Steingrímur Arnar

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Steingrímur Arnar Friðvinsson.

Steingrímur Arnar Friðvinsson sjómaður, flugvallarstjóri fæddist 19. júlí 1930 á Siglufirði og lést 20. maí 1980.
Foreldrar hans voru Friðvin Jóakimsson, f. 17. febrúar 1905, d. 28. júlí 1969, og Jóhanna Pétursdóttir, f. 16. ágúst 1909, d. 14. febrúar 1996.

Steingrímur var tökubarn á Lambanesreykjum í Knappastaðasókn í Skagafirði 1930, ólst upp í Fljótum og á Siglufirði.
Hann tók vélstjórapróf 1961 og hið minna fiskimannapróf 1964 og síðar próf frá Stýrimannaskólanum í Rvk með fullum réttindum fiskimanna.
Hann kom á vertíð í Eyjum 1949, stundaði sjómennsku til 1966, er hann réðst til Flugmálastjórnar.
Hann var kennari við nýstofnaðan stýrimannaskóla í Eyjum haustið 1964, síðar stundakennari.
Steingrímur var um skeið í forystu sjómannasamtakanna í Eyjum, var formaður Vélstjórafélagsins í Eyjum 1964-1968, formaður Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi 1964-1966. Þá var hann formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum og formaður flokksins, ritstjóri Fylkis um skeið og ritstjóri Sjómannadagsblaðsins í Eyjum 1976-1977.
Þau Eygló giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Faxastíg 31, síðar Faxastíg 39.
Steingrímur lést 1980 og Eygló 1983.

I. Kona Steingríms, (10. október 1951), var Jóhanna Eygló Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1927, d. 12. júní 1983.
Börn þeirra:
1. Einar Steingrímsson flugumferðastjóri, f. 22. desember 1951.
2. Pétur Steingrímsson lögreglumaður, f. 14. janúar 1957.
3. Gunnar Steingrímsson vélfræðingur, f. 6. júní 1960.
4. Guðrún Steingrímsdóttir húsfreyja, síðast á Selfossi, f. 6. ágúst 1969, d. 7. júlí 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.