Jónína Einarsdóttir (Seljalandi)
Jónína Einarsdóttir húsfreyja á Seljalandi fæddist 25. mars 1885 í Hlíð u. Eyjafjöllum og lést 22. september 1968.
Foreldrar hennar voru Ólöf Þórðardóttir vinnukona, síðar húsfreyja á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, f. 20. janúar 1862 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 16. apríl 1935, og barnsfaðir hennar Einar Jónsson, þá vinnumaður í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, síðar bóndi og sjómaður í Norðurgarði, f. 12. júní 1859 að Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 8. ágúst 1937.
Börn Ólafar Þórðardóttur og Finns Sigurfinnssonar og hálfsystkini Jónínu í Eyjum:
1. Jóhann Kristinn Finnsson sjómaður í Hlíð 1910, f. 30. júlí 1889, d. 11. janúar 1915.
2. Þórfinna Finnsdóttir, (kölluð Þóra), húsfreyja í Eyjum, f. 28. maí 1891, d. 15. nóvember 1976.
3. Helga Finnsdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1893, d. 25. apríl 1989.
4. Sigrún Finnsdóttir húsfreyja í Sólhlíð 19, f. 13. júlí 1894, síðast í Reykjavík, d. 7. mars 1972.
5. Finnbogi Finnsson vélgæslumaður í Íshúsinu, f. 7. nóvember 1898, d. 7. ágúst 1926.
6. Ingibjörg Finnsdóttir vinnukona, f. 17. september 1896, d. 9. mars 1924.
7. Friðfinnur Finnsson kafari, kaupmaður, f. 22. desember 1901, d. 6. september 1989.
Jónína var með móður sinni og Finni fósturföður sínum á Stóru-Borg
1890. Finnur drukknaði 1901 og í lok ársins var Jónína hjá Einari föður sínum í Norðurgarði, var vinnukona þar 1906 og enn 1909.
Hún var unnusta Jóns Guðmundssonar í Dal 1910. Þau giftust 1911, voru komin í nýbyggt hús sitt Seljaland 1912, eignuðust þar tvö börn.
Jón lést 1915.
Jónína bjó áfram á Seljalandi, leigði mikinn hluta hússins í fyrstu. Þannig voru þrjár fjölmennar fjölskyldur leigjendur þar 1916 og fjórar fjölskyldur auk einstaklinga leigjendur 1920.
1923 var hún með börnin í heimili með Sigurði bróður sínum og Margréti konu hans og Ástu Margréti barni þeirra.
Ísak Árnason var á heimilinu 1924 og var Jónína skráð unnusta hans. Hann bjó síðan með henni.
Jón Þórmundur fæddist þeim þar 1927.
Jónína lést 1968 og Ísak 1971.
I. Fyrri maður Jónínu, (19. febrúar 1911), var Jón Guðmundsson sjómaður í Dal, f. 19. september 1878, d. 20. mars 1915.
Börn þeirra:
1. Einar Jónsson sjómaður, f. 17. apríl 1911.
2. Guðmunda Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1914.
II. Síðari maður hennar var Ísak Árnason sjómaður, f. 24. desember 1897, d. 13. febrúar 1971.
Barn þeirra var
3. Jón Þórmundur Ísaksson flugmaður, flugumferðarstjóri, f. 28. febrúar 1927, d. 14. maí 2015.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.