Bryngerður Bryngeirsdóttir
Bryngerður Bryngeirsdóttir frá Eystri Búastöðum, þerna, húsfreyja fæddist þar 3. júní 1929 og lést 2. nóvember 2019 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Bryngeir Torfason sjómaður, skipstjóri á Búastöðum, f. 26. september 1895, d. 9. maí 1939, og kona hans Lovísa Gísladóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 18. júní 1895, d. 30. mars 1979.
Börn Lovísu og Bryngeirs:
1. Jóhann Þórir Bryngeirsson, f. 6. september 1924, d. 8. apríl 1932.
2. Ingibjörg Bryngeirsdóttir, f. 6. október 1925, d. 1. júní 2002.
3. Torfi Nikulás Bryngeirsson, f. 11. nóvember 1926, d. 16. júlí 1995.
4. Gísli Bryngeirsson, f. 13. maí 1928, d. 10. júní 2014.
5. Bryngerður Bryngeirsdóttir, f. 3. júní 1929, d. 2. nóvember 2019.
6. Jón Bryngeirsson, f. 9. júlí 1930, d. 7. ágúst 2000.
7. Drengur, f. 11. apríl 1934, d. 17. maí 1934.
Bryngerður var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést, er hún var tæpra tíu ára. Hún var með móður sinni til 15 ára aldurs, en flutti þá til Reykjavíkur.
Bryngerður varð þerna á skipi Eimskipafélagsins, Brúarfossi um tvítugt. Síðar vann hún verslunarstörf.
Þau Ásbjörn giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu lengst í Hafnarfirði, í fyrstu á Hellubraut, en byggðu Þúfubarð 14 og bjuggu þar síðan.
Ásbjörn lést 1981.
Bryngerður dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést 2019.
I. Maður Bryngerðar, (2. desember 1950), var Ásbjörn Bergsteinsson vélstjóri, f. 2. janúar 1924, d. 19. ágúst 1981. Foreldrar hans voru Bergsteinn Sigurðsson bifreiðastjóri í Hafnarfirði, f. 11. maí 1901, d. 21. september 1984, og kona hans Sigþóra Björg Ásbjörnsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1904, d. 22. júní 1978.
Börn þeirra:
1. Sigþóra Bára Ásbjörnsdóttir, f. 19. janúar 1951. Maður hennar Guðmundur Haraldsson.
2. Bryngeir Ásbjörnsson, f. 8. ágúst 1952. Kona hans Valgerður G. Þórðardóttir.
3. Bergsteinn Sigurður Ásbjörnsson, f. 2. desember 1954. Barnsmóðir hans Hulda Markúsdóttir.
4. Lovísa Guðrún Ásbjörnsdóttir, f. 30. júní 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 15. nóvember 2019. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.