Fell

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Fell við Vestmannabraut 34.

Húsið Fell stendur við Vestmannabraut 34. Magnús Magnússon, formaður, reisti húsið árið 1907. Húsið hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og árið 2006 bjó þar sonarsonur og nafni Magnúsar, Magnús Grímsson fyrrverandi skipstjóri, ásamt konu sinni Aðalbjörgu Þorkelsdóttur frá Sandprýði.


Heimildir

  • Vestmannabraut. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.