Bryngeir Torfason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bryngeir

Bryngeir Torfason, Búastöðum, fæddist að Söndu á Stokkseyri 26. september 1895 og lést 9. maí 1939.

Bryngeir var formaður á m/b Unni ÁR og kom seinni hluta vertíðar 1919 til Eyja og kláraði vertíðina þar. Flutti árið eftir og þá með m/b Hjálpara með sér. Var með hann þá vertíð. 1921 er hann með m/b Njál, 1922-1925 með Hjálpara, er síðan með; Guðrúnu, Sæbjörgu, Tvist og Þór ½ vertíð 1930, þegar hann veikist og fer á Vífilstaðahælið.

Bryngeir var kvæntur Lovísu Gísladóttur, dóttur Gísla Eyjólfssonar á Búastöðum.
Börn þeirra voru:

  1. Jóhann, f. 6.9. 1924, d. 8.4. 1932;
  2. Ingibjörg, f. 6.10. 1925, d. 1.6. 2002
  3. Torfi, f. 11.11. 1926, d. 16.7. 1995;
  4. Gísli, f. 13.5. 1928;
  5. Bryngerður, f. 3.6. 1929;
  6. Jón f.9.6. 1930 d.7.8. 2000;
  7. óskírður, f. 11.4. 1934, d. 17.5. 1934.
Börn Bryngeirs og Lovísu

MyndirHeimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.
  • Minningargrein í Morgunblaðinu, 15. ágúst 2000.