Miðey
Jump to navigation
Jump to search
Húsið Miðey stóð við Heimagötu 33. Símon Egilsson, fyrsti vélamaður í Vestmannaeyjum, byggði húsið og gaf því nafnið Miðey, eftir Miðey í Landeyjum.
Þegar gaus bjuggu hjónin Emil Sigurðsson og Elín Teitsdóttir ásamt dóttur sinni Erlu Guðrúnu. Einnig bjuggu í húsinu Sigrún Einarsdóttir og Anna Elín Steele.