Húsin á Heimaey

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hús á Heimaey með fjölbreytilega liti á þökum

Frá upphafi byggðar í Vestmannaeyjum var gjarnan sá siður hafður að gefa hverju húsi nafn, sem húsbyggjandi valdi oft frá æskustöðvum sínum, en á seinni árum hefur þessi siður að mestu fallið niður og hvert íbúðarhús fær númer í stað nafns. Þannig er hætta á nöfn húsanna gleymist sé þeim ekki safnað saman.

 • Listi yfir hús. Hér má skoða lista yfir öll hús sem bara nafn í Vestmannaeyjum auk ónefndra húsa.

Fyrstur manna í Eyjum, sem byrjaði að safna þessum nöfnum, var Ingibjörg Jónsdóttir, húsfreyja í Þorlaugargerði eystra, og tók Þorsteinn Víglundsson við af henni.

Elsta húsið í Eyjum er Landlyst. Það var byggt árið 1858 og er langelst húsa í dag. Mörg gömlu húsanna fóru undir hraun eða hafa verið rifin á seinni árum. Elsta íbúðarhúsið er Nýborg við Njarðarstíg, en það var byggt árið 1876. Svo eru hús eins og Ás og London sem eru byggð árið 1903. Mörg hús voru byggð á næstu árum og er stór hluti húsa í miðbænum byggð á fyrsta fjórðungi tuttugustu aldarinnar.

Hér má einnig finna nokkur tómthús sem skráð voru í Vestmannaeyjum.

Í Ársskýrslu Fasteignamats ríkisins 2003 kemur fram um Vestmannaeyjar:

Miðbær Vestmannaeyja um miðja síðustu öld.
 • Fjöldi íbúða samtals 1.642
 • Einbýli 967
 • Tvíbýli 340
 • 3-5 íbúða hús 65
 • 6-12 íbúða hús 146
 • Fleiri en 13 íbúðir í húsi 85
 • Íb. í öðrum húsum en íbúðarhúsum 39

Götur

Göturnar á Heimaey eru 66 talsins, en einungis er búið við 60 þeirra auk þeirra sem búa í húseignum er bera bæjarnöfn, og svo Hraunbúðum.

Engir íbúar búa við eftirtalin götuheiti niðri við sjávarsíðuna: Græðisbraut, Hafnargötu, Hlíðarveg, Skildingaveg, Tangagötu og Ægisgötu.

Tölfræði

Við eftirtaldar götur bjuggu 100 manns og fleiri árið 2005:

 1. Áshamar, 289 íbúar.
 2. Foldahraun, 258 íbúar.
 3. Illugagata, 209 íbúar.
 4. Hásteinsvegur, 190 íbúar.
 5. Hrauntún, 187 íbúar.
 6. Hólagata, 182 íbúar.
 7. Búhamar, 172 íbúar.
 8. Höfðavegur, 171 íbúar.
 9. Heiðarvegur, 167 íbúar.
 10. Brattagata, 141 íbúar.
 11. Faxastígur, 134 íbúar.
 12. Vestmannabraut, 133 íbúar.
 13. Brimhólabraut, 126 íbúar.
 14. Ásavegur, 109 íbúar.
 15. Dverghamar, 107 íbúar.
 16. Kirkjuvegur, 105 íbúar.

Hús skráð utan gatna

Vestmannaeyjar í kringum aldamótin 1900.