Emma VE-219
Fyrsta Emman kom til hafnar í Vestmannaeyjum árið 1919. Það var mótorbáturinn Emma VE-219 og var hún 16 tonn. Var báturinn „kútter“-byggður og auk þess tvímastra og hvorugt mastrið hægt að leggja niður, og var seglabúnaðurinn í samræmi við það. Þetta var einn af tveimur fyrstu bátunum af þessari gerð sem Vestmannaeyingar eignuðust, en seinna urðu þeir þó mun fleiri. Emma var fyrsti báturinn í Eyjaflotanum sem var raflýstur og var það gert árið 1927.
M/b Emma VE 219 var smíðuð á Ísafirði 1919, og kom til Eyja í apríl 1920. Eigandi var Jóhann S.Reyndal bakarameistari. Formaður til loka var Guðmundur Kristjánsson. 29.júlí 1920 kaupa bátinn; Björn Bjarnason frá Hlaðbæ, Bjarni Einarsson, faðir hans og Jón Einarsson á Gjábakka, bróðir hans. Árið 1921 selja þeir Bjarni og Jón sína hluti, þeim Birni og Eiríki Ásbjörnssyni, sem var formaður með Emmu 1921-1937, eða 17 ár. Eyjólfur Gíslason var einnig formaður á Emmu í níu ár. Björn var vélstjóri frá 1921-1945, eða 25 ár. F.3.mars 1893, d. 25.sept. 1947. Eftir að Eiríkur fór í land, sá hann um aðgerð og söltun aflans, og aðra umhirðu við útgerðina. Emma var seld 21.jan 1951, þremur Vestmannaeyingum. Þá stofnaði Eiríkur Hrönn h/f með fjölskyldu sinni og keypti bát 22.des 1950, sem fékk nafnið Emma II VE 1. (ex Hrönn EA 395) Emma II var seld til Eyrarbakka 1.sept. 1964.
Óskar Matthíasson hóf sjómannsferilinn á Emmu. Einnig gerði Jóhann Guðjónsson það.
Upplýsingar frá 1973 Allir í bátana | |
Emma VE 219 | |
[[Mynd:|300px]] | |
Skipanúmer: | 606 |
Smíðaár: | 1949 |
Efni: | Eik |
Skipstjóri: | Kristján Óskarsson |
Útgerð / Eigendur: | Kristján Óskarsson og Arnór Páll Valdimarsson |
Brúttórúmlestir: | 59 |
Þyngd: | brúttótonn |
Lengd: | 0,00 metrar m |
Breidd: | m |
Ristidýpt: | m |
Vélar: | |
Siglingahraði: | sjómílur |
Tegund: | |
Bygging: | |
Smíðastöð: | Faaborg, Danmörk |
Heimahöfn: | Vestmannaeyjar |
Kallmerki: | TF-UN |
Áhöfn 23. janúar 1973: | |
Talin ónýt og tekin af skrá 26. september 1986.Ljósmynd Vigfús Markússon. |
Áhöfn 23.janúar 1973
27 eru skráðir um borð , einn laumufarþegi og 4 í áhöfn
- Kristján Óskarsson , Illugagata 32 , 1946 , skipstjóri
- Sigurður Jónsson , Vestmannabraut 73 , 1940 , Stýrimaður
- Arnór Páll Valdimarsson , Hrauntún 57 , 1946 , vélstjóri
- Oddur Guðlaugsson , Lyngfell , 1945 , matsveinn
Farþegar og áhöfn 23.janúar 1973
Heimildir
- Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum
Heimildir