Geirfuglasker

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Geirfuglasker

Geirfuglasker liggur 5 km suðvestur af Geldungi og eru skerin álíka að stærð. Geirfuglasker er mun lægra þar sem mesta hæð er 43 m. Gróður þekur ekki alla eyjuna, helst er að finna skarfakál og annan gróður í kringum drit fugla sem þar verpa. Viti er á skerinu.

Vitinn í Geirfuglaskeri

Sjá aðalgrein:Geirfuglaskersviti

Vitinn var settur upp árið 1956 og árið 1993 voru sólarrafhlöður tengdar við vitann og gengur hann nú fyrir sólarrafmagni.

Úr örnefnaskrá Gísla Lárussonar

Geirfuglasker (öðru nafni Freykja) liggur allt að mílu í suðvestur frá Súlnaskeri og lengst til hafs af öllum eyjum, er teljast til Vestmannaeyja. Er það lítið sker og keilumyndað, en grasi vaxin laut ofan í kollinn á því. Er þar fýlabyggð talsverð; til suðvesturs í því er svartfuglabyggð, Kórar (Útsuðurskórar), en til norðausturs allstór bekkur með lausagrjóti, Urð .



Heimildir