Alfreð Hjartarson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Alfreð Hjörtur Hjartarson frá Geithálsi, vélstjóri, útgerðarmaður fæddist 18. nóvember 1918 í Þorlaugargerði og lést 19. janúar 1981.
Foreldrar hans voru Hjörtur Einarsson vélstjóri, skipstjóri, f. 19. ágúst 1887, d. 30. desember 1975, og kona hans Katrín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1895, d. 30. júlí 1951.

Börn Katrínar og Hjartar:
1. Gunnþórunn Jóhanna Hjartardóttir, f. 7. maí 1914 á Túnsbergi, d. 5. febrúar 1972.
2. Óskar Sveinbjörn Hjartarson, f. 4. nóvember 1915 í Þorlaugargerði, d. 5. janúar 1978.
3. Drengur 22. nóvember 1917, d. 1. desember 1917.
4. Alfreð Hjörtur Hjartarson, f. 18. nóvember 1918 í Þorlaugargerði, d. 19. janúar 1981.
5. Guðjón Ragnar Hjartarson, f. 25. febrúar 1920, d. 15. febrúar 1921.
6. Svanhvít Hjartardóttir, f. 30. apríl 1923 Geithálsi, d. 18. desember 2014.
7. Einar Hjartarson, f. 31. janúar 1926 á Geithálsi, d. 31. ágúst 1986.
8. Gísli Hjartarson, f. 8. desember 1927 á Geithálsi, d. 5. janúar 2004.
9. Guðný Ragnheiður Hjartardóttir, f. 10. janúar 1931 á Geithálsi, d. 6. ágúst 2007.
Alfreð var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði vélstjórn, stundaði sjómennsku, gerðist útgerðarmaður. Þau Jóna giftu sig 1944, eignuðust átta börn, en misstu eitt þeirra fjögurra vikna gamalt.
Þau bjuggu í fyrstu á Geithálsi, þá í Haga við Heimagötu 11, en síðan á Herjólfsgötu 8 til Goss 1973.
Þau fluttust til Grindavíkur, þar sem Alfreð og Sveinbjörn bróðir hans gerðu út bát sinn Frigg VE 316. Sá bátur fórst við Krýsuvíkurbjarg 29. mars 1973, en mannbjörg varð.
Alfreð Hjörtur lést 1981 og Jóna 1999.

I. Kona Alfreðs Hjartar, (8. apríl 1944), var Jóna Friðriksdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 4. október 1922, d. 15. september 1999.
Börn þeirra:
1. Óli Þór Alfreðsson, f. 10. mars 1944 á Geithálsi.
2. Jóhanna Alfreðsdóttir, f. 7. apríl 1945 á Geithálsi.
3. Guðný Alfreðsdóttir, f. 17. janúar 1948 í Haga.
4. Alfreð Hjörtur Alfreðsson, f. 9. nóvember 1952 á Sjúkrahúsinu, d. 23. apríl 1975.
5. Friðrik Ingvar Alfreðsson, f. 30. júlí 1954 í Haga.
6. Bernódus Alfreðsson, f. 18. ágúst 1957 í Haga.
7. Einar Alfreðsson, f. 12. ágúst 1958 á Sjúkrahúsinu, d. 9. september 1958.
8. Katrín Frigg Alfreðsdóttir, f. 1. júlí 1962 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.