Svanhildur Guðlaugsdóttir
Svanhildur Guðlaugsdóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 16. október 1959.
Foreldrar hennar Guðlaugur Þórarinn Helgason frá Litlu-Heiði við Sólhlíð 21, sjómaður, verkstjóri, f. 13. nóvember 1928, d. 23. september 1982, og kona hans Lilja Sigríður Jensdóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1930, d. 10. júlí 2022.
Börn Lilju og Guðlaugs:
1. Guðrún Erla Guðlaugsdóttir, f. 2. maí 1952 að Heimagötu 30.
2. Kristný Hulda Guðlaugsdóttir, f. 4. ágúst 1954, d. 18. júlí 2004.
3. Helga Guðlaugsdóttir, f. 24. janúar 1956.
4. Svanhildur Guðlaugsdóttir, f. 16. október 1959.
5. Gylfi Þór Guðlaugsson, f. 22. júlí 1963.
6. Erna Guðlaugsdóttir, f. 27. desember 1969.
Svanhildur var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann verslunarstörf í Skýlinu á Básaskersbryggju.
Þau Jóhannes giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Kirkjubæjarbraut 3, búa við Helgafellsbraut 5b.
I. Maður Svanhildar er Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn, f. 24. maí 1958.
Börn þeirra:
1. Hjördís Jóhannesdóttir, f. 20. september 1982.
2. Ólafur Björgvin Jóhannesson, f. 17. nóvember 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.