Bergsteinn Erlendsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bergsteinn Erlendsson.

Bergsteinn Erlendsson vinnumaður, sjómaður, vélamaður fæddist 28. desember 1887 í Engigarði í Mýrdal og drukknaði 3. mars 1918.
Foreldrar hans voru Erlendur Björnsson bóndi, f. 14. ágúst 1864 í Holti í Mýrdal, d. 16. febrúar 1927, og kona hans Ragnhildur Gísladóttir húsfreyja, f. 28. júní 1861 á Mið-Fossi í Mýrdal, d. 1. nóvember 1921.

Bróðir Bergsteins var Björn Erlendsson skipstjóri, f. 2. október 1889, drukknaði 3. mars 1918.

Bergsteinn var með foreldrum sínum í Engigarði til 1898, í Vík 1898-1901, var tökubarn á Litlu-Heiði og síðan vinnumaður 1901-1905, hjá foreldrum sínum í Vík 1905-1917.
Hann fór til Eyja 1917, keypti bátinn Adólf VE 191 með Birni bróður sínum og Friðriki Svipmundssyni á Löndum, var vélamaður á bátnum og fórst 1918 með Birni og þrem öðrum sjómönnum.
Bergsteinn var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.