„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2001/ Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 370: Lína 370:
:::::sem þú ynnir á við þrjá<br>
:::::sem þú ynnir á við þrjá<br>
:::::fagnaðir svo góðum gestum<br>
:::::fagnaðir svo góðum gestum<br>
::::: á góðri stund, ef hittir þá.<br><br<
::::: á góðri stund, ef hittir þá.<br><br>


:::::Yfir breiða öldu falda<br>
:::::Yfir breiða öldu falda<br>

Núverandi breyting frá og með 9. febrúar 2019 kl. 12:35

MINNING LÁTINNA



Árni Hannesson Hvoli

F. 10. des. 1921 - D. 4. júní 1999.

Árni Hannesson

Árni Hannesson var fæddur í Vestmannaeyjum, 10. desember 1921 og þekktur meðal Eyjamanna sem Árni á Hvoli. Foreldrar hans voru hjónin Hannes Hansson skipstjóri og Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf í Vestmannaeyjum. Hannes var þekktur sjómaður og skipstjóri á sinni tíð, kappsfullur og fiskinn. Hann var alltaf kenndur við hús sitt Hvol, sem hann byggði fyrst við Heimagötu og síðar við Urðaveg, austan við Reykholt. Hannes á Hvoli var alinn upp hjá hjónunum Ögmundi Ögmundssyni og Vigdísi Árnadóttur, sem bjuggu í tómthúsinu Landakoti, sem var sunnan við túngarða Stakkagerðis og voru þau honum sem bestu foreldrar. Magnúsína var dugnaðarforkur, ein úr stórum systkinahópi frá Gröf, sem stóð við Urðaveg, rétt austan við Heimatorg. Þau voru 20 systkinin í Gröf, börn Oddnýjar Benediktsdóttur og Friðriks Gissurar Benónýssonar, formanns og dýralæknis í Eyjum og var hinn landskunni aflamaður Binni í Gröf einn í þessum stóra systkinahópi.
Árni var í hópi tíu systkina og ólst upp á heimili foreldra sinna til sex ára aldurs, er hann fór að Borg í Þykkvabæ til þeirra systkina Ársæls Helga, Önnu og Guðbjargar sem gengu honum í foreldrastað. Árni átti þarna gott atlæti og var þar í fóstri til sextán ára aldurs er hann flutti aftur á heimili foreldra sinna.
Bræður Árna, þeir Ögmundur, sem var elstur þeirra systkina á Hvoli, Einar síðar á Brekku og Ottó á Hvoli voru allir á sinni tíð þekktir sjómenn í Vestmannaeyjum. Eftir að Árni kom aftur til Eyja byrjaði hann ungur sjómennsku sem háseti og vélstjóri á Eyjabátum með bræðrum sínum, Ögmundi og Einari, er urðu skipstjórar á Vin og Haföldunni. sem þeir feðgar áttu. Síðar var Árni á togaranum Sævari VE 102 með móðurbróður sínum Binna í Gröf.
Ég kynntist Árna, þegar hann var vélstjóri á Ófeigi II VE 324, um 30 tonna báti, sem var upphaflega byggður úr eik í Danmörku árið 1935, en árið 1948 lengdur og stækkaður. Eigendur voru hjónin Anna Jónsdóttir frá Hólmi og Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi og Ólafur Sigurðsson frá Skuld, sem var með bátinn frá vetrarvertíðinni 1950 til 1955.
Það var sumarið 1951 sem ég fór fyrst sem háseti til sjós. Eg var þá 16 ára og var tvö næstu sumur með Ólafi á þessum báti, gamla Ófeigi II VE 324, á reknetum og var víst ekki beysinn bógur fyrstu vikurnar. Við fengum norðanbrælu í Grindavíkursjó . Ég var sjóveikur og oft hundblautur í svörtum sjóstakk með ullarsjóvettlinga eins og tíðkaðist í þá daga. En ég man hvað allir um borð, þeir Óli í Skuld, Grétar Skaftason, Magnús Valtýsson, sem var þá 46 ára gamall og gamlinginn um borð!, Siggi Hreins sem var kokkur, Guðni Einarsson og Árni Hannesson sem var vélstjóri, voru mér góðir, þegar ég reyndi að hrista síldina úr þungum netunum og draga þau síðan aftur á hekk. Árni Hannesson sagði ekki alltaf mikið, en mér er í fersku minni hvað hann var góður sjómaður og sagði manni alltaf vel til. Hann gat stundum svarað hálf hryssingslega, en það var liður í að skóla mann til. Ég fann fljótt að þar fór maður með heitt hjarta, sem kunni vel til verka að hverju sem var gengið og var mér unglingnum velviljaður og góður.
Ólafur í Skuld, sá reyndi og mikli sjómaður, hafði mikið traust á Árna. Ég man eftir að þegar hann tók sér frí fyrir Þjóðhátíðina og fór vestur í Stykkishólm að þá tók Árni Hannesson við bátnum í Grindavfk. Þegar þeir Ólafur og Þorsteinn á Blátindi keyptu Ófeig III VE 325 frá Hollandi, sem kom til landsins í febrúar 1955 og var fyrsti stálfiskibátur, sem var smíðaður fyrir Íslendinga, tók Arni við gamla Ófeigi II VE 324. Eftir þessi tvö sumur sem ég var á Ófeigi með Árna Hannessyni get ég tekið undir það sem börn hans skrifuðu, er þau minntust hans, að Árni var dagfarslega ljúfmenni og hallmælti aldrei neinum, hjálpsamur við þá sem minna máttu sín og ávann sér vináttu samferðamanna.
Eftir að Árni Hannesson hætti sem skipstjóri á Ófeigi var hann með Metu og stýrimaður var hann á Kára VE með Guðjóni á Miðhúsum. Árni kvæntist Laufeyju Huldu Sæmundsdóttur frá Draumbæ fyrir ofan Hraun í Vestmannaeyjum og eignuðust þau sjö börn, Sæmund, Sigríði Guðrúnu, Ársæl Helga, Kobrúnu, Sunnu, Helenu og Viðar. Þau hjón reistu sér heimili að Brimhólabraut 12 og voru samhent í lífsbaráttunni, en upp úr fertugu missti Árni að nokkru heilsuna.
Árni Hannesson var eins og hann átti kyn til veiðimaður í eðli sínu og ágætur lundaveiðimaður. Skrapp hann oft með háfinn niður á Ketilbekk í Hamrinum, þar sem Ofanbyggjarar og bændur fyrir ofan Hraun stunduðu löngum lundaveiðar á sumrin og veiddu að haustinu vetrarfýl fram undir áramót. Síðustu árin dvaldi Árni á Dvalarheimili aldraðra að Hraunbúðum og á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, þar sem hann andaðist 4. júní 1999. Hann var jarðsunginn frá Landakirkju hinn 12. júní. Blessuð sé minning míns gamla skipsfélaga Árna Hannessonar frá Hvoli.

Guðjón Ármann Eyjólfsson.

Guðjón Gísli Magnússon

Guðjón Gísli Magnússon

F. 20. október 1924 - D. 27. febrúar 2000.
Gísli á Skansinum, eins og hann var jafnan nefndur, var fæddur 20. október 1924 og lést 27. febrúar 2000. Hann var alinn upp í stórum systkinahópi, sonur Gíslínu og Magnúsar Þórðarsonar á Kornhól.
Kornhóll var eitt elsta bæjarstæði Eyjanna, stóð á þeim sögufræga stað Skansinum. Þar var útsýni til allra átta og augun beindust alltaf að sjónum og umferð báta og skipa inn og út úr höfninni.
Ólýsanleg náttúrufegurð á góðviðrisdögum og hrikaleiki náttúruaflanna ólýsanlegur þegar stórviðri geisuðu. Þegar báta vantaði var venjan að leggja leið sína austur á Skans og fylgjast með. Oft mátti sjá tárvota brá, þegar vonin dvínaði og óttinn um slys og ástvinamissi bærðist í brjóstum.
Eins og aðrir Eyjapeyjar úr nágrenninu var leiksvæði Gísla í bernsku með félögum sínum á þessum slóðum, fjaran, klappirnar og lón eftirsóttir staðir og seinna kom sundlaugin í túnfætinum og systkinin því liðtæk í sundinu.
Gísli fór ungur að stunda sjóinn eins og flestir jafnaldrarnir a þessum árum, og var eftirsóttur í skiprúm fyrir dugnað og ósérhlífni. Ég kynntist honum fyrst er hann var skipsfélagi minn á togaranum Elliðaey á miðri öldinni sem leið. Var alla tíð gott að minnast hans og annarra góðra félaga, sem þar voru um borð. Minnistætt verður ávallt er við vorum að veiðum á Halamiðum sunnudaginn 8. janúar 1950.
Ég var þá kyndari og hafði labbað upp í borðsal um hádegisbil. Var þá verið að útvarpa messu frá Hallgrímskirkju og séra Jakob Jónsson prédikaði. Í messulok bað séra Jakob sérstaklega fyrir Vestmannaeyjum og Vestmannaeyingum. Okkur skipsfélögunum brá, eitthvað stórkostlegt hlaut að hafa skeð. Það kom svo í ljós hálftíma síðar í fréttatíma útvarpsins hvað skeð hafði. Helgaslysið austan við Faxasker deginum áður. Já, svona var nú samskiptaformið á miðunum fyrir 50 árum.
Gísli og Magnús, bróðir hans, voru skipverjar á Elliðaey er þetta skeði og fengu frá útvarpsfréttum að heyra að meðal þeirra, sem farist höfðu var Óskar bróðir þeirra.
Ég dáðist mjög að hve bræðurnir tóku sorgartíðindunum með miklu æðruleysi. Gísli var einn af hvunndagshetjunum sem ekki fór mikið fyrir, en hugsaði fyrst og fremst um skyldur sínar heima og heiman. Hann starfaði um áratugi í Hraðfrystistöðinni og síðar Ísfélaginu. Þórunn Valdimarsdóttir ágæt eiginkona hans bjó Gísla og einkasyni þeirra, Valdimar Þór, fallegt heimili, þar sem alúð var í fyrirrúmi. Lengst af bjuggu þau í húsi sínu Heiðardal, Hásteinsvegi 2. Það var Gísla ávallt metnaðarmál að hús þeirra væri í fyllsta standi.
Undir leiðarlokin var Gísli farinn að heilsu og lést hálfáttræður og var hvíldin kærkomin.
Ég bið minningu Gísla blessunar Guðs og sendi ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur.

Jóhann Friðfinnsson

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson

F. 25. júní 1926 - D. 12. nóvember 2000
Árni á Eiðum fæddist í Vestmannaeyjum 25. júní 1926. Hann lést í Kópavogi 12. nóvember 2000.
Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Eyjólfsson, sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlagsins og Árný Magnea Steinunn Árnadóttir, búsett á Eiðum í Vestmannaeyjum. Systkinin voru 6 og var Árni þriðji í röðinni. Hin eru: Ólöf Stella, Sigurður, Ólafur, Anton og Páll Valdimar Karl, sem lést á fyrsta ári.
Vegna veikinda á Eiðum fór Árni fjögurra ára í fóstur til frænku sinnar Þuríðar Kapítólu Jónsdóttur Kap frá Hlíð og manns hennar Jóns Þorleifssonar vörubílstjóra. Þar ólst hann upp til fullorðinsára.
Eiginkona Árna frá 1. nóvember 1947 er Jóna Bergþóra Hannesdóttir frá Hæli. Börn þeirra eru: Steinar Vilberg meinatæknir og löggiltur skjalaþýðandi, Þyrí Kap menntaskólakennari og Jón Atli sérfræðingur í gigtlækningum.
Árni fór ungur til sjós. Fimmtán ára gamall beitti hann á Helgu og í framhaldi á síldveiðar norður fyrir land á Sjöstjörnunni. Um bæði þessi úthöld hefur hann skrifað í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. Margt fleira frá sjómannsárunum skrifaði hann í blaðið mörg undanfarin ár. Í fyrra átti hann góða frásögn af eftirminnilegum róðri hér á vetrarvertíð á Ver með Jóni á Goðalandi. Í þessu blaði eru nokkrar frásagnir af vini hans Sigurði Gissurarsyni, sem hann hafði sent ritstjóra skömmu fyrir andlátið. Margar gamlar myndir af bátum og störfum við höfnina hefur hann sent blaðinu. Þetta hafði hann geymt vel ásamt öðrum fróðleik. Blaðið, Eyjarnar og gamli tíminn hér eru honum mjög kær. Það kom vel fram í viðtölum við hann. Þótt skólagangan væri lítil, unglingapróf og síðar vélstjórapróf, var hann ljómandi vel ritfær og skriftin svo falleg að helst hefði átt að birta greinar beint skrifaðar frá hans hendi.
Öll árin hér í Eyjum stundaði Árni sjóinn. Hann var lengst af vélstjóri hjá góðum aflamönnum, enda umtalaður í því starfi fyrir færni og hreinlæti, sem hann bar alltaf með sér. Hann var lengi á útvegi Ársæls Sveinssonar, tveimur Ísleifum, Ver, Sjöfn, Ófeigi 3, Kára, Haferni o.fl.
Eftir eldgosið 1973 settist fjölskyldan að í Reykjavík en bjó lengst af í Kópavogi. Hann hélt sjómennskunni áfram, var tíu ár vélstjóri hjá Þorvaldi Árnasyni skipstjóra á Ásþóri RE. Hann mat Þorvald mikils og minntist oft á hann. Eftir nærri 40 ár á sjó, hóf hann störf á bensínstöð og síðar smíðar hjá Kópavogsbæ. Þá gerðist hann húsvörður í Þinghólsskóla til starfsloka. Þar kom þessi myndarlegi og prúði maður sér mjög vel eins og við var að búast. Eftir starfslok hafði hann ýmislegt að sýsla. Hann var laginn að teikna og mála, en ræktaði það ekki mikið. Þau hjónin gengu og ferðuðust mikið um landið, og kartöflur ræktaði hann af áhuga. Við andlát Árna á Eiðum eru honum færðar þakkir fyrir hugulsemina við Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, myndir og greinar, sem hann hefur sent. Eiginkonu og börnum eru sendar samúðarkveðjur.

Friðrik Ásmundsson.

Ingólfur Matthíasson

Ingólfur Matthíasson

F. 17. desember 1916 - D. 18. október 1999
Ingólfur Matthíasson fæddist á Gjábakka í Vestmannaeyjum 17. desember 1916. Foreldrar hans voru hjónin Matthías Gíslason f. 14. júní 1893 í Sjávargötu á Eyrarbakka, d. 24. janúar 1930 og Þórunn Júlía Sveinsdóttir f. 8 júlí 1894 á Eyrarbakka, d. 20 maí 1962.
Systkini Ingólfs: Sveinn f. 1918, d. 1998, matsveinn, Óskar f. 1921, d. 1992, skipstjóri og útgerðarmaður, Gísli f. 1925, d. 1933 og Matthildur Þórunn f. 1926, d. 1986 húsfreyja í Vestmannaeyjum. Hálfsystkini lngólfs eru Gísli M. Sigmarsson f. 1939, skipstjóri og útgerðarmaður og Erla Sigmarsdóttir f. 1942, húsfreyja í Vestmannaeyjum.
Matthías, faðir lngólfs, var formaður á mótorbátnum Ara VE 235, en hann var 13 brl. Báturinn fórst 24. janúar 1930 með allri áhöfn, sem er 5 menn. Matthías var þá 36 ára og var þetta sjöunda vertíð hans sem formaður.
Sjórinn var alla tíð starfsvettvangur lngólfs. Hann byrjar á sjónum vetrarvertíðina 1933, þá aðeins 16 ára gamall. Upp úr 1940 gerist hann vélstjóri á Mugg VE 322 undir skipstjórn Páls Jónassonar frá Þingholti. 1945 - 1946 stundar hann vélstjórnarnám í Reykjavík og lauk þar hinu meira vélstjóraprófi. 1947 er hann ráðinn 1. vélstjóri á Helga Helgason VE 343 undir skipstjórn Arnþórs Jóhannssonar. Helgi Helgason var þá nýbyggður og var og er enn stærsta tréskip byggt hér á landi. Sýnir þetta hvílíkt traust var borið til Ingólfs að fela honum svo ábyrgðarmikið starf. Ingólfur var mjög fær vélstjóri og snyrtimennska var honum í blóð borin. Var alla tíð mikil ánægja að koma niður í vélarhús til hans og virða fyrir sér vélbúnaðinn og hina góðu umgengni hans. Árið 1955 hlaut hann skipstjórnarréttindi og tók í janúar við skipstjórn á Frosta VE 363 sem þá kom nýbyggður frá Svíþjóð. 1958 lýkur hann fiskimannaprófi hinu minna af námskeiði sem Stýrimannaskólinn í Reykjavík hélt í Eyjum, en það veitti 120 rúmlesta réttindi. Um haustið sækir hann Gullþóri VE 39 til Svíþjóðar og er með hann árið 1959. Hann starfað því við útgerð föður míns, Helga Benediktssonar, í hart nær 20 ár. Á þessum árum kynntist ég Ingólfi mjög vel, svo og bræðrum hans, Sveini og Óskari, og tókst með okkur öllum ævilöng vinátta.
Það hafði lengi blundað í Ingólfi að hefja eigin útgerð. 1. október 1959 kaupir hann ásamt Sveini bróður sínum Metu VE 236, sem var 36 brl. Skírðu þeir hana Haförn VE 23. Haförn gerðu þeir út til ársins 1984, en það var síðasta vertíðin þeirra. lngólfur var þá orðinn 67 ára og hafði róið í rúmlega 50 vetrarvertíðir. Þótt þeir bræður væru hraustmenni reynir hálfrar aldar sjósókn á og heilsa þeirra var tekin að bila. Hjá lngólfi voru það sérstaklega fæturnir, sem gáfu sig eftir stöðurnar við stjórnvölinn. Útgerð þeirra bræðra var ein af þessum fyrirmyndar útgerðum í Eyjum, snyrtimennska og reglusemi í hávegum höfð.
Ég sá alla tíð um bókhald og uppgjör fyrir þá og það var til fyrirmyndar, hvernig lngólfur, skilaði öllum gögnum til mín, óþarfi að hringja í hann til að fá frekari upplýsingar. Sérstaklega er mér í minni, að alltaf greiddi lngólfur reikninga strax og komið var með þá, aldrei sendi hann mann til baka og sagði honum að koma seinna. Aflasæld, útsjónarsemi og regla á öllum hlutum birtist m.a. í því, að útgerðin var ávallt rekin með hagnaði. En þó að lngólfur hætti sjómennsku átti það ekki við hann að setjast í helgan stein. Hann gerðist hafnarvörður haustið 1984 og gengdi því starfi meðan stætt var eða til ársins 1989, þegar fæturnir gáfu sig alveg.
lngólfur tók virkan þátt í störfum útvegsmanna og sat lengi í stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, Vinnslustöðvarinnar h/f og Gunnars Ólafssonar h/f.
Í einkalífi sínu var Ingólfur hamingjumaður. Hann kvæntist Pálínu Björnsdóttur 12. apríl 1938. Hún var fædd 12. mai 1918 og var ættuð frá Glaumbæ í Seyluhreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Björn Pálmason, bóndi í Seyluhreppi f. 1892, d. 1929 og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir, húsfreyja f. 1893, d. 1928. lngólfur og^Pálína hófu búskap sinn í Bólstaðarhlíð. Síðar fluttu þau að Hásteinsvegi 7, en 1950 fluttu þau að Hólagötu 20, þar sem þau bjuggu síðan. Pálína bjó Ingólfi mjög fallegt og hlýlegt heimili, en þau voru samhent og rausnarlegir gestgjafar heim að sækja. Pálína lést um aldur fram 4. júní 1990. Mikið ástríki var ætíð með þeim hjónum.
Börn þeirra eru: 1) Kolbrún lngólfsdóttir, verslunarkona f. 1938. Hún á þrjú börn með fyrrum eiginmanni sínum Ólafi Granz. Þau eru: Birna Dögg, f. 1969. Carl f. 1969 og Sonja f. 1971. 2) Ægir Rafn Ingólfsson, tannlæknir f. 1948. Börn hans með fyrri eiginkonu Guðrúnu Pétursdóttur eru: Hildigunnur, f. 1976 og Arngunnur, f. 1979. Sambýliskona Ægis Rafns er Ragna Margrét Norðdalh og eiga þau einn son, lngólf Pál, f. 1996. 3) Inga Dís Ingólfsdóttir, f. 1960. Hún er gift Pétri Sigurðssyni. Börn þeirra eru: Ingunn Guðmunda, f. 1979, Guðbjörg Marta, f. 1983 og Ingólfur Júlíus, f. 1987.
Þar sem ég sit hér og hugleiði lífshlaup Ingólfs er svo margt, sem kemur í hugann. Það er ekki hægt að hugsa um Ingólf án þess að þeir bræður hans, Sveinn og Óskar, komi í hugann, svo samtvinnaðir eru þeir í endurminningunni. Þeir voru glæsilegir menn, sem tekið var eftir, áberandi í bæjarlífinu, sögðu hug sinn allan og óheilindi vom þeim fjarri skapi. Á árshátíðum í Samkomuhúsinu í gamla daga voru þeir hrókar alls fagnaðar með sínum glæsilegu og hrífandi eiginkonum er þeir svifu yfir dansgólfið með þær í faðmi sér. Þar fóru sannir fulltrúar þeirrar kynslóðar sem byggðu upp Vestmannaeyjar á öldinni sem leið.
Í virðingu og þökk kveð ég vin minn Ingólf Matthíasson. Blessuð sé minning hans.

Sigtryggur Helgason.


Óskar Eggertsson

F. 11. apríl 1966 - D. 16. apríl 2000.

Óskar Eggertsson

Óskar fæddist í Vestmannaeyjum 11. apríl 1966. Hann lést þar 16. apríl 2000.
Foreldrar hans voru Jóna Guðrún Ólafsdóttir frá Víðivöllum og Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari á Horninu. Systkini Óskars em: Ólafur, Svava, Gunnar Marel, Guðfinna Edda og Sigurlaug.
Óskar ólst upp og bjó lengst hjá foreldrum sínum við góð kjör og aðdáun á þeim og systkinum sínum. Mörg undanfarin ár áttum við oft tal saman í síma. Þá kom þetta vel fram. Hann bjó líka í íbúð sinni í Foldahrauni 39h seinni árín.
Sextán ára byrjaði hann á sjó á Dala Rafni hjá Þórði Rafni Sigurðssyni skipstjóra. Síðar var hann á Frá, Sigurbáru, Halkion og trillunni Kára hjá Didda í Svanhóli. Hann var líka oft á trillunni Enok, sem fjölskyldan átti. Lundaveiðar stundaði hann lítilsháttar í Bjarnarey, og oft var hugurinn þar úti, við veiðiskap og góðan félagsskap. Hann lauk vélavarðaprófi en stundaði ekki þau störf.
Frá unglingsaldri var Óskar sjúklingur og þess vegna varð minna úr áætluðum verkefnum en til stóð. Ég fann í samtölum okkar að hann var greindur, en naut sín ekki vegna veikindanna. Upplagið var gott á margan hátt. Hraustur og sterkur kraftakarl eins og hann átti kyn til. Áhugasamur um gamla tímann, sérstaklega sjávarútveg og siglingar. Hann var mikið í slippnum hjá pabba sínum og minntist oft á hann og afa sinn, Gunnar Marel skipasmíðameistara, og verk þeirra með aðdáun og stolti.
Hann fylgdist líka vel með smíði Gunnars Marels bróður síns á víkingaskipinu Íslendingi. Allt í kringum það verk og koma Íslendings hingað á sínum tíma var honum til mikillar ánægju.
Í viðræðum við hann gátu svör hans oft verið hnitmiðuð, og hann gat verið hnyttinn. Áberandi var hvað hann þoldi illa ranglæti. Það fór ekki á milli mála. Blessaður Óskar batt bagga sína ekki sömu hnútum og margir aðrir, og átti oft erfiða daga af völdum sjúkdóms síns. Ég minnist hans með virðingu og þökk, og þakka fyrir samtölin sem við áttum saman á götum úti og í símanum. Móður hans og systkinum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur.

Friðrik Ásmundsson

Guðbjörn Guðmundsson

F. 21. júní 1941 - D. 16. desember 2000.

Guðbjörn Guðmundsson

Guðbjörn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 21. júní 1941. Foreldrar hans voru þau Sigríður Vallý Hannesdóttir frá Hellissandi á Snæfellsnesi og Guðmundur G. Jónsson frá Litlu Hnausum við Arnarstapa. Guðbjörn var elstur þriggja bræðra. Hinir eru: Steinar kvæntur í Reykjavík og Ólafur ókvæntur einnig í Reykjavík. Guðbjörn var fyrst í sambúð með Jóhönnu Halldórsdóttur á milli 1960 og 1970. Eldri sonur hans af þeirri sambúð er Halldór, búsettur hér, kvæntur Helgu A. Símonardóttur. Börn þeirra eru: Jóhann, Símon og Anna. Yngri sonurinn er Guðmundur, kvæntur Friðbjörgu Blöndal Magnúsdóttur. Börn þeirra eru: Jóhanna og Gunnar.
Árið 1971 hóf Guðbjörn sambúð með Kristínu I. Sigurðardóttur. Þau eignuðust drengina Erling og Gunnar Þór, unnusta hans er Lára Valsdóttir. Dóttir Kristínar, Hlíf Helga Káradóttir, ólst upp hjá þeim og er sem dóttir hans. Hlíf Helga er gift Kjartani Sigurðssyni og eiga þau dæturnar Andreu, Bjartey, Lísbet og Natalíu.
Guðbjörn var lengi til sjós hjá Ríkisskipum, kokkur, aðallega á Herðubreið og síðar Herjólfi. Einnig rak hann um tíma verslun hér í bæ, Bjössabúð, á horninu á Hólagötu og Kirkjuvegi. Eftir að hann hætti verslunarrekstri var hann lengi á fiskiskipum hér í Eyjum. Með Óskari á Frá, Helga á Sindra og undir það síðast um borð hjá undirrituðum á Byr.
Fyrstu kynni mín af Bjössa kokk voru snemmsumars 1996. Mig vantaði kokk til að leysa af einn grálúðutúr. Bjössi mætti í túrinn. Þessi túr varð að þriggja ára góðu samstarfi og enn betri viðkynningu. Geðprýði Bjössa kokks í lífsins ólgusjó var aðdáunarverð, það var sama á hverju gekk í veðri eða öðrum uppákomum, aldrei skipti Bjössi skapi, né lét hann styggðaryrði falla um náungann.
Minningar mínar um Bjössa kokk, en þannig var hann best þekktur hér í bæ, eru allar á léttu nótunum og ætla ég að minnast hans með broti úr einni léttri ferðasögu af okkur félögunum þegar við sigldum Byr VE til Póllands til að breyta skipinu fyrir túnfiskveiðar.
Þegar til Gydinia kom varð ljóst að Bjössi hafði gleymt passanum heima. Pólska útlendingaeftirlitið var allt annað en árennilegt þegar ég fór að reyna að útskýra fyrir því, að hann hefði gleymt passanum heima en hann færi nú heim aftur eftir þrjá daga. Undirritaður lenti þar með í þriggja tíma yfirheyrslu, þar sem á endanum var samþykkt eftir að nokkrum flöskum af eðalwhisky hafði verið laumað í töskur embættismannanna, að ég færi næsta dag með kokkinn í myndatöku og í íslenska consulatið að útbúa bráðabirgðapassa til að nota í þá tvo daga sem eftir voru af veru Bjössa í Póllandi. Næsta dag fórum við vinirnir í myndatöku, sem gekk vel. Beið ég eftir framkölluninni og var þegar orðið þungt í mér yfir þessu öllu. Hálftíma seinna voru myndirnar tilbúnar. Strunsaði ég þá inn í leigubílinn og ætlaði að fara í consulatið en þá var Bjössi farinn. Nú var mér öllum lokið og fór að hlaupa upp og niður breiðstrætin að leita að Bjössa en hann fannst ekki. Þegar ég kom móður og másandi aftur að leigubílnum sá ég hvar minn maður kom röltandi í rólegheitum. Sá gamli hefur væntanlega séð svipinn á mér er hann kom því hann var snöggur til. „Hvað er að frétta Svenni minn?“ „Hvað er að frétta Bjössi?“ hvæsti ég. „Hvar hefur þú eiginlega verið? Ég er búinn að hlaupa um allt að leita að þér.“ „Nú ég fór að leita að vindlum handa skipstjóranum.“ Þar með var búið að afgreiða skipstjórann í bili að minnsta kosti. Þess má geta að allur dagurinn fór í að redda þessum passa sem fór fyrir lítið. Búið var að týna honum næsta dag. Þegar við fórum frá Póllandi var Bjössi í einkabíl útlendingaeftirlitsins með einkabílstjóra og lífvörð en aðrir úr áhöfninni hrúguðust í einum leigubíl út á flugvöll.
Margar góðar minningar koma upp í hugann við þetta fátæklega pár um Bjössa kokk. Hann var einstakur í því að skella upp mat með litlum fyrirvara. Oftar en ekki þegar maður var niðri í borðsal klukkan langt genginn í tólf, var kokkurinn bara að leggja kapal. Svangur kafteinninn spurði þá kokkinn: „Hvað á eiginlega að vera í matinn?“ „Ég veit það bara ekki Svenni minn ég er ekki farinn að hugsa um það.“ En það brást ekki að maturinn kæmi á réttum tíma. Þessi minningabrot um Bjössa kokk lýsa honum nokkuð vel. Hann lét ekki smámuni hverdagslífsins trufla sig. Meira þurfti til.
Hvíl í friði kæri vinur.

Sveinn Rúnar Valgeirsson

Eiður Sævar Marinósson

F. 30. ágúst 1939 - D. 16. desember 2000

Eiður Sævar Marinósson

Eiður var fæddur í Vestmannaeyjum 30. ágúst 1939. Hann lést þar af slysförum 16. desember 2000.
Foreldrar hans voru Sigurvin Marinó Jónsson pípulagningameistari og kona hans Guðbjörg Guðnadóttir. Eiður var yngstur 6 systkina en þau eru: Stefanía, Auður, sem er látin, Sigursteinn, Eyrún Hulda og Guðni Fanndal, sem lést 6 mánaða.
Eiginkona Eiðs er Sigurborg Engilbertsdóttir. Börn þeirra eru: Marin, Engilbert, sem fórst með Hellisey 11. mars 1984 og Berglind. Dóttir Eiðs fyrir hjónaband er Matthildur. Eiður og Sigurborg ólu upp dótturdóttur sína Bryndísi.
Hann Eisi Nóa, vinur minn, sem nú er látinn, sagðist líta á hvern dag, sem hann hefði lifað, frá sjóslysinu í mars 1963, sem lán, sem hann yrði einhvern tímann að standa skil á. Þegar hann missir ungan son sinn í hafið með m. b. Hellisey VE ll. mars 1984, var stórt spurt en fátt um svör að honum fannst. Þrem árum seinna drukknar Óli Tótu vinur hans, er bátur hans ferst á landsuður í austan óveðri. Eftir það þoldi Eisi illa rómantískt kjaftæði um hafið. En sagði fátt. Eisi byrjaði til sjós 14 ára gamall á Gullveigu á sumarsíldveiðum og var sjómennska hans ævistarf. Ungur hóf hann störf á norska kaupskipaflotanum og sigldi víða. Kom heim öðru hvoru og sagði okkur vinum sínum sögur, sem urðu til þess að ég og Gústi Lása fórum út með honum 1961. Þetta var síðasta ferð Eisa í siglingar. Hann hafði kynnst henni Bossý sinni áður en við fórum út og hélt út í hálft ár en fór þá heim til elskunnar sinnar. Og þá hófst ævintýri þeirra. Eisi varð sér úti um vélstjóraréttindi og var vélstjóri á ýmsum bátum. Árið 1970 fer hann í útgerð ásamt Hafsteini „hestahnúti“ Sigurðssyni og keyptu þeir 35 tonna bát, sem skírður var Jökull VE. Þessi útgerð gekk mjög vel, þar sem Hafsteinn var afburða fiskimaður og Eisi sá um vélina. Reyndar var þetta ekki í fyrsta sinn sem Eisi fór í útgerð. Seint á sjötta áratugnum gerði hann út Herstein VE, hluta úr sumri, með Ása í Bæ. Voru þeir á snurvoð. Var það að ævilangri vináttu þeirra. Árið 1980 kaupir Eisi 10 tonna súðbyrðing, Kristínu VE, og er eftir það einn í útgerð allt til dauðadags.
Þegar ég nú kveð þennan vin minn er mér efst í huga söknuður og ekki síst þakklæti fyrir þann stóra þátt, sem hann hefur átt í lífi mínu, með hispursleysi sínu og hreinskilni og fordómaleysi um breyskleika vina sinna. Við getum haft efasemdir um hvað sé eðlilegur dauðdagi en lát vina okkar, Eisa Nóa og Bjössa kokks, er harmleikur. Það hefur verið sagt að stærsta gjöf Guðs til okkar mannanna sé vonin um annað líf. Á þessari stundu þiggur maður slíka gjöf.

Óskar Þórarinsson.

Stefán Helgason

F. 16. maí 1929 - D. 30. apríl 2000

Stefán Helgason

Stefán Helgason var fæddur í Einbúa við Bakkastíg í Vestmannaeyjum 16. maí 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. apríl 2000. Stefán var elstur átta barna hjónanna Guðrúnar Stefánsdóttur f. 1908 og Helga Benediktssonar, (1899-1971) útvegsbónda og kaupmanns í Vestmannaeyjum. Systkini Stefáns eru Sigtryggur, f. 1930. Guðmundur, f. 1932 (látinn), Páll, f. 1933, Helgi, f. 1938 (látinn), Guðrún, f. 1943, Arnþór og Gísli f. 1952.
Stefán eða Denni, sem hann var jafnan kallaður, kvæntist árið 1952, Sigríði Ingibjörgu (Sirrý), dóttur hjónanna Bjarna Bjarnasonar og Sigurbjargar Einarsdóttur, sem jafnan voru kennd við Breiðholt við Vestmannabraut.
Dætur Sirrýar og Denna sem báðar eru búsettar í Vestmannaeyjum eru: 1) Guðrún f. 1952, gift Arnari Sigurmundssyni. Með fyrri eiginmanni sínum Jóni Braga Bjarnasyni á hún þrjú börn, Sigurrós, f. 1972, Sigríði Dröfn, f. 1976 og Bjarna Braga, f. 1991. 2) Sigurbjörg, f. 1953 gift Páli Ágústssyni. Börn þeirra eru: Íris, f. 1973, Stefán, f. 1979 og Hjalti, f. 1990.
Þegar skólagöngu lauk hóf Stefán störf við fyrirtæki föður síns sem þá var orðið mjög umsvifamikið í útgerð, fiskvinnslu og verslun. Æska hans og uppeldi, mest hjá móðurforeldrunum í Skuld, beindist mjög að því sem var að gerast við sjóinn. Snemma öðlaðist hann vélstjórnar- og skipstjórnarréttindi og kom það sér mjög vel í þeim störfum sem hann tók að sér á lífsleiðinni. Stefán fór ungur á síld fyrir Norðurlandi, sem kokkur á v/b Helga Ve. Teningnum hafði verið kastað og um liðlega tuttugu ára skeið starfaði hann við fyrirtæki fjölskyldunnar. Lengst af sá hann um útgerðina, en um tíma gerði Helgi Benediktsson út átta fiskiskip frá Vestmannaeyjum. Var því í mörgu að snúast, en auk útgerðar og fiskvinnslu var fyrirtækið mjög umsvifamikið um langt árabil í verslun, hótelrekstri og landbúnaði í Eyjum.
Það sem Stefáni var hugleiknast í störfum sínum var umsjón með smíði fiskiskipa útgerðar föður síns. Á árunum 1954 til 1960 hafði hann umsjón og eftirlit með smíði á fimm fiskiskipum í Svíþjóð. Þau voru Frosti Ve. 363, Fjalar Ve. 333, Hildingur Ve.3, Gullþórir Ve. 39 og loks Hringver Ve. 393 sem var stálskip. Við smíðina kom reynsla og útsjónarsemi Stefáns að góðum notum. Smíði þessara fiskiskipa og hin góðu kynni hans af skipasmíðunum í Djupvik í Sviþjóð bar oft á góma. Þá má ekki gleyma aðdáun hans á vinnubrögðum við smíði Helga Ve. 333 árið 1939 og Helga Helgasonar Ve. 343 árið 1947 en bæði þessi fiskiskip voru smíðuð hér í Eyjum. Helgi Helgason er stærsta fiskiskip úr tré sem smíðað hefur verið hér á landi. Þrátt fyrir að aðalstarf Stefáns hafi verið útgerðarstjórn hljóp hann stundum í skarðið þegar vantaði menn á báta útgerðarinnar auk þess sem hann fylgdi eftir störfum sínum við smíði bátanna og var í áhöfn á heimsiglingu þeirra frá Svíþjóð.
Eftir að fyrirtæki föður hans dró saman seglin um miðjan sjöunda áratuginn lét Stefán þar af störfum. Þá hóf hann ökukennslu sem hann stundaði samhliða öðrum störfum. Um árabil vann hann hjá Hraðfrystistöðinni, síðar hjá Bifreiðaeftirlitinu og loks sem leiðbeinandi hjá Kertaverksmiðjunni Heimaey, þar til hann varð sjötugur.
Þrátt fyrir að Stefán léti af störfum við útgerð var hugurinn alltaf tengdur því sem var að gerast við sjóinn. Í tæpa tvo áratugi tók hann þátt í útgerð trillubátsins Hannes lóðs Ve. með félaga sínum og vini, Jóhannesi Tómassyni frá Höfn. Þessi útgerð var fyrst og fremst tómstundaiðja þeirra félaga. Engu að síður var þetta fastur punktur í tilverunni sem þeir höfðu mikla ánægju af. Yngstu barnbörnin, Hjalti og Bjarni Bragi, fóru ekki ósjaldan með afa sínum í ökuferð að líta eftir Hannesi lóðs og í stuttar sjóðferðir.
Þegar hundrað ár vom liðin frá fæðingu Helga Benediktssonar, þann 3. desember 1999, var sett upp sýning í Vestmannaeyjum á um tuttugu bátalíkönum og fjölmörgum ljósmyndum sem tengdust atvinnurekstri og fjölskyldu Helga og eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnar Stefánsdóttur. Sýningin vakti verðskuldaða athygli og fékk mikla aðsókn. Mestan veg og vanda af þessu einstaka framtaki átti Sigtryggur Helgason en hann hefur um árabil lagt mikinn metnað í að halda til haga þessum merka þætti í atvinnusögu Eyjanna.
Að leiðarlokum þakka ég kynnin þótt ekki væru þau löng. Genginn er sannur heiðursmaður. Missir Sigríðar, tengdamóður minnar, er mikill því farsælu lífshlaupi samhentra hjóna er lokið.
Guð blessi minningu Stefáns Helgasonar.

Arnar Sigurmundsson.


Júlíus Ingibergsson

F. 17. júlí 1915 - D. 11. ágúst 2000

Júlíus Ingibergsson

Júlíus Ingibergsson frá Hjálmholti í Vestmannaeyjum var fæddur þar 17.júlí 1915.
Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. ágúst 2000.
Foreldrar hans voru Ingibergur Hannesson sjómaður og kona hans, Guðjónía Pálsdóttir, í Hjálmholti.
Júlíus átti fjögur sýstkini og lifa þrjú þeirra hann, þau Sigríður, Ólafur og Hannes, en Páll lést 15. janúar 1988. Kona Júlíusar er Elma Jónsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Fanneyju og Júlíus Rafn.
Júlíus ólst upp í nálægð við sjó og sjómennsku hér í Eyjum. Hann tók skipstjórnarpróf 1935 og vélstjórapróf 1937. Sjómennsku stundaði hann Í40 ár, og fór fljótt í útgerð.
Aðeins 13 ára gamall byrjaði hann á trillu hjá Lauga íMandal . Þeir voru á handfærum og línu. Seinna á þessu sama ári fór hann ásamt 2 öðrum til Neskaupstaðar. Þar tóku þeir á leigu trillu og einnig hús, þar sem þeir gátu beitt og verkað aflann. Þar var svo róið af kappi á línu.
Hann var fyrst lögskráður á vetrarvertíð 14 ára, 1929, á Kára 11 tonna bát, sem Sigurður Þorsteinsson í Nýjibær|Nýjabæ var með. Hann var síðan á síld á Snorra frá Siglufirði, 3 vetrarvertíðir á Víkingi hjá Gísla á ArnarhóllArnarhól, og þrjár vertíðir stýrimaður hjá Jóhanni Pálssyni á Skúla fógeta II. Tuttugu og þriggja ára varð Júlíus skipstjóri árið 1939 með Karl, 16 tonna bát, fyrir Gunnar Ólafsson & co og árið eftir með Ingólf fyrir sama eiganda. Árið 1941 fór Júlíus í útgerð með Ágústi Bjarnasyni frá Svalbarða. Þeir keyptu Vestra sem var 17 tonn, og var Júlíus skipstjórinn. Gunnar Ólafsson á Tanganum, fyrrverandi útgerðarmaður hans á Karli og Ingólfi, lánaði Júlíusi svo hann gæti keypt. Eftir stuttan tíma kom fram mikill fúi í bátnum. Var hann í 1 1/2 ár í slipp til viðgerðar. Þeir áttu Vestra stutt eftir það og seldu hann. Fengu þeir þá leyfi fyrir bát, sem var verið að smíða í Svíðþjóð, en Ágúst hætti við og kom Páll bróðir Júlíusar sem væntanlegur eigandi í hans stað.
Þeir bræður skírðu bátinn Reyni og hann fékk einkennisstafina VE 15. Páll var skipstjórinn og Júlíus vélstjóri. Reynir var 53 tonn að stærð, minni stærð hinna svokölluðu Svíþjóðarbáta, sem voru smíðaðir þar eftir stríð. Reynir var mikið happaskip. Mikið fiskaðist á hann hér á vetrarvertíðunum, lengst af á línu og netum, og einnig á síldveiðunum fyrir norðan land. Þennan bát seldu þeir til Reykjavíkur í desember 1957.
Í febrúarbyrjun 1958 komu þeir með nýsmíðaðan Reyni VE 15 frá Strandby í Danmörku.
Hann var 72 tonn. Áfram fylgdi sama aflasældin og lánið sem á þeim fyrri. Það var svo 1967 að þeir seldu bátinn og fluttu til Reykjavíkur. Útgerð þeirra bræðra var mjög myndarleg og vel rekin.
Milli úthalda unnu þeir mikið að viðhaldi bátanna og endurnýjun veiðarfæranna í krónni sem þeir áttu. Þarna var allt af myndarskap gert enda báðir dugnaðar - og snyrtimenn.
Undirritaður var háseti, og stýrimaður á báðum bátunum. Þarna voru sömu mennirnir árum saman enda hjá góðum að vera og tekjumöguleikar miklir. Júlíus tók mikinn þátt í félagsmálum útvegsmanna. Sat hér í stjórn félags þeirra, og mörg þing Landssambands Islenskra Útvegsmanna fyrir þeirra hönd.
Fljótt eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur varð hann útgerðarstjóri í nokkur ár á Gísla Árna hjá miklum aflamanni, Eggerti Gíslasyni. Hann starfaði síðan í Útvegsbankanum nokkur ár til viðbótar og þótti slæmt að þurfa að hætta. Vann síðan sem bensínafgreiðslumaður í 2 ár. Þá hætti hann störfum 75 ára. Hann var þá þegar farinn að leika golf. Átti sú íþrótt hug hans allan. Hann var þar mikill keppnismaður. Á sama hátt spilaði hann mikið bridge og tefldi. Einum mánuði áður en hann dó greindist hann með krabbamein. Sá sjúkdómur lagði þennan dugnaðar - og reglumann að velli á þeim tíma. Fram að því var hann heilsuhraustur fyrirmyndarmaður.
Undirritaður á aðeins góðar minningar frá árunum á Reyni. Júlíus átti þar stóran hlut að máli.
Hann var léttur og duglegur og mikið var vélarrúmið alltaf snyrtilegt hjá honum. Elmu, börnum þeirra og öðrum ættingjum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur.

Friðrik Ásmundsson


Jón Bryngeirsson frá Búastöðum

F. 9. júní 1930 - D. 7. ágúst 2000

Jón Bryngeirsson

Jón Bryngeirsson var fæddur á Búastöðum 9. júní 1930, sonur hjónanna Lovísu Gísladótturog Bryngeirs Torfasonar skipstjóra Nikulássonar formanns frá Söndu á Stokkseyri. Lovísa var dóttir Gísla Eyjólfssonar formanns frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og voru bræður hans Guðjón á Kirkjubæ og Jóel á Sælundi, sem kvæntust dætrum Guðmundar Þórarinssonar á Vesturhúsum, Höllu og Þórdísi, systrum Magnúsar, sem var þekktur formaður og sjómaður á sinni tíð. Systur Gísla voru Margrét gift Guðlaugi Jónssyni í Gerði, foreldrar Stefáns skipstjóra, og Rósa gift Jóni Péturssyni bónda og skipasmiði í Þorlaugargerði, sem var annálaður lundaveiðimaður. Systir Guðrúnar á Búastöðum var Kristín í Litlabæ, kona Ástgeirs Guðmundssonar skipasmiðs, sem voru foreldrar Ólafs bátasmiðs og þeirra systkina í Litlabæ. Fjölmargir afkomendur þessa fólks og þekktir Vestmannaeyingar eru búsettir í Vestmannaeyjum og víðar um landið. Frændgarðurinn, sem Jón mat mikils, var því stór. Systkini Jóns sem upp komust voru fjögur, Ingibjörg, Torfi, sem er látinn, Gísli og Bryngerður. Móðurbróðir Jóns var Eyjólfur skipstjóri á Bessastöðum og var ætíð sérstaklega kært á milli Eyjólfs og Lovísu og barna þeirra systkina. Við Jón Bryngeirsson vorum því systkinasynir.
Foreldrar hans bjuggu að Búastöðum ásamt ömmu okkar Guðrúnu, sem dó árið 1936, en Gísli Eyjólfsson andaðist árið 1914. Bryngeir Torfason dó fyrir aldur fram á Vífilsstöðum árið 1939. Ingibjörg, sem var elst barna þeirra, var þá nýfermd. Þau systkinin Lovísa og Eyjólfur nytjuðu áfram jörðina og höfðu tvær kýr í fjósi en Búastaðir voru ein Ellireyjarjarða og átti jörðin þar nytjar og í Hellisey, auk nytja allra Vestmannaeyjajarða í Súlnaskeri og Geirfuglaskeri.
Þau systkinin ræktuðu einnig sameiginlega kálgarða vestur í Hrauni og niður við Skildingatjörn, skammt frá Gunnarsslippnum, þar sem Gunnar Marel Jónsson og synir ráku fram undir 1980 umfangsmiklar skipasmíðar og viðgerðir á skipum og bátum.
Þessir kálgarðar voru frá því löngu fyrir aldamótin 1900 í tíð langaafa okkar og langömmu, Eyjólfs Eiríkssonar og Jórunnar Skúladóttur, á Kirkjubæ.
Vafstur í kringum búskapinn og úteyjarnar með fuglaveíðum, eggjatöku og verkun fuglsins varð til þess að systkinin á Búastöðum, börn Lovísu og Bryngeirs voru sem systkini okkar bræðranna á Bessastöðum, sem stóðu steinsnar sunnan við Búastaði. Allt þetta umhverfi fór undir hraun og ösku í jarðeldunum 1973.
Jón Bryngeirsson var eins og öll systkinin á Búastöðum bráðgjör og fylginn sér, sterkur og liðugur. Hann fetaði á unglingsárum í fótspor Torfa bróður síns, sem varð Iandsfrægur og um tíma heimsþekktur íþróttamaður. Jón varð unglingameistari í langstökki og þrístökki og árið 1946 glímukóngur drengja í Vestmannaeyjum.
En lífsbaráttan kallaði þau systkinin ung til starfa og aðeins 14 ára gamall, Lýðveldisárið 1944, fór Jón til síldveiða fyrir Norðurlandi á Kára VE 27 með Sigurði Bjarnasyni í Svanhóli. Þeir voru þar saman frændurnir Jóhann, sonur Sigurðar, og Jón sem hálfdrættingar eins og það var nefnt þegar unglingar voru upp á hálfan hlut um borð. Jón sagði vel frá og ritaði fróðlega og skemmtilega grein í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1994 um þetta úthald, lífið um borð, vinnubrögð og allan aðbúnað áhafnarinnar á Kára, sem var 36 tonn og þótti allstór síldarbátur á þeim árum en áhöfnin var 17 manns. Eftir þetta var Jón með Sigurði í Svanhóli á Kára VE 47, sem var glæsilegur bátur, 63 brúttólestir, smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1944 og gekk þar fyrst á vetrarvertíð 1945, einnig var Jón, 16 ára gamall, á Vestmannaeyjatogaranum Helgafelli VE 32, sem var keyptur til Eyja frá Hafnarfirði í árslok 1945 og síðar með Binna í Gröf á togaranum Sævari (áður v/s Þór), sem var keyptur til Vestmannaeyja árið 1947 og gerður út þaðan í rúm tvö ár.
Jón lauk vélstjóranámskeiði haustið 1946. Hann byrjaði sem 2. vélstjóri á Skógafossi (áður Garðar) VE 320 og var fyrsti vélstjóri á Mugg VE 322 frá 1949 - 1951 með Einar Sv. Jóhannssyni, sem síðar var skipstjóri á Lóðsinum í mörg áf. Vertíðina 1952 tók Jón við skipstjórn á Mugg og var með bátinn í tvær vertíðir. Árið 1955 keyptu þeir bræður, Jón og Torfi, 10 rúmlesta bát, sem þeir nefndu Bryngeir VE 232 . Þetta var einn fjölmargra báta sem voru byggðir í Hafnarfirði, súðbyrtir, með svonefndu Breiðfirðingslagi. Bryngeir var með 54 hestafla Lister díselvél og var Jón formaður. Hann aflaði prýðilega en róið var með handfæri og línu og höfðu þeir með sér þriðja mann. Eftir vetrarvertíðina 1958 seldu þeir bræður bátinn. Jón var nokkru síðar stýrimaður á Sindra með Grétari Þorgilssyni og á Ísleifi með Eyjólfi frænda sínum. Einnig var hann á togaranum Narfa um 1960. Jón lauk hinu minna fiskimannaprófi á skipstjórnarnámskeiði í Vestmannaeyjum í janúar 1960.
Jón Bryngeirsson hafði því orðið langa og víðtæka sjómannsreynslu, þegar hann hætti til sjós og hóf störf í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar (FES) í byrjun vetrarvertíðar í janúar árið 1962. Hann fékk strax mikinn áhuga á þeim störfum og átti eftir að gegna þeim í nærri fjörutíu ár; síðustu 25 árin sem verksmiðjustjóri. Jón aflaði sér víðtækrar þekkingar og reynslu á þessu sviði, bæði innanlands og utan og varð virtur fagmaður í vinnslu hinnar mikilvægu útflutningsvöru, fiski-, loðnu- og síldarmjöls.
Þorsteinn Hákonarson járnsmiður í Njarðvík segir svo í minningagrein um Jón: „Verkið talar, verkið ræður. Þessi orð áttu við vin minn, Jón Bryngeirsson. Niðurstaða verksins var aðalatriði. Hvað gott það gerði og hvað það bætti. Í honum var innri leit, leit sem heldur áfram þrátt fyrir ágætan árangur lofsverðan. Það var ekki látið staðar numið, heldur alltaf verið að leita að betri leiðum. Þessi leit logar eins og ljós innra með sumum mönnum og Jón Bryngeirsson var einn þeirra. Jón var lengi verksmiðjustjóri í fiskmjölsverksmiðjum. Þessar verksmiðjur voru og eru engar tvær alveg eins. Það eru ekki til staðlaðar vinnuaðferðir eins og í sumum framleiðsluiðnaði öðrum. Það gerir málið flóknara að breyting á einum þætti vinnslunnar breytir fram og aftur í ferlinu. Reksturinn fjallar um að ná besta jafnvægi margra þátta miðað við verðmæti afurða, verð hráefnis, afköst, gæði og getu fyrirliggjandi vélbúnaðar. Jón Bryngeirsson mun hafa náð einhverri mestu tileinkun og þekkingu til þess að ná besta jafnvægi sem vitað er um. Ég minnist þess að á fundi hjá Alfa Laval í Kaupmannahöfn héldu þeir því blákalt fram að ekki væri hægt að vinna nýja gönguloðnu án þess að missa mjölið í fitu. Og víst er um það, hér áður var hún látin leskjast. En eftir miklar tilraunir og tiltölulega lítið breyttan vélbúnað hafði Jóni Bryngeirssyni tekist að vinna nýja vertíðarloðnu. En það tók mörg ár fyrir marga að átta sig á því. Að geta unnið nýja loðnu með fullri nýtingu skiptir miklu máli fyrir land okkar og efnahag. Í því máli átti Jón Bryngeirsson stærsta þáttinn, með þeim vélbúnaði sem þá var notaður.
Suðuaðferðir Jóns eru nú notaðar í flestum loðnuverksmiðjum, eins og hann kynnti iðnaðinum málið á ráðstefnu á Egilsstöðum. Í kringum Jón voru og aðrir verksmiðjustjórar, sem sóttu ráð til hans og reyndu aðrar útfærslur af sama þema með góðum árangri.“ „það sem hafði tekist, var að auka virknina í kerfinu við að kerfið hélt sér hreinu margfalt lengur. Mér verður tíðrætt um séhæfð atriði, en þau eru merk og ber að geta þeirra og er fátt til nefnt.“
Í eldgosinu, árið 1973, tókst okkur frændunum með herkjum ásamt nokkrum fleiri Vestmannaeyingum og nágrönnum, sem bjuggu margir í aðeins 100 til 200 metra fjarlægð frá gossprungunni, að komast aftur út til Eyja með farþega- og flutningaskipinu Heklu. Það var að kvöldi sama dags og gosið hófst, þriðjudagkvöldið 23. janúar, að tvö skip fóru frá Reykjavík til Eyja. Aðeins fyrir sérstakan skilning skipstjórans á m/s Heklu, Halldórs Oddssonar, fengum við Vestmannaeyingarnir að fara með skipinu en við vildum komast strax aftur út til Eyja, þegar kona og börn voru komin í öruggt húsaskjól uppi á fastalandinu, til þess að reyna að bjarga því sem bjargað yrði af eignum okkar og innanstokksmunum úr húsum sem voru rétt við eldstöðvarnar. Þá var ekki til neinn Viðlagasjóður, sem var síðar komið á fót.
Við frændurnir fylgdumst mikið að þessa fyrstu og hrikalegu daga eldgossins og vorum síðan saman í björgunarsveitum, hópi sjálfboðaliða, sem fóru skipulega í hús á austureyjunni til þess að bjarga innbúi í húsum sem voru að fara undir ösku og hraun og höfðum við höfðustöðvar á kennarastofu Barnaskóla Vestmannaeyja.
Á unglingsárum vorum við Jón saman í úteyjum og síðar þegar ég kom frá námi og flutti aftur til Eyja, fór ég margar ferðir á trillunni Soffíu út í Brand með honum og þeim Búastaðabræðrum. Við frændurnir áttum því margar og góðar minningar saman.
Upp úr miðjum febrúar 1973 var ágæt loðnuveiði í kringum Eyjarnar. Löndun loðnu í Eyjum hófst fyrir alvöru hinn 24. febrúar, þegar sex Vestmannaeyjabátar lönduðu loðnu og var eldgosið þá í fullum krafti. Jón Bryngeirsson var starfsmaður Fiskimjölsverksmiðjunnar, þegar gaus og hóf strax aftur störf úti í Eyjum, þegar hann hafði komið fjölskyldu sinni fyrir í Hafnarfirði. Samtals tók Fiskimjölsverksmiðjan á móti 23.300 tonnum þessa vertíð. Eftir að Jón flutti aftur alfarinn með fjölskyldu sína frá Vestmannaeyjum, varð hann verksmiðjustjóri í Keflavík, Hafnarfirði, Bolungarvík og Grindavík en síðast stjórnaði hann verksmiðju Aflamjöls í Þorlákshöfn og hætti störfum árið 1999. Árið 1996 vann hann við uppsetningu verksmiðju í Mexikó og bjuggu þau hjónin þar í eitt ár.
Jón kvæntist Hrafnhildi Helgadóttur árið 1968 og lifir hún mann sinn. Hrafnhildur er fædd í Reykjavík 1943 og á ættir að rekja í Rangárþing. Jón og Hrafnhildur bjuggu fyrstu búskaparárin og fram að eldgosinu á Búastöðum, en síðan að Heiðvangi 30 í Hafnarfirði, utan stuttra tíma sem þau dvöldu í Bolungarvík og Þorlákshöfn. Að Heiðvangi 30 bjuggu þau sér gott heimili en Jón var snyrtimenni, bráðlagtækur og mikill fjölskyldumaður, sem unni konu sinni og börnum. Þau Hrafnhildur eignuðust þrjú börn, Heiðar Dag prentsmið, Lovísu hjúkrunarfræðing og Eyjólf Gísla iðnnema en syni Hrafnhildar, Skarphéðni, sem er verslunarmaður. gekk Jón í föðurstað og leit á hann sem sinn eigin son.
Jón Bryngeirsson var eins og við fleiri frændur hans bundinn hinum gömlu Vestmannaeyjum og lífinu þar eins og það var fram að eldgosinu 1973. Jón hafði sérstaka ánægju af og naut þess að fara til lundaveiði í Brandinn þar sem hann hafði ungur að árum reist veiðiból ásamt frændum sínum og vinum uppi á bæjum. Þar átti hann góðar stundir með Bryngeiri systursyni sínum, sem var alinn upp á Búastöðum, Gísla bróður sínum, Gísla frænda sínum á Bessastöðum, Einari á Víðivöllum og fleiri. Ég á sérstaklega góðar og skemmtilegar minningar með Jóni frænda frá viðlegu í Brandinum. Ég fór eitt sinn unglingur, 17 ára gamall, ásamt Jóni og fleiri frændum mínum í föðurætt til súlna í Súlnasker. Þar var hann sem ætíð traustur og góður félagi. Andlát Jóns Bryngeirssonar bar brátt að og andaðist hann á Landspítalanum hinn 7. ágúst 2000 og var jarðsunginn 15. ágúst að viðstöddu fjölmenni frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, þar sem hann hvílir.
Ég kveð Jón frænda minn frá Búastöðum með miklum söknuði, blessuð sé minning hans.

Guðjón Ármann Eyjólfsson

Jón Í. Sigurðsson

F. 7. nóvember 1911 - D. 28. júní 2000

Jón Í Sigurðsson

Jón Ísak Sigurðsson, yfirhafnsögumaður, var fæddur í Merkisteini í Vestmannaeyjum 7. nóvember 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 28.júní 2000.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson. bátasmiður frá Stokkseyri og kona hans Sigríður Arnadóttir úr Álftaveri. Systkini hans voru Stefanía og Árni.
Eiginkona Jóns frá 29. maí 1939 er Klara Friðriksdóttir frá Látrum í Vestmannaeyjum.
Og þar bjuggu þau við farsæld og lán í 60 ár. Börnin eru fjögur: Friðrik, starfar hjá Ísal, Svava Sigríður, húsmóðir, í Vestmannaeyjum, Guðjón Þórarinn, rafvirki, í Vestmannaeyjum og Ragnar, læknir, í Reykjavík. Jón á Látrum eða Jón lóðs eins og hann var gjarnan kallaður átti við erfið veikindi að stríða síðustu tvö og hálft árið sem hann lifði. Að þeim tíma var hann heilsuhraustur dugnaðarforkur. Að loknu barnaskólaprófi fór Jón í unglingaskóla. Seinna lauk hann prófi frá vélstjóranámskeiði, sem veitti 50 hestafla réttindi, sem voru síðar hækkuð í 250 hestöfl. Hann byrjaði ungur á sjó á Helgu, 9 tonna báti, síðan á Lagarfossi, sem var 23 tonn, einnig á Mars. A sÍldveiðunum fyrir norðan hélt hann dagbók, sem er merk heimild um síldveiðarnar þá.
Jón byrjaði fljótlega að vinna við Vestmannaeyjahöfn á milli vertíða. Meðal hans fyrstu starfa var að flytja lóðsinn út í skip og sækja hann þangað aftur. Árið 1945 var hann ráðinn aðstoðarhafnsögumaður og 1947 yfirhafnsögumaður. Var hann í því starfi, heppinn og farsæll í 37 ár, til loka ársins 1984. Ásamt hafnsögustarfinu var Jón tollþjónn í mörg ár.
Árið 1941 hóf Jón baráttu fyrir því að fá hingað góðan hafnsögubát, sem jafnframt gæti aðstoðað hér á hafsvæðinu í kring. Tuttugu árum síðar kom Lóðsinn, sem var smíðaður í Vestur-Þýskalandi. Koma hans var mikil bylting fyrir höfnina, og öryggi sjómanna hér og við suðurströndina varð mikið bætt með tilkomu hans. Nú nýlega var hann seldur, og nýr og öflugri Lóðs, sem smíðaður var í Skipalyftu Vestmannaeyja tók við.
Vorið 1940 tóku Jón og Sigurjón Ingvarsson skipstjóri í Skógum, vélbátinn Skíðblaðni á leigu og hófu áætlunarsiglingar milli Vestmannaeyja og Stokkseyrar. Næsta vor tóku þeir Herstein á leigu til þessara flutninga, og vorið eftir Gísla Johnsen, sem þeir keyptu eftir fyrsta sumarið á honum. Hann var 32 rúmlestir. Síðast voru þeir í þessum ferðum 1954. Þær urðu samtals 730 og fluttir voru 23 þúsund farþegar. Sigurjón var allan tímann skipstjóri.
Jón var aðalhvatamaður þess að reynt var loftpúðaskip milli lands og Eyja. Það var 1967, en ókostir þess reyndust fleiri en kostir.
Jón tók mikinn þátt í félagsmálum. Hann sat lengi í hafnarnefnd, þar af formaður í 20 ár. Í stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja í 32 ár og formaður þar í 28 ár. Í stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja í tæpa hálfa öld. Formaður Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar í 20 ár. Varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn í 8 ár og aðalfulltrúi í 12 ár.
Árið 1967 sæmdi Lloyds í London Jón viðurkenningarskjali, þar sem honum voru þökkuð góð störf í þágu tryggingarfélagsins og sjófarenda. 1971 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu, 1974 sæmdur norsku Ólafsorðunni en hann var ræðismaður Norðmanna í mörg ár. Árið 1976 heiðursskjali frá Sambandslýðveldinu V - Þýskalandi fyrir aðstoð við slasaða og sjúka sjómenn. Árið 1981 Leopoldsorðunni belgísku fyrir björgun áhafnarinnar á Mari Jose Rosette. Og Skipstjóra - og stýrimannafélag Færeyja færði honum heiðursskjöld með flaggstöng fyrir dygga þjónustu við færeysk skip í Vestmannaeyjum. Jón var umboðsmaður þeirra í mörg ár. Heiðursborgari Vestmannaeyja varð hann 14. febrúar 1994. Í tvígang bauð Eimskipafélag Íslands þeim hjónum. Jóni og Klöru, í ferð með skipum félagsins. Einnig þágu þau boðsferð með einu skipa Hafskips. Af þessu sést að Jón kom víða við. Hann var þekktur af reglusemi og dugnaði, og hafnsögustörfin einkenndust af áræði og giftu, svo um var talað.
Klöru, börnum þeirra og öðrum ættingjum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur.

Friðrik Ásmundsson


Sigurður Einarsson

F. 1. nóvember 1950 - D. 4. október 2000

Sigurður Einarsson

Sigurður Einarsson fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1950. Hann lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum 4. október 2000.
Foreldrar hans voru hjónin Svava Ágústsdóttir og Einar Sigurðsson, útgerðarmaður, frá Heiði í Vestmannaeyjum. Þau Svava og Einar eignuðust 11 börn á 15 árum, þau Guðríði, Elísabetu, Sigurð. Ágúst, Svövu, Einar Björn, Ólöfu, Helgu, Sólveigu, Auði og Elínu. Níu eru nú á lífi, fyrir utan Sigurð og Einar Björn, sem dó þriggja mánaða 1955.
Eiginkona Sigurðar, frá 3. júlí 1976, er Guðbjörg Matthíasdóttir kennari. Hún er frá Reykjavík. Bjuggu þau allan sinn búskap í Vestmannaeyjum og eignuðust 4 syni. Einar, Sigurð, Magnús og Kristin.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá MR 1970 og lögfræðiprófi frá HÍ 1974. Hann hlaut réttindi til málaflutnings fyrir héraðsdómi árið 1983.
Vestmannaeyingum var brugðið í upphafi síðasta árs, þegar fréttist að Sigurður Einarsson hefði greinst með krabbamein. Allir vonuðu hið besta, að lækning fengist, sérstaklega með tilliti til þess að hann var stakur reglumaður, tákn um hreysti og þrek, andlega og líkamlega. Árrisull dugnaðarforkur, sem stundaði sund, göngur og æfingar í líkamsræktarsölum, svo eftir var tekið.
Hvorki þetta né umönnun færustu lækna kom í veg fyrir ótímabært andlát hans. Og þá spurðu margir: „Hvað verður nú?“
Einar faðir Sigurðar átti stór sjávarútvegsfyrirtæki víða um land. Mest voru umsvifin hér í Eyjum, þar sem hann átti og rak Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
Sigurður fór fljótt að venja komur sínar hingað á sumrin á námsárunum með föður sínum, og kynntist þá hinum fjölþætta rekstri hans hér.
Hér var útgerð margra báta, fiskvinnsla hverskonar, neta-, tré- og vélaverkstæði, fiskimjölverksmiðja o.fl.
Sigurður og Guðbjörg, settust hér að eftir lögfræðinám hans 1974. Hann tók þá við stjórn fyrirtækis föður síns, en Einar lést árið 1977.
Hraðfrystistöðin varð illa úti í eldgosinu 1973. Margar byggingar hennar fóru undir hraun, og aðrar skemmdust mikið. Það þurfti að byggja að nýju og var það gert vestast við Strandveginn. Þar fer nú fram vinnsla sjávarafurða, önnur en fískimjölsvinnsla, sem fer fram austast við sama veg, þar sem hún hefur alltaf verið. Sú verksmiðja var nýverið öll endurnýjuð, á þann hátt að ekki verður betur gert.
Það var strax á fyrstu árum Sigurðar hér, að Vestmannaeyingar sáu hve heppnir þeir voru með þennan unga mann, sem forstjóra þessa öfluga fyrirtækis, þegar mikil uppbygging fór þar fram eftir gosið. Það var fyrst og fremst starfsfólk hans til lands og sjávar, sem gaf honum gott orð.
Allir sáu líka hve dagfarsprúður hann var, barst ekkert á, svo samstíga hinum vinnandi manni og laus við alla tilgerð.
Árið 1992 sameinaðist Hraðfrystistöðin rótgrónu fyrirmyndar fiskvinnslufyrirtæki, Ísfélagi Vestmannaeyja. sem var stofnað 1901. Það kom aldrei annað til tals, en að Sigurður tæki við stjórn þessa sameinaða félags, sem hlaut nafn Ísfélagsins. Þar stjórnaði hann við miklar vinsældir sem fyrr til dauðadags.
Sigurður starfaði mikið í stjórnmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bæjarstjórn 1986 til 1994 og frá 1998. Á þessu kjörtímabili: Formaður bæjarráðs, sat í fulltrúaráði Sambands ísl. Sveitarfélaga, íþróttaráði, skólanefnd Framhaldsskólans, sat í starfskjaranefnd, stjórn Gjaldheimtu Vestmannaeyja og stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyjabæjar. Hann sat í stjórn Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins, Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja og Fiskmarkaðarins hér. Í Reykjavík, var hann til dauðadags stjórnarformaður Tryggingarmiðstöðvarinnar, í varastjórn LÍÚ og í Sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins.
Frá stofnun Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1964 hafði Einar, faðir Sigurðar, gefið þeim nemanda, sem hæstu meðaleinkunn fékk í 2. stigi vegleg verðlaun. Sigurður hélt þessu áfram frá 1977, þegar nemendur útskrifuðust úr 2. stigi í fyrsta skipti eftir gos. Hann gat þess oft á skólaslitum, þegar hann veitti verðlaunin að sér hefði verið einkar ljúft að taka við þessu af föður sínum.
Við andlát Sigurðar voru á sjö skipum Ísfélagsins 100 sjómenn og í landi unnu 215 manns. Starfsdagur Sigurðar hefur lengst af verið langur með ábyrgð á svona miklum rekstri. Öllum bar saman um að hann væri einstaklega vel skipulagður og yfirvegaður. Þess vegna var öll stjórnun hans létt og átakalítil. Til hans var gott að leita. Skrifaði hann nokkrar greinar í þetta blað af fúsum vilja, þegar eftir var leitað.
Á s.l. ári bað undirritaður hann eitt síðdegi, að skrifa tvær minningargreinar í blað síðasta árs.
Ekki næsta dag heldur þar næsta kom hann heim til mín, um hádegisbil, í vonsku veðri með greinarnar. Það var ekki verið að tvínóna við hlutina. Mönnum ber saman um að hans háttur hafi alltaf verið svona. Öll mál afgreidd strax. Þá leyndi sér ekki að hann var veikur.
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja þakkar nú skrif hans fyrir blaðið fyrr og síðar.
Öll samskipti hans og Sjómannadagsráðs voru með miklum ágætum. Það er líka þakkað hér.
Eiginkonu og sonum hans sendum við dýpstu samúðarkveðjur.

Friðrik Ásmundsson



Gunnar Ágúst Helgason

F. 22. janúar 1923 - D. 23. nóvember 2000

Gunnar Ágúst Helgason

Ágúst Helgason eða Gústi Helga eins og við best þekktum hann var fæddur að Hamri í Vestmannaeyjum 22. jan. 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. nóv 2000.
Ágúst var sonur hjónanna Helga Hjálmarssonar f. 13. 10. 1880 d. 1976 og fyrri konu hans Guðbjargar Vigdísar Guðmundsdóttur f. 12. 12. 1889 d. 1924. Þau eignuðust fimm börn, Hermann, Magnús, Hjálmar Kristin, Gunnar Ágúst, og Guðbjörgu en móðir þeina dó af barnsförum stuttu eftir að hún ól stúlkuna. Þá var Ágúst á öðru ári.
Seinni kona Helga Hjálmarssonar var Sigríður Sigurðardóttir.
Árið 1928 flytur Ágúst með föður sínum og seinni konu hans að Efri-Rotum undir Vestur-Eyjafjöllum. Þar óx Ágúst úr grasi í stórum systkinahópi, ásamt hálfsystkinum, samfeðra, þeim Sigurði Helga, Hlöðver, Gústaf, Hugó, Laufeyju, Unni og Sigrúnu. Árið 1940 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þá var Ágúst 17 ára gamall. Dvölin þar var ekki löng, því flótlega flytur Ágúst að heiman og til Vestmannaeyja og byrjar sjósókn.
Í Eyjum kynnist Ágúst kvonfanginu Ingibjörgu Lovísu Guðjónsdóttur, kennd við Lögberg, dóttur þeirra hjóna Guðjóns Þorsteinssonar og Pálínu Pálsdóttur. Þau giftu sig 5. júní 1949 og hófu búskap á Lögbergi hjá foreldrum Lóu eins og hún er oftast kölluð. Tveim árum seinna eru þau búin að byggja hús á Hólagötu 8. Þar bjuggu þau næstu þrjátíu og níu árin í góðu yfirlæti. Þegar um fór að hægjast keyptu þau raðhús að Hrauntúni 36 og bjuggu þar í 6 ár. En síðustu árin hafa þau búið á Skólavegi 2.
Gústi og Lóa eignuðust þrjú börn. Elstur er Páll Guðjón, kvæntur Sigurbjörgu Stefánsdóttur. Börn þeirra eru Íris, Stefán og Hjalti. Helga Guðbjörg kvænt Guðmundi Snædal Jónssyni og eiga þau Lóu Hrund. Yngst er Hrönn. Hún er kvænt Sigurði Sveinssyni og eiga þau börnin Ágúst Inga, Sigrúnu, og Guðrúnu Helgu. Langafabörnin eru orðin sex.
Eins og fram hefur komið hóf Ágúst ungur störf til sjós. Hann tók mótoristapróf (vélstjórn) í Vestmannaeyjum. Þar réri hann á hinum ýmsu bátum m.a. var hann á Skaftfellingi í u.þ.b. þrjú ár á stríðsárunum og sigldi til Englands. Einnig starfaði hann sem vélstjóri á gömlu Rafstöðinni og í Þurrkhúsinu austur á Urðum.
Síðar er hann í eigin útgerð ásamt mági sínum Páli Guðjónssyni. Gerðu þeir út í tvígang bát undir nafninu Guðbjörg VE og voru mörg ár í útgerð.
Ágúst lét sig mjög varða hagsmunamál sjómanna og starfaði lengi í Sjómannafélaginu Jötni m.a. gjaldkeri frá jan. 1976 til 1985. Hann sat í stjórn til ársloka 1988. Auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið til dauðadags.
Eftir gos starfaði Ágúst sem fiskmatsmaður hjá Fiskmati ríkisins þar til embættið var lagt niður.
Síðustu starfsárin var hann forstöðumaður Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar sem hann hafði mikinn metnað fyrir, bæði rekstri en ekki síst fyrir skjólstæðingum sínum.
Lyndiseinkunn hafði Ágúst góða. Það var alltaf grunnt á kímninni hjá honum og lýsir það betur en margt annað lunderni hans að hann gat gert að gamni sínu fram á síðasta dag þrátt fyrir mikil veikindi. Hann hafði mikið jafnaðargeð, skipti ekki skapi en var fastur fyrir á skoðunum sínum. Hann var heimakær en jafnframt félaglyndur.

Höndin sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.

Blessuð sé minning föður míns Gunnars Ágústs Helgasonar.

Páll Guðjón Ágústsson


Knud Kristjan Andersen

F. 23. mars 1913 D. 13. desember 2000.

Knud Kristjan Anderssen

Knud Kristján Andersen fæddist í Landlyst í Vestmannaeyjum 23. mars 1913. Faðir hans var Danski-Pétur, skipstjóri og útgerðarmaður, fæddur í Frederikssundi í Danmörku 30. mars 1887.
Danski-Pétur kom til Íslands árið 1906 á vegum Dan-verksmiðjunnar sem leiðbeinandi um meðferð bátavéla, sem voru að ryðja sér til rúms, og vann hann í fyrstu fyrir austan, í Mjóafirði. Til Vestmannaeyja kom hann árið 1909 og réri á Friðþjófi Ve. 98 sem mótoristi. Árið 1912 verður hann formaður og meðeigandi á Lunda Ve. 141 og eftir það var hann útgerðarmaður alla sína tíð. Danski Pétur lést árið 1955. Móðir hans hét Jóhanna Guðjónsdóttir fædd í Sigluvík í Landeyjum 27. febrúar árið 1889. Jóhanna fluttist til Vestmannaeyja ásamt móður sinni árið 1903. Árið 1906 er Jóhanna send í vinnumennsku austur á land og þar lágu leiðir hennar og Péturs saman, og þar eignuðust þau sitt fyrsta barn. Jóhanna var dugmikil og vann alla þá vinnu er að útgerðinni laut, auk þess að sjá um heimilishald og þjónustu við vinnufólk. Jóhanna lést langt um aldur fram, 45 ára að aldri.
Jóhanna og Pétur eignuðust 6 börn og komust þau öll til manns. Þau voru; Eva Valgerður Ólafía, Willum Jörgen, Knud Kristján, Njáll, Emil Marteinn, sem eru öll látin en yngsta systirin Guðrún Svanlaug býr í Sandprýði hér í Eyjum.
Með seinni konu sinni Magneu Jónsdóttur eignaðist Pétur 3 börn, þau: Óskírður drengur, sem dó ungur, Jóhann Júlíus og Valgerður, sem eru bæði meðal okkar.
Á þeim árum er Knud var ungur drengur barst mikið af fiski á land í Vestmannaeyjum, og þá var tíðin sú að útgerðarmenn verkuðu allan sinn fisk í salt og unnu hann til útflutnings, og var nóg að gera fyrir konur og krakka við að salta, þurrka og raða fiski í stakka eins og tíðkaðist á þessum árum. Byrjaði Knud snemma að hjálpa til við það. Þegar Knud var svo orðinn 12-13 ára byrjaði faðir hans að taka hann með einn og einn túr á sjóinn, enda vildi hann alltaf að Knud yrði sjómaður. Faðir hans réri þá á Skuld sem Ársæll Sveinsson átti og og var gert út á lúðulínu. Þegar Knud var 16 ára, árið 1929, var hann ráðinn í sitt fyrsta skipsrúm. Það vildi þannig til að hann var að stakka fiski upp á stakkastæði seinnipart dags þegar móðir hans kemur með skeyti frá Siglufirði en þar átti faðir hans fjórðapart í báti sem hét Herjólfur Ve. 276, og var gerður út á reknet. Erindið var það að kokkurinn á honum vildi hætta störfum sem fyrst og Magnús Jónsson skipstjóri frá Sólvangi vildi endilega fá Knud sendan norður til að taka við þeirri stöðu. Knud var strax mjög spenntur og hrifinn af því að komast á sjóinn þrátt fyrir það að kunna ekkert að kokka og hafa aldrei reynt fyrir sér í slíku áður. Varð það úr að móðir hans gaf grænt á allt og hann fór norður á sjóinn. Hann hélt svo áfram á Herjólfi um veturinn, beitti á línuvertíðinni en réri á netavertíðinni og var hann háseti þar 2 vertíðir. Eftir það færði hann sig um set og var næstu 2 vertíðar háseti á Skógarfossi Ve. 236 sem faðir hans átti hlut í.
Árið 1934 ákvað Knud að fara á vélstjóranámskeið. Sama ár, um haustið, fór hann á stýrimannanámskeið hjá Sigfúsi Scheving í [[Heiðarhvammur|Heiðarhvammi og lauk hann einnig prófi þaðan.
Það var svo árið 1937 að Knud réði sig sem vélstjóra á Garðar, sem var 60 t. bátur, og reri hann tvö sumur á síld með Óskari Gíslasyni og snurvoð með Gísla Magnússyni þess á milli. Þeir feðgar Danski Pétur, Willum, Knud, Njáll og Emil festa síðan kaup á Garðari sem þeir nefndu síðar Skógarfoss og varð Willum formaður á honum en Knud tók við formennsku á Metu Ve. 236 sem þeir feðgar höfðu keypt frá Danmörku árið 1939.
Knud átti mjög giftusamlegan og farsælan feril sem formaður á Metu. Hann var á síld á sumrin og þess á milli ýmist á netum,línu eða snurvoð og gekk honum mæta vel að fiska í öll þessi veiðarfæri. Það var svo árið 1946 að hann dregur sig í hlé frá sjómennskunni sökum heilsubrests.
Nokkrum dögum eftir að Knud hætti á sjónum réði hann sig sem vélstjóra í Hraðfrystistöðina og starfaði hann þar sem slíkur í ein 13 ár. Árið 1959 kom Einar Sigurðsson (ríki) einn daginn að máli við Knud og bauð honum að verða yfirverkstjóri í Hraðinu. Hann var nú ekki til í það í fyrstu en ákvað seinna um daginn að taka því og gegndi hann því starfi til ársloka 1962. Eftir það fór hann að starfa í landi við útgerð Metu Ve. sem hann og Willum bróðir hans höfðu keypt nokkrum árum áður og vann hann við þá útgerð þar til þeir bræður seldu hana um 1965. Eftir það fór hann að vinna í versluninni í Völundi og eftir að Völundur og Magni sameinast í Skipalyftunni vann hann á lagernum þar allt þar til hann hætti störfum árið 1987.
Knud tók nokkurn þátt í félagsmálum. Hann var í Karlakór Vestmannaeyja sem var starfræktur hér á sjötta áratugnum. Einnig voru réttindi sjómanna Knud talsvert hugleikin á yngri árum og var hann einn af stofnendum Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi. Hann var einnig einn af stofnendum Vinnslustöðvarinnar á sínum tíma.
Knud Kristján Andersen kvæntist árið 1939 Rakel Friðbjarnardóttur (fædd 19 ágúst 1918) og voru þau í hamingjusömu og traustu hjónabandi allt þar til Rakel kvaddi þennan heim skyndilega 23. mai 1993. Heimili þeirra stóð lengstum að Hásteinsvegi 27, en þar byggðu þau hið svokallaða tvíburahús ásamt Njáli Andersen og Halldóru Úlfarsdóttur. Knud og Rakel eignuðust þrjú börn, þau Ingibjörgu Jóhönnu, Pétur og Hafdísi sem nú er látin. Ég minnist þess sem ungur drengur að hafa sótt talsvert til ömmu og afa. Þar gat maður verið í mikilli ró og næði enda var hlýtt og traust viðmót sem mætti manni. Afi var afskaplega geðprúður og yfirvegaður maður. Minnist ég þess ekki að hafa orðið vitni að því að hann hafi skipt skapi við nokkurn mann. Hann var greiðvikinn og ávallt boðinn og búinn að veita mönnum aðstoð sína hvenær sólarhringsins sem var og nutu útgerðarmenn og aðrir oft góðs af því ef þá vanhagaði um eitthvað sem fékkst í Völundi. Hann var einstaklega ljúfur og góður við okkur börnin og vildi allt fyrir okkur gera. Hann var mjög laghentur og skar mikið út í tré með vasahníf svo úr urðu hin ágætustu listaverk. Hann bjó til hin ýmsu leiktæki fyrir okkur krakkana svo sem rólur og hengirúm. Gaman var að leika í þeim á góðviðrisdögum í garðinum þeirra sem var verðlaunaður fyrir útlit og hafði afi mikið yndi af að annast hann. Hann var snyrtimenni mikið hvort heldur var á sjálfan sig eða umhverfi jafnt innan dyra sem utan.
Síðustu ár ævinnar dvaldi hann á dvalarheimili aldraðra hér í Eyjum og átti hann þar margar góðar stundir með sambýlingum sínum og starfsmönnum. Hann var mjög ern og samdi ljóð og vísur allt til dauðadags.
Knud Kristján Andersen kvaddi þennan heim í kyrrð og ró eftir stutta legu á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 13. desember árið 2000.
Blessuð sé minning þín, elsku afi minn.

Sindri Óskarsson


Tryggvi Gunnarsson

F. 29. apríl 1916 - D. 22. mars 2001

Tryggvi Gunnarsson

Tryggvi Gunnarsson fæddist í Miðey í Vestmannaeyjum 29. apríl 1916. Hann lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Eyjum, 22. mars s.l. Foreldrar hans voru Gunnar Marel Jónsson, skipasmíðameistari frá Framnesi, Hraunshverfi á Eyrarbakka og Sigurlaug Pálsdóttir Nýjabæ, Hvalsnesi. Alsystkini Tryggva eru: Páll Óskar, Guðrún Olga, Eggert, Rannveig Hulda, Guðmunda, Eggert, Guðni Kristinn, Jón, Svava, Þorsteinn og Þórunn. Á lífi eru núna: Guðmunda, Jón, Svava og Þórunn. Hálfsystkini voru: Margrét Theodóra, Ingvar Valdimar og Ásta Rut. Þau eru öll látin.
Eftirlifandi kona Tryggva er Ólafía Sigurðardóttir og eignuðust þau synina Sigurð Helga og Gunnar Marel.
Árið 1937 lauk Tryggvi vélstjóraprófi í Vestmannaeyjum, ári síðar 1938 var hann einn af stofnendum Vélstjórafélags Vestmannaeyja. Formaður þess var hann frá 1940 til 1950 og heiðursfélagi þess síðar. Hann var bæjarfulltrúi 1954 til 1958 fyrir Sósíalistafélag Vestmannaeyja og formaður þess síðustu árin. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Eyjablaðsins í mörg ár, ásamt mörgum öðrum störfum á vegum sósíalista. Eftir vélstjóraprófið varð hann fljótt vélstjóri, og urðu vélstjórn og útgerð æfistörf hans.
Hann var lengi með Sighvatur BjarnasonSighvati Bjarnasyni á Erlingi 2. VE 325 og Gullveigu VE 331 og minntist hann oft á þann tíma við undirritaðan. Tryggvi varð þá strax orðlagður vélstjóri og sérstaklega af snyrtimennsku og reglusemi í öllum störfum. Vélarúmin hjá honum voru alltaf gljáfægð og fín svo um var talað. Nokkuð sem ekki var algengt á þeim tíma.
Hann var einnig vélstjóri á nýsköpunartogaranum Elliðaey VE 10. Faðir minn sagði oft að betri vélstjóri hefði ekki komið þar í vélarrúmið, árin sem hann var með skipið. Þetta sama orð fór alls staðar af honum. Hann var útgerðarmaður og vélstjóri á Erlingi I. VE 295 frá 1950 til 1976 og var Hjálmar Jónsson á Enda skipstjóri þar lengi. Síðast til sjós var Tryggvi vélstjóri á Brúarfossi 1976 til 1978. Hann starfaði svo hjá Fjarhitun Vestmannaeyja til starfsloka 1991, þá orðinn 75 ára. Árið 1983 urðum við Erla nágrannar þeirra Lóu og Tryggva. Það var mikið lán að eignast jafngóða nágranna og vini og þau voru. Það var til 1998 þegar þau fóru á Hraunbúðir dvalarheimili aldraðra. Heimilið þeirra var fallegt og gott og þar var gott að koma í kaffispjall, sem gerðist oft. Kjallarinn, sem er með áföstum bÍlskúr, var einstakur og þar var gaman að koma. Verkstæðið hans þar var glæsilegt, fjöldi verkfæra með ólÍkindum, allt jafn snyrtilegt og fágað og hugsast gat. Það virtist engu breyta þótt synir hans og sonarsynir væru þar löngum stundum, eitthvað að laga, allt var jafn fágað og fínt. Stundum þegar ég fékk gesti fékk ég leyfi Tryggva til sð sýna þeim verkstæðið og þótti öllum jafntilkomumikið og mér. Þegar Tryggvi Sigurðsson, sonarsonur hans, fór að smfða bátalÍkön með góðum árangri byrjaði hann þarna. Þá var gaman að kíkja til þeirra og ræða málin. Sá gamli hafði gaman af að fylgjast með sonarsyninum við þessi störf. Tryggvi var líka minnistæður fyrir gamlan og nýjan fróðleik sem hann bjó yfir enda las hann mikið af góðu efni.
Að leiðarlokum sendum við nágrannarnir samúðarkveðjur til Lóu, sona þeirra, tengdadætra og barnabarna og þökkum ánægjuleg kynni.

Friðrik Ásmundsson


Guðjón Magnússon

F. 4. apríl 1921 - D. 4. janúar 2001

Guðjón Magnússon

Guðjón Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 4. apríl 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. janúar 2001. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Guðjónsdóttir og Magnús Kristleifur Magnússon, netagerðameistari.
Systkini Guðjóns eru Ingveldur Guðrún Kristjana og Magnús Kristleifur, en hann dó 8. október 1965 og Jón Ragnar Björnsson uppeldisbróðir.
Guðjón kvæntist 10. júní 1950Önnu Sigríði Grímsdóttur, húsmóður, fæddri 14. júlí 1928. Guðjón og Anna eignuðust tvö börn, þau Magnús Birgi og Þuríði.
Guðjón var borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Átti hvergi annarsstaðar heima ef frá eru taldir nokkrir mánuðir í gosinu. Guðjón stundaði barna- og unglingaskólanám og lærði síðan netagerð hjá föður sínum. Á yngri árum stundaði hann sjómennsku jafnhliða netaiðninni en snéri sér síðan alfarið að netagerðinni og vann við hana alfarið á meðan hann hafði heilsu til. Hann tók við rekstri Veiðarfæragerðar Vestmannaeyja ásamt bróður sínum Kristleifi og frændanum Hallgrími Þórðarssyni, af feðrum þeirra, þeim Magnúsi og Þórði Gíslasyni og stóð sá rekstur í áratugi, fyrst um sinn í höndum þeirra þriggja og síðan í höndum þeirra Guðjóns og Hallgríms eftir lát Kristleifs. Guðjón kenndi í mörg ár verklega sjóvinnu við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum.
Guðjón var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og var m.a. Íslandsmeistari í tugþraut og Íslandsmethafi í stangarstökki. Guðjón var mikill Týrari og síðar mikill stuðningsmaður sameiningar Týs og Þórs í ÍBV- íþróttafélag. Guðjón var helsti höfuðpaurinn við Þrettándagleði Eyjamanna í áratugi allt fram á seinustu ár. Guðjón vann alla tíð mikið starf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Eyjum og hlotnuðust honum margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín á þeim vettvangi.
Merkismaðurinn Guðjón Magnússon er látinn nærri 80 ára að aldri. Aldurinn var sérlega afstæður þegar Gaui Manga átti í hlut. Hann var jafnan sá ungi, hvort heldur var í anda eða hreyfingum. Þessi garpur, fyrrum Íslandsmeistari í tugþraut og íslandsmethafi í stangarstökki, var einstakur í sinni röð. Hann setti einnig hvert Íslandsmetið af öðru í mannlegum samskiptum og var alltaf boðinn og búinn að gefa af sér og tilbúinn til að hjálpa öðrum. Leiðir okkar Gauja lágu saman fljótlega eftir að ég kynntist bróðurdóttir hans, og varð sú vinátta sem þá myndaðist óslitin allt til enda. Bróðir Gauja, Kristleifur, tengdafaðir minn, dó ungur eða aðeins 36 ára. Oft þurfti ég að leita ráða hjá Gauja og biðja hann um að aðstoða mig á fyrstu búskaparárunum í Vestmannaeyjum og alltaf var tekið jákvætt á málunum. Ég sagði það oft að Gaui hefði verið mér eins og besti tengdafaðir. Þær eru óteljandi minningarnar sem koma upp í hugann þegar horft er til baka. Allar gleðistundirnar sem við áttum saman.
Ég hafði gaman af því að heyra Gauja segja frá gömlu góðu dögunum. Þegar pabbi hans geystist inn á völl í hálfleik þar sem Gaui var að leika knattspyrnu, í þriðja flokki, og hellti upp í hann hráu eggi, til að hressa hann við. Eða þegar hann setti eitt Íslandsmetið á íþróttavellinum í Reykjavík og karlarnir hópuðust að pabba hans til að óska honum til hamingju, ekki Gauja.
Þeir fóru ekki troðnar slóðir frændurnir þeir Gaui, Dóri Ben og Grímur Þórðar. Má ætla að það þætti ástæða til að kalla til félagsmálafræðingana í dag ef einhver grallarinn myndi tylla niður tánum þar sem þeir félagarnir voru með hælana í prakkarastrikunum. Þá munaði ekki mikið um að leysa upp heilu jólaboðin ef sá gállinn var á þeim. Þeir í kjallaranum, Grímur á fötunni að gera stórt, Gaui og Dóri að kveikja upp í kabyssunni, heldur mikið skvett á af olíu, svo blossaði upp undir loft þar sem ofar var spilað á öllum borðum. Nú voru góð ráð dýr, Grímur rekinn af fötunni og svett á til að drepa í. Upp gaus þessi líka fnykurinn þegar afurðir Gríms lentu á bálinu. Þegar frændurnir komu út á hlað voru allir gestirnir úr jólaboðinu þar, enda ekki líft í húsinu. Það jólaboðið endaði mjög snögglega í þetta sinnið.
En lífið var ekki alltaf leikur, a.m.k. ekki þegar þeir frændurnir Gaui og Grímur Þórðar máttu þakka fyrir að ná heilir heim úr einum róðrinum á trillunni Birgi VE sem þeir áttu í félagi. Það var 21. mars árið 1949 að þeir voru á veiðum upp undir Landeyjasandi, eins nálægt og þeir þorðu í ágætis veðri en í nokkru brimi. Annar bátur, Haddi VE, var þarna að veiðum og þurftu frændurnir í tvígang að draga þann bát út úr briminu eftir að drepið hafði verið á glóðarhausvél bátsins. Að því loknu tóku þeir eftir því að veður var farið að versna við Eyjar og ákváðu þeir því að halda heim á leið, Birgir með stefnuna a Elliðaey austanverða en Haddi á Ystaklett. Eftir 15 til 20 mínútna siglingu reið brotsjór yfir Birgi með þeim afleiðingum að stórt gat kom á aðra síðuna og sjór fossaði inn. Þeir á Hadda tóku ekki eftir neinu og héldu heimferð sinni áfram. Frændurnir máttu nú berjast fyrir lífi sínu og má segja að hver tilviljunin hafi rekið aðra í þeirri lífsbaráttu. Í trillunni fundu þeir kassafjalir, hamar og nagla. Þeir skildu ekkert í því síðar þegar þeir hugsuðu um þetta hvers vegna þessir hlutir vori þarna. Gaui reif jakkann sinn og reyndi að troða honum í gatið á síðunni. Þeir mökuðu koppafeiti á allt saman og negldu síðan fyrir eins og þeir gátu. Mikill leki var á trillunni eftir sem áður og þurftu þeir að hafa sig alla við að ausa en svo einkennilega vildi til að tvær fötur voru um borð í þessari ferð en oftast var þar engin. Trillan hálffylltist fljótlega og vélin drap á sér. Settu þeir frændurnir upp segl og náðu nokkurri ferð en heimferðin gekk seint enda komið öskurok að suðvestan. Ætlunin var að reyna að komast í skjól við Elliðaey og sigla í veg fyrir báta sem voru að koma að austan. Gekk þeim illa að ná athygli annarra. Enga talstöð höfðu þeir og urðu því að treysta á Guð og lukkuna. Nokkrum klukkutímum seinna sáu þeir á Jóni Stefánssyni VE trilluna og komu þeim til bjargar en trillan var þá orðin hálfull af sjó, þrátt fyrir að alltaf væri verið að ausa. Ljóst er að ekki mátti tæpara standa og þegar hér var komið sögu voru margir bátar á sjó að leita að frændunum á Birgi VE.
Það er margt sem kemur upp í hugann þegar litið er yfir farinn veg. Hún er mnnisstæð ljúfa samveran á gullbrúðkaupsdaginn þeirra Önnu og Gauja seinasta sumar þegar börnin, tengdabörnin og barnabörnin héldu upp á daginn með heiðurshjónunum. Auðvitað vorum við hjónin með í gleðskapnum. Það var yndislegur dagur, farið í rútuferð, bátsferð og margt gert til gamans. Ekki vissi maður þá í hvað stefndi hjá Gauja og hversu alvarleg veikindi voru að ná tökum á honum. Reyndar sagði Gaui alltaf að þetta væri ekki neitt, bara smá kvef.
Það er þakkarvert að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessum einstaka manni. Manni sem allt vildi gera fyrir aðra. Minningarnar eru margar og hlýjar. Vertu sæll vinur og þakka þér fyrir allt og allt, þín er sárt saknað.

Guðmundur Þ. B. Ólafsson


Sveinn Tómasson

F. 24. nóvember 1934 - D. 25. mars 2001

Sveinn Tómasson

Sveinn fæddist í Vestmannaeyjum 24. nóvember 1934. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 25. mars s.l. Foreldrar hans voru Tómas Sveinsson vélstjóri frá Selkoti undir A-Eyjafjöllum og Líney Guðmundsdóttir frá Hvammskoti á Skagaströnd.
Eftirlifandi eiginkona Sveins er Ólöf Dóra Sigurðardóttir Waage. Börn þeirra eru Aðalheiður Ingibjörg, Geir Tómas, Sigurður Óskar og Guðmundur Þór.
Sveinn lauk gagnfræðaprófi 1951 og vélstjóraprófi 1954. Hann byrjaði kornungur til sjós, og var lengst vélstjóri á fiskibátum í Eyjum til ársins 1975. Hann lærði prentiðn í prentsmiðjunni Eyrúnu í Vestmannaeyjum og tók sveinspróf 1979. Hann var lengi í stjórn Vélstjórafélags Vestmannaeyja og formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna um tíma. Formaður Íþróttafélagsins Þórs 1958 til 1959. Mikill áhugamaður um íþróttir og voru fótbolti og hnefaleikar þar í öndvegi. Starfaði mikið með Leikfélagi Vestmannaeyja og lék þar mörg hlutverk. Formaður Vestmannaeyingafélagsins Heimakletts frá 1978. Hann var varabæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið 1962 og 1965 til 1966, bæjarfulltrúi 1978 til 1985 og forseti bæjarstjórnar 1978 til 1982. Hann var prentari til 1989 en 1. mars það ár varð Sveinn útsölustjóri ÁTVR í Vestmannaeyjum og gegndi hann því starfi til dauðadags.

Hún rís úr sumarsænum
í silkimjúkum blænum,
með fjöll í feldi grænum,
mín fagra Heimaey.
Við lífsins fögnuð fundum,
á fyrstu bernsku stundum,
er sólin hló á sundum
og sigldu himinfley.

Þetta kvæði eftir Ása í Bæ kom upp í hugann þegar við reikuðum í huganum áratugi til baka. Við störðum á sjóndeildarhringinn og biðum eftir að sjá ástkæru Eyjuna okkar rísa úr sænum, þegar við félagarnir vorum að koma úr löngum útilegum úr úthafinu eða Norðursjónum. Já lífið er hverfult og enginn veit sitt skapadægur og alltaf kemur dauðinn okkur að óvörum þó að hann sé það eina sem við getum gengið að með fullri vissu í lífinu.
Við Sveinn voru skipsfélagar a Ísleifi um árabil þó að vináttan og kynnin hafi verið frá frumbersku. Sveinn var mjög góður félagi, alltaf léttur í lund og skemmtilegur og alltaf tilbúinn í aðgerðir til að stytta sér og öðrum stundir og gera gaman sem veitti ekki af í langtíma útilegum þegar hver dagur var öðrum líkur og menn urðu að stytta sér stundir með ýmsum uppátækjum. Þá var ekki búið að finna upp hugtakið áfallahjálp enda engin þörf á slíku í þá daga.
Sveinn var mjög vel lesinn og hafði yndi af bókalestri og bókagrúski og hafði gaman af að miðla þekkingu sinni til skipsfélaganna. Það var venja þegar lagt var af stað til lands að koma saman í stýrishúsinu og taka þar lagið og var Sveinn þar fremstur í flokki, enda gamall dægurlagasöngvari og áhugaleikari. Sveinn var liðtækur til allra verka og mjög samviskusamur og góður vélstjóri. Eitt sinn er við vorum á leið frá Þýskalandi með saltfarm og vorum staddir á Færeyjabanka í vitlausu veðri og stórsjó, var Sveinn á vakt seint um kvöld. Hann var nýkominn upp úr vélarrúminu þegar honum fannst að hann þyrfti að fara þangað niður aftur. Þegar hann kom niður var eldur laus. Olíurör hafði sprungið og sprautaðist olían á sjóðheitt púströrið og hefði Sveinn ekki komið niður á réttu augnabliki, hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.
Við félagamir vorum svo lánsamir að hitta Svein rétt fyrir síðustu jól en þá var hann í krabbameinsmeðferð í Reykjavík. Við heimsóttum hann á Rauðakrosshótelið og áttum með honum kvöldstund sem aldrei gleymist. Sveinn var þá fullur af bjartsýni um að vinna sigur á vágesti þeim er tekið hafði bólfestu í honum. Við félagarnir þrír rifjuðum upp gamlar samveru- og gleðistundir sem við áttum saman á árum áður og það var hlegið og gantast og ekki að sjá að þetta væri í síðasta sinn, sem okkar fundum bæri saman þó kannski við höfum allir vitað betur.
Við biðjum Guð að blessa minningu Sveins Tómassonar og vottum Ólöfu eiginkonu hans og börnum þeirra og öðrum ættingjum innilegustu samúð.

Kári Birgir og Jón Berg.


Sigurgeir Ólafsson

F. 21. júní 1925 - D. 2. ágúst 2000.

Sigurgeir Ólafsson

Sigurgeir Ólafsson fæddist á Víðivöllum í Vestmannaeyjum 21. júní 1925. Hann lést á heimili sínu, Boðaslóð 26, Vestmannaeyjum, 2. ágúst 2000. Foreldrar hans voru: Ólafur Ingileifsson, útgerðarmaður, skipstjóri, síðar verkamaður og bóndi, f. 9. júní 1891 á Ketilstöðum, Dyrhólahreppi, V-Skaft. d. 14. febrúar 1968 í Vestmannaeyjum og Guðfinna Jónsdóttir, húsfreyja á Víðivöllum og Heiðarbæ í Vestmannaeyjum, f. 6. apríl 1902 í Ólafshúsum, Vestmannaeyjum, d. 26. febrúar 1994. Systkini Sigurgeirs: Jóna Guðrún. f. 17.11. 1927; Eggert, f. 29.06.1931, látinn; Einar, f. 23.12.1933; Þórarinn f. 11.02.1937, látinn; Guðni, f. 15.08.1943, látinn. Hálfsystkini Sigurgeirs voru Sigurjóna og Sigurjón Karl bæði látin.
Unnusta Sigurgeirs var Elísa Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, Haukshólum 3 í Reykjavík. Þau slitu samvistum. Eignuðust þau tvær dætur: 1) Ólöf Jóna, f. 16.09.1944, maki Jón Sigurðsson, f. 08.12.1941, látinn. Börn þeirra eru Ólafur Jón, f. 05.08.1966, Ásgeir f. 01.10.1967, Elísa Guðlaug, f. 16.04.1973. 2) Ruth Halla, f. 29.01.1946, maki Ólafur Axelsson, f. 06.07.1944. Börn þeirra em Jón Axel, f. 27.08.1963, Ólafur Ragnar, f. 14.08.1970, Jóhann Garðar, f. 21.04.1977.
Sigurgeir kvæntist hinn 16. júlí 1949 Erlu Eiríksdóttur, f. 26. september 1928. Foreldrar hennar: Eiríkur Valdimar Ásbjörnsson og Ragnheiður Ólafsdóttir.
Börn Erlu og Sigurgeirs: 1) Eiríkur Heiðar, f. 28.02.1949, maki Sigríður K. Dagbjartsdóttir, f. 10.05.1950. Þeirra börn eru: Dagbjört, f. 17.08.1972, Heiða, f. 13.12.1975, Erla, f. 25.11.1979. 2) Guðfinna Guðný, f. 07.06.1951, unnusti Sigmundur Þórir Grétarsson, f. 12.05.1957. Börn hennar og Hermanns Inga Hermannssonar: Erla Gyða, f." 14.10.1967, Sigríður Lund, f. 16.07.1970, Hermann, f. 16.01.1973, Jónas, f. 11.07.1980. 3) Sæfinna Ásta, f. 05.07.1952, maki Þorbjörn Númason, f. 25.07.1951. Þeirra börn eru: Sigurgeir, f. 19.03.1975, Sæþór, f. 20.06.1977, Marta María, f. 23.07.1983. 4) Emma Hinrika, f. 23.02.1956, maki Ólafur Einar Lárusson, f. 04.03.1954. Þeirra börn eru: Kjartan, f. 17.02.1979, Hlynur, f. 26.03.1989. 5) Þór, f. 01.10.1959, fyrrverandi maki Hjördís Kristinsdóttir. Börn: Kristinn Freyr, f. 04.02.1984, Birna. f. 14.03.1986. Barnabarnabörnin eru 11.
Sigurgeir stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist 1950. Byrjaði sjómennsku 14 ára að aldri, var háseti, stýrimaður og skipstjóri í mörg ár og útgerðamaður. Hann var hafnarstjóri í Vestmannaeyjum 1982-1991. Forseti bæjarstjórnar 1982-1984 (hætti þá vegna veikinda) Í bæjarráði sama tímabil. Í sjómannadagsráði Vestmannaeyja. Formaður skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi 1956-1957. Hafnarvörður 1974-1976. Í varastjórn Hafnarsambands sveitarfélaga 1982. Vara- og aðalfulltrúi í hafnarstjórn. Formaður fiskideildar Vestmannaeyja og í stjórn Fiskifélagsins. Formaður Íþróttafélagsins Þórs 1975-1976.
Siggi Vídó ólst upp á miklum breytingatímum í íslensku þjóðlífi þegar þjóðin var að brjóta af sér hlekki fátæktar og mikil atvinnubylting var að eiga sér stað. Hann byrjaði 14 ára til sjós, skynjaði fljótt tækifærin og varð formaður strax ungur að árum, seinna varð hann svo skipstjóri og útgerðarmaður á eigin bátum. Ég byrjaði með Sigga Vídó 1963 sem stýrimaður á 50 tonna bát 1963 sem hann átti í félagi við Ólaf Sigurjónsson. Síðar var ég hjá honum á fleiri bátum sem hann átti. Siggi Vídó hafði einstakt lag á að halda uppi góðum móral um borð, léttur, hnyttinn í svörum og skemmtilegur. Á landleið úr róðri tuskaði hann stundum yngri strákana til og var þá oft fjör í lúkarnum, græskulaust gaman, enda maðurinn hraustmenni. Siggi var mikill sjálfstæðismaður og lét félagsmál til sín taka á mörgum sviðum. 1982 leiddi hann lista sjálfstæðismanna eftir mikinn sigur í prófkjöri. Sjálfstæðismenn, fengu 6 af 9 mönnum og var það ekki síst að þakka miklum vinsældum Sigga sem náðu langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna.
Ég held samt sem áður að honum hafi ekki liðið of vel í pólitísku vafstri. Til þess var hann of heiðarlegur og kunni illa við óheilindi og þá refskák, sem því miður stundum vill eiga sér stað í stjórnmálum.
Í árslok 1983 veiktist Siggi skyndilega, lamaðist og missti mál. Þetta var auðvitað mikið reiðarslag fyrir þennan stóra og sterka mann. Með þrotlausum æfingum, þrautseigju og jákvæðu hugarfari tókst honum að komast til nokkurrar heilsu á ný og hélt þá áfram vinnu sinni sem hafnarstjóri til ársins 1991, vann síðan sem skrifstofumaður til ársins 1997 og hætti þá störfum.
Prédikarinn: „Og sólin rennur upp og sólin gengur undir. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma.“ Blessuð sé minning um drengskaparmann.

Björgvin Magnússon, hafnsögumaður

Haraldur Hannesson

F. 24. júni 1911 - D. 11. maí 2000

Haraldur Hannesson

Mig langar í örfáum orðum að minnast afa míns Halla á Baldri sem einnig var oft kenndur við húsið Fagurlyst. Haraldur Hannesson, útgerðarmaður og skipstjóri, fæddist á Stokkseyri 24. júni 1911. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja á lokadaginn 11. maí s.l. Foreldrar hans voru Hannes Jónsson, skipstjóri á Stokkseyri og Sesselja Sigurðardóttir. Afi átti átta hálfsystkini og þrjú alsystkini. Aðeins ein alsystir afa er enn á lífi, Sigríður, f. 1920, sem býr í Danmörku. Afi giftist 24. nóvember 1933, Elínborgu Sigbjörnsdóttur frá Ekru í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Sigbjörn Björnsson frá Ekru og Þóranna Guðrún Jónsdóttir. Elínborg var fædd 3. september 1911 en hún lést 11. ágúst 1995. Haraldur og Elínborg bjuggu alla sína búskapartíð í Vestmannaeyjum. Þeim varð fimm barna auðið og eru fjögur þeirra á lífi. Þau eru: Unnur f. 27.10.1933, gift Magnúsi B. Jónssyni og eiga þau fjögur börn, Ásta f. 28.11.1934, hennar maður var Oskar Haraldsson, en Óskar lést árið 1985 og eignuðust þau fjögur börn, Hannes f. 04.10.1938, giftur Magneu G. Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigurbjörg f. 2.10.1939, d. 01.07.1942, Sigurbjörg f. 1. 10. 1945 gift Friðriki Má Sigurðssyni og eiga þau tvo syni.
Afi hóf snemma að sækja sjóinn, lauk mótornámskeiði aðeins átján ára og ári síðar lauk hann prófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Afi hóf störf sem stýrimaður á mb. Ölveri sem gerður var út frá Stokkseyri árið 1930 en skip-stjórnarferill sinn árið 1932 á mb. Hilmi VE og útgerð hóf hann ári síðar þegar er hann keypti fjórða hlut í Hilmi VE og var hann skipstjóri á þeim báti til 1939. Það sama ár keypti hann mb. Baldur VE 24 í félagi við Jónas Jónsson og Rögnvald Jónsson en á Baldri var afi skipstjóri til ársins 1972 er sonur hans Hannes tók við skipstjórninni. Hannes eignaðist síðan þriðjungshlut í útgerð Baldurs VE á móti föður sínum. Frá 1972 vann afi í landi við útgerð Baldurs VE, sem enn er gerður út. Afi hafði því gert Baldur VE út í 61 ár og verið útgerðamaður í 67 ár er hann lést. Á Baldri VE hefur verið stundaður ýmis veiðskapur, netaveiðar, togveiðar og einnig nótaveiðar.
Afi lét að sér kveða í ýmsum félögum og má þar nefna, Björgunarfélagið, Lifrarsamlag Vestmannaeyja, Útvegsbændafélagið og skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi. Hann var einn af stofnendum Vinnslustöðvarinnar hf. og sat þar í stjórn frá 1952-1986. Hann sat einnig í stjórn tveggja dótturfyrirtækja Vinnslustöðvarinnar um árabil, Gunnars Ólafssonar & Co hf. og Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum hf. Þá sat hann í stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja í tæpa þrjá áratugi
. Afi var um margt minnisstæður maður og afar farsæll í starfi og sem útgerðamaður enda gekk útgerðin hans alltaf mjög vel. Það var kannski táknrænt fyrir þennan aldna útgerðamann að yfirgefa þetta jarðneska líf á lokadaginn. Hvíl þú í friði.

Haraldur Óskarsson

Kristinn Pálsson

F. 20. ágúst 1926 - D. 4. október 2000

Kristinn Pálsson

Kristinn Pálsson fæddist í Þingholti í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Þórsteinu Jóhannsdóttur frá Brekku í Vestmannaeyjum og Páls Jónassonar frá Brekku í Eskifirði. Þau hjónin eignuðust 13 börn sem komust til fullorðinsára, sjö syni og 6 dætur. Þau voru: Emil f. 1923, d. 1983, Kristinn. f. 1926, d. 2000, Þórunn f. 1928, Guðni f. 1929, Jón f. 1930, Margrét f. 1932, Kristín f. 1933, Hulda f. 1934, d. 2000, Sævald f. 1936, Hlöðver f. 1938, Birgir f. 1939, Þórsteina f. 1942 og Emma f. 1944.
Páll faðir Kristins var kunnur sjósóknari á sínni tíð og hefur það eflaust haft áhrif á þá ákvörðun fimm elstu sona hans að gerast sjómenn. Tengdasynirnir hafa einnig flestir stundað sjómennsku og sama gildir um marga síðari afkomendur Páls og Þórsteinu.
Síðasti dagur janúarmánaðar árið 1951 varð örlagadagur í lífi fjölskyldunnar í Þingholti er flugvélin Glitfaxi fórst í flugi milli lands og Eyja og með henni allir sem um borð voru, þeirra á meðal Páll Jónasson, heimilisfaðirinn í Þingholti. Þegar aðalfyrirvinna heimilisins féll svo skyndilega frá á besta aldri reyndi á eldri systkinin við að afla þeirra tekna sem til þurfti til þess að halda mætti þessu mannmarga heimili saman. Þá sem oftar kom skýrt fram órjúfandi samstaða Þingholtsfólks. Kristinn leit á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að taka forystu í málefnum fjölskyldunnar og hafa umsjón með því að allt gengi sem best væri á kosið, sem elsti sonurinn í heimahúsum. Víst er að hann sinnti því hlutverki vel og dyggilega svo lengi sem við þurfti, enda munu systkinin öll hafa talið bæði rétt og skylt að hlíta forystu hans þá sem oftar.
Kristinn kvæntist Þóru Magnúsdóttur (f. 13. apríl 1930), dóttur hjónanna Halldóru Valdimarsdóttur og Magnúsar Bergssonar, bakarameistara og útgerðarmanns í Tungu í Vestmannaeyjum á jóladag árið 1953. Á milli Þingholts og Tungu (Hótel Berg) var reyndar aðeins eitt hús, Oddfellowhúsið. Þessi hús stóðu við neðri enda Heimagötu en fóru öll undir hraun í gosinu 1973.
Börn Þóru og Kristins eru: Magnús, framkvæmdastjóri f. 1950, Jóna Dóra. hjúkrunarfræðingur f. 1954, Bergur Páll, skipsstjóri f. 1960 og Birkir, viðskiptafræðingur f. 1964.
Kristinn í Þingholti mun hafa verið 12 ára gamall þegar hann fyrst sótti sjó með föður sínum á m/b Mugg og þaðan í frá var sjómennska og útgerð hans ævistarf. Að lokinni skólagöngu réðist Kristinn á m/b Helga VE, sem sigldi með ísaðan fisk til Grimsby í lok stríðsins. Hann hóf nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1946 og lauk þaðan fiskimannaprófi hinu meira árið 1948. Næstu árin er Kristinn skipstjóri eða stýrimaður á ýmsum bátum. Þeir feðgar Páll og Kristinn leigðu bát, sem Njörður hét, af Jóni Sólnes á Akureyri og gerðu út um skeið. Eftir að Páll ferst leigir Kristinn Njörð aftur einn og síðan m/b Stellu NK eina vertíð. Hann var skipsstjóri á Heimakletti, sem Gísli Gíslason átti og stýrimaður og síðan skipsstjóri á m/b Helga HelgasyniEinarssyni]] skipasmíðameistara fyrir Helga Benediktsson og var langstærsti vélbátur í Vestmannaeyjaflota á þeim tfma, 190 rúmlestir. Þótti nokkrum tíðindum sæta að 24 ára gamall strákur væri ráðinn til að stjórna þessu stóra skipi. Helgi Helgason var á þeim tíma leigður til Skipaútgerðar ríkisins og sigldi með vörur, bæði milli Reykjavíkur og Breiðafjarðarhafna og Reykjavíkur og Vestmannaeyja, en að leigutíma loknum var haldið til síldveiða.
Útgerð Kristins á eigin báti hefst árið 1954 er hann kaupir m/b Ásþór frá Seyðisfirði ásamt Magnúsi tengdaföður sínum. Bátnum gefa þeir nafnið Bergur og velja honum einkennisstafina VE 44. Kristinn hafði löngu áður heitið því að eignaðist hann einhvern tíman bát þá skyldi hann verða skírður í höfuð á æskuvini sínum, Bergi Magnússyni sem lést aðeins 14 ára gamall. Bergur var einn svokallaðra Svíþjóðarbáta, sem smíðaðir voru í Svíþjóð um miðjan fimmta áratuginn eftir teikningu Bárðar Tómassonar. Hann varð þekkt aflaskip undir stjórn Kristins. Hvort sem var á vetrarvertíð eða sumarsíldveiði þá var Bergur VE 44 jafnan meðal aflahæstu báta. Þegar veitt voru í fyrsta sinn verðlaun þeim skipsstjóra sem skilaði mestu aflaverðmæti Vestmannaeyjabáta á land hlaut Kristinn Pálsson þau fyrir aflasæld árið 1964. Í skipsrúmi með Kristni var ávallt úrval sjómanna. Hann átti þess kost að geta valið sér samstarfsmenn, ekki aðeins sakir þess að menn töldust nokkuð tryggir um að aflasæld yrði með því besta heldur einnig og kannski ekki síður sakir þess hversu einstaklega auðvelt það reyndist honum að skapa samstöðu og einingu meðal áhafnar sinnar. Á seinni hluta fimmta áratugarins urðu miklar tækniframfarir í síldveiðum. Hringnótin fór úr snurpubátnum við hlið skipsins og upp á afturenda þess, síðar upp á bátapall, kraftblökkin kom til sögunnar og fiskleitartæki komu hvert á fætur öðru. Gjörhugull skipstjóri eins og Kristinn Pálsson var, fylgdist grannt með öllum slikum framförum og var í hvert sinn meðal þeirra fyrstu sem tóku nýja tækni í sína þjónustu.
Á þessum tíma treystu skipsstjórar lÍka mjög á síldarleitina og ráðgjöf fiskifræðinga. Þar fór fremstur Jakob Jakobsson og milli hans og margra skipstjóra myndaðist gott samstarf í leitinni að silfri hafsins. Þýðingarmikið var að safna saman upplýsingum frá sem flestum athugulum skipstjórum um veður, sjólag, fugla, hitastig og margt fleira. Það var engin tilviljun að oft heyrðust í talstöðinni viðræður þeirra Jakobs Jakobssonar og Kristins Pálssonar um ástand og horfur á síldarmiðunum. Mátti þar merkja að hvor um sig mat að verðleikum ábendingar og sjónarmið hins.
Í desember 1962 er Bergur VE 44 var á vetrarsíldveiðum á Breiðafirði varð það óhapp að hann lagðist skyndilega á hliðina og sökk síðan á skömmum tíma, en svipuð urðu örlög flestra Svíþjóðarbátanna og virtist sem þeir hefðu ekki þolað þann mikla þunga sem hlaðið hafði verið upp á bátadekk þeirra með nót og kraftblökk. M/b Bergur sökk á skömmum tíma en öllum skipverjum var bjargað um borð í Halkion VE.
Ekki leið langur tími frá því að Kristinn hafði misst bátinn sinn þar til hann hafði gert samning um nýsmíði í Noregi og réttu ári síðar kom nýr Bergur til hafnar í Eyjum. Á meðan á smíði nýja bátsins stóð, tók Kristinn að sér skipstjórn á öðrum bátum, fyrst Gammi VE á vetrarvertíð og síðan Hringver VE á sumarsíldveiði. Kristinn var síðan skipsstjóri á hinum nýja Bergi til ársloka 1965 er Sævald bróðir hans tók við skipsstjórninni. Þaðan í frá sinnti Kristinn störfum fyrir útgerðina í landi þó að hann færi stöku sinnum á sjóinn næstu árin.
Þegar síldveiði brást í lok sjöunda áratugarins þurfti að leita nýrra leiða til sjósóknar. Fjölmargir aðilar buðust til þess að smíða ný skip fyrir íslenska útgerðarmenn, skuttogara hlaðna fullkomnasta tæknibúnaði. Kristinn undirbjó sitt skref inn í framtíðina vandlega og kynnti sér alla valkosti. Niðurstaðan varð sú að taka þátt ásamt níu öðrum íslenskum útgerðarmönnum í viðræðum um smíði á skuttogara í Japan.
Samningaviðræður um smíði þeirra skipa stóðu lengi yfir og reyndi oft á festu en þó um leið Iipurð samningamanna. Kristinn Pálsson var meðal þeirra sem einna mest reyndi á í þessum viðræðum. Hann ávann sér eindregið traust allra sem þar tóku þátt. Íslendingarnir treystu á skarpskyggni hans, Japanarnir lærðu að meta réttsýni hans og útsjónarsemi. Niðurstaðan varð sú að samið var um kaup á 10 skipum sem smíðuð voru í tveimur skipasmíðastöðvum í Japan eftir sömu teikningu á ótrúlega skömmum tíma. Samningum um smíðina lauk í janúar 1972 og fyrstu tvö skipin voru afhent í Japan í desember sama ár, Vestmannaey og Páll Pálsson. Vestmannaey VE 54 var smíðuð fyrir útgerðarfélagið Bergur-Huginn hf, en auk Kristins var Guðmundur Ingi Guðmundsson, mágur hans og útgerðarmaður m/b Hugins annar aðaleigandi þess um nokkurra ára skeið.
Nú nærri þremur áratugum síðar eru þessir Japanstogarar enn í fullum rekstri og hefur reynslan af þeim sýnt að varla hafa í annan tíma verið gerð betri kaup á fiskiskipum fyrir Íslendinga.
Eftir að Kristinn hætti störfum á sjónum gat hann helgað útgerðinni starfskrafta sína alla. Auk þess að byggja upp traust útgerðarfyrirtæki átti hann þátt í vexti og viðgangi Ísfélags Vestmannaeyja sem einn hluthafa, stjórnarmaður til margra ára og formaður í nokkur ár. Hann tók einnig þátt í rekstri síldarsöltunarstöðvar á Reyðarfirði, sem nefnd var Berg h.f.
Kristinn Pálson tók virkan þátt í félagsstörfum fyrir samtök sjómanna og útvegsmanna. Hann var í forystusveit Skipstjórafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum og formaður þess um skeið. Átti sæti í stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja í 19 ár þar af formaður í 7 ár og í stjórn Landsambands íslenskra útgerðarmanna jafnlengi. Kristinn átti drjúgan hlut að því að stofnaður var Lífeyrissjóður í Vestmannaeyjum en stofnun hans hefur reynst happadrjúg fyrir alla atvinnustarfsemi í Eyjum. Auk þess átti Kristinn sæti um lengri eða skemmri tíma í stjórnum margra annarra félaga í Vestmannaeyjum, einkum félögum tengdum sjávarútvegi.
Kristinn frá Þingholti var fróður maður og vel að sér um marga hluti. Hann átti auðvelt með að greina aðalatriði hverju sinni og skilja þau frá því sem minna máli skipti. Skilningur hans á gangi himintungla og eðli náttúrunnar reyndist honum vel í starfi sínu sem skipstjóri og útgerðarmaður. Hvemig Kristinn lærði ensku lýsir vel fróðleiksfýsn og skynsemi hans. Hann mun ekki hafa verið nema 10 ára gamall þegar hann ákvað að ensku þyrfti hann að læra. Hann fór til kennara síns, hins kunna barnabókahöfunar Sigurbjörns Sveinssonar, og tjáði honum þessa ætlan sína. Sigurbjörn tók honum vel og leiðbeindi honum fyrstu skrefin í því námi. Ásamt með tilsögn sem hann sótti til fleiri manna og með lestri bóka og tímarita náði Kristinn góðum tökum á enskri tungu.
Kristinn átti einlæga og bjargfasta trú, og treysti því að hinn hæsti höfuðsmiður héldi verndarhendi yfir honum, skipverjum hans og fjölskyldu. Taldi sig reyndar oftsinnis fá staðfestingu þess svo sem t.d. þegar öllum skipverjum m/b Bergs var bjargað úr sjávarháska eða þegar hann ákvað að fara ekki með föður sínum í hina örlagaríku flugferð árið 1951, þótt til hefði staðið. Þá átti hann líka því láni að fagna að bjarga tveimur ungum drengjum úr sjávarháska meðan hann var skipstjóri á Helga Helgasyni. Vildi þannig til er Kristinn var að sigla Helga út úr Reykjavíkurhöfn og var kominn þvert af Engey að hann heyrir einhver hróp. Við eftirgrennslan kom í ljós að þau komu frá tveimur drengjum um 8-9 ára gömlum á farkosti sem þeir höfðu búið sér úr dívangrind og olíutunnum. Höfðu mörg skip siglt fram hjá þeim og þeir að verða úrkula vonar um björgun, orðnir kaldir og bar skjótt til hafs. Í þakklæti fyrir björgun drengjanna færði hinn þekkti sundkappi, Lárus Rist, Kristni áritaða bók sína „Að synda eða sökkva“, en annar drengjanna var dóttursonur hans.
Kristins Pálssonar verður minnst sem réttsýns manns, sem aldrei hallaði máli heldur lét alla njóta sannmælis. Hann sóttist ekki eftir frama eða forystu heldur vildi miklu fremur vera til hlés. Sakir mannkosta og ótvíræðra hæfileika til þess að leiða menn til farsælla lausna hlaut þó að verða til hans leitað um forystu í ýmsum málum. Stóð þá ekki á Kristni að leggja málum það lið sem hann mátti. Margir nutu þess að fá að starfa með Kristni Pálssyni á farsælum ferli hans sem skipstjóri og útgerðarmaður, aðrir kynntust honum í félagsstarfi eða á annan hátt. Af kynnum við hann hlaut enginn skaða, en margir aukinn þroska.

Halldór S. Magnússon


Friðrik Jón Friðriksson

F. 30. nóv. 1936 - D. 8. okt. 2000

Friðrik Jón Friðriksson

Friðrik Jón Friðriksson, skipstjóri og útgerðarmaður, fæddist á Sauðárkróki 30. nóvember 1936, sonur Málfreðs Friðriks Friðrikssonar og Rósu Pétursdóttur en þau eru bæði látin. Elst systkina Friðriks, eða Bía eins og hann var oftast kallaður, er Erna sem er búsett í Ameríku. Næst var Ragna Hrafnhildur og þar á eftir Hans Birgir en þau eru bæði látin. Eftir að foreldrar þeirra slitu samvistum kvæntist Málfreð Friðrik seinni konu sinni, Sesselju Hannesdóttur, og átti með henni fimm börn. Þau eru Haraldur, Ólöf, Hannes, Hans Birgir og Árni Þór. Með þessum barnahópi ólst Bíi upp hjá föður sínum og fóstru frá sjö ára aldri.
Ungur fór hann að stunda sjóinn og réri frá Sauðárkróki og þar fann hann lífsförunaut sinn, unga konu frá Vestmannaeyjum. Hann flytur með henni heim og kvæntist á aðfangadag jóla 1959, Magnúsínu Sæmundsdóttur, sem er fædd 5. ágúst 1934. Hún er dóttir Sæmundar Jónssonar verkamanns og Sigurbjargar Magnúsdóttur á Oddhólií Vestmannaeyjum. Hún er betur þekkt sem Maggý bæði hér í Eyjum, þar sem þau bjuggu um 13 ára skeið og á Hvammstanga þar sem þau hafa átt heima síðan þau fluttu norður 3. mars 1973, eftir jarðeldana á Heimaey.
Tvær dætur þeirra eru fæddar í Vestmannaeyjum en sú sem er í miðið er fædd á Sauðárkróki. Elst er Sigurbjörg sem er gift Skúla Þórðarsyni, bæjarstjóra á Blönduósi og búa þau þar. Þau eiga tvær dætur og einn son eignaðist Sigurbjörg fyrir þeirra hjúskap. Hann er Haraldur Friðrik Arason og hefur hann alist upp hjá afa sínum og ömmu eins og eitt af þeirra eigin börnum. Önnur dóttir þeirra er Rósa Fanney. Hún er gift Guðmanni Jóhannessyni, sjómanni, og búa þau á Hvammstanga. Þau eiga þrjú börn. Yngsta dóttir Bía og Maggýar er Erna, sem er gift Bjarka Haraldssyni og búa þau einnig á Hvammstanga. Þau eiga einn son saman en Erna á tvær dætur að auki.
Friðrik stundaði nám við smáskipadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík veturinn 1962-3 og dugðu þau réttindi honum vel til sjósóknar alla tíð. Friðrik fór til Ghana '97 og sigldi þá Ingimundi gamla út til Afríku og heim aftur eftir það útgerðarævintýri. Um ævina gerði hann út frá Vestmannaeyjum, Sauðárkróki, Hvammstanga og víðar en naut þess alla ævi að stunda sjóinn. Hann fórst á sjó með skipi sínu 8. október 2000 í utanverðum Húnaflóa í blíðskaparveðri. Hann fannst á undraverðan hátt með neðansjávarmyndavél nokkru síðar. Hann var jarðsunginn frá Hvammstangakirkju 9. desember árið 2000 og hvílir í Kirkjuhvammi.

Sr. Kristján Björnsson


Magnús Guðlaugsson

F. 3. febrúar 1909 - D. 10. apríl 1967

Magnús Guðlaugsson

Benedikt Sæmundsson vélstjóri frá Fagrafelli í Vestmannaeyjum , búsettur á Akureyri síðan um miðja síðustu öld, hefur mörg undanfarin ár sent okkur eftirmæli um gamla skipsfélaga sína í bundnu máli.
Nú er komið að Magnúsi Guðlaugssyni frá Eyrarbakka. Benedikt segir m.a. um Magnús, að hann hafi verið háseti með sér á Veigu, einn harðduglegasti maður bátaflotans meðan hans naut við. Magnús var einnig hér á Ver. Hann var á Grindvíkingi í Grindavík og á stríðsárunum var hann á togurunum Kára og Jóni Ólafssyni. Þá sigldi hann mikið á hættusvæðinu til Englands.
Magnús var fæddur í Mundakoti við Eyrarbakka 3. febrúar 1909, og var kenndur við Litlu - Háeyri á Eyrarbakka. Hann lést 10. apríl 1967 og var alla tíð ógiftur og barnlaus.
Foreldrar hans voru Þuríður Magnúsdóttir, f. í Óseyrarnesi 31. desember 1874, húsfrú í Mundakoti og síðast í Vestmannaeyjum, dáin 24. mars 1963, og Guðlaugur Guðmundsson bóndi, f. 18. apríl 1878, d. l0.febrúar 1969.
Systkini Magnúsar voru 10, m.a. tvíburabræðurnir Guðjón Guðlaugsson, bóndi og skipasmiður í Gvendarhúsi í Vestmannaeyjum og Helgi Guðlaugsson vélstjóri og bílstjóri Heimagötu 30 í Vestmannaeyjum. Jóna systir þeirra var gift Kristni Jónssyni, trésmiði og póstmanni á Mosfelli hér í Eyjum, og bjuggu þau þar. Einnig var Ingigerður Guðbjörg, systir þeirra, starfsstúlka hjá Ólafi Ó. Lárussyni héraðslækni hér um tveggja ára skeið.

Magnús þú varst mikill garpur
mun ég aldrei gleyma þér
í útliti þó ekki snarpur
undra maður, sýndist mér.
En starfið var þinn sterki þáttur
stóð þér enginn snúning þar
kraftur þinn og kyngi máttur
kapp og lagni frábær var.

Sigldum við á sjávar bárum
sótt var fast á Eyja mið
þótt þú værir yngri að árum
enginn gat þig jafnast við.
Þegar ég var þreyttur orðinn
þú komst oft að hjálpa mér,
aldrei brást þér orkuforðinn
allt sem fis í höndum þér.

Fátalaður fremur varstu
fylgir það oft hetjulund
af afreksmönnum öðrum barstu
er þú komst á þeirra fund.
Á sjó og landi sýndist flestum
sem þú ynnir á við þrjá
fagnaðir svo góðum gestum
á góðri stund, ef hittir þá.

Yfir breiða öldu falda
oft þú sigldir, marga stund
sjórinn varð þín sængin kalda
er sofnaðir þú hinsta blund.
Guðs í ríki góði vinur
gengur þó, á sigurbraut
stendur þar, sem sterkur hlynur
stríðsmaður, sem heiður hlaut.
Benedikt Sæmundsson.


Leiðrétting


Meinleg villa var í minningargrein eftir undirritaðan í Sjómannadagsblaðinu í fyrra um minn góða granna og kunningja Guðjón Björnsson frá Gerði.

Faðir Guðjóns, Björn Erlendsson í Norðurgerði, var alnafni og sveitungi Björns Erlendssonar formanns frá Vik, síðar Þinghól, sem fórst með vélbátnum Adólf í aftaka suðaustan veðri hinn 3. mars 1918. Þar af er þessi ruglingur, sem ég bið ættingja og börn Guðjóns Björnssonar og alla sem hlut eiga að máli afsökunar á.

Bjön Erlendsson

Af þessu tilefni ætla ég að gera hér nokkra grein fyrir æviferli Björns Erlendssonar í Norðurgerði, sem svo var nefnt til aðgreiningar frá Stóragerði eða Gerði, þar sem afabróðir Guðjóns, Guðlaugur Jónsson og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir frá Kirkjubæ (foreldrar Stefáns skipstjóra í Gerði) bjuggu. Björn Erlendsson í Norðurgerði var fæddur 8. júní 1879 í Dyrhólahjáleigu í Mýrdal. Hann kom til Vestmannaeyja árið 1901 og kvæntist árið 1907 Jónínu Ingibjörgu Jónsdóttur sem alla tíð bjó í Norðurgerði og var þekkt í Vestmannaeyjum sem Jónína í Gerði. Jónína var fædd í Norðurgerði 25. júní 1887. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 2. nóvember 1972. Björn Erlendsson í Norðurgerði tók strax þátt í hinu mikla ævintýri sem varð í Vestmannaeyjum með vélvæðingu fiskveiðiflotans á fyrstu áratugum 20. aldar, eftir vetrarvertíðina 1906. Björn var einn átta eigenda mótorbátsins Portlands VE 97 og átti 1/6 hluta í bátnum, sem var 8,45 tonn, smíðaður úr eik í Friðrikssundi í Danmörku og kom til Vestmannaeyja 17. október 1906. Portlandið gekk fyrst á vetrarvertíð 1907 og var Friðrik Benónýsson í Gröf formaður. Það var mjög algengt á fyrstu áratugum vélbátanna, að margir sjómenn slógu sér saman um kaup á mótorbát.
Árið 1906 gengu tveir vélbátar, Knörr og Unnur, á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum, en áður hafði verið gerð tilraun með mótorbát árið 1904, en hún mistókst. Þorsteinn Jónsson í Laufási var formaður með Unni vertíðina 1906. Hann var langaflahæstur þessa vertíð og sannaði þar með yfirburði vélbátanna. Þorsteinn telur þó vetrarvertíðina 1907 „með réttu fyrstu vélbátavertíðina í Vestmannaeyjum“, en þá gengu 22 vélbátar á vetrarvertíð. Eigendur þessara 22 vélbáta á vetrarvertíðinni 1907 voru 119 einstaklingar.
„Þessi almenna þátttaka í útgerðinni á fyrstu tveimur tugum aldarinnar, var hennar megin styrkur.“ ritar Þorsteinn í Laufási í Aldahvörf í Eyjum. Þetta er nokkuð sem ætti að vera öllum umhugsunarefni í byrjun 21. aldar, þegar útgerð og heimild til fiskveiða á Íslandsmiðum eru komin á fárra manna hendur. Auk þess átti Björn í Gerði ásamt sex öðrum 1/10 hluta í Friðþjófi Nansen VE 102. Báturinn var ávallt nefndur Nansen og gekk fyrst á vetrarvertíðinni 1907. Formaður með Nansen var Jóhann Jónsson á Brekku, sem var með bátinn í 12 vertíðir.
Vertíðina 1912 er Björn Erlendsson í Norðurgerði skráður einn þriggja eigenda að Þór VE 153, sem var 10,40 tonn með 12 hestafla Dan-vél, súðbyrtur, smíðaður úr eik og furu í Friðrikssundi í Danmörku. Meðeigendur Björns voru Guðni J. Johnsen í Ásbyrgi og formaðurinn Sigurjón Sigurðsson í Brekkuhúsi og áttu þeir allir jafnan hlut í bátnum.
Björn Erlendsson andaðist í Norðurgerði hinn 8. mars 1923.

Guðjón Ármann Eyjólfsson

Heimildir:
1. Þorsteinn Jónsson i Laufási, Aldahvörf í Eyjum, útg. 1957.
2. Guðlaugur Grétar Björnsson í Gerði, skrifl. 2001.