verksmiðjunni Föt h.f. við eftirlit og viðhald á saumavélum og öðru, sem til féll.
Sigurjón var mjög fjölhæfur maður, sem naut trausts og virðingar allra, sem með honum störfuðu. Hann var dagfarsprúður drengskaparmaður.
P.S.
Sigurlás Þorleifsson, Reynistað. F. 13. ágúst 1893. D. 26. nóv. 1980.
Frá æskuárum mínum í Landeyjum er mér Þorleifur bóndi í Miðhúsum í Hvolhreppi minnisstæðastur næturgestur. Þorleifur og pabbi voru aldavinir og skipsfélagar „úr Höfninni" eins og þeir nefndu Þorlákshöfn.
Kannski sváfu þeir á sama bálki í verbúðinni. Þeir karlarnir kysstust lengi og innilega þegar fundum bar saman. Og þegar ljósið hafði verið slökkt í vökulok tóku þeir að rifja upp minningar sínar frá þessu merkilega Hafnarlífi og gekk svo lengi nætur. Þetta var spennandi ævintýri. Þetta segi ég sem dæmi um órofa vinskap skipsfélaga í gamla daga.
Mörg ár liðu. Við Sigurlás Þorleifsson urðum vinnufélagar nokkur ár. Má segja að hvert verk léki í höndum hans og viðmótið eftir því. Sama á við um aðra afkomendur Þorleifs, sem ég þekki til.
Þeir bræður frá Miðhúsum voru miklir bókamenn ,,og allt það fólk." Á þeim tæpum þrem áratugum sem ég var í bæjarbókasafninu sóttu fjórir ættliðir frá Reynistað bækur þangað. Og um það er lauk átti Sigurlás gott safn bóka.
Austan undir Hvolsfjalli standa þrír bæir. Þar er fallegt, gróðursælt, svipmikið útsýni til Hlíðarinnar, jökulsins og til Eyja.
Sigurlás fæddist á efsta bænum, Efra-Hvoli, en átti lengst af heima á Miðhúsum, ólst upp við venjuleg sveitastörf og tók þátt í líflegum félagsskap unga fólksins í sveitinni. Fór í útver þá er hann hafði aldur til, var sjómaður í fyrstu, en var sjóveikur og snéri sér að landvinnu og vann vel og lengi að framleiðslu sjávarafurða.
Um skeið sá Sigurlás um aðdrætti og verkun fiskafurða fyrir Halsör hinn norska. En lengst var hann starfsmaður Fiskimjölsverksmiðjunnar, hvorki meira né minna en 40 ár.
Sigurlás kvæntist árið 1928 Þuríði Sigurðardóttur frá Rafnseyri hér og eignuðust þau fimmtán börn.
Sigurlás Þorleifsson var einn aldamótamannanna, þeirra manna sem lifað hafa á mótum fornaldar og tæknialdar og skilað miklu æviverki í þágu þeirra sem nú eru ungir.
H.G.
Guðjón Þorsteinsson frá Lögbergi F. 15. júní 1889. D. 25. júní 1980.
Guðjón var fæddur að Hallskoti í Fljótshlíð sonur hjónanna Þorsteins Jóngeirssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Í Fljótshlíð ólst hann upp, hlíðin var honum mjög kær og allt sem þar gerðist. Guðjón var mörg ár heimilismaður í Hlíðarendakoti hjá Ólafi sem þar bjó. Þorsteinn skáld Erlingsson var mörg æskuár sín hjá Ólafi og konu hans enda skyldleiki við Ólaf, Þorsteinn kom oft að Hlíðarendakoti þegar hann var í orlofi, þá kynntist Guðjón skáldinu og lærði ljóð hans, enda bar Guðjón mikla virðingu fyrir Þorsteini og verkum hans.
Þegar ég kynntist Guðjóni um 1928, varð mér minnisstætt hvað hann talaði oft um Njál á Bergþórshvoli og Gunnar á Hlíðarenda, það var eins og hann hafi verið samtímamaður þeirra, örnefni og orðtök voru honum svo hugstæð úr Njálssögu.
Til Vestmannaeyja kemur hann ungur og er með formönnum, sem hann virti og bar traust til. Fremstan taldi hann Valdimar Bjarnason, sem var formaður með m.b. Lagarfoss. Valdimar var aflasæll sjómaður, góður og gæftirnar mjög miklar.
Tómas Guðjónsson frá Höfn var útgerðarmaður á Lagarfossi, Guðjón hrósaði Tómasi sem miklum ágætismanni, sem gott var að leita til er erfiðleikar urðu á vegi manns.
Á yngri árum Guðjóns var hann oft leiðsögumaður inn á Þórsmörk, hann þekkti vel vötnin og þeirra margbreytileik. Í einni ferð inn á Mörk, er hann fylgdarmaður manns sem var í einu valdamesta embætti íslensku þjóðarinnar. Þegar þeir voru komnir meir en hálfa leið, sést til andahóps. Embættismaður tekur upp skotvopn og ætlar að skjóta á fuglahópinn. Þá segir Guðjón valdamanninum, að ef hann skjóti á fuglana, þá fari hann ekki lengra með honum, því hann geti ekki horft á saklausar endurnar skotnar, til að svala óeðli mannskepnunnar. Embættismaðurinn tók skotvopnið saman og lofaði því að nota það ekki í þessari ferð. Þessi frásögn lýsir mjög vel Guðjóni, sem manni, hann vildi styðja það veika bæði meðal manna og dýra.
Guðjón var gæfumaður í sínu einkalífi. Konan hans, Pálína Pálsdóttir, var honum mjög samhent, og var það gagnkvæmt. Börn þeirra eru búsett á Heimaey. Páll Guðjón kvæntur Guðbjörgu Amalíu Þorkelsdóttur, Ingibjörg Lovísa gift Ágústi Helgasyni. og Þorsteinn sem er stoð og stytta móðir sinnar og býr að Lögbergi. Þau eignuðust þriðja drenginn en hann dó í æsku. Gísli Magnús Magnússon kom á heimili Guðjóns og Pálínu í frumbernsku og var á heimili þeirra þangað til hann stofnaði sitt eigið heimili.
Með friðarkveðju, kveð ég Guðjón Þorsteinsson.
Óskar M. Gíslason.
Guðni Guðmundsson F. 15. maí 1960. D. 16. febr. 1981.
Guðni heitinn andaðist á ljúfasta skeiði ævinnar, þegar framtíðin virtist brosa við ungum manni, hraustum og drenglyndum, æskuárin að baki, en manndómsárin að hefjast. En vegir Guðs eru órannsakanlegir, og við sem eftir lifum, eigum svo oft erfitt með að skilja hið fornkveðna, að þeir deyji ungir sem guðimir elska. Við hljótum þá að spyrja, hvers vegna þetta sé svona, en við fáum engu ráðið. Guðni heitinn var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom og auk þess góður félagi. Guðni var fæddur á Selfossi, fluttist þaðan eins árs að Arnarbæli og tæplega níu ára fluttist hann hingað til Eyja. Guðni var sonur hjónanna Fjólu Guðmundsdóttur og Guðmundar Guðnasonar. Guðni var nýbyrjaður sjómennsku sína þegar þetta hörmulega slys vildi til. Okkur tók mjög sárt að missa gamlan vinnufélaga en allir fara víst sömu leið og hann.
Vinnufélagar Vinnslustöð Ve.
Albert Ólason F. 12. mars 1960. D. 16. febr. 1981.
Laugardaginn 28. mars 1981 fór fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum minningarathöfn um tvo unga drengi sem drukknuðu af vélskipinu Heimaey 16. febr. 1981. Þá Albert Ólason og Guðna Guðmundsson.
Mér er bæði ljúft og skilt, þó harmi slegin sé, að minnast í nokkrum fátæklegum orðum Alberts frænda míns. Í fárviðrinu sem gekk yfir landið 16. febr. s.l., strandaði vélskipið Heimaey VE 1 eftir langt rek til Þykkvabæjarfjöru. En áður en strandið varð, höfðu ógnir hafsins kippt til sín tveim ungum drengjum, já ungir voru þeir svo sannarlega, aðeins 20 ára gamlir, hraustir og sterkir. Þeim hefur áreiðanlega fundist eins og okkur öllum að þeir gætu boðið lífinu birginn.
Albert frændi minn Ólason var fæddur 12. mars 1960 sonur Gyðu Steingrímsdóttur og Óla Þórarinssonar frá Hoffelli í Vestmannaeyjum.
En ekkert er nýtt undir sólinni, þessi saga endurtekur sig sí og æ. Það er áreiðanlega dálítið sérstakt með fólk eins og okkur sem erum frá Eyjum, við erum fædd og uppalin við sjávamiðinn, og losnum aldrei við að hlusta eftir brimhljóði og hugsa um ef skyndilega versnar veður. Skildu nú allir bátamir vera komnir að? Eins og tekið var til orða í þá daga þegar allir hver einasti maður í Eyjum fylgdust með, ýmist þegar ræst var eða þegar að var komið. En tímamir breytast og mennimir með, en þetta breytist víst ekki. Sjórinn er gjöfull en heimtar sín laun.
Með þessum fáu orðum sndi égöllum þeim sem um sárt eiga að binda og misst hafa sína í sæ hugheilar kveðjur og Sjómannafélagi Vestmannaeyja kæmstu kveðjur og bið að allir góðir vættir vemdi þá bæði á sjó og landi um ókomin ár.
Sigríður Bjarnadóttir frá Hoffelli, Vestm.
Sigurður Friðriksson F. 22. ágúst 1898. D. 7. maí 1980.
Foreldrar hans vom hjónin Þórunn Oddsdóttir og Friðrik Vigfússon, þau bjuggu á Rauðhálsi í Mýrdal.
Þórunn og Friðrik áttu 17 börn og komust flest þeirra til fullorðinsára. Friðrik deyr 42 ára og voru þá 7 börnin innan við fermingar aldur. Fjölskyldan stóð þétt saman, eins og víða á íslandi þegar erfiðleikar báru að. Boðorð Guðs ,,Heiðra skaltu föður þinn og moður þína svo að þú verðir langlífur, og svo að þér vegni vel í því landi sem Drottinn, Guð þinn gefur þér," var í heiðri haft hjá þessum systkinum enda urðu þau myndar og dugnaðarfólk svo af bar.
Sigurður flutti til Vestmannaeyja eftir 1922 með móður sinni og yngri systkinum. Heimilið var mjög mannmargt. Stuttu eftir komuna til Eyja kvæntist hann Elísabet Hallgrímsdóttur frá Felli í Mýrdal. Sigurður átti húsið Birtingarholt við Vestmannabraut. Á þessum tíma eignaðist hann m/b Gunnar Hámundarson VE 271 með Oddsteini bróður sínum og Vigfúsi Sigurðssyni frá Pétursborg.
Vigfús og Karl Sigurðsson frá Litlalandi voru formenn með Gunnar Hámundason og öfluðu mikið. Þrátt fyrir mikinn afla og mikla vinnu varð verðhrun á fiski 1930 til 1931 of þungt fyrir fjárhag Sigurðar, svo hann hætti í útgerð.
Eftir það vann hann sem verkstjóri hjá ýmsum fyrirtækjum hér í Eyjum, lengst hjá Vinnslustöðinni, eða þar til hann fluttist til Stokkseyrar eftir jarðeldana 1973. Sigurður var einn af stofnendum verkstjórafélags Vestmannaeyja í apríl 1946 og heiðursfélagi frá 1969. Börn þeirra voru Sigurveig, hún dó í æsku 2 1/2 árs, Högna byggingarhönnuður, sem býr í París í Frakklandi og Móheiður, hún er búett í Reykjavík. Son átti Sigurður áður en hann giftist. Elísabet býr nú á Stokkseyri.
Þegar Sigurður var kominn til Eyja, kom Vigfús Þórarinsson afi hans nokkuð seinna, þá var ég um 10 ára. Lóðir húsanna sem foreldrar mínir bjuggu og Birtingarholts lágu saman. Ég sá Vigfús daglega og var alltaf jafn starsýnt á hann, hann var svo svipmikill maður að hann bar af öðrum á hans aldri.
Í bókinni Pabbi og mamma eftir Eyjólf Guðmundsson frá Hvoli í Mýrdal, segir Eyjólfur frá ferð til Vestmannaeyja á róðraskipinu „Pétursey" en það skip er í byggðasafninu á Skógum, Eyjafjöllum. 22 voru með í þessari ferð konur og karlar. Guðmundur faðir Eyjólfs var formaður á Pétursey. En Vigfús sem var frammá maður, var á sínum stað þegar maður fer fyrir borð, veður var versnandi, komin ólög á sjóinn og þungur vindur. Guðmundur formaður stýrði svo vel að skipið komst að manninum þar sem hann flaut og áður en menn höfðu áttað sig á hvað var að gerast kippti Vigfús, Þorsteini inn í bátinn, en svo hét sá sem fór í sjóinn. Þessu handtaki Vigfúsar sagðist Guðmundur „hafa fegnastur orðið og best þegið" (Pabbi og mamma bls. 148).
Svo má segja um Sigurð Friðriksson sonarson Vigfúsar og störf hans. Hans handtök voru örugg og góð, enda fiskstakkurinn orðinn stór sem hann hlóð. Íslensk þjóð er í þakkarskuld við svona syni og dætur, megi hún eignast þá og þær sem flest, þá á hún góða daga framundan.
Með kveðju nágranna og samferðarmanns.
Óskar M. Gíslason.
Steingrímur Arnar F. 19. julí 1930 - d. 20. maí 1980
Hvað lífið er stundum fljótt að skipta frá skini til skúra; vissulega dró mikið ský yfir og dimmdi í vina- og venslahópi Steingríms heitins Arnars, þegar hann andaðist á sólbjörtu vori hinn 20. maí 1980 eftir langvarandi og erfið veikindi.
Steingrímur Arnar var fæddur á Siglufirði 19. júlí 1930. Foreldrar hans voru Friðvin Jóakimsson og Jóhanna Pétursdóttir og ólst hann upp með móður sinni og móðurfólki á Siglufirði og í Fljótum. Hann fór ungur til sjós eða 17 ára gamall á hið mikla og fræga aflaskip Dagný SI 7. Steingrímur stundaði síðan sjóinn fram til ársins 1966.
Árið 1949 kom Steingrímur til Vestmannaeyja og átti þar heimili upp frá því. Hann var á vetrarvertíð og síld á sumrin sem háseti, vélstjóri og síðar stýrimaður; oftast í úrvals skiprúmum, m.a. í margar vertíðir á Stíganda með Helga Bergvinssyni, sem var lengi einn af mestu aflamönnum Vestmannaeyjaflotans.
Steingrímur lauk vélstjóraprófi frá vélstjóranámskeiði í vertíðarbyrjun 1951 og nokkrum árum síðar, árið 1958, lauk hann hinu minna fiskimannaprófi frá námskeiði í Eyjum. Haustið 1963 settist Steingrímur í 2. bekk Stýrimannaskólans í Reykjavík og lauk þaðan hinu meira fiskimannaprófi vorið 1964 með ágætri einkunn.
Stuttu áður en Steingrímur hætti á sjónum keypti hann allstóran vélbát, sem hann nefndi Brand og gerði hann út um tíma og var sjálfur með bátinn.
Árið 1966 hóf Steingrímur störf hjá Flugmálastjórn og varð þá flugvallarstjóri í Vestmannaeyjum. Eins og annað sem Steingrímur tók að sér rækti hann það af alúð og samviskusemi og var við andlát sitt orðinn yfirflugvallastjóri við flugbrautir og flugvelli í Suðurlandskjördæmi.
Þó að Steingrímur hætti á sjónum var hann alltaf í snertingu og sambandi við sjóinn. Hann varð kennari við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum, þegar hann var stofnaður 1964 og starfaði við skólann hvern vetur fram að eldgosi 1973.
Steingrímur var frábær kennari og kenndi alltaf stærðfræði í 1. bekk og oft í 2. bekk. Þrátt fyrir oft erilsöm störf við flugvöllinn og opnun flugbrauta á veturna kom það aldrei að sök við kennsluna. Eftir að Steingrímur hætti kennslu við skólann vegna mikilla anna við gerð flugvallar og flugstöðvar eftir gosið var hann prófdómari við skólann og sýndi hann nemendum sama áhugann og velviljann og fyrr.
Steingrímur Arnar var félagslyndur og tók virkan þátt í félagsmálum, bæði í stéttarfélögum og á vettvangi stjórnmála. Hann valdist til forystustarfa í samtökum sjómanna og var formaður Vélstjórafélags Vestmannaeyja í 4 ár og í 2 ár, árin 1964-1966, var hann formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda. Hann starfaði auk þess í Sjómannadagsráði og árin 1976 og 1977 ritstýrði hann Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja. Þau blöð eru vönduð að efni og frágangi og vitna um vandvirkni Steingríms, en hann var prýðilega ritfær, las mikið og mat góðar bókmenntir.
Stuttu eftir að Steingrímur kom til Eyja kvæntist hann Eygló Einarsdóttur hinn 10. október 1951. Það var hans mikla hamingja.
Hann var góður heimilisfaðir og unni konu sinni og börnum. Þau Eygló eignuðust 4 börn; 3 syni, sem eru uppkomnir og dóttur, sem enn er á barnsaldri, 11 ára gömul.
Steingrímur Arnar var mikill mannkostamaður, sem féll frá langt um aldur fram.
G.Á.E.
Sr. Þorsteinn Lúther Jónsson F. 19. júlí 1906 - d. 4. okt. 1979
Fáein kveðjuorð til vinar og kunningja Sr. Þorsteinn Lúther Jónsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum 1961-1976 var fæddur í Reykjavík 19. júlí 1906. Hann átti ættir að rekja í Rangárþing. Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson söðlasmiður og kona hans María Guðlaugsdóttir frá Hallgeirsey í Landeyjum. Móðurafi Sr. Þorsteins, Guðlaugur Nikulásson í Hallgeirsey var kunnur sjósóknari frá Landeyjasandi og Vestmannaeyjum. Var hann formaður með áraskipið Trú og fórst það vel úr hendi -mikill sjómaður og fengsæll. Sr. Þorsteinn talaði oft um þennan afa sinn og var ákaflega hlýtt til sjómanna, en á unga aldri hafði hann dvalið hjá móðurforeldrum sínum í Landeyjum. Það hafa sagt mér menn, sem mundu Guðlaug, að sr. Þorsteinn hefði mjög líkst móðurafa sínum.
Sr. Þorsteinn Lúther tók prestvígslu 28. júní 1934 og vígðist til Miklaholtsprestakalls í Snæfellsnesprófastsdæmi.
Eftirlifandi kona sr. Þorsteins er frú Júlíana Matthíasdóttir frá Litluhólum í Eyjum. Konu sinni kynntist hann þegar hann vann sem verslunarmaður í Vestmannaeyjum hjá verslun Jacobsen, áður en hann lauk stúdentsprófi og hóf háskólanám. Á þeim árum kynntist Þorsteinn vel lífinu í Eyjum og hreifst af. Hann varð virkur þátttakandi ag var meðal annars í lúðraflokki sem starfaði undir stjórn Hallgríms Helgasonar. Þá varð hann góðvinur fólksins í Suðurgarði, Jóns bónda Guðmundssonar og fjölskyldu hans, og varð honum tíðrætt um það góða fólk og indælar stundir, sem hann átti þar.
Um sr. Þorstein mátti segja eins og fleiri, að sterk voru böndin og taugin við Eyjar, því að árið 1961, er annað prestakallið varð laust, sótti hann um embættið og var veitt það. Þá höfðu þau hjón búið í 27 ár á Snæfellsnesi við miklar vinsældir sóknarbarna sinna. Hafði sr. Þorsteinn valist þar til margs konar trúnaðarstarfa í þágu sýslu og sveitar og staðið fyrir mörgum þjóðþrifamálum eins og byggingu sundlaugar o.fl.
Við komuna til Vestmannaeyja hófst nýr kafli í lífi þeirra hjóna. Stuttu eftir stofnun Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum árið 1964, hóf sr. Þorsteinn kennslu þar og kenndi íslensku og dönsku. Hann var nemendum sérlega vinveittur; góður og áhugasamur kennari, sem strákunum þótti vænt um. Hann hafði sérstakan áhuga á íslensku og náði þar góðum árangri. Í íslenskukennslunni var lögð mikil og vaxandi áhersla á framburð tungunnar og lestur bókmennta, sem skilaði sér vel í betri stafsetningu og stílagerð, sem reynist mörgum erfið.
Sr. Þorsteinn hafði mikinn áhuga á bókmenntum, var víðlesinn og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Hafa mörg ljóða hans birst í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja og víðar.
Í viðkynningu var sr. Þorsteinn Lúther traustur maður, hreinn og beinn. Ekki vorum við alltaf sammála, en alltaf jafnaðist það fljótt og vorum við ágætir vinir og kunningjar.
Í eldgosinu reyndi mjög á sr. Þorstein og lagði hann sig allan fram að ná til sem flestra sóknarbarna sinna. Hann var einlægur trúmaður og tók sér nærri tvístringu Vestmanneyinga. Veturinn 1973 gaf hann ásamt sr. Karli Sigurbjörnssyni út sérstakt blað til Vestmanneyinga í dreifingunni eins og hann nefndi það, hét blaðið Samfélagið og komu út 2 tölublöð. Þar gagnrýndi hann fullum fetum kerfismennsku og ósanngimi, sem bitnaði á Vestmanneyingum. Eitt eftirminnilegasta verk sr. Þorsteins og sr. Karls Sigurbjömssonar, sem þjónuðu Vestmanneyingum gosárið, var, er þeir sáu um fermingu 103ja Vestmannaeyjabarna í Skálholtsdómkirkju vorið 1973.
Í vinafagnaði var sr. Þorsteinn glaður og reifur, hrókur alls fagnaðar og var alltaf sjálfsagður með nemendum Stýrimannaskólans í leikhúsferðir og ef efnt var til skemmtanahalds. Minnast allir með ánægju þátttöku Sr. Þorsteins í þessari samgleði nemenda.
Síðustu árin voru honum erfið vegna heilsuleysis Júlíönu konu hans. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp 2 fósturböm.
Sr. Þorsteinn Lúther andaðist á Borgarspítalanum eftir stutta legu 4. október 1979 og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 15. sama mánaðar að viðstöddu fjölmenni.
G.A.E.
Rúnar Bjarnason F. 1. febr. 1958. D. 5. júlí 1980.
Rúnar Bjamason var fæddur 1. feb. '58 og lést af slysförum þann 5. júlí 1980.
Frá því að við Rúnar kynntumst árið 1973 varð með okkur mikil og góð vinátta enda var Rúnar sérlega ljúfur og sterkur persónuleiki. Það var ekki í hans fari að vera neikvæður gagnvart lífinu, félögunum eða yfirleitt neinu. Hann dró gjarnan fram jákvæðu hliðarnar, hann sá alltaf ljós í myrkrinu, þess vegna verður minningin um vin minn alltaf björt þó hún kalli fram trega og spurningar. Hvers vegna er hann kallaður burt, svo fjölhæfur og ungur? Á stuttri en viðburðaríkri ævi hafði hann reynt margt og sýnt hvers hann var megnugur. Meðal annars hafði hann verið háseti og vélstjóri nokkrar vertíðar, þó var alltaf markvisst takmark að feta í fótspor föður síns enda flugið verið honum hugleikið lengi. Hann hafði eignast sína eigin flugvél og draumarnir voru að rætast þegar kallið stóra kom, en minningarnar um vin minn eru mér dýrmætar.
Ég votta systkinum hans þeim Jónasi, Valgerði og Bergþóri, foreldrum hans Jórunni og Bjarna Jónassyni mína innilegustu samúð.
Ásm. Fr
Ágúst Guðjónsson F. 18. ágúst 1906. D. 8. júlí 1980.
Ágúst var Rangeyringur, að ætt Eyfellingur, fæddur á býlinu Borgareyrum. Ólst þar upp ásamt mörgum systkinum. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Guðlaugsdóttir og Guðjón Sigurðsson.
Strax eftir fermingu er Gústi, eins og við félagar hans köiluðum hann oftast, ráðinn sem vikapiltur eða vinnumaður til Guðbrandar Magnússonar, Hallgeirsey í Landeyjum. Kona Guðbrandar var Guðrún Matthildur Kjartandsdóttir. Guðbrandur var þá kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Hallgeirseyjar. Oft minntist Gústi veru sinnar í Hallgeirsey og hinna góðu húsbænda og taldi þau ár sem hann dvaldi þar ánægjulegustu ár ævi sinnar. Eftir að Matthildur og Guðbrandur fluttu til Reykjavíkur stóð hús þeirra jafnan Gústa opið og gisti hann oft hjá þeim þegar hann dvaldi tíma og tíma í Reykjavík. Þar átti Gúsi sannarlega góðum og hjálpsömum vinum að fagna. Gústi dvaldist í Hallgeirsey fram á árið 1928, þar til að Guðbrandur gerðist forstjóri Áfengisverslunar ríkisins.
Árið 1927 mun Gústi hafa byrjað sjómennsku sína á togara frá Reykjavík og varð sjómennska hans ævistarf meðan heilsan leyfði. Á togurum var hann ekki lengi því til Vestmannaeyja flyst hann 1929 eða 1930. Og upp frá því var hann búsettur í Eyjum. Á sinni löngu sjómannstíð var hann háseti eða kokkur á mörgum Eyjabátanna og var oft lengi í sama skiprúmi, enda eftirsóttur vegna árvekni og dugnaðar. Alltaf var Gústi hvetjandi við störf og sókn. Síðasta árið, sem Gústi stundaði sjó frá Eyjum mun vera 1976 og hefur því vantað lítið í 50 ára sjómennsku hans.
Ekki fer hjá því að margt geti verið fra: sagnarvert eftir hálfrar aldar sjómennsku. Fátt eitt skal hér talið, sem Gústa vin minn henti á sjónum. Ekki verða allir þeirrar gæfu aðnjótandi, sem missa skip sitt í hafið að komast heilir úr þeim hildarleik, en það henti ekki einu sinni, heldur þrisvar að Gústa var bjargað ásamt allri skipshöfn þriggja báta, sem fórust við Eyjar og hann var skipverji á. Ekki var minn maður fyrr kominn á þurrt land eftir hverja þraut en hann réði sig á annað skip og virtist ekkert á hann bíta.
Gústi var ræðinn og oftast hlýlegur í viðmóti og átti til að vera hnittinn í orðum. Eitt sinn er ég undirritaður ræddi við hann og á góma bar okkar á milli hvað giftusamlega hann hefði sloppið frá ægi. Segir þá vinurinn að hann sé orðinn viss um að sjórinn vilji sig ekki. Hefur þig dreymt eitthvað, segi ég. Nci en það kann að vera, segir hann að honum finnist ég of blautur til hann vilji mig.
Árið 1933, 13/4, er Gústi háseti á m/b Fræg VE, formaður Eiður Jónsson. Þennan dag verður hjá þeim vélarbilun. Enskur togari kemur þeim til hjálpar og tekur þá í slef. Um það leyti er hann að ganga í SA hvassviðri, sem fer vaxandi eftir því sem nær dregur Eyjum. Gústa var falið það ábyrgðar og erfiða verk að vera fram á bátnum og passa að sleftrossn héldist í pollanum. Það geta allir séð hvað sú vist hefur verið hlýleg í fleiri klukkutíma, þar sem báturinn var meira í kafi en uppúr. Þegar togaramenn sáu að báturinn var orðinn siginn, drógu þeir hann að skipinu og tóku mannskapinn um borð til sín. Mátti ekki seinna vera. Ekki fór Gústi af verðinum við pollann fyrr en honum var sagt að sleppa ætti bátnum og síðasti möguleiki væri að koma sér um borð í togarann. Þá var báturinn orðinn liðaður og fullur af sjó, enda sökk hann strax og honum var sleppt. 1954 11/4, er Gústi skipverji á m/b Glað VE. Á heimleið úr fiskiróðri fær báturinn á sig brot-sjó, þá staddur nokkuð austur af Eyjum. Við áfallið leggst báturinn á hliðina og nær ekki að rétta sig aftur. En svo giftusamlega tókst til að mannskapurinn allur komst í gúmmíbjörgunarbátinn, en eftir um sólarhrings rek í snarpri vestan átt var þeim bjargað af enskum togara, þá staddir nokkuð úr af Hjörleifshöfða. Fljótlega eftir þetta er Gústi kokkur á m/b Langanesinu NK, sem gerður var út frá Eyjum. Að því kom leki í fiskiróðri vestur af Geirfuglaskeri. Lekinn er það mikill að báturinn sekkur, en þá hafði mannskapnum verið bjargað yfir í annan bát.
Eins og fyrr var að vikið var Gústi oft árum saman í sama skiprúmi. Með mér undirrituðum var hann um 13 ár eða 1933-1946, og þá oftast á mínu heimili einnig.
Barngóður var Gústi ævina út og kom það vel í ljós á mínu heimili. Mikill sólargeisli og lífsuppfylling var það í lífi hans þegar hann var kostgangari hjá frænku minni Steingerði Jóhannsdóttur. Fékk hann þá svo mikið dálæti á lítilli dóttur hennar, þótt hún væri honum að öllu óskyld. Sú vinátta, sem hófst með þeim Mary Kristínu Corner og Gústa var gagnkvæm og sýndi Mary og drengimir hennar þegar heilsan var farin hjá vininum að auði er betra tryggir og fómfúsir vinir.
Lengst og síðast mun Gústi hafa stundað sjóinn með Bergþóri Guðjónssyni á m/b Skuldinni VE, meira og minna um 20 ára skeið. Lengsta landlega hjá Gústa alla hans sjómannstíð var árið 1973 í Eyjagosinu.
Dvaldi hann þá á Litlu Grund í Reykjavík þar til í október að Bergþór sótti hann og byrjaði þá aftur með Skuldina sama árið að róa frá Eyjum. Árið 1975 hættir Gústi á sjónum og vinnur nokkra mánuði í Vinnslustöðinni, en vistaðist þá að Hraunbúðum. Síðustu mánuðina dvaldi hann á sjúkrahúsi Vestmannaeyja og þaðan kvaddi hann þennan heim.
Guðmundur Vigfússon.
Sigurvin Þorsteinsson frá Vesturhúsum F. 5. janúar 1950 - d. 10. júlí 1980
Sigurvin var fæddur að Vesturhúsum 5. janúar 1950. Foreldrar Þorsteinn Ólafsson frá Dufþaksholti, Hvolhrepp. (Dáinn í apríl 1967) og Gíslný Jóhannsdóttir frá Efri Vatnahjálegu, A-Landeyjum. Sigurvin var 14. af 16 bömum þeirra hjóna.
Mér fór eins og Njáli forðum, ég lét segja mér tíðindin 3svar áður en trúði, þá ég frétti lát vinar míns Sigurvins.
Skuld VE 263 var á lúðuveiðum með haukalóð. Á fimmtudagsmorgun 10. júlí sl. fór að hvessa af suðvestri og hættu menn veiðum og héldu sjó. Var báturinn þá 14-15 mílur SV. af Geitahlíð. Kl. 13.15 fengu þeir brotsjó á sig. Þar fóru þeir niður með bátnum, Sigurvin og Gísli Leifur Skúlason. Tveir komust af og var bjargað eftir hrakninga.
Sigurvin, Leifur, Kiddi í Brekkuhúsi og Óli á Hvoli skipstjóri voru nýlega búnir að kaupa bátinn og varð sú útgerðarsaga þar með öll. Þeir félagar höfðu bundið miklar vonir við þessi bátakaup.
Sigurvin var búinn að vera á mörgum bátum hér í Eyjum auk togara. Hann gjörþekkti öll veiðarfæri sem í sjó fara. Alltaf fylgdi Sigurvin fiskur á hvaða fleyi sem hann var. Hann var að dómi félaga sinna einhver sá allra duglegasti og ósérhlífnasti maður sem á sætrjám hefur flotið. Sá bátur sem Sigurvin var síðast á, áður en þeir keyptu Skuldina var Bylgja VE, skipstjóri Matthías Óskarsson. Haft var eftir honum, að þar þyrfti tvo sem Sigurvin stóð einn við að ísa niður í lestina.
Hann keypti húsið Hásteinsveg 33 fyrir 4 árum. Lét hann lyfta risinu og breyta á sinn hátt skemmtilega mjög. Var hann búinn að tala mikið um hversu hann ætlaði að gleðja félaga sína með heimboðum og risnu mikilli. Honum entist ekki aldur til þess. Einn af þessum sonum Íslands sem falla fyrir Ægi konung á besta aldri.
Ég veit að ég mæli fyrir sjómenn og alla vini hans hér í Eyjum er ég sendi aldraðri móður hans kveðju héðan og segi: Þar áttir þú góðan dreng. Almættið mildi sorg móður, bræðra og systra Blessuð sé minning Sigurvins. Fari hann í friði.
Sigurður Sigurðsson frá Vatnsdal.
Gísli Leifur Skúlason F. 20. desember 1944 - d. 10. júlí 1980.
Deyr fé,
Deyja frœndur,
deyr sjálfr et sama
en orðstírr
deyr aldrigi,
hveims sér góðan getr.
(Úr Havamálum)
Það var hrjúf og köld hönd örlaganna, sem greip um kverkar mér, föstudagsmorguninn 11. júlí sl., er mér barst til eyrna sú harmafrétt, að systursonur minn, Gísli Leifur, hefði farist, þegar bátur, sem hann keypti ásamt félögum sínum sl. vor, sökk á Selvogsbanka. Það er svo stutt bilið milli lífs og dauða og vanmáttur okkar, sem eftir erum svo yfirþyrmandi, þegar ungt fólk hverfur okkur sýnum á augabragði.
Gísli Leifur var fæddur í Lambhaga á Rangárvöllum 20. des. 1944, sonur Helgu Gísladóttur og Skúla Jónssonar. Hann ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Sveini Sigurðssyni, fyrstu árin í Lambhaga og síðan í Vestmannaeyjum. En sumur æsku sinnar og unglingsára dvaldi hann í Lambhaga og þar átti hann djúpar rætur, enda verið meira og minna í fæðingarsveit okkar hvert einasta ár þar til nú, þetta örlagaríka sumar. Hér verða ekki rakin nein æviatriði, enda ævin ekki löng, ekki hálfur mannsaldur. Minningamar eru svo undramargar og áleitnar, þegar skilnaðarstundin er runnin upp. Bjartur, síkvikur ungur drengur, lifandi og opinn fyrir öllu í umhverfinu, dulur, alvörugefinn unglingur, trygglyndur og traustur vinur vina sinna sem uppkominn maður. Seinast bar fundum okkar saman sl. vor, þegar hann kom í skyndiheimsókn til okkar mæðgna. Þá var bjart yfir honum, hann glaður og reifur yfír væntanlegum kaupum og útgerð á bátnum, sem varð hans síðasta hvílurúm.
Milli Leifs og móður hans voru alla tíð sterk og traust vináttubönd. Þau sterku bönd, sem myndast milli móður og sonar, sem bæði eiga til að bera trygglyndi og heitar tilfinningar.
Ég bið þess að systir mín fái styrk til að bera þá sáru sorg, sem býr henni nú í hjarta og við öll, sem syrgjum hann, skulum láta minninguna lifa um góðan dreng. Far þú í friði, frændi minn. Þökk fyrir allt.
Þóra Gísladóttir.