Þórunn Oddsdóttir (Rauðhálsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórunn Sigríður Oddsdóttir.

Þórunn Sigríður Oddsdóttir húsfreyja fæddist 5. júlí 1875 í Pétursey í Mýrdal og lést 23. júlí 1959 í Eyjum.
Faðir hennar var Oddur frá Jónshúsi, bóndi á Felli og Pétursey í Mýrdal, en síðast í Landakoti á Miðnesi, Gullbringusýslu, f. 12. september 1842 í Jónshúsi í Eyjum, d. 27. júlí 1913, Jónsson sjómanns í Jónshúsi, bónda á Bakka í A-Landeyjum og síðast á Tjörnum undir Eyjafjöllum, f. 23. febrúar 1817, d. 2. desember 1894, Oddssonar bónda á Þykkvabæ í Landbroti í V-Skaft., f. 28. júní 1795, d. 23. nóvember 1859, Jónssonar, Magnússonar (afabarns Bjarna „gamla“ Rafnssonar á Skjaldarstöðum í Öxnadal), og konu Odds í Þykkvabæ, Oddnýjar húsfreyju, f. 1787, d. 3. september 1851, Árnadóttur.
Móðir Odds í Jónshúsi og kona Jóns á Bakka var Sigríður húsfreyja í Jónshúsi og síðar á Bakka, f. 25. september 1817, d. 25. janúar 1907 í Víðinesi á Kjalarnesi, Jónsdóttir bónda í Fljótshlíð, en síðan á Bakka, formanns við Landeyjasand, f. 1772 á Deild í Fljótshlíð, d. 18. febrúar 1841 á Bakka, Árnasonar, og konu Jóns (13. júní 1810), Þorgerðar húsfreyju, f. 1777, d. 9. mars 1849, Loftsdóttur.

Móðir Þórunnar Oddsdóttur og kona Odds var Steinunn húsfreyja, síðast í Landakoti á Miðnesi, f. 30. október 1852 á Kaldrananesi í Mýrdal, d. 7. ágúst 1894, Sigurðardóttir bónda víða, en síðast í Pétursey 1853-dd., f. 27. júlí 1820 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 13. júlí 1886 í Pétursey, Eyjólfssonar bónda, síðast á Steig í Mýrdal, f. 20. desember 1795 á Hvoli í Mýrdal, d. 14. júlí 1864, drukknaði í lendingu, Þorsteinssonar, og fyrri konu Eyjólfs (1. júní 1819), Ólafar húsfreyju, f. 1799, d. 15. desember 1843 í Steig, Eyjólfsdóttur.
Móðir Steinunnar í Landakoti og kona Sigurðar í Pétursey var, (30. október 1851), Þórunn húsfreyja, f. 24. október 1830 í Vatnsdal í Breiðabólstaðarsókn, d. 24. október 1890 í Pétursey, Þorsteinsdóttir bónda í Vatnsdal, f. 5. mars 1797 á Hvoli, d. 20. ágúst 1875 í Reykjavík, Þorsteinssonar, og fyrri konu Þorsteins í Vatnsdal, Steinunnar húsfreyju, f. 17. nóvember 1795 í Steinasókn undir Eyjafjöllum, d. 14. júlí 1846, Jónsdóttur.

Þórunn var með foreldrum sínum í Pétursey til 1879, tökubarn og síðan vinnukona þar 1880-1895, vinnukona á Ytri-Sólheimum 1895-1896, gift kona þar 1896-1900.
Hún var húsfreyja á Rauðhálsi 1900-1917, ekkja síðasta árið, ekkja í Pétursey 1917-1921.
Hún flutti til Eyja 1921.
Þórunn bjó hjá Sigurði syni sínum í Birtingarholti 1930, hjá Sigríði dóttur sinni á Heimagötu 22 (Bæ) 1940, hjá henni á Helgafellsbraut 23 1945 og þar átti hún síðast heimili við andlát 1959.

I. Maður Þórunnar var (18. júlí 1896) Friðrik bóndi á Rauðhálsi í Mýrdal, f. 2. apríl 1871 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 17. nóvember 1916 á Rauðhálsi, Vigfússon bónda lengst á Ytri-Sólheimum, f. 30. maí 1841 á Seljalandi í Fljótshverfi í V-Skaft., var um skeið hjá sonarsyni sínum í Eyjum, d. 24. mars 1934 í Reykjavík, Þórarinssonar bónda, síðast og lengst á Seljalandi 1835-dd., Eyjólfssonar, og konu Þórarins á Seljalandi, (30. október 1828), Guðríðar húsfreyju, f. 1. mars 1806 á Ytri-Sólheimum, d. 11. september 1878 á Seljalandi, Eyjólfsdóttur.
Móðir Friðriks Vigfússonar og kona Vigfúsar á Ytri-Sólheimum var, (31. desember 1870), Þórdís húsfreyja, f. 20. júní 1840 á Ytri-Sólheimum, d. 31. apríl 1912 í Reykjavík, Berentsdóttir bónda á Ytri-Sólheimum, f. 1798 á Ytri-Sólheimum, d. 7. ágúst 1874 þar, Sveinssonar, Alexanderssonar, og konu Berents, (30. október 1828), Helgu húsfreyju, f. í desember 1796 á Kálfafelli, d. 19. júlí 1860 á Ytri-Sólheimum, Þórðardóttur prests, lengst á Felli, f. 8. september 1763, d. 1. janúar 1840, Brynjólfssonar, og annarrar konu sr. Þórðar, Margrétar húsfreyju, f. 1758, Sigurðardóttur.
Börn Þórunnar og Friðriks:
1. Vigfús Friðriksson vinnumaður á Rauðhálsi, f. 13. febrúar 1897, d. 3. júní 1918 í Eyjum.
2. Sigurður Friðriksson útgerðarmaður, síðar verkstjóri, Hásteinsvegi 17, f. 22. ágúst 1898, d. 7. maí 1980, kvæntur Elísabet Hallgrímsdóttur.
3. Þorbergur Friðriksson skipstjóri, f. 10. des. 1899, fórst með b/v Sviða 2. desember 1941.
4. Þórunn Friðriksdóttir húsfreyja að Birtingarholti við Vestmannabraut 61, f. 28. apríl 1901 (V-Skaftf. 30. apríl), d. 13. júlí 1972, kona Ingvars Þórólfssonar.
5. Ragnhildur Friðriksdóttir húsfreyja að Brekastíg 3, Sólbergi, f. 5. júní 1902, d. 16. ágúst 1977, kona Guðlaugs Halldórssonar.
6. Oddsteinn Friðriksson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 27. júní 1903, d. 21. sept 1987, kvæntur, (skildu), Þorgerði Hallgrímsdóttur, systur Elísabetar konu Sigurðar.
7. Árþóra Friðriksdóttir húsfreyja í Stykkishólmi, f. 23. desember 1904, d. 17. marz 1990.
8. Högni Friðriksson sjómaður, f. 2. júlí 1907, d. 17. júní 1929.
9. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, fiskverkakona, verkstjóri, f. 3. júlí 1908, d. 28. febrúar 2011. Maður hennar Halldór Halldórsson.
10. Kristín Friðriksdóttir húsfreyja á Norður-Hvoli í Mýrdal, f. 4. maí 1910, d. 23. október 2009.
11. Ólafur Friðriksson verkamaður á Selfossi, síðast í Hveragerði, f. 29. ágúst 1911, d. 26. jan. 1984.
12. Ragnheiður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1912, d. 12. júlí 1984, kona Haraldar Þorkelssonar.
13. Þórhallur Friðriksson bifreiðastjóri í Eyjum, síðar smiður og umsjónarmaður í Skógum u. Eyjafjöllum, en síðast búsettur á Selfossi, f. 3. nóv. 1913, d. 29. janúar 1999, kvæntur Elínu Þorsteinsdóttur.
14. Þórhalla Friðriksdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 15. apríl 1915, d. 7. nóvember 1999, kona Þorvalds Guðjónssonar, (skildu), síðar kona Ásmundar Friðrikssonar. Að lokum giftist hún Brynjólfi Hallgrímssyni bróður Elísabetar og Þorgerðar. Þau bjuggu í Kópavogi.
15., 16. og 17. Þrjú börn fædd andvana.

ctr
Frú Þórunn Oddsdóttir fyrrv. húsfreyja á Rauðhálsi í Mýrdal með 10 börnum sínum.

Aftari röð frá vinstri: 1. Sigurður Friðriksson, kv. Elísabetu Hallgrímsdóttur. - 2. Ólafur Friðriksson, kv. Halldóru Pálsdóttur. Þau hjón bjuggu á Selfossi. - 3. Þórhallur Friðriksson, kv. Elínu Þorsteinsdóttur. Þau hjón bjuggu að Skógum undir Eyjafjöllum. - 4. Oddsteinn Friðriksson. Hann var kvæntur Þorgerði Hallgrímsdóttur.
Fremri röð frá vinstri: 1. Þórunn Friðriksdóttir. Hún var gift Ingvari Þórólfssyni. - 2. Sigríður Friðriksdóttir, sem var gift Halldóri Halldórssyni. - 3. Þórhalla Friðriksdóttir, gift Ásmundi Friðrikssyni. Þau hjón bjuggu síðar í Keflavík. - 4. Þórunn Oddsdóttir, fyrrv. húsfreyja að Rauðhálsi. - 5. Áróra Friðriksdóttir, gift Bœringi Elíassyni. Þau hjón bjuggu í Stykkishólmi. - 6. Ragnheiður Friðriksdóttir, gift Haraldi Þorkelssyni. - 7. Ragnhildur Friðriksdóttir, gift Guðlaugi Hallórssyni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.