Matthías Óskarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Matthías Óskarsson.

Matthías Óskarsson skipstjóri fæddist 16. janúar 1944 á Heiðarbóli við Brekastíg 8.
Foreldrar hans voru Óskar Matthíasson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. mars 1921, d. 21. desember 1992, og kona hans Þóra Sigurjónsdóttir frá Víðidal, húsfreyja, f. 17. júní 1924, d. 16. maí 2013.

Börn Þóru og Óskars:
1. Matthías Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 16. janúar 1944. Kona hans Ingibjörg Pétursdóttir.
2. Sigurjón Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 3. maí 1945 á Stóra Gjábakka. Kona hans Sigurlaug Alfreðsdóttir
3. Kristján Valur Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 13. maí 1946 á Stóra Gjábakka. Kona hans Emma Pálsdóttir.
4. Óskar Þór Óskarsson verktaki, f. 10. nóvember 1951 í Eyvindarholti. Kona hans Sigurbjörg Helgadóttir.
5. Leó Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 4. ágúst 1953 í Eyvindarholti. Sambúðarkona hans María Lovísa Kjartansdóttir.
6. Þórunn Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 11. október 1954. Maður hennar Sigurður Jón Hjartarson.
7. Ingibergur Óskarsson rafvirkjameistari, f. 27. ágúst 1963. Kona hans Margrét Pétursdóttir.

Matthías sótti vélstjóranámskeið í Eyjum og lauk námi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1966.
Hann var sjómaður frá 1959 og stundaði sjómennsku síðan, var háseti, og stýrimaður frá 1967, skipstjóri frá 1968. Hann keypti Metu VE 263 árið 1971, var síðar með Bylgju VE 75.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Karlsbergi við Heimagötu 20 og við Illugagötu 4.

I. Kona Matthíasar er Ingibjörg Pétursdóttir frá Karlsbergi við Heimagötu 20, húsfreyja, f. 6. febrúar 1952.
Börn þeirra:
1. Bylgja Matthíasdóttir, f. 7. maí 1970.
2. Óskar Matthíasson, f. 7. apríl 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.