Gunnar Marel Jónsson
Gunnar Marel Jónsson fæddist 6. janúar 1891 og lést 7. maí 1979. Hann flutti til Vestmannaeyja þegar hann var tvítugur. Árið 1914 kvæntist Gunnar Sigurlaugu Pálsdóttur en hún lést árið 1976. Bjuggu þau lengst af í Brúarhúsi sem stóð á horni Vestmannabrautar og Heimagötu. Það fór undir hraun í gosinu 1973. Brúarhús var ævinlega kallað Hornið og börn þeirra Gunnars og Sigurlaugar alltaf kennd við Hornið. Á meðal sona Gunnars voru Jón, Þorsteinn og Tryggvi allir vélstjórar, en auk hans átti hann 12 börn. Gunnar og Sigurlaug eignuðust 12 börn, en úr fyrra sambandi átti hann þrjú börn.
Á veturna stundaði Gunnar sjómennsku en vann við smíðar á sumrin.
Gunnar Marel er þó líklega þekktastur fyrir störf sín í skipasmíði og störf hans fyrir Dráttarbraut Vestmannaeyja en þar var hann forstöðumaður frá 1925-1958. Eftir það hafði hann yfirumsjón með allri smíðavinnu til ársins 1968. Gunnar var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1940 fyrir störf sín. Stærsti báturinn sem Gunnar smíðaði var Helgi VE-333, um 100 smálestir.
Heimildir
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, 1979.
Frekari umfjöllun
Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari og forstöðumaður Dráttarbrautar Vestmannaeyja fæddist 6. janúar 1891 í Framnesi í Hraunshverfi á Eyrarbakka og lést 7. maí 1979.
Faðir Gunnars Marels var Jón formaður að Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 17. september 1856, d. 8. september 1941, Guðmundsson bónda og formanns á Gamla-Hrauni 1860, f. 10. júlí 1830, d. 21. febrúar 1914, Þorkelssonar bónda í Mundakoti, f. 1802, d. 29. apríl 1880, Einarssonar „ríka“ Hannessonar, og konu Þorkels í Mundakoti, Guðrúnar húsfreyju, f. 1804, d. 8. júní 1863, Magnúsdóttur í Mundakoti Arasonar.
Móðir Jóns á Gamla-Hrauni og kona Guðmundar Þorkelssonar var Þóra húsfreyja, f. 24. október 1830, d. 4. september 1918, Símonardóttir bónda, skipasmiðs og formanns í Brautartungu í Stokkseyrarhreppi, en lengst á Gamla-Hrauni, f. 1801 í Simbakoti, d. 21. nóvember 1881, Þorkelssonar bónda, skipasmiðs og hreppstjóra á Gamla-Hrauni, Jónssonar og konu Þorkels, Valgerðar húsfreyju, f. 1765, d. 7. febrúar 1859, Aradóttur Jónssonar.
Þóra var eftirsótt til hjúskapar. Tyrfingur Snorrason formaður á Stokkseyri var einn þeirra, sem á sóttu, en missti af til Guðmundar Þorkelssonar. Tyrfingur kvæntist ekki. Hann kvað:
- Eg á fljóðum fæ ei ást,
- finn því hljóður trega,
- því sú góða Þóra brást;
- það fór slóðalega.
Móðir Þóru og kona Símonar var Sesselja húsfreyja og móðir amk. 15 barna, f. 1801, d. 1859, Jónsdóttir bónda á Ásgautsstöðum, Óseyrarnesi (Nesi), síðast á Selfossi, f. 1767, d. 8. febrúar 1856, Símonarsonar og konu Jóns Símonarsonar, Guðrúnar húsfreyju frá Kakkarhjáleigu (síðar nefnt Hoftún), f. 1769, d. 15. apríl 1837, Snorradóttur, Knútssonar.
Móðir Gunnars Marels og kona Jóns á Gamla-Hrauni var Ingibjörg Gíslína húsfreyja á Gamla-Hrauni, f. 1. september 1867, d. 2. apríl 1937, Jónsdóttir bónda á Miðhúsum í Sandvíkurhreppi, f. 12. apríl 1834, d. 19. júní 1872, Jónssonar bónda á Vötnum í Ölfusi, f. 1801, d. 19. febrúar 1865, Þórðarsonar, Jónssonar, og konu Þórðar, Ingveldar Guðnadóttur.
Móðir Jóns á Míðhúsum og kona Jóns á Vötnum var Sigríður húsfreyja, f. 28. maí 1806, d. 25. mars 1868, Gísladóttir bónda og hreppstjóra í Reykjakoti í Ölfusi, f. 1760, d. 27. maí 1840, Guðnasonar, og konu Gísla, Guðríðar húsfreyju, f. 1765 að Sogni í Ölfusi, d. 6. maí 1837, Jónsdóttur.
Móðir Ingibjargar Gíslínu og kona Jóns á Miðhúsum var Aðalbjörg húsfreyja, f. 31. janúar 1830 á Álftanesi, d. 15. október 1917, Eyjólfsdóttir bónda á Brekkuflöt á Álftanesi 1845, f. 29. ágúst 1800, d. 12. mars 1868, Eyjólfssonar, Jónssonar.
Móðir Aðalbjargar og kona Eyjólfs á Brekkuflöt var Ingibjörg húsfreyja, f. 5. desember 1797 á Þórustöðum í Grímsnesi, d. 22. maí 1866, Sturludóttir bónda á Þórustöðum, skírður 19. desember 1750, d. 27. ágúst 1823, Jónssonar.
Börn Jóns Guðmundssonar á Gamla-Hrauni og Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur húsfreyju voru:
1. Vigdís Jónsdóttir húsfreyja í Selkirk í Kanada, f. 27. júní 1885
2. Þórður Jónsson formaður og skipasmiður á Bergi, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939.
3. Guðmundur Jónsson formaður, skipasmiður á Háeyri, f. 14. október 1888, d. 27. nóvember 1976.
4. Guðrún Aðalbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Tjörn á Stokkseyri, f. 22. október 1889, d. 6. október 1976.
5. Gunnar Marel Jónsson formaður og skipasmiður, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979.
6. Magnús Valdimar Jónsson skipasmiður á Bergi, f. 27. október 1892, d. 13. október 1920.
7. Ágúst Jónsson, f. 9. ágúst 1894, d. 4. desember 1905.
8. Ingiríður Dagmar Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. ágúst 1895, d. 7. maí 1986.
9. Haraldur Jónsson sjómaður á Bergi, f. 18. nóvember 1899, d. 20. febrúar 1962.
10. Guðni Jónsson prófessor, f. 22. júlí 1901, d. 4. mars 1974. Hann var kennari við unglingaskóla í Eyjum 1926-1927.
11. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 3. ágúst 1903, d. 1. september 1995.
12. Lúðvík Jónsson bakarameistari, síðar á Selfossi, f. 14. október 1904, d. 21. mars 1983. Hann ólst upp hjá Árna Filippussyni og Gíslínu Jónsdóttur í Ásgarði, en Gíslína var móðursystir hans.
13. Ágústína Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. mars 1906, d. 1. nóvember 1989. Hún ólst upp um skeið hjá Þórði á Bergi, en lengst í Ásgarði hjá Árna og Gíslínu.
14. Guðmundur Júníus Jónsson sjómaður í Eyjum, síðar skipstjóri á Akranesi, f. 29. júní 1908, d. 22. ágúst 1972.
15. Þorsteinn Páll Jónsson símavarðstjóri í Reykjavík, f. 15. ágúst 1909, d. 25. júlí 1982.
16. Jónína Helga Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. desember 1910, d. 31. janúar 1992.
17. Anna Katrín Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. apríl 1912, d. 23. maí 1999.
Móðursystur systkinanna voru:
1. Gíslínu Jónsdóttur húsfreyja í Ásgarði, f. 18. apríl 1871, d. 18. júlí 1953.
2. Aðalbjörg Jónsdóttir í Miðey, f. 14. september 1863, d. 2. júlí 1947.
Gunnar Marel ólst upp á Byggðarhorni í Flóa frá 5 mánaða aldri. Hann bjó í Reykjavík 1910, en var útgerðarmaður, leigjandi hjá Þórði bróður sínum á Bergi 1910.
Sigurlaug fluttist til Eyja 1912. Þau bjuggu í Miðey við giftingu 1914 og þar fæddist Páll Óskar fyrsta barn þeirra á árinu, Guðrún Olga 1915, Gunnlaugur Tryggvi 1916. Þau bjuggu í Þinghúsinu við fæðingu Eggerts 1917, í Bifröst við fæðingu Rannveigar Huldu 1918.
Þau misstu Rannveigu Huldu 4 mánaða gamla 1918 og Eggert eldri í febrúar 1920 á Hjalteyri. Þau bjuggu á Eystri-Oddsstöðum síðar 1920 með 4 börnum sínum og þar fæddist Guðmunda í júlí. Þau voru komin í Brúarhús (Hornið) 1922 og bjuggu þar síðan. Sigurlaug var sjúklingur á sjúkrahúsinu við Gos 1973, en Gunnar bjó á Horninu með Svövu dóttur sinni í byrjun gossins.
Sigurlaug lést 1976 og Gunnar Marel 1979.
I. Barnsmóðir Gunnars Marels að tveim börnum var Kristín Sigríður Jónsdóttir, þá ekkja í Hólshúsi, f. 24. september 1883, d. 27. maí 1957.
Börn þeirra voru:
1. Ingvar Valdimar Gunnarsson, f. 10. nóvember 1910 í Hólshúsi, d. 25. ágúst 1928.
2. Ásta Rut Gunnarsdóttir húsfreyja í Hólshúsi f. 26. janúar 1914, d. 22. desember 2000.
II. Barnsmóðir Gunnars Marels var Jónína Jóhannsdóttir, síðar húsfreyja í Garðsauka, f. 30. október 1886, d. 6. september 1976.
Barn þeirra var
3. Margrét Theodóra Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. nóvember 1911, d. 28. apríl 1991.
III. Kona Gunnars Marels, (24. janúar 1914), var Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1892, d. 23. apríl 1976.
Börn þeirra voru:
4. Páll Óskar Gunnarsson, f. 21. apríl 1914 í Miðey, d. 10. október 1976.
5. Guðrún Olga Gunnarsdóttir, f. 26. apríl 1915 í Miðey, d. 25. október 1925.
6. Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson vélstjóri, f. 29. apríl 1916 í Miðey, d. 22. mars 2001.
7. Eggert Gunnarsson, f. 13. júní 1917 í Þinghúsinu, d. 24. febrúar 1920.
8. Rannveig Hulda Gunnarsdóttir, f. 2. ágúst 1918 í Bifröst, d. 3. desember 1918.
9. Guðmunda Gunnarsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður, bæjarfulltrúi, f. 30. júlí 1920 á Oddsstöðum, d. 25. maí 2009.
10. Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922 í Brúarhúsi, (Horninu, Vestmannabraut 1), d. 4. janúar 1991.
11. Guðni Kristinn Gunnarsson verkfræðingur, f. 25. október 1925 í Brúarhúsi, d. 10. júlí 1984.
12. Jón Gunnarsson vélstjóri, skipasmíðameistari, f. 2. desember 1927 í Brúarhúsi, d. 4. desember 2005.
13. Svava Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1929 í Brúarhúsi.
14. Þorsteinn Gunnarsson vélstjóri, f. 1. nóvember 1932 í Brúarhúsi, d. 24. maí 1958.
15. Þórunn Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1939 í Brúarhúsi, d. 12. júní 2020.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
- Heimaslóð.is.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
Myndir
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Iðnaðarmenn
- Skipasmiðir
- Fólk fætt á 19. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar á Bergi
- Íbúar í Miðey
- Íbúðar í Þinghúsinu
- Íbúar á Bifröst
- Íbúar á Hjalteyri
- Íbúar á Oddsstöðum
- Íbúar í Brúarhúsi
- Íbúar á Horninu
- Íbúar við Vestmannabraut
- Íbúar við Bárustíg
- Íbúar við Heimagötu
- Íbúar við Vesturveg