Oddný Larsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddný Larsdóttir frá frá Útstekk í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð, húsfreyja fæddist 2. október 1916 og lést 23. desember 2007.
Foreldrar hennar voru Lars Sören Jónasson bóndi, f. 30. október 1873 á Útstekk, d. 6. október 1952 og kona hans Ólöf Bergþóra Stefánsdóttir frá Seljateigi í Reyðarfirði, húsfreyja, f. þar 22. apríl 1883, d. 12. september 1968.

Oddný var með foreldrum sínum í Útstekk í æsku, en farin þaðan 1934.
Þau Jón giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Norður-Gerði, síðan í Víðidal við Vestmannabraut 33 og síðast á Nýjalandi við Heimagötu 26. Þau fluttu til Hveragerðis og síðan í Hafnarfjörð, bjuggu á Heiðvangi 1.
Jón lést 1999 og Oddný 2007.

I. Maður Oddnýjar, (29. desember 1940), var Jón Björnsson frá Norður-Gerði, sjómaður, verkamaður, starfsmaður á Grafskipinu Vestmannaey, f. 18. janúar 1913 í Gerði, d. 6. desember 1999 á Vífilsstöðum.
Börn þeirra:
1. Hlöðver Björn Jónsson, f. 25. júlí 1935, d. 8. apríl 1997.
2. Ólöf Lára Jónsdóttir, f. 23. júní 1945.
3. Jakobína Bára Jónsdóttir, f. 12. apríl 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.