Sandur
Fara í flakk
Fara í leit
Húsið Sandur stóð við Strandveg 63. Þar er nú hús Tryggingamiðstöðvarinnar.
Á Sandi bjó m.a. á síðustu öld Haraldur Sigurðsson, faðir Rúriks leikara. Haraldur var meðal annars þekktur að því að brugga afbragðsgóðan landa. Á Brimhólum bjó Hannes Sigurðsson bóndi og var m.a. formaður Búnaðarfélags Vestmannaeyja. Hann var í góðum tengslum við búnaðarsambönd á Norðurlöndum. Eitt sinn kom bréf frá Danmörku á pósthúsið í Eyjum og var utanáskriftin þessi:
- Hr. landbruger H. Sigurðsson
- Vestmannaeyjum
Bréfið var umsvifalaust borið út til Haraldar á Sandi.