Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2000/Minning látinna

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
MINNING LÁTINNA


Ármann Bjarnason frá Laufholti.
F. 10. nóv. 1911 - D. 11. okt. 1999

Foreldrar hans voru Bjarni Hildibrandsson fæddur í Parti í Sandvík 1862 og Halldóra Bjarnadóttir, fædd í Ormsstaðahjáleigu, ofan Eskifjarðar 1879.

Ármann Bjarnason

Ármann var yngstur systkina sinna en þau sem fædd voru áður en farin nú, voru Gunnar Jónsson, hálfbróðir, lengi bóndi í Nesi á Hellu. Ármann sem dó aðeins sjö ára gamall og Sveina Sigríður, sem andaðist 12 ára að aldri. Sú sem eftir lifir var næst henni að aldri, Sigurbjörg Bjarnadóttir. Hún býr á Norðfirði.
Þegar Ármann var aðeins 9 ára gamall féll móðir hans frá og honum var komið fyrir í fóstri hjá frændfólki sínu, Marteini Magnússyni og Maríu Steindórsdóttur sem kennd er við Sjónarhól á Norðfirði. Fyriráttu þau 13 börn. Hann varð fósturbróðir þeirra 13 og annarra systkina þeirra, sem fæddust þeim Marteini og Maríu eftir það. Þarna er hann heimilisfastur allt til tvírugs. Um fimmtán ára aldur réri hann fyrst á vertíð frá Höfn í Hornafirði. Hann kom víða við í sjómennsku og öðru er til féll um fimm ára skeið. Meðal þess má nefna að hann var þjónn á Hótel Borg og um borð í Dettifossi. Eftir þennan tíma lá leið hans til Eyja, árið 1931, til að sækja sjóinn á vertíð. Hann varð kostgangari hjá Jónínu Einarsdóttur, kenndri við Seljaland, og seinni manni hennar Ísak Arnasyni. Þar kynnist hann strax Guðmundu Margréti. Hinn 19. okt. árið 1935 gekk Ármann að eiga Guðmundu. Þau hófu búskap sinn í Seljalandi en kaupa síðan Laufholt. Hann er áfram til sjós, þá aðallega sem matsveinn. Hann sótti síðar, '37, matreiðslunámskeið til að mennta sig frekar, en talað var um það hvernig matseldin lék í höndum hans alla tíð.
Fjölskyldan stækkaði strax á fyrsta hjúskaparári þeirra Guðmundu. Fyrsta barn þeirra, Halldóra, sem á fimm börn, býr á Selfossi. Sonur Guðmundu og Ármanns, Herbert að nafni er næstur. Hann býr í Kópavogi. Þá kom Jónína, sem látin er fyrir fimmtán árum. Börn hennar urðu þrjú. Yngst er María, sem á fjögur börn og býr hér í Eyjum, gift Grími Magnússyni.
Ármann var matsveinn á Skaftfellingi VE 33 árið 1940.
Hann var á Helga Helgasyni VE 47 fram á mitt ár 1953 sem matsveinn. Helgi fórst 6. janúar 1950. Ármann átti að vera í þeim túr líka eins og mörgum áður. Eina skýringin var sú að ekki verður ófeigum í hel komið. Minnast mátti hann þess í þökk alla tíð, eftir það hörmulega slys. Hann harmaði örlög félaga sinna. Árið 1958 bynaði hann á [[Bergur VE-44 |Berg VE 44]], sem háseti en fór fljótt í matseldina. Hann var á Bergi VE 44 fram á haust 1960, en fór þá að vinna í landi. Meðal þess var vinna hans í þvottahúsinu og hjá Ísfélaginu þar sem hann lét ekki af störfum fyrr en 79 ára að aldri. Hin síðari ár dvöldu þau hjónin á Hraunbúðum og voru þau bæði virkir þátttakendur í Félagi eldriborgara.
Margrét Helgadóttir

Friðrik Ingvarsson.

F. 16. des. 1950 - D. 21. ágúst 1999

Friðrik Ingvarsson

Friðrik Ingvarsson fæddist 16. desember 1950. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Friðriks voru Soffía Axelsdóttir og Ingvar Oddsson. Bræður Friðriks eru Axel, Oddur, Ingvar, Agúst og Ómar. Eiginkona Friðriks er Hólmfríður Guðlaug Júíusdóttir, f. 7. febrúar 1955 í Vestmannaeyjum. Hólmfriður og Friðrik giftu sig í Vestmanaeyjum hinn 24.11. 1974. Börn þeirra urðu 4. Júlía Elsa, María Rós, Sigurður Oddur og Birgir Már. Friðrik og Hólmfríðurbyrjuðu búskap sinn í Keflavík 1973 en árið 1981 fluttu þau til Vestmannaeyja og hafa búið þar síðan. Friðrik stundaði sjóinn frá 17 ára aldri og lauk síðar prófi frá Vélskóla Vestmannaeyja.
Hann byrjaði á Hörpu RE 342 en lengstum var hann þó á Erninum RE 13, Andvara VE 100 og Álsey VE 502.
Okkur langar að minnast skipsfélaga okkar, Friðriks lngvarssonar með fáeinum orðum og minnast á hvers konar maður hann var, glaðlegur, hress og kátur.
Hann var ótrúlega naskur á báta og skip og þau voru ófá skiptin sem hann rakti sögu skips eða báts alveg frá því að hann var smíðaður og ef hann sá mastur á gömlum báti sem sigldi fram hjá gat hann sagt okkur nafnið á honum. Friðrik var líka veðurglöggur maður og þegar hann kom á dekk heyrðist það á söngnum hans hvort bræla væri að koma eða ekki. Ef hann söng hátt og skýrt var að koma bræla en ef hann söng í hálfum hljóðum varð yfirleitt ágætis veður.
Friðrik var stór og stæðilegur maður en átti í miklum veikindum sl. ár. Hann gerði það eins oft og hann gat að koma um borð og kíkja á félagana. Þá spurði hann yfirleitt um nálakörfuna sem hann hugsaði svo vel um að það hálfa væri nóg. Við netamennirnir höfðum oft orð á því hvað gott væri að hafa hann til að sjá um þetta. Hann passaði svo vel upp á nálarnar að þegar við hentum þeim til hans og þær lentu e.t.v. útbyrðis, þá skammaði hann okkur mikið fyrir að bruðla svona með nálamar. En svona var hann í öllu sem hann tók að sér, skilaði því vel frá sér. Þegar í borðsalinn var komið voru oft líflegar umræður um helstu mál líðandi stundar, svo sem þjóðmál og menningarmál. Þá hafði Frikki mikinn áhuga á fótbolta en þegar inn í þá umræðu var komið var oft erfitt fyrir hann að velja hvort hann héldi með Eyjamönnum eða Keflvíkingum þar sem hann var borinn og barnfæddur Keflvíkingur. Þannig mynduðust oft líflegar umræður.
Ekki getum við látið hjá líða að minnast fjölskyldu Friðriks, sem hann var mjög stoltur af, barna hans fjögurra, þeirra Júlíu, Maríu Rósar, Sigurðar og Birgis Más, og barnabarnanna, Írisar og Friðriks Hólms. Okkur er minnisstætt eitt skiptið fyrir nokkrum árum, þegar hann minntist á að Sigurður, sonur hans, hefði byrjað garðslátt, auglýst í bæjarblöðunum og fengið mjög góðar viðtökur. Þá hafði hann orð á því að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af honum Sigurði syni sínum, hann reddaði sér. Nú er yngsti sonurinn, Birgir Már, að feta í fótspor eldri bróðurins og lýsir það fjölskyldu Friðriks vel og hversu allt hans fólk er duglegt og ábyggilegt. Við félagarnir minnumst Friðriks með hlýhug og söknuði.
Elsku Hólmfríður, við vitum að söknuður þinn er mikill og ykkar elskulegu barna og barnabarna en ykkar sterka trú veitir ykkur allan þann styrk sem þarf á þessari stundu. Við félagarnir sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur og blessa.
Margs er að minnast, margs er þér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.
Margs er að minnast margs er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þá hljóta skalt.
_ (V. Briem\
Áhöfnin á Álsey VE 502,
Grettir, Heimir, Oddgeir, Hörður, Sigurður Sveinsson, Elías, Sigarður Þór og Kristinn.


Guðjón Björnsson frá Gerði

F. 10. maí 1908 - D. 28. nóv. 1999

Guðjón Björnsson

Guðjón Björnsson var fæddur í Norður Gerði í Vestmannaeyjum 10. maí 1908, sonur hjónanna Jónínu Jónsdóttur í Gerði og Björns Erlendssonar sem ættaður var úr Mýrdal. Björn Erlendsson fórst með vélbátnum Adólf í aftaka suðaustan veðri hinn 3. mars 1918, sennilega á Rófuboða austan við Ellirey. í þessu veðri fórust tveir bátar, Adólf og Frí, og með þeim 9 menn. Björn, faðir Guðjóns, var formaður með Adólf, tólf tonna bát, sem hann átti ásamt Friðriki Svipmundssyni á Löndum og Bergsteini bróður sínum, sem var vélamaður og fórst einnig með Adólf. Björn var aðeins 29 ára gamall, þegar hann fórst og hafði þá verið fjórar vertíðir formaður og með mestu aflamönnum í Eyjum. Guðjón var þá 9 ára gamall, einkasonur þeirra hjóna og mikið eftirlætisbarn móður sinnar. Jónína í Gerði var dóttir Jóns Jónssonar, bróður Guðlaugs, föður Stefáns í Gerði, sem var þekktur formaður með Halkiona í tugi ár. Kona Jóns var Guðbjörg Björnsdóttir Einarssonar á Kirkjubæ, systir Finnboga í Norðurgarði, sem var þekktur sjómaður og skipstjóri og allir synir hans og Guðjóns á Kirkjubóli.
Guðjón Björnsson átti því ættir að rekja til mikilla sjósóknara og Vestmannaeyinga í ættir fram. Afi hans, Jón í Gerði, var formaður með sexæringinn Halkion og tók við formennsku á Halkion í forföllum fóður síns aðeins sextán ára gamall og varð viðurkenndur sjómaður.
Guðjón Björnsson, sem hér er minnst og var yfirleitt aldrei kallaður annað en Gaui í Gerði, átti því ekki langt að sækja að hann var hneigður fyrir sjóinn. Hann fór ungur að róa með Stefáni frænda sínum í Gerði eða aðeins 15 ára gamall og var upp frá því meira og minna við sjóinn. Ungur fór hann í fjöll og úteyjar og var ágætur lundaveiðimaður, síkátur og skemmtilegur félagi, og skrapp með háfinn suður í Lambaskorur og í Raufina, norðan í Stórhöfða, fram undir nírætt.
Guðjón lauk hinu minna vélstjórnarnámskeiði, sem Fiskifélag Íslands hélt fyrr á árum víðs vegar um landið og einnig lauk hann skipstjórnarnámskeiði hjá Sigfúsi Scheving í Heiðarhvammi. Gaui í Gerði hafði skipað allar stöður til sjós; formaður, vélstjóri, háseti og kokkur og var alls staðar vel liðinn og traustur sjómaður.
Hann var með mörgum þekktum Eyjaformönnum, t.d. í átta vertíðir með Magnúsi Jónssyni á Sólvangi á m/b Pipp VE 1. Einnig var hann með Guðjóni Tómassyni, sem alinn var upp í Gerði hjá Guðlaugi og Margréti Eyjólfsdóttur frá Kirkjubæ, Eyjólfi Gíslasyni á Bessastöðum, Binna í Gröf og á Lagarfossi með Jóni í Sjólyst.
Árið 1935 fór Guðjón til sjóróðra á Austfjörðum og reri frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, þar sem var fjörugt mannlíf og mikil smábátaútgerð.
Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Þóreyju Jóhannsdóttur, og gengu þau í hjónaband á jólum árið 1940.
Guðjón reri á sumrin og haustin á trillu frá Hafnarnesi en fór á vetrarvertíð til Vestmannaeyja eins og þá var títt og bjó hjá móður sinni í Gerði.
Þau Guðjón og Þórey eignuðust sex börn og komust fimm þeirra til fullorðinsára: Valbjörn, Jóhann, Jón Ingi, Björg og Guðríður, sem er látin. Öll eru þau búsett í Vestmannaeyjum, nema Valbjörn, tengd sjómennsku og útgerð og hafa lagt drjúgan skerf til heimabyggðar sinnar.
Guðjón og Þórey fluttust að austan árið 1958 eftír 18 ára búsetu á Hafnarnesi og keyptu húsið Vallartún, sem stóð miðja vegu á milli Kirkjubæja og Vilborgarstaða. Vorið 1965 luku Valbjörn og Jóhann, elstu synir Guðjóns, hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum, í fyrsta árgangi skólans og keyptu þeir feðgar þá um vorið Þrist VE 6, 15 rúmlesta bát, sem var upphaflega keyptur til Vestmannaeyja árið 1926. Þeir voru oft allir um borð, þrír synir Guðjóns og tengdasonur hans, Gísli Valur Einarsson, sem er kvæntur Björgu. Öllu þessu stjórnaði Guðjón og var sonum sínum hinn hollráði og góði leiðbeinandi og faðir. Þeir seldu bátinn nokkrum árum síðar og keyptu árið 1968 stærri bát, 55 tonna eikarbát, sem smíðaður var í Danmörku árið 1956. Þeir skírðu hann einnig Þrist og áttu þeir feðgar, Jóhann og Guðjón, bátinn fram til 1980; Jóhann var skipstjóri og fiskaði ágætlega.
Guðjón lét ekki deigan síga við sjóinn, þó að hann væri hættur sjómennsku og útgerð á stórum vertíðarbáti og fékk sér nokkru síðar trillu, sem hann átti með Jóni Inga, yngsta syni sínum og skírði trilluna Gaua gamla. Nafnið lýsir vel einstaklega léttri lund Guðjóns og gamansemi, sem lét aldrei skark heimsins og hávaða hagga sínu rólega fasi og tók alltaf því sem að höndum bar með heimspekilegri ró.
Þessi létta lund, æðruleysi og gamansemi á hverju sem gekk, átti áreiðanlega sinn þátt í því hvað Gaui í Gerði bar aldurinn vel, síreifur og manna kátastur í hópi sér yngri manna, sem hann gjarnan slóst í för með og þótti öllum fengur að félagsskap Gaua í Gerði. Hann var sem sagt er hrókur alls fagnaðar á góðri stundu og eru til margar sögur af gamansemi hans og jafnvel uppátækjum fram á efri ár.
Mér er til efs að margir Vestmannaeyingar hafi stundað lengur sjóinn en Gaui í Gerði. Hann var meira og minna á sjónum fram yfir nírætt, sem sýnir ótrúlegt þrek og þol. Sannaði Guðjón þá kenningu að létt skap og að dvelja í sínu náttúrlega umhverfi er hverjum manni hollt.
Jón Ingi var föður sínum stoð og stytta síðustu árin og voru þeir saman á trillunni, þegar Guðjón var kominn á níræðisaldur. Jón lýsti honum þannig sem sjómanni: „Hann var einstaklega gætinn og veðurglöggur og af honum lærði ég margt í sjómennsku; t.d. að þekkja veður og strauma án þess að nota til þess tæki.
Það var líka traustvekjandi að hafa hann um borð þegar eitthvað var að veðri og við vorum djúpt úti, t.d. úti í Kanti á lúðulínu á litlum báti. Þá þurfti kunnáttu til að skila sér heim án áfalla og hann var með það allt á hreinu hvernig átti að sigla upp úr Kantinum, síðan vestur fyrir og svo fyrir Klettinn."
Gaui í Gerði var prýðilega athugull sjómaður á fleiri sviðum og lýsir lítil frétt í Morgunblaðinu frá 1. mars 1994 þessu vel, þá var Guðjón nærri 86 ára gamall. Þetta er frétt frá Grími Gíslasyni, fréttaritara Mbl. í Eyjum.
Mér finnst vert að geyma hana í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja í minningargrein um Guðjón Björnsson, sem var á sjótrjánum í nærri 75 ár.
Fréttin lýsir lífi trillusjómanns í Vestmannaeyjum í náinni snertingu við náttúruna, haf og fugla himins. Þar segir: „Lundinn kominn. Lundinn sást á sjónum sunnan við Eyjar í fyrsta skipti á þessu ári á sunnudaginn (þ.e. 27. febrúar 1994) og er fuglinn óvenju snemma á ferðinni nú. Guðjón Björnsson frá Gerði sá lundann sunnan við Geirfuglasker. Hann sagði að talsvert hefði verið af fuglinum á sjónum en einnig hefðu stórir hópar verið á flugi og sagði Guðjón, að þetta hefði helst minnt á lóuhópana þegar þeir koma til landsins á vorin. Guðjón sagði, að hann vissi ekki til að lundinn hefði áður verið hér á ferð svo snemma. „Ég hef verið til sjós í nær 71 ár og ég hef aldrei áður orðið var við lunda á sjónum svo snemma árs."
Guðjón Björnsson fékk hægt andlát á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 28. nóvember 1999 og kvaddi þar sérstakur persónuleiki og sjómaður, sem við er kynntumst munum lengi minnast.
Árið 1963 hóf ég, sem þessar línur rita, að byggja einbýlishús við Kirkjubæjarbraut 21, á hólnum sunnan við Vallartún. Við fluttum í húsið vorið 1966 og urðum nágrannar Þóreyjar og Guðjóns Björnssonar frá Gerði, þar til allt það umhverfi fór undir hraun í eldgosinu 1973. Nágrennið og öll kynni af fjölskyldu Þóreyjar og Gaua í Gerði voru á einn veg. Þau voru heiðurshjón og mikið ágætis fólk sem við eigum góðar minningar um og bar þar aldrei skugga á. Atvikin hafa hagað því svo til og lífið frá eldgosinu í Heimaey 1973 hefur liðið þannig, að samfundir urðu færrí en áður var. En ég og fjölskylda mín viljum þakka Guðjóni Björnssyni og konu hans, Þóreyju Jóhannsdóttur, góð og gömul kynni. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Gaui í Gerði var alla tíð sannur og góður Eyjasonur.
Guðjón Ármann Eyjólfsson


Jón Björnsson

F. 18. janúar 1913 - D. 6. des. 1999

Jón Björnsson

Jón Björnsson fæddist í Gerði í Vestmannaeyjum. Hann lést á Vífilsstöðum.
Foreldrar hans voru Björn Eiríkur Jónsson og Hallbera Valgerður Illugadóttir. Systkini Jóns: Guðbjörg Árný, Indlaug Valgerður, Guðbjörn Árni. Með seinni konu, Brynheiði Ketilsdóttir á Björn þrjá syni: Hallberg, Arnfreð Heiðar og Guðlaug Grétar. Jón Kvæntist Oddnýju Larsdóttur 2. október 1916. Börn Jóns og Oddnýjar eru: Hlöðver, Ólöf Lára og Jakobína. Kæri nágranni og vinur. Það er margt sem hefur. drifið á daga þína og ár.
Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Gerði í Vestmannaeyjum, en þar var búskapur stundaður frá fornu fari. Jón þótti snemma liðtækur til allra verka.
Fjórtán ára gamall fór Jón með Magnúsi Tómassyni austur á Bakkafjörð en þar réru þeir á trillu um sumarið og verkuðu allan fisk sjálfir í salt. Jón fór nokkur sumur til síldveiða fyrir Norðurlandi og var hann hjá aflamanninum Guðjóni Tómassyni frá Gerði á Fylki VE 14 sem þótti stórt skip í þá daga. Jón vann við skipaafgreiðslu Tómasar í Höfn en þá flutu flutninga- og farþegaskip ekki inn á höfina í Vestmannaeyjum og voru skipin afgreidd úti á Vík eða undir Eiði eftir veðri. Notaðir voru uppskipunarbátar sem ms. Helga VE 180 dró fram og tilbaka. Allar vörur voru handlangaðar upp úr bátunum við bryggju og var þetta oft þrælavinna.
Það má segja að aðalstarf Jóns á hans bestu árum hafi verið sjómennska. Níu vetrarvertíðir reri Jón á sama bátnum samfellt og var alltaf sami mannskapur þar um borð, en þetta var ms. Lundi VE 141. Formaður var Þorgeir Jóelsson en auk hans voru bræður hans Sigurður og Guðmundur og þrír Oddstaðabræður, Kristófer, Pétur, Jón í Þorlaugargerði og Jón í Gerði, Nonni Nik og Otti. Eina vertíð voru þeir aflakóngar í Vestmannaeyjum.
Þegar Stokkseyrarferðir fluttu fólk og vörur milli lands og Eyja á árunum 1940 til 1954 var Jón með Sigurjóni Ingvarssyni á ms. Gísla Johnsen VE 100 í þessum sumarflutningum. Síðast starfaði Jón á grafskipi Vestmannaeyja í góðum starfsmannahópi sem ávallt var hjá höfninni.
Örlaganóttina 23. janúar 1973 fóru Jón og Odda, kona hans, upp á land undan hamförunum og lentu þau í Hveragerði. Til að byrja með vann Jón úti í Eyjum við björgunarstörf og fleira en árið 1975 fluttu þau til Hafnarfjarðar og keyptu Heiðvang 1. Jón hafði fengið sér vinnu hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og starfaði þar til starfsloka, 70 ára. Á Heiðvanginum myndaðist samstaða milli Vestmannaeyinganna sem þar settust að eftir eldgosið í Eyjum.
Jón og Odda ræktuðu húslóð sína svo af bar og fengu eitt árið verðlaun fyrir snyrtimennsku.
En fyrir sólu dró er þau misstu Hlöðver son þeirra, þann 8. apríl 1987, en hann var þeim ekki bara sonur heldur líka vinur og hjálparhella sem þau gátu alltaf leitað til.
Jón var mjög barngóður og oft fóru börnin okkar í heimsókn til þeirra, yfir götuna, til að spjalla við þau og aldrei komu þau tómhent frá þeim. Alltaf áttu þau Opal eða annað góðgæti handa þeim og eigum við góðar minningar um góðan vin.
Þá er komið að leiðarlokum. Við kveðjum þig hinstu kveðju í dag, kæri vinur. Blessuð sé minning þín.
Jón Bryngeirsson og fjölskylda


Jón Ingólfsson

F. 23. september 1934.- D. 24. feb. 2000

Jón Ingólfsson

Tengdafaðir minn Jón Ingólfsson fæddist í Reykjavík 23. september 1934.
Foreldrar hans voru Bergþóra Jóhannsdóttir f. 23. nóv. 1906, d. 13.apríl 1983, og Ingólfur Guðmundsson f. 21 júní 1899 í Laxholti, d. 8. janúar 1985. Bergþóra giftist síðar Jóni Ingimundarsyni Stefánssyni, f. 12. maí 1904, d. 6. júní 1969.
Systkini Jóns sammæðra: Sigríður Jónsdóttir f. 23. október 1938, d. 11.júlí 1947, Sigurjón Jónsson f. 3. ágúst 1940, d. 15. janúar 1973, Jónína Jónsdóttir f. 2 febrúar 1943 og Bergþóra Jónsdóttir f. 28. september 1945.
Jón kvæntist 31. desember 1953 eftirlifandi eiginkonu sinni Halldóru Sigríði Hallbergsdóttur f. 11. desember 1932. Foreldrar hennar voru Þuríður Sigurðardóttir f. 22.05.1909, d. 06.04.1998 og Hallberg Halldórsson f. 04.05.1910, d. 24.09.1982 Börn Jóns og Halldór ein: Þuríður f. 12.09.1952, maki Jóel Þór Andersen f. 06.09.1950, Bergþóra f. 24.08.1953, maki Óskar Óskarsson f. 18.09.1950, Stella f. 31.07.1955, d. 24.01.1998, maki Benóný F. Færseth f. 17.02.1955, d. 31.03.1999, Hallbjörg f. 24.08.1956, maki Róbert Gíslason f. 08.11.1955 og Berglind f. 04.01.1964, maki Steinar P. Jónsson f. 20.11.1957. Jón ólst upp á Kárastöðum í Borgarfirði hjá frænda sínum Alberti og eiginkonu hans Guðrúnu en flyst til Vestmannaeyja 1951, þá 17 ára gamall.
Jón var einn vetur í Iðnskóla Borgarness, stundaði vélskólanám á árunum 1953-54 og nám í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum árið 1960. Hann stundaði sjóinn ýmist sem háseti, vélstjóri, stýrimaður eða skipstjóri og rak eigin útgerð í félagi við annan mann, Metu VE. 236 á árunum 1967 - 1972 og var hann skipstjóri. Þá var hann skipstjóri á Elíasi Steinssyni VE. eitt sumar, réri með mér á Danska Pétri eitt sumar sem vélstjóri. Hann var einhverja róðra með Binna á Sigurfara. Þá gerði hann ásamt fleiri út Bryndísi IS eina vertíð frá Eyjum.
Jón og Dóra hófu búskap í Mandal hjá Beggu, mömmu Jóns, en bjuggu síðar á Brekastíg í stuttan tíma uns þau festu kaup á Reykholti við Urðarveg [7. Þau höfðu nýflutt sig um set í nýlegra og stærra húsnæði við Bakkastíg þegar Heimaeyjargosið hófst 1973, bjuggu í Hafnarfirði á gostímanum, en fluttust síðan aftur til Eyja 1974, þar sem Jón festi kaup á vörubíl og hóf akstur við hreinsun á vikri. Aður en Jón fór að vinna við vikurhreinsun vann hann með bunustokksliðinu, eins og það var kallað, við kælingu á hrauninu.
Jón vann við vörubílaakstur við Vörubílastöð Vestmannaeyja í 11 ár og síðan hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. til æviloka.
Það er mikil gæfa að hafa átt Jón sem tengdaföður og vin. Þess vegna er mikil eftirsjá að Jóni. Það var alltaf gaman að heimsækja Jón, gat hann alltaf látið hlutina heita eitthvað og ekki var leiðinlegt að heyra sögurnar sem hann sagði svo skemmtilega. Hann lifir í minningunni. Um leið og ég kveð tengdabróður minn vil ég þakka fyrir samfylgdina, góðar stundir og biðja góðan Guð að styrkja Dóru tengdamóður mína, sem annaðist hann svo vel í veikindunum, og dætur í sorginni. Jón lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 24. febr. sl.
Jóel Þór Andersen

Halldór Jón Jónsson

F. 6. júní 1926 - D. 26. september 1999

Halldór Jón Jónsson

Halldór Jón Jónsson, fyrrverandi útgerðarmaður og vélstjóri, fæddist í Stakkholti í Vestmannaeyjum 6. júní 1926. Hann andaðist í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Karitas Valdadóttir, f. 21.2. 1898 á Steinum, A-Eyjafjallahreppi, d. 20.9.1938, og Jón Benónýsson, f. 7.5. 1896 á Krossi, Innri-Akraneshreppi, d. 20.20. 1971. Halldór Jón var elstur þriggja systkina. Systur hans: 1) Guðbjörg Benónýja, f. 21.7. 1928, d. 8.2. 1997. 2) Þórey Inga f. 13.6. 1931. Halldór Jón giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Halldóru Jónsdóttur, 27. maí 1950, f. 17.8. 1924, í Ólafsfirði. Börn Halldórs Jóns og Halldóra eru: Margrét Jóna f. 25.1. 1950, hárgreiðslumeistari í Reykjavík. Ólöf Þórey, húsmóðir í Vestmannaeyjum, f. 11.3. 1952. Eyja Þorsteina, starfsmaður leikskóla, f. 10.6. 1954
Í sepember sl. lést Halldór Jón Jónsson, fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður, alltaf nefndur Dóri Ben meðal ættingja og vina. Ég vil skrifa nokkur orð og minnast Dóra.
Halldór fæddist í Vestmannaeyjum, ólst þar upp og bjó þar alla sína tíð. Hann stundaði ungur sjóinn og var duglegur sjómaður.
Vegna eitrunar varð hann öryrki og eftir því sem árin liðu þurfti hann að vera bundinn við hjólastól. Hann hafði fengið eitmn sem ungur maður, þegar hann vann við að mála lest í bát og bar ekki sitt barr eftir það.
Dóri vann í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum sem baðvörður og stóð sig mjög vel. Hann hafði gaman af því að þvarga í mönnum og láta þá þvarga í sér. Hann var alltaf léttur og kátur þrátt fyrir þessa miklu fötlun sem hann átti við að stríða. Hann tengdist útgerð og fiskvinnslu vemlega því hann gerði út vélbátinn Sæfaxa VE 25 til margra ára með mági sínum Þórarni Eiríkssyni.
Það hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir Dóra að þurfa að hætta á sjónum en ekki var um annað að ræða fyrir hann vegna þessarar miklu fotlunar. En þó að hann væri hættur á sjónum fylgdist hann vel með í útgerðinni og hafði skoðanir á rekstri hennar. Hann hætti útgerð nokkru áður en hann dó enda var Þórarinn mágur hans orðinn fullorðinn maður. Útgerðin var alltaf til fyrirmyndar hjá þeim mágum og þó að báturinn væri ekki stór þá hafði þetta tekist vel.
Dóri var alveg sérstaklega lifandi og skemmtilegur maður og kom sér alls staðar mjög vel. Hann hafði gaman af því að gera að gamni sínu og var alltaf líf og fjör í kringum hann.
Ég vil að lokum votta eiginkonu og börnum Dóra innilega samúð vegna fráfalls hans.
Sigurður Einarsson


Pétur Ágústsson

F. 6. febrúar 1929 - D. 8. júní 1999

Pétur Ágústsson

Pétur fæddist á Berufjarðarströnd. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Pálsson og Sigurlaug S. Einarsdóttir. Tveimur árum eftir fæðingu Péturs fluttu þau til Fáskrúðsfjarðar og ólst Pétur þar upp í stórum systkinahópi. Hann var fimmti af níu börnum, sem upp komust.
Kreppuárin reyndust flestum erfið, sérstaklega barnmörgum hjónum eins og foreldrum Péturs, vinna var stopul og illa borguð. Pétur sagði oft að dugnaður eldri bræðra hans hefði bjargað heimilinu, en þeir reru á trillu á sumrin og kynntist Pétur fyrst sjómennskunni hjá þeim.
Pétur kom fyrst til Vestmannaeyja á vertíð 1945 er hann réðist á Glað VE-271, sem var á dragnót. Ekki man ég hvernig honum líkaði þessi fyrsta vertíð í Eyjum, en hann kom hingað aftur 1948 og var þá á Sigurfara VE-138. En það fór fyrir Pétri eins og svo mörgum öðrum ungum mönnum, sem komu hingað á vertíð, að hann snéri ekki heim um vorið. Hann hafði nefhilega kynnst einni af blómarósunum Eyjanna, henni Guðrúnu Kristjánsdóttur á Stað. Ég vissi að Pétur hafði svo sannarlega dottið í lukkupottinn, því að Guðrúnu hafði ég þekkt frá því að ég var barn að aldri og verið heimagangur á heimili foreldra hennar. Við Pétur urðum strax ágætis vinir og um vorið og sumarið vorum við saman á Halkion VE-27, fyrst á trolli, en síðan á lúðulínu.
Pétur fór á vélstjóranámskeið í Eyjum og útskrifaðist þar 1950. 30 tonna skipstjórnarréttindi fékk Pétur 1951. Hann var vélstjóri á Hugrúnu VE-51 á vertíðinni 1952 og á Halkion VE-27 á reknetum 1953. Auk þess var hann eina vertíð á Sjóstjörnunni VE-92 og eitt haust á reknetum á Baldri VE-24. Milli úthalda á sjónum vann hann á ýmsum stöðum, lengst af í Vinnslustöðinni.
Guðrún og Pétur gengu í hjónaband 11. febrúar 1950. Þau byrjuðu búskap á Litluheiði 1949 og voru þar i fimm ár. Þau byggðu sér einbýlishús á Helgafellsbraut 27 og fluttu í það 1955. Guðrún og Pétur eignuðust fimm börn.
Pétur hóf nám í múraraiðn 1956 hjá Sveinbirni múrara. Hann lauk námi við Iðnskólann í Vestmannaeyjum 1958 og sveinsprófi 1961. Meistararéttindi fékk hann 1967. Pétur og Guðrún fluttu til Reykjavíkur 1966 og byggðu sér raðhús að Ljósalandi 11 í Fossvogi.
Pétur vann sem múrarameistari í Reykjavík næstu árin, en 1984 hættir hann að vinna við húsbyggingar og byrjar að vinna sem sölumaður í múraradeild Húsasmiðjunnar og vann þar í mörg ár, eða þangað til heilsunni fór að hraka. Skömmu áður höfðu þau selt húsið sitt í Fossvognum og keypt sér lítið parhús í Grafarvogi, þar sem þau ætluðu að eyða elliáninum eins og hann orðaði það, en hann naut þess allt of stutt.
Pétur var vinsæll afgreiðslumaður í Húsasmiðjunni. Þar var hann bæði sölumaður og kennari vegna þess að margir, sem voru að laga íbúðir sínar, leituðu til hans um efni og hvernig ætti að nota þau. Einnig kom það í hans hlut að leiðbeina fagmönnum um notkun nýna efha sem komu á markaðinn.
Ég held að ég hafi aldrei komið í Húsasmiðjuna án þess að líta inn í múraradeildina, en oft snéri ég við, þegar ég sá hve margir biðu eftir afgreiðslu. Þó kom það fyrir að við gátum spjallað saman og man ég sérstaklega eftir einu tilfelli, þegar smá hlé var hjá honum. Við vorum ekki langt komnir í spjallinu, þegar inn kom maður, sem vildi fá upplýsingar um efni og hvernig hann ætti að nota það. Mér fannst Pétur svo óvenju tregur til svara að jaðraði við ókurteisi, enda var kúnninn fljótur að fara. Ég gat ekki annað en brosað og sagði við Pétuv að það væri engu líkara en að hann vildi ekki selja manninum neitt. „Það er alveg rétt hjá þér", svaraði Pétur, „þetta er maður, sem er að kaupa gamlar og illa farnar íbúðir fyrir lítið fé, felur svo gallana og skemmdirnar með steypu og málningu og selur þær saklausu fólki fyrir okurfé. Ég ætla ekki að hjálpa honum við svona athæfi."
Pétur var vanur að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Það var ekki alltaf vel séð, en ég kunni því ágætlega og mat hann meiri mann fyrir. Að leiðarlokum sendi ég eiginkonu hans, börnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans.
Stefán Stefánsson frá Gerði

Sigurður Kristjánsson

F. 2. maí 1918 - D. 22. janúar 2000

Sigurður Kristjánsson

Sigurður Kristjánsson var fæddur að Víðivöllum í Fnjóskadal, S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Sigtryggsdóttir og Kristján Rafnsson. Þau fluttust búferlum til Flateyjar á Skjálfanda, þegar Sigurður var fjögurra ára og ólst hann þar upp til fullorðinsára. Kristján faðir hans fórst af litlum báti vorið 1938, þegar hann var að flytja efi í nýtt íbúðarhús, en fjölskyldan hafði búið í gömlum og dimmum torfbæ, sem hét Nýibær og var aðeins eldhús og baðstofa. Sigurður, sem var elstur sjö systkina, yngri bróður og fimm systra, varð við fráfall fóður síns fyrirvinna fjölskyldunnar ásamt móður sinni.
Hann hafði langt innan við tíu ára aldur byrjað að róa með fóður sínum til fiskjar og tók nú við þessu nýja hlutverki af þeirri festu og trúmennsku sem einkenndi öll störf hans í lífinu. Faðir Sigurðar var vinnusamur og féll honum aldrei verk úr hendi. Heimilinu að Nýjabæ lýsti vinur Sigurðar, Hjalti Jónasson, þannig : „Þó að heimilið væri fátæklegt var það gott, þar sem nýtni, sparsemi, vinnusemi og vinnugleði sátu í fyrirrúmi."
Nokkru eftir að Kristján faðir Sigurðar féll svo skyndilega frá fór Sigurður á vetrarvertíð til Vestmannaeyja árið 1943, en á þeim árum streymdi þangað ungt og harðduglegt fólk hvaðanæva af landinu í leit að atvinnu og frama.
Yngri bróðir Sigurðar var Rafn, síðar þekktur útgerðarmaður og skipstjóri með Gjafar VE 300; fæddur 1924 og aflakóngur Vestmannaeyja með mest aflaverðmæti Vestmannaeyjabáta í fjögur ár (1962, 1963,1966 og 1967). Rafn féll frá langt um aldur fram aðeins 48 ára gamall árið 1972.
Þeir bræður, Sigurður og Rafn, tóku upp merki fóðurins og sumarið sem hann fórst reru þeir saman á trillu. Árið eftir,1939, keyptu þeir lítinn trillubát fyrir 1600 krónur og þótti það djarflegt fyrirtæki, þegar eigin höfuðstóll var aðeins rúmar 200 krónur. Þeir skírðu trilluna Gjafar og sóttu sjóinn næstu sumur frá Flatey og fiskuðu ágætlega; var Sigurður formaður.
Eftir því sem árin liðu og systkinahópurinn komst á legg, batnaði hagur fjölskyldunnar og systkinin héldu suður á land í atvinnuleit, flest til Vestmannaeyja. Fjölskyldan frá Nýjabæ í Flatey átti eftir að koma mikið við sögu í Vestmannaeyjum. Systkinin gátu sér alls staðar ágætis orð sem viðurkennt dugnaðar- og hæfileikafólk, sem tengdist og giftist grónum Vestmannaeyingum. Foreldrar og systkini Sigurðar eiga fjölda afkomenda, sem býr í Vestmannaeyjum.
Byggð í nærri hafnlausri Flatey var, sem víðar í litlum sjávarplássum úti um landið, erfiðari eftir því sem bátar stækkuðu og árið 1947 flutti Sigríður, móðir Sigurðar og þeirra systkina, til Vestmannaeyja, þar sem þau voru þá flest búsett. Sigurður vann í nokkur ár í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli og var alls staðar vel liðinn fyrir trúmennsku og vinsamlegt viðmót.
Rafn, yngri bróðir Sigurðar, lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1950 og byrjaði formennsku vertarvertíð-ina 1954 með Lagarfoss VE 292. Ingibjörg, elsta systir Sigurðar frá Nýjabæ, giftist á jólum árið 1952 Sveinbirni Guðmundssyni vélstjóra, þekktum sjómanni í Vestmannaeyjum, sem hafði átt Nönnu VE 300 með Óskari Matthíassyni.
Þeir bræður, Sigurður og Rafn, og Sveinbjörn mágur þeirra leigðu m/b Njörð vetrarvertíðina 1955. Útgerðin gekk vel og árið 1956 létu þeir félagar smíða stálbát í Hollandi. Hann var 51 brúttórúmlest að stærð og á eftir Ófeigi 111. annar fyrsti stálfiskibátur íslendinga. Báturinn hlaut nafnið Gjafar VE 300 . Þar með hófst í Vestmannaeyjum ein glæsilegasta útgerð á blómatíma útgerðarsögu Eyjanna á þeirri öld sem er nú brátt liðin. Rafn var skipstjóri og eins og áður getur frábær fiskimaður, þó sérstaklega á nótaveiðum, Sveinbjörn einstaklega snjall og natinn vélstjóri og Sigurður með sinni ró og yfirvegun, matsveinn og alls staðar bætandi. Nöfnin Rabbi á Gjafar, Bjössi á Gjafar, Siggi á Gjafar eða Siggi kokkur, urðu þekkt nöfn í Eyjaflotanum og fóru þar saman góðir menn og samhentir með fyrirmyndarútgerð og eitt mesta aflaskip íslenska flotans.
Útgerðin gekk eins og best verður á kosið og árið 1960 létu þeir smíða í Hollandi nýjan Gjafar, 122 brúttórúmlesta skip, sem bar um 150 tonn og þeir nefndu stundum miðGjafar.
Fjórði Gjafar, sem þeir áttu, var einnig smíðaður í Hollandi árið 1964; afburða gott sjóskip, 249 brúttórúmlestir að stærð með 625 hestafla Kromhaut díselvél.
Rafn fiskaði mikið á þennan bát, t.d. rúmlega 6.500 tonn af síld sumarið 1966, en samtals var aflinn það árið, bolfiskur, síld og loðna, 10.140 tonn. Rafn, Sigurður og Bjössi mágur þeirra voru alltaf saman á sjónum, bræðurna minnti þetta á æskudaga á trillunni Gjafar í Flatey.
Ég undirritaður var svo heppinn að vera með þeim félögum á Gjafar í tvö sumur, m.a. aflasumarið mikla árið 1966 við Jan Mayen og á miðunum þar norður undir Svalbarða. Það var sérstaklega skemmtilegt úthald, lærdómsríkt og gefandi, frábærir skipsfélagar og ekki spillti hin góða veiði, sem rétti við fjárhaginn hjá mér og fleiri bjartsýnum húsbyggjendum.
Þeir félagar kunnu líka lagið á því að gera aflann sem verðmætastan og fórum við marga túra með skipið drekkhlaðið af síld til Siglufjarðar þar sem aflanum var landað í salt. Eitt sinn fengum við upp úr skipinu rúm 300 tonn. Sigurður og Rafn héldu ætíð mikilli tryggð við æskustöðvarnar í Flatey og maður fann vel, þegar við sigldum með drekkhlaðið skipið framhjá Flatey, að þá sló hjarta þeirra bræðra hraðar og þeir minntust fyrri daga.
Hápunktur á hverju sumri var þegar Gjafar VE 300 fór til Flateyjar og lagðist þar að litlum bryggjustúfi. Ég man eftir skemmtilegum og eftirminnilegum degi í Flatey sumarið 1966. Veðrið var eins og það getur fegurst orðið og eins og alltaf við þetta tækifæri var um borð boðið upp á niðursoðna ávexti og pönnukökur með rjóma. Ungir og gamlir Flateyingar komu í heimsókn og áhöfhin gerði sér glaðan dag. Við komumst meira að segja í heyskap!
Gjafar VE 300 var happaskip allt þar til hann fórst í innsiglingunni til Grindavíkur, 22. febrúar 1973, mánuði eftir að eldgosið hófst í Heimaey. En gosnóttina 23. janúar fóru 430 manns með skipinu til Þorlákshafnar á flótta undan jarðeldunum og var Hilmar Rósmundsson skipstjóri í þeirri ferð.
Síðasti Gjafar er besta sjóskip sem ég hefi komið um borð í og þá sögu segja allir sjómenn sem höfðu reynslu af skipinu.
Sigurður Kristjánsson hætti þar með útgerðarrekstri, en átti áfram hlut í Ísfélagi Vestmánnaeyja, þar sem hann sat í stjórn.
Í einkalífi sínu var Sigurður mikill hamingjumaður og lýsti því oft yfir við mig en eftir úthöldin á Gjafar vorum við alltaf kunningjar og vinir. Hann kvæntist 2. júní 1963 Guðrúnu Sveinsdóttur frá Núpi undir Eyjafjöllum og var hjónaband þeina sérstaklega farsælt og færði þeim mikla hamingu. Eftir eldgosið settust þau að í Reykjavík. Þau hjón eignuðust fjögur börn, sem búsett eru í Reykjavík. Síðustu árin starfaði Sigurður í Osta- og smjörsölunni og síðast í Prentsmiðjunni Odda, þar sem hann vann fram undir áttrætt.
Hann hafði því skilað góðu dagsverki, þegar hann fékk hægt andlát á heimili sínu.
Sigurður Kristjánsson var jarðsunginn að viðstöddu miklu fjölmenni frá Bústaðakirkju hinn 4. febrúar og var jarðsettur í Gufuneskirkjugarði.
Með Sigurði Kristjánssyni er kvaddur vammlaus og góður maður. Blessuð sé minning hans.
Guðjón Ármann Eyjólfsson.

Hermann Pálsson

F. 23. janúar 1926 - D. 12. október 1999

Hermann Pálsson

Í okt. sl. andaðist Hermann Pálsson, fyrrverandi sjómaður og bílstjóri.
Hermann fæddist í Sjávarborg í Vestmannaeyjum 23. jan. 1926. Faðir hans fórst með vélbátnum Ara frá Vestmannaeyjum 1930 en Hermann var þá aðeins fjoguna ára og systir hans ári eldri. Þá var brugðið á það ráð að senda drenginn í fóstur í Kerlingadal til móðurbróður hans, Andrésar Pálssonar og Astu konu hans og var hann þar til 10 ára aldurs er hann fór í skóla í Vestmannaeyjum. Hann fór þó austur í Mýrdal á hverju vori til 16 ára aldurs.
Hermann hóf sjómennsku 17 ára og var hann síðan á hinum og þessum bátum.
Hann lauk skipstjórnarprófí frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum 1959 og stundaði sjómennsku eftir það í nokkur ár. Hann hætti sjómennsku 1974 og keyrði eftir það vörubíl hjá Ísfélaginu næstu 22 árin. Hann vildi láta af störfum þegar hann varð sjötugur þó að fyrirtækið byði honum að starfa lengur því vel var honum treyst fyrir starfinu.
Hermann var fljótur til og hinn prýðilegasti starfsmaður. Hann var duglegur og ósérhlífinn í alla staði. Hann var mjög samviskusamur í starfi hjá Ísfélaginu og annaðist bílinn alltaf af sannri snyrtimennsku og gekk mjög vel um hann.
Hermann var einn af þessum dagfarsprúðu og duglegu mönnum sem vinna vel sitt starf.
Ég vil að lokum votta eftirlifandi eiginkonu hans, Margréti Ólafsdóttur, og börnum þeirra þremur, Ólafi, Ingveldi og Guðbjörgu innilega samúð við fráfall Hermanns Pálssonar.
Sigurður Einarsson

Óskar Þ. Johnson

F. 15. júlí 1915 - D. 28. júní 1999

Óskar Þ. Johnson

Óskar fæddist í Jómsborg í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Önnu Margrétar Madsen f. í Kaupmannahöfn og Þorsteins Johnsons, kaupmanns, frá Efri-Holtum í Eyjafjallahreppi. Systkini Óskars eru Gréta og Þorsteinn búsett í Kaupmannahöfn og Sigurbjörg, hálfsystir (samfeðra), búsett í Reykjavík.
Óskar ólst upp í Eyjum og bjó þar fram að gosi, eneftirþað í Reykjavík. Hann kvæntist 28.12. 1935 Sigríði Jónsdóttur f. 16.09. 1912, frá Steig í Mýrdal.
Börn þeirra eru: Hrönn Karólína húsmóðir í Garðabæ, Margrét búsett í Bandaríkjunum, Þorsteinn, sjómaður, búsettur í Reykjavík og Kristinn, starfsmaður hjá ÍSAL, búsettur í Hafnarfirði. Barnabörn og barnabarnabörn þeirra eru 20. Óskar og Sigríður skildu. Lífsförunautur Óskars síðustu áratugina var Jóhanna Þ. Matthíasdóttir f. 21.06. 1924 að Fossi á Síðu. Óskar tók minna mótorpróf í Eyjum árið 1934 og meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1942.
Hann var vélstjóri til ársins 1938 m.a. á mb. Gulltoppi hjá Binna í Gröf og skipsfjóri frá 1939 m.a. á mb. Gullveigu og mb. Tý. Óskar var aflasæll skipstjóri og aflakóngur en það þurfti þó nokkuð mikið til þess á þeim árum.
Var sagt að mb. Týr hefði verið smíðaður undir hann.
Árið 1946 hætti Óskar á sjónum til að vinna við bókaverslun fóður sins. Hann tók við rekstri hennar þegar faðir hans lést árið 1959 og rak hana fram að gosi 1973. Eftir að Óskar flutist til Reykjavíkur vann hann hjá Ó. Johnson og Kaaber meðan starfsaldur leyfði.
Margs er að minnast frá Eyjaárunum enda hæg heimatökin þar sem Óskar og fjölskylda hans bjó í næsta húsi við fjölskyldu mína öll uppvaxtarár mín.
Voru þau hjón góðir nágrannar og að sögn móður minnar, þeir bestu sem hún hafði haft. Ég minnist Óskars í golfí í Herjólfsdal, í göngutúrum út um Eyju með vinum sínum þeim Magga og Jóa og á trillubátnum Soffiu sem var eins og hann, snyrtimennskan uppmáluð.
Óskar var alla tíð vel á sig kominn bæði líkamlega og andlega og stundaði auk golfsins, sund og göngur til dánardægurs enda kom lát hans okkur á óvart þrátt fyrir háan aldur. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég og synir Óskars aðtoðuðum hann og Jóhönnu þegar þau fluttu í Sóltúnið. Óskar var þá kominn á níræðisaldur. Var eldmóður hans og kraftur slíkur að mér fannst stundum spurning um hver okkar væri elstur.
Við Óskar hittumst oft eftir aö hann flutti suður, ef ekki við hin ýmsu tækifæri, þá á göngu eða á bensínstöðinni hjá Magga á Sól. Var gaman að spjalla við hann um alla heima og geima enda Óskar minnugur og fróður og fylgdist vel með því sem var að gerast.
Genginn er góóur maður sem gott er að minnast. Vil ég með þessum línum kveðja Óskar og þakka fyrir góð kynni.
Jóhann Runólfsson

Hafsteinn Stefánsson

F. 31. mars 1921 - D. 29. ágúst 1999

Hafsteinn Stefánsson

Hafsteinn Stefánsson var fæddur á Högnastöðum við Reyðarfjörð þann 31 mars 1921. Hann fluttist ungur til Eskifjarðar og ólst þar upp til fullorðins ára. Á fyrstu áratugum liðinnar aldar voru erfiðir tímar fyrir hin litlu sjávarþorp á Austfjörðum sem og annars staðar vegna heimskreppunnar svonefndu. Til að bjarga sér og sínum var algengt aö leita þyrfti til stærri sjávarþorpanna til að fá atvinnu.
Háfsteinn kom hingað til Eyja í ársbyrjun 1943 með hið minna fískimannapróf, sem hann hafði aflað sér á Neskaupstað, upp á vasann, en þangað sóttu ungir menn frá nágrannabyggðarlögunurn námskeið. Hafsteinn réði sig á m.b. Gulltopp Ve 321 hjá Guðna skipstjóra frá Ólafshúsum yfir vertíðina 1943 og var einnig með honum á síldveiðum sumarið á eftir.
Á þessum tíma steig Hafsteinn sín mestu gæfuspor er hann kynntist konuefni sínu Guðmundu Gunnarsdóttur. Gengu þau í hjónaband ári seinna og stofnuðu eigið heimili. Fyrstu árin saknaði Hafsteinn æskustöðvanna mikið og var hann alla tíð mikill Austfirðingur í sér, en hér í Eyjum voru atvinnumöguleikarnir svo miklu meiri. Hafsteinn kynntist fljótlega góðu fólki hér og kunni vel við sig þegar frá leið. Hann stundaði sjó næstu árin og var ávallt í góðum skipsrúmum með góðum mönnum sem hann mat mikils. Hann var um tíma stýrimaður hjá Guðmundi Vigfússyni á m.b. Voninni 2. Ve 113. Hann var einnig nokkur ár á m.b. Sídon Ve 29 með Angantý Elíassyni skipstjóra. Hafsteinn var vel liðinn sjómaður og þótti góður ungum peyjum sem voru að byrja sjómennsku.
Hafsteinn lærði skipasmíðar hjá tengdaföður sínum Gunnari Marel Jónssyni og vann síðan við skipasmíðar hjá honum og mágum sínum, en á vertíðum átti hann það til að bregða sér á sjóinn. Í slippnum voru margir menn í vinnu og mikiö að gera. Allt að 80 - 90 trébátar voru gerðir héðan út og þurfti að sinna öllu viðhaldi á flotanum auk þess sem nýsmíðar á bátum voru stundaðar af miklu kappi
Hafsteinn var mikill listasmiður og lék allt í höndunum á honum. Hann var einnig mikill hagyrðingur og þær voru ófáar vísurnar sem urðu til hjá honum.
Og mikið hafði hann gaman af að kveðast á við sveitunga sinn Brynjólf Einarsson bátasmið. Hafsteinn vann við skipasmíðar til ársins 1971 en þá tók hann við starfi skipaskoðunarmanns hér og starfaði við það fram að eldgosi 1973. Einnig sat Hafsteinn í bæjarstjórn og í sjómannadagsráði og vildi hann hag Sjómannadagsblaðsins alltaf sem mestan.
Þegar ég var peyi sóttum við strákarnir mikið í að leika okkur í slippnum og aldrei gleymi ég hvað þessi stóri og þrekni maður var þolinmóður við að greiða götu okkar við hin ýmsu vandamál sem við bárum undir hann við að útvega efni í hin ýmsu leiktong sem okkur vantaði og alltaf var hann til í að saga út fyrir okkur.
Hafsteinn og Guðmunda komu ekki aftur til Eyja eftir gosið og reistu þau sér myndarlegt - reyndar glæsilegt heimili á Selfossi og var þá alveg sama hvar litið var: Garðurinn, húsið, já og meira að segja bílskúrinn var glæsilegur. Alltaf var jafn gott að sækja þau hjónin heim. Þau voru mjög gestrisin og þar var alltaf hlýlegt og notalegt andrúmsloft. Hafsteinn sýndi mér líkön sem hann var að smíða af áraskipunum frá aldamótunum og þá sá maður glæsilegt handbragð hans og hve falleg þessi skip hans voru með öllum smáatriðum á sínum stað.
Hafsteinn lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 29 ágúst sl. eftir stutta legu. Þau hjónin eignuðust þrjá drengi en einn misstu þau nýfæddan. Hinir eru: Róbert, vélfræðingur og Hilmar Þór, kennari. Barnabörnin eru fimm.
Ég votta Guðmundu, sonum og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Tryggvi Sigurðsson.

Guðni Ólafsson

F. 15. ágúst 1943 - D. 20. ágúst 1999

Guðni Ólafsson

Guðni Ólafsson útgerðarmaður og skipstjóri fæddist í Heiðarbæ í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1943. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 20. ágúst 1999.
Foreldrar: Ólafur Ingileifsson, útgerðarmaður og skipstjóri frá Heiðarbæ, og Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja.
Systkini Guðna samfeðra: Sigurjón Karl, Sigurjóna. Systkini Guðna sammæðra: Sigurgeir, Jóna Guðrún, Eggert, Einar og Þórarinn.
Eiginkona Guðna er Gerður G. Sigurðardóttir frá Þrúðvangi. Börn: Agnar skipstjóri á Gjafari Ve 600, Sigurður Óli vélfræðingur, Bjarki nemi í stýrimannaskólanum í Rvk., Ragnheiður Guðfinna, nemi í F.I.V, Guðni lauk barna og gagnfræðaprófi í Vestmannaeyjum, 1. stigi Vélskólans og námi við Stýrimannaskólann í Reykjavík árið 1964. Sjómennsku stundaði Guðni frá 16 ára aldri. Fyrst reri hann með Sigurgeiri bróður sínum á ýmsum bátum og var stýrimaður á Bergi Ve með Sævaldi Pálssyni. Síðan verður hann skipstjóri á Bjarnarey VE hjá Einari Sigurðssyni og tekur svo við Stíganda VE fyrir Helga Bergvinsson. Eftir það fer hann sjálfur í útgerð ásamt Guðjóni Rögnvaldssyni og kaupa þeir Gjafar VE 600 og var Guðni skipstjóri á honum til dauðadags.
Ég kynntist Guðna þegar ég réð mig á Bjarnarey VE í maí 1973. Það ár var mjög viðburðaríkt að ekki sé meira sagt þegar viö hröktumst úr Eyjum vegna eldgossins. Sama ár bjargaðist ég úr skipstrandi við Grindavík er Gjafar VE 300 fór upp í kletta en lán í óláni var að fá að kynnast félaga mínum, Guðna. Hann var þá orðinn skipstjóri á glænýju skipi, Bjarnarey VE 501, og réð mig sem vélstjóra um borð. Rafn Kristjánsson, skipstjórinn á Gjafari, hafði hrósað Guðna og lét þau orð falla að hann væri besti stýrimaðurinn í flotanum. Ég vissi ekki þá hve nátengdir við ættum eftir að verða.
Að fjórum árum liðnum afréðum við að fara saman í útgerð. Við stóðum ekki vel að vígi en lögðum á okkur ferð til að skoða báta. Við þurftum að verða okkur úti um lán til að borga ferðina og flengdumst um landið en enduðum á að kaupa bát í Þorlákshöfn, Jóhann Gíslason, sem við gáfum nafnið Gjafar Ve. 1 dag á útgerðin einnig Guðrímu VE og Pétursey VE. Oft höfum við þurft að sigla krappan sjó í útgerðarmálum en við hverja raun efldist Guðni og ég sá æ betur hver öðlingur hann var. Hann var eins og klettur, harðduglegur og áræðinn. Á sl. vetri var hann mikill hvatamaður þess aö stofna félag um túnfiskveiðar. Ekki entist honum aldur til að sjá drauminn rætast en nú er hafin smíði á fullkomnu línu og túnfiskveiðiskipi á vegum félagsins. Guðni var ekki aðeins þægilegur meðeigandi í útgerð heldur eignaðist ég hinn besta fjölskylduvin. Ferðir okkar lágu æ meira saman og aldrei bar skugga á samskiptin. Við hjónin fórum ásamt Guðna og Gerði víða, utan- sem innanlands, og sennilega verður mér síðasta ferðin eftirminni-legust. Þá lá leiðin í Landmannalaugar og við hjónin vorura að koma okkur fyrir á tjaldsvæðinu í Þjórsártúni. Þá birtast þau Guðni og Gerður óvænt. Við segjum þeim frá ferðaáætlun okkar og þau slá til enda voru þau aðeins í bíltúr frá sumarbústaðnum í Biskupstungum. Guðni var frekar mæðinn og hafói hægt um sig. Að leiðarlokum var ætlunin að skoða Þjóðveldisbæinn að Stöng og hafði Guðni ekki áhuga á að skoða bæinn þar sem honum leið orðið illa. Leið hans lá aftur í sumarbústaðinn þar sem veikindin ágerðust og leiddu hann til dauða. Ekki óraði mig fyrir að nú væri komið að leiðarlokum í félagi okkar Guðna. Eg vil þakka fyrir góðan dreng og votta samúð. Megi Guð styrkja okkur í erfiðri þraut. Þakka fyrir samstarfið og vináttuna, kæri vinur.
Guðjón R Rögnvaldsson

Jón Vigfússon

F. 22. júlí 1907 - D. 9. sept. 1999.

Jón Vigfússon

Jón Vigfússon var fæddur í Vestmannaeyjum. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra að Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson, formaður og útgerðarmaður að Holti í Vestmannaeyjum. Móðir hans var Guðleif Guðmundsdóttir ff á Vesturhúsum. Systkini Jóns voru: Guðrún f. 1901 d. 1957, Sigríður Dagný f. 1903 d.1995, Guðmundur f. 1906 d. 1997, Þórdís f. 1912, Guðlaugur f. 1916 d. 1989 og Axel f. 1918. Hálfsystkini hans samfeðra voru: Guðleif f. 1924 og Þorvaldur Örn f. 1929.
Jón kvæntist 19.maí 1934 Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Garðhúsum Stokkseyri f. 8.nóv. 1913 d. 13. ágúst 1978.
Börn þeirra eru: Vigfus Jónsson, rafvirkjameistari í Reykjavík. Maki Hrönn Baldursdóttir. Börn Vigfúsar eru Jón, Nína og Karl Viggó. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Garði. Maki Ásta Arnmundsdóttir, kennari. Börn þeirra eru: Arnmundur, Guðbjörg og Sigurður Óskar. Barnabörnin eru orðin 7 og eitt barnabarnabarn.
Jón rak útgerð ásamt bræðrum sínum Guðlaugi og Guðmundi og gerðu þeir út Vonina VE 113. Jón var jafnframt vélstjóri á bátnum. Jón stundaði sjóinn allt til ársins 1960 er hann hóf störf sem vélgæslumaður hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Eftir eldgosið 1973 bjó hann í nokkur ár í Hafnarfirði og vann hjá Rafha.
Hann pabbi var Eyjamaður af lífi og sál. Það var sama hvaða umræðuefni bar á góma. Alltaf þurfti hann að koma Vestmannaeyjum að og þá á jákvæðan hátt.
Það var honum því mikið gleðiefni að geta flutt aftur til Vestmannaeyja árið 1981 í íbúðir aldraðra að Eyjahrauni.
Áhugamál pabba beindust fyrst og fremst að sjómennsku, aflabrögðum og úgerð. Hann gerði sér vel grein fyrir að framtíð Eyjanna snerust um það hvort hægt væri að vinna nægan fisk eða ekki.
Hann lét ekkert fram hjá sér fara er snerti velferð Eyjanna og fylgdist ótrúlega vel með allt fram til síðasta dags. Oft fannst mér það furðulegt hvað hann var vel inní málum miðað við að heyrnin var nánast farin og síðustu árin gat hann lítið lesið eða fylgst með í sjónvarpinu. Þá kom sér vel að eiga góða að eins og Arnmund tengdapabba sem heimsótti hann daglega og það sama gerði Jón heitinn Ingólfsson.
Eftir að pabbi kom aftur til Eyja fylgdist hann af lífi og sál með fótboltanum. Kom það til af áhuga fyrir barnabörnunum og einnig af áhuga fyrir meistaraflokki og framgangi og velgengi ÍBV almennt.
Ég held ég hafi verið orðinn þó nokkuð gamall þegar ég vissi að pabbi hafði unnið það frækilega afrek að klífa Ofanleitishamarinn árið 1928 og bjarga þar með skipsfélögum sínum af Sigríði. Hann vildi lítið sem ekkert ræða þessi mál enda taldi hann að æðri máttarvöld ættu mestan þáttinn í að hann gat unnið þetta afrek.
Það gladdi pabba samt mikið þegar bæjaryfirvöld tóku þá ákvörðun árið 1996 að setja upp minnismerki við Ofanleitishamarinn með sérstakri athöfn á sjómannadegi. Þessi heiður og viðurkenning glöddu hann mjög mikið.
Eftir 92 ára líf var pabbi orðinn mjög sáttur og fannst komið nóg og var feginn að fá hvíldina. Löngu og merku ævistarfi var lokið. Það er mér mikill heiður að fá að skrifa um hann þessar línur í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, sem út kemur á þeim stað, sem hann unni svo mikið.
Sigurður Jónsson

Jóhann Pálsson

F. 23. apríl 1909 - D. 16. febrúar 2000

Jóhann Pálsson

Jóhann Pálsson skipstjóri var fæddur á Ísafirði, sonur Jónínu Þórðardóttur og Páls Sigurðssonar. Jónína var einstæð móðir og var Jóhann alinn upp hjá vandalausum að Stóru-Heiði í Mýrdal.
Hann dvaldi þar til 19 ára aldurs, en 18 ára gamall fór Jóhann til vers í Vestmannaeyjum og var ráðinn beitningamaður á Halkion með Stefáni Guðlaugssyni í Gerði, þekktum sjósóknara í Eyjum, og reri á netavertíðinni. Jóhann naut þar Sigurfinnu, eiginkonu Stefáns, sem var móðursystir hans og var hann hjá þeim hjónum í Gerði næstu tvær vertíðar og reyndust þau honum sem bestu foreldrar.
Jóhann lauk vélstjóranámskeiði haustið 1930. Þau voru haldin í Vestmannaeyjum nærri því á hverju hausti á vegum Fiskifélags íslands.
Vetrarvertíðina 1931 réðst Jóhann sem vélstjóri á m/b Karl með Guðna Jónssyni í Ólafshúsum, en var um sumarið á báti frá Ísafirði. Næstu þrjú árin 1932 - 1934, var Jóhann vélstjóri á m/b Þorgeiri goða með Sighvati Bjarnasyni í Ási, bæði á vetrarvertíð og til síldveiða. Sighvatur var þá kominn í röð bestu fiskimanna í Vestmannaeyjum og þekktur síldarmaður.
Haustið 1934 lauk Jóhann hinu minna fiskimannaprófí hjá Sigfúsi Scheving í Heiðarhvammi. Sigfúsi hefur ekki litist illa á Jóhann, því að hann bauð honum skipstjórn á Maí VE 275, sem þeir Schevingar áttu, Vigfús faðir Sigfúsar, Jóhann bróðir hans og Loftur Jónsson á Vilborgarstöðum. Fljótt kom fram kappið og áhuginn hjá Jóhanni og í útdrætti þessa vertíð á Maí var hann einskipa á sjó en aðrir bátar í landi vegna veðurs og fiskaði vel eftir öllum aðstæðum. Næstu vertíðar var Jóhann með Hannes lóðs, Gissur hvíta, Tjald, Skúla fógeta og Erling I. Vetrarvertíðina 1941 var Jóhann stýri-maður á Lagarfossi VE 292, en tók við bátnum um vorið á dragnót og fiskaði vel.
Hófst nú glæsilegur kafli í sjómannsferli Jóhanns Pálssonar. Hann var með m/b Lagarfoss næstu fjórar vertíðir og með mestan afla Vestmannaeyjabáta þrjár vertíðir í röð, 1943, 1944 og 1945, en 1942 var hann annar hæsti bátur í höfn. Á sumrin var heldur ekki slegið slöku við og var Jóhann með Lagarfoss á dragnót. Á þessum árum voru margir Vestmannaeyjabátar á dragnótaveiðum yfir sumarið og fóru þá iðulega í samfloti í vikutúra vestur fyrir Reykjanes. Þeir öfluðu þar ágætlega og var mikil vinna í frystihúsunum, en afli dragnótabátanna var aðallega þykkvalúra (sólkoli) og skarkoli (rauðspretta), sem var heilfrystur í stórum pönnum, pannaður sem kallað var og seldur til Bretlands.
Jóhann stefndi nú hærra. Hann fór í svonefnda öldungadeild, sem var þá starfrækt fyrir reynda skipstjóra við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan fiskimannaprófi í febrúar árið 1946. Hann var næstu vertíðar með bátana Dverg, Arsæl, Jötun og Blátind og var alltaf meðal aflahæstu skipstjóra í Vestmannaeyjum. Á sumrin var Jóhann á síldveiðum.
Árið 1952 fór Jóhann í útgerð og keypti bát frá Danmörku, danskbyggðan, sem hann nefndi Hannes lóðs VE 200. Hann aflaði ágætlega á þennan bát og varð annar og þriðji hæsti með afla vertíðamar 1952 og 1953. í vertíðarlok 1954 seldi Jóhann sinn hlut í Hannesi lóðs og leigði m/b Jón Stefánsson vetrarvertíðina 1955 og varð annar aflahæsti bátur í höfn þráft fyrir verkfall, með 950 tonn. Jóhann Pálsson var á þessum árum orðinn efnaður maður og hafði sannarlega orðið það vegna eigin dugnaðar og útsjónarsemi.
Hann lét nú smíða úti í Svíþjóð fyrir sig nýjan bát, sem Runólfur Jóhannsson skipasmiður og skipaeftirlitsmaður teiknaði. Þetta var um 59 rúmlesta bátur, með 240 hestafla Gammadíselvél, smíðaður úr eik. Báturinn fékk einnig nafnið Hannes lóðs VE 200. Einar Gíslason frá Arnarhóli var milligöngumaður um smíði bátsins og segir skemmtilega og af meðfæddri glettni frá þessum bátakaupum í ævisögu sinni, Einar í Betel. Heimsiglingunni lýsir Einar með tilþrifum og lögðu þeir af stað yfír hafið 24. febrúar. Þeir voru sex sólarhringa á leiðinni og komu til Vestmannaeyja 1. mars 1956.
Hannes lóðs reyndist hin mesta happafleyta og fiskaði Jóhann mikið á bátinn bæði þorsk og síld. Á sjötta áratugnum, milli 1950 og 1960, stunduðu bátar mikið reknetaveiðar hér sunnanlands frá miðjum júlí eða byrjun ágústmánaðar og fram í október, nóvember. Jóhann var þá auk þeirra báta sem hér hafa verið nefndir með Má VE 275 og fiskaði alltaf prýðilega. Síðast var hann á reknetum haustið 1960 og hafði sem ætíð góðan afla.
Í lok febrúar árið 1962 seldi Jóhann Einari Sigurðssyni Hannes lóðs. Jóhann var þó áfram með bátinn til vertíðarloka og fiskaði vel. Þessi vor og sumur var mikil síldveiði á Eyjamiðum og hér við Suðurland og var Jóhann með Hannes lóðs á síldveiðum í um hálfan mánuð um vorið. Hann lauk sínum giftusama sjómanns og formannsferli á fögrum vordegi 1962 og kom með hlaðinn bát til hafnar eins og hann hafði gert svo oft áður. Jóhann Pálsson hafði þá verið á sjó í 35 ár og þar af formaður í 27 vetrarvertíðir. Hann varð síðar útgerðarstjóri á bátum Einars Sigurðssonar um nokkurn tíma.
Jóhann Pálsson var prýðilega gefinn maður, félagslyndur, en kappsamur.
Þeir voru alltaf góðir kunningjar, faðir minn og Jóhann, þó að stundum hlypi þeim kapp í kinn á vetrarvertíðinni. Þeir töluðu næm hvern dag saman í talstöðina á sjónum og venjulega einnig í síma að loknum róðrum, en á vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum fram yfir miðja öldina komu bátar yfirleitt að landi síðdegis fra klukkan þrjú og fjögur á línuvertíðinni og fram undir sjö á kvöldin,
Jóhann lét til sín taka í félagsmálum og var í átta ár í stjórn skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi, en formaður félagsins var hann í fjögur ár, frá 1948 til 1951.
Eftir að Jóhann gerðist útgerðarmaður tók hann þátt í samtökum útvegsmanna; varð formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja og sat í stjórn LÍU og Fiskifélags Íslands. Hann var ásamt fleiri útgerðarmönnum í Eyjum hluthafi í ísfélagi Vestmannaeyja, þegar þar urðu erfiðleikar í rekstri og komu þeir félaginu á réttan kjöl. Sat Jóhann í stjóni Ísfélagsins í tíu ár, frá 1956 til 1966.
Jóhann var áhugasamur um öll framfaramál sjómannastéttarinnar. Hann var prýðilega ritfær og var ábyrgðamaður Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1954. Hann skrifaði t.d. merka grein í blaðið árið 1986 um heimsiglingu vélbátsins Frigg VE 316 frá Svíþjóð til Vestmannaeyja árið 1933. Frigg var aðeins 22ja tonna bátur, mældur 21 brúttórúmlest, með 65 hestafla June Munktell vél og sigldu þeir bátnum yfir hafið í janúarmánuði. Þeir voni þrír um borð, Jóhann Pálsson, Gunnar Guðjónsson frá Kirkjubæ og Jón Bjarnason seglasaumari, sem var skipstjóri en varð fyrir slysi á leiðinni. Hann lá ósjálfbjarga mestan hluta leiðarinnar frá Færeyjum, og varð að flytja Jón á sjúkrahús um leið og báturinn náði landi í Vestmannaeyjum eftir hrakninga og erfiða ferð.
Siglingin hvíldi því á herðum þeirra Gunnars og Jóhanns, sem hafði þá nýlega lokið skipstjóraprófi og sá um siglinguna. Ferðin frá Færeyjum tók rúma 8 sólarhringa og var þá mjög farið að óttast um að báturinn hefði farist. Á þeim tímum voru engin fjarskiptatæki í bátum af þessari stærð og siglingatæki ekki önnur en kompás og vegmælir. Eftir að Jón Bjarnason varð fyrir slysinu urðu þeir að taka upp borðið í lúkarnum og skorða Jón, vafinn sængurfotum, af á lúkarsgólfinu. Þegar ekkert borð var lengur fyrir yfirsiglingakortið var það neglt á þilið í lúkarnum. Þeir lentu ítrekað í suðvestan ofviðrum á leiðinni til Eyja og fengu brotsjó á bátinn, sem skekkti stýrishúsið og braut allar rúður. Talsveröur sjór komst í bátinn og vélin stöðvaðist. Þrátt fyrir þetta áfall og illviðri nær alla leiðina hittu þeir svo til nákvæmlega á Eyjarnar. Samtals var Frigg í 19 daga á leiðinni frá Svíþjóð þar af voru þeir þrjá daga veðurtepptir í Færeyjum. Frásögn Jóhanns er að mörgu leyti mögnuð og hefði Frigg sennilega aldrei náð landi nema fyrir aðdáunarverða sjómennsku, þrek og æðruleysi Jóhanns og Gunnars á Kirkjubæ. Þóttu þeir sannarlega úr helju heimtir.
Sjómannsævi Jóhanns Pálssonar var því um marga hluti merkileg. Minnisstæð ert.d. útilegunótt Jóhanns á Hannesi lóðs, þegar þrír Vestmannaeyjabátar lágu úti austur undir Dyrhólaey í suðaustan fárviðri og slyddubyl, en á Stórhöfða mældust 17 vindstig. Víkin og innsiglingin var algerlega ófær vegna haffóts og ekki viðlit að taka höfn, þegar þeir náðu upp undir Eyjarnar. Jóhann hélt því sjó fyrir vestan Eyjar til kvölds, þegar þeir eins og hann sagði síðar frá bnitust inn til hafhar, en ekki gaf á sjó næstu þrjá daga vegna illviðris.
Stuttu eftir 1960 höfðu sjómenn í Vestmannaeyjum miklar áhyggjur af fiskistofnunum og voru þar á undan samtíð sinni og áliti fiskifræðinga.
Fulltrúar Verðandi lögðu t.d. fram tillögur á þingi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands árið 1961 um friðun ákveðinna svæða á Eyjamiðum.
Ekki var þessu frekar sinnt, en Jóhann skrifaði merkilega grein í Morgunblaðið 21. júlí 1965 um friðun fiskimiðanna sem hann nefndi „Hvert stefhir í fiskveiðimálum okkar?" og benti þar á hættur af ofveiði og nauðsyn á verndun fiskimiðanna.
Í einkalífi sínu var Jóhann hamingjumaður, en hinn 2. nóvember 1935 kvæntist hann Ósk Guðjónsdóttur frá Oddsstöðum og eignuðust þau fjögur börn, Guðrúnu, Ragnhildi, Steinar og Herjólf. Sambúð þeirra hjóna einkenndist af gagnkvæmri ást og virðingu og áttu þau alla tíð rausnar og myndarheimili. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum fram að eldgosinu í Heimaey 1973, en fluttust þá eins og svo margir grónir Vestmannaeyingar upp á land og settust að í Reykjavík. Jóhann unni alla tíð Eyjunum og þegar hann rifjaði upp síðustu sjóferðina 1962, skrifaði hann: „Hér vil ég una alla mína ævidaga, að þessu starfi loknu, svo vænt þótti mér um þessar undurfögru og margbreytilegu eyjar, enda höfðu þær gefið mér ótrúlega mikla hamingju í lífi mínu og starfi". En um Jóhann mátti segja eins og um svo fjölmarga aðra Vestmannaeyinga, „að enginn veit sína ævina fyn en öll er".
Jóhann Pálsson verður samferðamönnum sínum minnisstæður. Hann var þrekvaxinn og karlmannlegur, röddin sérstök og ákveðin. Það mátti sjá að þar fór reyndur sjómaður. Jóhann Pálsson andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 16. febrúar s.l. og var jarðsunginn frá Áskirkju 23. febrúar.
Kvaddi þar einn af atkvæðamestu sjómönnum vélbátaaldarinnar í Vestmannaeyjum, maður sem hófst af sjálfum sér og markaði spor í útgerðar og atvinnusögu Vestmannaeyja með dugnaði og aflasæld.
Eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu sendum við hluttekningarkveðjur. Blessuð sé minning Jóhanns Pálssonar skipstjóra.
Guðjón Ármann Eyjólfsson

Benóný Friðrik Færseth

F. 17. febrúar 1955 - Dáinn 31. mars 1999

Benóný Friðrik Færseth

Benóný Friðrik Færseth skipstjóri fæddist í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Hallgrímur Færseth, og Jóna Sigríður Benónýsdóttir. Benóný Friðrik eða Binni Færseth eins og hann var alltaf kallaður var elstur átta systkina. Hin eru Ágústa Pálína Færseth, Óskar Andreas Færseth, óskírður f. 19.7. 1962 d. 8.8. 1963, Björgvin Viktor Færseth, Sigríður Katrín Færseth, Hallgrímur G. Færseth og Andrea Olga Færseth. Hinn 31. desember 1988 kvæntist Binni Færseth Stellu Jónsdóttur, og eignuðust þau fjóra drengi. Jón Gísla, maki Annika V. Geirsdóttir, barn Geir. Hafþór, Sævar og Óðin. Binni ólst upp í Keflavík og bjó þar uns hann flutti til Vestmannaeyja til að stunda nám við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum. Við frændurnir vorum saman í Stýrimannaskóla Vestmannaeyja 1975 og 1976, hjá Friðriki Ásmundssyni. Þá kynntist ég Binna vel og upp frá þeim tíma vorum við ekki bara frændur heldur líka góðir vinir í gegn um súrt og sætt. Binni var fimmtán ára þegar hann hóf sjómennsku, fyrst með fóður sínum Hallgrími Færseth á Víði II GK síðan var hann á Hamravík KE. Binni fór á sildveiðar í Norðursjó á Keflvíkingi KE. Eftir að Binni kom til Eyja réði hann sig á Gullborgu VE með Friðriki Benónýssyni frænda sínum og síðan á Elliðaey VE með Gísla Sigmarssyni. Á Danska Pétri var hann stýrimaður hjá Jóel Andersen svila sínum eftir að skóla lauk. Hann stundaði rækjuveiðar á Lunda VE með Gísla Kristjánssyni þar til hann fór á Frá VE. Þar var hann stýrimaður og fengsæll skipstjóri hjá Óskari Þórarinssyni. Árið 1986 tók Binni að sér skipstjórn á Sigurfara VE 138, sem var nýlegur bátur frá Svíþjóð, sem Bjarni Sighvatsson og Haraldur Gíslason keyptu til Eyja, Aflasæll var hann, eldklár og harðduglegur á allt sem að veiðum snéri og góður félagi um borð á sjó og í landi. Þegar Sigurfari var seldur Nesfiski í Garði 1992 flutti Binni ásamt fjölskyldu sinni aftur á æskuslóðimar í Keflavík og bjó þar til æviloka. Nú þegar þú ert farinn kæri vin, heyri ég ekki lengur "Deió DEEEEEió" sem var kallmerki okkar þegar við vorum saman á góðri stundu.
Binni og Stella voru okkar kærustu vinir. Þau hjónin voru ávallt höfðingjar heim að sækja. Hafðu þakkir fyrir samfylgdina og allt sem þú hafðir að gefa Binni minn og megi góður Guð geyma þig.
Sigmar Gíslason

Sigurjón Vídalín Guðmundsson

F. 27. september 1911 - D.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson

Sigurjón Vídalín Guðmundsson fæddist að Moldnúp undir Vestur-Eyjafjöllum, sonur Þórönnu Eyjólfsdóttur og Guðmundar Eyjólfssonar frá Mið-skála. Þau slitu samvistum áður en hann fæddist og ólst hann upp hjá móður sinni í Moldnúpi en hún sá um heimílið fyrir bróður sinn Jón, sem missti konu sína frá þremur ungum bömum. Sigurjón var eina barn móður sinnar en Guðmundur faðir hans flutti til Eyja þar sem hann kvæntist og eignaðist fimm böm. Þau voru Björn, Rakel, Þórarinn, Astvaldur og Tryggvi. Öll eru þau látin nema Tryggvi sem búsettur er í Hafnarfirði.
Sigurjón giftist árið 1938 Guðlaugu Sigurgeirsdóttur frá Hlíð undir Austur Eyjafjöllum og þann fyrsta september það sama ár fluttu þau til Eyja. Þau eignuðust fimm börn: Þóru gift Birgi Eyþórssyni. Þau eiga fjögur börn.
Sigurgeir Línberg, látinn, gifur Höllu Bergsteinsdóttur og eignuðust þau eina dóttur. Guðmund kvæntur Svanhildi Guðlaugsdóttur og eiga þau fjögur börn saman en Guðmundur á eina dóttur fyrir. Unni Jónu gift Bennó Georg Ægissyni og eiga þau eina dóttur og Sigurlínu, býr með Magnúsi S. Magnússyni og eiga þau þrjú börn.
Lífsbaráttan var hörð fyrstu árin í Eyjum og erfitt að fá vinnu en Sigurjón hafði verið einar átta vertíðir í Eyjum eins og títt var um Fjallamenn og átti því víst skipsrúm hjá Guðjóni Þorkelssyni, sem hann var hjá til margra ára. Sjómennsku stundaði hann til margra ára á vertíðarbátum. Milli vertíða komst hann í uppskipun og var þá um tímavinnu að ræða.
Síðan þurfti að hafa bátana klára fyrir vertíð og var sú vinna öll unnin kauplaust. Að vertíð lokinni fékkst vinna við vöskun á saltfiski eða farið var á sumarsíld. Einnig var hann í beitningum. Meðal þeirra báta sem hann réri á var Lítillátur með Einari Jónssyni uppeldisbróður sínum, Ver, Sjöfn, Þorgeir goði og Skúli fógeti. Mörg sumur var hann ráðs-maður í Dölum og sá þar um heyskap og fleira og átti það vel við hann enda blundaði bóndinn alltaf í honum. Hann var það sem kallað er í dag „frí-stundabóndi". Var þetta góð leið til að drýgja matarforða heimilisins auk ánægjunnar sem hann hafði af skepnunum. Sjómennsku hætti hann upp úr 1960 og fór að vinna í fiski í landi. Hann var duglegur til allra verka og mikill kappsmaður.
Síðust árin fyrir gos vann hann í Ísfélaginu bæði sem matsmaður í saltfiski og verkstjóri í móttöku og var vinnudagurinn oft ansi langur.
Pabbi var alltaf mikill verkalýðssinni og barðist fyrir bættum kjörum fólks.
Hann var formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja árin 1955-58 og síðan aftur frá 1962-64. Þetta voru miklir umbrotatímar í verkalýðsbaráttu og oft hart barist.
Í gosinu bjó hann á Eyrarbakka og stundaði þar fiskvinnu og smíðar. Hann flutti heim haustið 1974 og bauðst starf hjá Birni bróður sínum við að sjá um veiðarfæri og fleira fyrir Árna í Görðum. Þegar Björn seldi bátinn fór Sigurjón inn í Fiskiðju og vann þar til starfsloka.
Sigurjón lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 20. janúar 1999. Við kveðjum traustan eiginmann, föður og afa með þakklæti fyrir samveruna.
Unnur Jóna og Sigurlína

Björn riddari VE 127. 53 rúmlestir. Smíðaður 1878, umbyggður 1942. - Úr myndasafni Jóhanns Bjarnasonar


Karl Sigurðsson,
skipstjóri, frá Litlalandi, Vestmannaeyjum

Minning

Karl Sigurðsson

Karl Sigurðsson var fæddur í Vestmannaeyjum 16. nóvember 1905. Foreldrar hans voru Sigurður Hróbjartsson, útgerðarmaður, og kona hans Halldóra Hjörleifsdóttir.
Karl hóf ungur sjómennsku á Hansínu og síðar á mb. Geir goða en varð formaður 1927 með mb. Auði og eftir það með mb. Þrist, mb. Gunnar Hámundarson, mb. Ágústu og mb. Þorgeir goða til ársins 1938. Hann fluttist eftir það til Reykjavíkur og var þar með mb. Minný og mb. Ásgeir. Karl var mörg sumur með skip og báta á síldveiðum ryrir Norðurlandi. Karl lést 5. maí 1959.

Af því þú varst Eyjamaður alinn upp við reiðan sjó var þinn andi ýmist glaður eða minnti á hret og snjó. Ungur varstu aflamaður alla tíð í fremstu röð sigldir fram, til sóknar hraður sem þín skipshöfn djörf og glöð. Á sama skipi sigldum lengi
á síldveiðum við Norðurland
allt var þar í afbragðs gengi,
aldrei skipi siglt í strand.
Oft var skap þitt eins og hafið,
ótamið og villt í senn,
en eftir storminn, gleymt og grafið,
getur það hent bestu menn.
Síldin óð í yfirborði engin mistök voru leyfð ótrúlegur orðaforði í alvöru yfir hópinn dreifð. Ef að eitthvað út af bæri ekkert grin á ferðum var. Aldrei man ég að svo færi að ekki næðist síldin þar.
Stutt þó væri storma milli þú stefndir fram, í djörfum leik fiskaðir af frægð og snilli forusta þín aldrei sveik. Svo var eins og sérstök gáfa segði þér hvar fiskur var sér í lagi síld að háfa á síldar miðum, norður þar.
Á m.b. Minnie aðeins vóru úrvals menn og hörkutól hjá þér Kalli köstin stóru komu, eins og gleðisól. Áræði og afbragðs snilli einkenndi þinn formanns brag. Það fór ekki mála á milli að mjög þú bættir okkar hag.
Oft við sigldum öldu krappa út á hafsins fiskimið nú ert þú, með káta kappa kominn á hin æðri svið. Eftir stend eg einn við haftð aðeins bíð, uns kallið fæ, glaður verð, er geislum vafið, gósenlandið rís úr sæ.
Benedikt Sæmundsson vélstjóri frá Fagrafelli í Vestmannaeyjum, hefur búið á Akureyri sl. 50 ár