Kjartan Jónsson (Búastöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kjartan Jónsson bókbindari á Búastöðum fæddist 3. desember 1896 og lést 3. desember 1940.
Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson sjómaður og bóndi á Kirkjubæ og kona hans Sigríðar Sighvatsdóttir á Kirkjubæ.
Kjartan var lengst alinn upp á Bústöðum hjá Júlíönu hálfsystur sinni og Pétri Lárussyni.

Kvæði Árna símritara við andlát Kjartans:

Hjartað þráir það ég sver,
þig minn kæri vinur.
Örlög valda að innst hjá mér
eitthvað berst og stynur.
Hæstu manna hylli naut
hetja í lífsins stríði.
Heiðarleikans hálu braut
hann gekk æ með prýði.
Stefndi að marki hljótt og hátt,
hlynnti að samtíðinni.
Engu, sem var ljótt og lágt,
laut hann nokkru sinni.