Þórey Jóhannsdóttir (Vallartúni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórey Jóhannsdóttir húsfreyja í Vallartúni fæddist 17. ágúst 1918 og lést 12. mars 1999.
Faðir Þóreyjar var Jóhann Magnús Magnússon bóndi í Hafnarnesi í Stöðvarsókn í Stöðvarfirði, f. 24. desember 1890, d. 20. desember 1969, Magnússon, frá Færeyjum, sjávarbónda í Hafnarnesi 1890, f. 21. september 1853, d. 12. febrúar 1924, Andréssonar (Andreas), f. 19. febrúar 1818, d. 28. janúar 1882, Magnússonar (Magnussen), og konu Andrésar, Elisabeth Cathrine Joensdatter, f. 1818, d. 13. desember 1888.
Móðir Jóhanns (Magnúsar Jóhanns) og kona Magnúsar á Hafnarnesi var Björg húsfreyja, f. 23. september 1857, d. 22. nóvember 1947, Guðmundsdóttir bónda í Hafnarnesi í Stöðvarsókn 1860, f. 6. nóvember 1826, d. 10. mars 1893, Einarssonar, og konu Guðmundar Einarssonar í Hafnarnesi, Þuríðar húsfreyju, f. 1826, Einarsdóttur.

Móðir Þóreyjar og kona Jóhanns Magnúsar í Hafnarnesi var Guðríður húsfreyja í Hafnarnesi, f. í Stöðvarsókn í S-Múl. 2. júní 1893, d. 30. maí 1969, jarðs. í Eyjum, Lúðvíksdóttir bónda í Gvendarnesi þar 1901, f. 2. ágúst 1856, d. 5. ágúst 1927, Guðmundssonar bónda í Hafnarnesi, f. 6. nóvember 1826, d. 10. mars 1893, Einarssonar, og konu Guðmundar, Þuríðar húsfreyju, f. 1826, Einarsdóttur.

Móðir Guðríðar og kona Lúðvíks í Gvendarnesi var Halldóra húsfreyja, f. 19. október 1865, d. 12. maí 1938, Baldvinsdóttir bónda í Krosshjáleigu í Berufirði og síðar á Gvendarnesi, f. 1840, Gunnarssonar, og konu Baldvins, Sigríðar húsfreyju, f. 1835, Halldórsdóttur.

Bróðir Þóreyjar var Magnús Jóhannsson á Hrauni.
Foreldrar þeirra fluttust til Eyja á efri árum sínum og dvöldu á Hrauni hjá Magnúsi.

Maður Þóreyjar (á jólum 1940) var Guðjón Björnsson sjómaður frá Norður-Gerði, f. 10. maí 1908, d. 28. nóvember 1999.
Þau Guðjón hófu búskap á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð og bjuggu þar í 18 ár, en fluttust þá til Eyja. Þar eignuðust þau Vallartún árið 1958 og áttu þar heimili fram að Gosi. Eftir gosið bjuggu þau að Helgafellsbraut 31.
Börn Þóreyjar og Guðjóns:
1. Valbjörn Guðjónsson, f. 8. nóvember 1936.
2. Björg Guðjónsdóttir, f. 8. janúar 1940.
3. Jóhann, f. 4. september 1942.
4. Jón Ingi, f. 5. febrúar 1946.
5. Guðríður Hallbjörg, f. 6. júlí 1953, d. 16. júní 1995.
6. Andvana fætt barn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
  • Morgunblaðið 31. desember 1999. Guðjón Björnsson. Minning. Jón Ingi Guðjónsson.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.