Halldóra Jónsdóttir (Búrfelli)
Halldóra Jónsdóttir húsfreyja fæddist 17. ágúst 1924 á Ólafsfirði og lést 28. mars 2007.
Foreldrar hennar voru Jón Friðrik Bergsson sjómaður, f. 12. maí 1883 á Fossbakka í Ólafsfirði, d. 29. mars 1942, og kona hans Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. september 1887 í Skeggjabrekku í Ólafsfirði, d. 27. nóvember 1949.
Börn Margrétar og jJóns – í Eyjum:
1. Óli Jónsson sjómaður, f. 27. júní 1909, d. 30. júlí 1981.
2. Jakobína Jónsdóttir, kona Júlíusar Sigurðssonar á Skjaldbreið.
3. Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1924, d. 28. mars 2007.
4. Bergur Ragnar Jónsson sjómaður, öryrki, f. 22. maí 1929, d. 8. júlí 1996.
Halldóra var með foreldrum sínum í æsku, á Strandgötu 2 í Ólafsfirði 1941. Hún fluttist til Eyja 1947, var þá verkakona á Búrfelli.
Þau Halldór bjuggu á Hásteinsvegi 48 1949, giftu sig 1950, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 48 við giftingu sína, í Brautarholti við Landagötu 3b 1953, á Selalæk við Vesturveg 26 við Gos og 1979, á Ásavegi 5 1986, á Eyjahrauni 12 við lát Halldórs 1999. Halldóra dvaldi að síðustu í Hraunbúðum og lést 2007.
I. Maður Halldóru, (27. maí 1950), var Halldór Jón Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður frá Búrfelli við Hásteinsveg 12, f. 6. júní 1926, d. 26. september 1999.
Börn þeirra:
1. Margrét Jóna Halldórsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari í Reykjavík, f. 25. janúar 1950 á Hásteinsvegi 48. Maður hennar Þorberg Ólafsson.
2. Ólöf Þórey Halldórsdóttir húsfreyja, bjó síðast á Hellu, f. 11. mars 1952 á Hásteinsvegi 48, d. 11. október 2022. Sambúðarmaður hennar Hilmar Ásgeirsson. Sambúðarmaður hennar Einar Sigurðsson.
3. Eyja Þorsteina Halldórsdóttir Hrauntúni 45, húsfreyja, starfsmaður leikskóla, f. 10. júní 1954 í Brautarholti, d. 21. desember 2021. Maður hennar Finnbogi Halldórsson ættaður frá Norðurgarði. Barnsfaðir hennar Sævar Sveinsson Matthíassonar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 5. apríl 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.