Oddný Larsdóttir
Oddný Larsdóttir frá frá Útstekk í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð, húsfreyja fæddist 2. október 1916 og lést 23. desember 2007.
Foreldrar hennar voru Lars Sören Jónasson bóndi, f. 30. október 1873 á Útstekk, d. 6. október 1952 og kona hans Ólöf Bergþóra Stefánsdóttir frá Seljateigi í Reyðarfirði, húsfreyja, f. þar 22. apríl 1883, d. 12. september 1968.
Oddný var með foreldrum sínum í Útstekk í æsku, en farin þaðan 1934.
Þau Jón giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Norður-Gerði, síðan í Víðidal við Vestmannabraut 33 og síðast á Nýjalandi við Heimagötu 26. Þau fluttu til Hveragerðis og síðan í Hafnarfjörð, bjuggu á Heiðvangi 1.
Jón lést 1999 og Oddný 2007.
I. Maður Oddnýjar, (29. desember 1940), var Jón Björnsson frá Norður-Gerði, sjómaður, verkamaður, starfsmaður á Grafskipinu Vestmannaey, f. 18. janúar 1913 í Gerði, d. 6. desember 1999 á Vífilsstöðum.
Börn þeirra:
1. Hlöðver Björn Jónsson, f. 25. júlí 1935, d. 8. apríl 1997.
2. Ólöf Lára Jónsdóttir, f. 23. júní 1945.
3. Jakobína Bára Jónsdóttir, f. 12. apríl 1949.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 16. desember 1999. Minning Jóns.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.