Margrét Eyjólfsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja á Lambhúshóli u. Eyjafjöllum, síðast í dvöl hjá Eyjólfi syni sínum og Jórunni á Kirkjubæ, fæddist 1799 í Efra-Hólakoti u. Fjöllunum og lést 13. júní 1873 á Kirkjubæ.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Ísleifsson bóndi á Harða-Velli þar, f. 1732, d. 27. apríl 1801, og kona hans Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 9. október 1769 á Harða-Velli u. Eyjafjöllum, d. 26. október 1818.

Margrét var tveggja ára með ekkjunni móður sinni í Efra-Hólakoti 1801, með henni og Þorvaldi Stefánssyni stjúpföður sínum þar 1816, húsfreyja í Björnskoti u. Eyjafjöllum 1835 með Eiríki Einarssyni og þrem börnum þeirra.
Þau voru á Lambhúshóli þar 1840 með fimm börnum sínum.
1845 voru þau á Lambhúshóli.
Eiríkur lést 1848 og 1850 var Margrét hjá Guðrúnu dóttur sinni á Lambhúshóli. Hún var vinnkuona í Neðridal u. V-Eyjafjöllum 1860.
1870 var hún hjá Guðrúnu dóttur sinni í Stóra-Dal þar.
Margrét fluttist til sonar síns og Jórunnar Skúladóttur á Kirkjubæ 1872.
Hún lést þar 1873.

Börn hennar í Eyjum voru:
1. Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja á Lambhúshóli.
2. Eyjólfur Eiríksson bóndi á Kirkjubæ.

Maður Margrétar, (16. október 1823), var Eiríkur Einarsson bóndi á Lambhúshóli, f. 30. júní 1787 í Skálakoti u. Eyjafjöllum, d. 6. október 1848.
Börn þeirra hér:
1. Einar Eiríksson, f. 29. júní 1825, drukknaði 17. febrúar 1842.
2. Guðrún Eiríksdóttir, f. 10. júlí 1824, d. 9. nóvember 1911.
3. Eyjólfur Eiríksson, f. 8. nóvember 1826, d. 30. mars 1827.
4. Jón Eiríksson, f. 13. janúar 1828, d. 25. mars 1828.
5. Jón Eiríksson, f. 19. október 1929, d. 13. desember 1829.
6. Guðmundur Eiríksson, f. 28. júní 1832. Hann var líklega vinnumaður í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð 1855.
7. Ísleifur Eiríksson, f. 8. ágúst 1834, d. 15. október 1834.
8. Eyjólfur Eiríksson bóndi á Kirkjubæ, f. 9. október 1835, d. 2. febrúar 1897.
9. Jón Eiríksson, f. 23. febrúar 1838, d. 29. desember 1838.
10. Margrét Eiríksdóttir húsfreyja í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 3. október 1840, d. 2. júlí 1905.
11. Arnþrúður Eiríksdóttir vinnukona í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, f. 4. ágúst 1845, d. 14. október 1919.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.