Ásta Arnmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Arnmundsdóttir.

Ásta Arnmundsdóttir kennari fæddist 26. febrúar 1946 í Ártúni við Vesturveg.
Foreldrar hennar voru Arnmundur Óskar Þorbjörnsson frá Reynifelli netagerðarmeistari, útgerðarmaður, f. þar 18. apríl 1922, d. 3. júlí 2014, og kona hans Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1921 á Norðfirði, d. 30. september 1997.

Börn Kristínar og Arnmundar:
1. Ásta Arnmundsdóttir kennari, f. 26. febrúar 1946 í Ártúni. Maður hennar er Sigurður Jónsson fyrrverandi bæjarfulltrúi, sveitarstjóri, bæjarstjóri, ritstjóri, kaupmaður.
2. Gyða Margrét Arnmundsdóttir húsfreyja, kennari f. 28. júní 1952 að Brimhólabraut 6. Maður hennar Viðar Már Aðalsteinsson tæknifræðingur.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku, í Ártúni og að Brimhólabraut 6, en lauk landsprófi í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1962.
Hún var við enskunám við Newbold College á Englandi 1963, tók dönskunámskeið í Kennaraháskólanum 1971.
Ásta lauk prófi í námsráðgjöf í Háskóla Íslands árið 2002.
Hún var kennari við Barnaskólann 1967-1975 og 1977-1979.
Ásta rak verslun í Eyjum 1979-1982, vann á sumrum við fiskiðnað og afgreiðslu.
Hún var forstöðumaður skóladagheimilis aðventista í Eyjum frá 1983-1990.
Ásta sat í stjórn safnaðar Sjöunda dags aðventista í Eyjum frá 1982-1990, Foreldrafélags Barnaskólans 1980-1982, formaður 1982. Þá sat hún í áfengisvarnarnefnd Vestmannaeyja frá 1983-1990.
Hún var kennari við Gerðaskóla 1990 til 2005, við Þjórsárskóla 2006 til 2007 og námsráðgjafi og sérkennari við Myllubakkaskóla frá 2007 til 2015.
Þau Sigurður giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Fjólugötu 8.
Þau fluttu til Lands 1990, búa nú í Kríulandi 1 í Suðurnesjabæ.

I. Maður Ástu, (20. nóvember 1971), er Sigurður Jónsson kennari, bæjarfulltrúi, sveitarstjóri, bæjarstjóri, ritstjóri, kaupmaður, f. 10. júlí 1945.
Börn þeirra:
1. Arnmundur Sigurðsson netagerðarmaður, rafvirki, f. 11. mars 1970. Kona hans Ingunn Rós Valdimarsdóttir og Ingibjargar Bragadóttur.
1. Guðbjörg Sigurðardóttir leikskólakennari, f. 3. október 1974. Maður hennar Hafliði Hjartar Sigurdórsson.
2. Sigurður Óskar Sigurðsson félagsliði, meðferðarfulltrúi, f. 3. nóvember 1975. Kona hans Kristjana Dröfn Haraldsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ásta.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.