Sigurjón Ólafsson frá Litlabæ

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurjón

Sigurjón Ólafsson, Siggi í Bæ, fæddist 25. janúar 1918 og lést 14. ágúst 2005. Móðir hans var Kristín Jónsdóttir og faðir Ólafur Ástgeirsson, sem var þekktur bátasmiður í Eyjum. Þau bjuggu að Litlabæ í Vestmannaeyjum, en það var heimili afa hans og ömmu. Bróðir Sigurjóns var Ási í Bæ og Kristinn R. Ólafsson fréttaritari útvarpsins á Spáni er hálfbróðir hans. Fyrir gos bjó Sigurjón í húsinu Sólnesi við Landagötu. Seinni ár ævi sinnar bjó hann í Foldahrauni.

Kona Sigurjóns var Þórunn Gústafsdóttir og börn þeirra voru Óli, Sigrún og Marý.

Sigurjón var formaður.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Sigurjón:

Sigurjón Ólafs sigur,
sótt hefur dag sem nóttu
sjávar í geiminn gráa,
gniðar mót æstu liði.
Hylfarið hleður Gylfa,
hrotu þá tekur notin.
Talfár er virður valinn,
vinnur sá traust við kynni.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.