Ráðhúsið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ráðhús Vestmannaeyja
Ráðhúsið og Bókasafnið
Ráðhúsið að aftanverðu með Heimaklett í baksýn

Ráðhúsið við Ráðhúströð var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og byggt sem sjúkrahús árið 1927 og gegndi því hlutverki fram til ársins 1973, þegar nýja sjúkrahúsið var tekið í notkun. Stóðu yfir endurbætur á húsinu á árunum 1974-1977. Gísli J. Johnsen var frumkvöðull um byggingu hússins. Það kostaði 240 þúsund krónur. Þar störfuðu m.a. Einar Guttormsson læknir og Ólafur Ó. Lárusson héraðslæknir.

Austan við bygginguna er lítið hús sem var byggt 1932. Það var upprunalega líkhús en efri hæð þeirrar byggingar var notuð sem íbúð fyrir starfsfólk sjúkrahússins sem kom til tímabundinna starfa ofan af landi, þá aðallega hjúkrunarfræðingar.

Myndir



Heimildir

  • Kirkjuvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.