Guðni Jónsson (Ólafshúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðni

Guðni Jónsson, Vegamótum, („Guðni í Ólafshúsum“), fæddist 6. júní 1903 í Ólafshúsum í Vestmannaeyjum og lést 12. febrúar 1944. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Kona Guðna var Anna Eiríksdóttir frá Vegamótum og börn þeirra Eiríkur, Jón Bergur, lézt á öðru ári, Sigurbjörg, Gylfi, og Hjálmar.

Guðni tók þátt í fyrsta Skákmeistaramóti Vestmannaeyja, sem hið nýstofnaða félag Taflfélag Vestmannaeyja hélt, þar sem hann varð í þriðja sæti með 9,5 vinninga.

Eftir fermingu hóf Guðni sjómennsku á vélbátum, lengst af á Karli hjá Ólafi Ingileifssyni. Formennsku byrjaði Guðni árið 1925 á Gideon. Eftir það var hann meðal annars með Karl VE-233, Frigg VE-316 og Njörð VE-220 sem hann fórst með 12. febrúar 1944 ásamt allri áhöfn í aftakaveðri suðvestur af Einidrangi.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Guðni Jónsson

Myndir



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Pers.
  • Íslensk skip. Jón Björnsson. Iðunn 1990.