Gísli Leifur Skúlason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Leifur Skúlason,

Gísli Leifur Skúlason frá Lambhaga á Rangárvöllum, sjómaður, útgerðarmaður fæddist 20. desember 1944 og fórst 10. júlí 1980 með bát sínum Skuld.
Foreldrar hans voru Skúli Jónsson sjómaður, síðar bóndi á Hróarslæk á Rangárvöllum, f. 24. september 1919, d. 14. júlí 1988, og barnsmóðir hans Guðrún Helga Gísladóttir frá Lambhaga þar, síðar húsfreyja í Eyjum, f. 26. desember 1915, d. 24. júní 2011.

Börn Helgu og Sveins Þórarins:
1. Jónína Sigurbjörg Sveinsdóttir, f. 7. maí 1949 á Faxastíg 12.
2. Þóranna Sveinsdóttir, f. 22. júní 1950 á Hásteinsvegi 10.
3. Valgerður Sveinsdóttir, f. 24. júlí 1951 á Sj.
4. Sigurður Sveinsson, f. 31. janúar 1956 á Brekastíg 31.
Sonur Helgu og fóstursonur Sveins Þórarins var
5. Gísli Leifur Skúlason, f. 20. desember 1944, fórst með vélbátnum Skuld 10. júlí 1980.

Gísli Leifur flutti með móður sinni til Eyja fjögurra ára gamall. Hann dvaldi á hverju sumri hjá móðurforeldrum sínum í Lambhaga á yngri árum sínum, en bjó annars hjá móður sinni og Sveini Þórarni Sigurðssyni fósturföður sínum í Eyjum.
Hann var verkamaður í Eyjum, síðan sjómaður og hafði nýlega hafið útgerð með vb. Skuld, er hún fórst með Gísla Leifi og félaga hans Sigurvini Þorsteinssyni frá Vesturhúsum.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 27. ágúst 1980. Minning.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.