Guðrún Kristjánsdóttir (Stað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún
Guðrún
Fjölskyldan á Stað
Lilla á Stað

Guðrún Kristjánsdóttir (Lilla á Stað) fæddist 25. ágúst 1929. Foreldrar hennar voru Kristján Egilsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir.

Æskuheimili hennar var Staður, Helgafellsbraut 10. Þar bjó hún til 20 ára aldurs. Þann 11. febrúar 1950 gengu hún og Pétur Ágústsson múrari í hjónaband. Börn þeirra eru Sigurbjörg, Ágúst, Kristján, Elí og Lára.

Guðrún lærði kjólasaum og starfaði við það á heimili sínu meðfram heimilisrekstri. Þau hjón byggðu sér hús að Helgafellsbraut 27 og bjuggu þar frá 1956 til júní 1966 er þau fluttu til Reykjavíkur.

Guðrún bjó seinasta árið á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík, þar sem hún lést þ. 3. janúar 2014.



Heimildir Börn Guðrúnar

  • Samantekt: Kristján Pétursson