Sigríður Eyþórsdóttir (Reyni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Eyþórsdóttir húsfreyja á Reyni fæddist 12. nóvember 1872 og lést 15. febrúar 1942.
Faðir hennar var Eyþór Vesturlandspóstur, síðar kaupmaður í Reykjavík, f. 26. maí 1830, d. 26. október 1900, Felixson bónda í Þurranesi í Staðarhólssókn, Dal. 1835, síðar á Neðri-Brunná þar, f. 17. september 1793, d. 9. júní 1862, Sveinssonar bónda á Þernumýri í Breiðabólsstaðarsókn í Vesturhópi 1819, f. 1761, Sveinssonar, og konu Sveins, Þóreyjar húsfreyju, f. 1750, d. 29. maí 1839, Egilsdóttur.
Móðir Eyþórs Felixsonar og kona Felix var Herdís húsfreyja, f. 1788, d. 4. júlí 1863, Ólafsdóttir bónda í Snóksdal í Dalas. 1801, f. 1764, d. 22. júlí 1827, Jónssonar, og síðari konu Ólafs, Ingibjargar, f. 1762, d. 1792, Jónsdóttur.

Móðir Sigríðar Eyþórsdóttur og kona Eyþórs pósts og kaupmanns var Kristín húsfreyja, f. 16. desember 1842, d. 8. febrúar 1897, Grímsdóttir verslunarstjóra í Eyjum, síðar prests í Helgafellssókn á Snæfellsnesi, f. um 1775, d. 25. mars 1853, Pálssonar, og konu sr. Páls, Guðrúnar Hálfdánardóttur húsfreyju og ljósmóður.
Móðir Kristínar Grímsdóttur og síðari kona sr. Gríms var Þórunn húsfreyja, f. 9. febrúar 1801, d. 4. nóvember 1877, Ásgrímsdóttir.

Börn Eyþórs og Kristínar í Eyjum:
1. Jóhanna Eyþórsdóttir húsfreyja í Vík, f. 18. október 1870, d. 19. júlí 1944.
2. Sigríður Eyþórsdóttir húsfreyja á Reyni, f. 12. nóvember 1872, d. 15. febrúar 1942.
3. Ásgrímur Eyþórsson kaupmaður, útgerðarmaður, síðan í Reykjavík, f. 28. maí 1877, d. 9. mars 1960.

Við manntal 1901 var Sigríður gift húsfreyja í Ólafshúsi í Mýrdal með Ólafi og börnunum Svanhvíti 7 ára, Arinbirni Axel 6 ára, Kristni 3 ára og Ólafi 2 ára.
Við manntal 1910 var hún húsfreyja í Sjávarborg í Borgarnesi og Jóhann Gunnar 9 ára hafði bæst í barnahópinn.
Ólafur maður hennar lést 1913.

Sigríður byggði húsið Reyni 1914.
Hún bjó þar ekkja og útgerðarmaður 1920 og þar voru með henni synir hennar, Ólafur kaupmaður, Kristinn lögfræðinemi og Jóhann Gunnar menntaskólanemi (las utan skóla).
Hún bjó áfram á Reyni og lést í Eyjum 1942.
Maður Sigríðar, (1893), var Ólafur Arinbjarnarson verslunarstjóri, f. 17. ágúst 1870, d. 5. ágúst 1913.

Systkini Sigríðar í Eyjum voru Jóhanna Eyþórsdóttir húsfreyja í Vík, f. 18. október 1870, d. 19. júlí 1944, kona Gunnars Ólafssonar kaupmanns, - og Ásgrímur Eyþórsson kaupmaður, síðar í Reykjavík, f. 28. maí 1877, d. 9. mars 1960.

Börn Sigríðar og Ólafs voru:
1. Svanhvít Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1893, d. 13. ágúst 1916 af barnsförum. Maður hennar var Jóhann Þ. Jósefsson. Hún var fyrri kona hans.
2. Arinbjörn Axel Ólafsson sýsluskrifari Eyjum, f. 24. október 1895, d. 13. apríl 1960. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragna Þorvarðardóttir, f. 18. janúar 1899, d. 16. mars 1991. Síðari kona var Guðný Halldórsdóttir, f. 1. febrúar 1911, d. 24. mars 1982.
3. Kristinn Ólafsson fyrsti bæjarstjóri í Eyjum, bæjarfógeti í Neskaupstað, sýslumannsfulltrúi í Hafnarfirði, f. 21. nóvember 1897, d. 18. október 1959. Kona hans var Jóna Jóhanna Jónsdóttir frá Brautarholti, f. 19. desember 1907, d. 4. október 2005.
4. Ólafur Ólafsson kaupmaður (mt. 1920), f. 8. apríl 1899, d. 20. maí 1936. Var berklaveikur og lést á Vífilsstöðum, ókvæntur og barnlaus.
5. Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarstjóri í Eyjum, sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði, f. 19. nóvember 1902, d. 1. september 1979. Kona hans var Ragna Haraldsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 11. maí 1966.
6. Kristín Ólafsdóttir, dó á barnsaldri.
7. Ása Lovísa Ólafsdóttir, f. 1904, d. 31. ágúst 1909 í Borgarnesi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.