Franski spítalinn

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gamli spítalinn
Mynd þessi er af frönskum sjúklingum á batavegi í gamla „Franska spítalanum“ í Eyjum ásamt íslenzkri þjónustustúlku og franskri hjúkrunarkonu. Myndin er úr Bliki 1973.

Franski spítalinn var byggður árið 1906 af Frökkum og stendur við Kirkjuveg 20. Nú er húsið nefnt Gamli spítalinn og nafnið oft stytt í „Gamló“ enda stendur það nafn á skilti á húsinu.

Spítali reis ekki í Eyjum fyrr en 1907. Franskt líknarfélag reisti Franska spítalann. Hann var eingöngu ætlaður frönskum sjómönnum sem þá voru mjög fjölmennir á miðunum við landið. Aðrir nutu þó góðs af. Spítalinn var rekinn frá 1. jan - 30. júní ár hvert. Árið 1920 hóf bæjarsjóður að reka Franska spítalann með Frökkum. Sjúkrahúsrekstur hætti í húsinu 1928 og var þá húsið notað sem íbúðarhús og einnig var daggæsla barna í útihúsi um tíma

Helstu atriði í eigenda- og íbúasögu

Myndir



Heimildir

  • Kirkjuvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.