Guðmundur Eyjólfsson (Eiðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Eyjólfsson sjómaður, síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, fæddist 24. nóvember 1900 á Iðu í Biskupstungum og lést 1. október 1976.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Sveinsson vinnumaður, lausamaður, bóndi í Efra-Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum 1890, f. 4. ágúst 1857, d. 30. desember 1913, og Sigríður Helgadóttir bústýra, vinnukona, f. 19. desember 1861, d. 25. janúar 1945.

Guðmundur fylgdi vinnukonunni móður sinni, var með henni á Iðu 1901, kom frá Auðsholti að Bræðratungu í Biskupstungum 1909 og var þar með henni 1910, en Eyjólfur faðir hans var þar húsmaður. Þau höfðu eignast saman tíu börn.
Guðmundur var til heimilis hjá móður sinni í Stóra-Skipholti í Reykjavík 1920.
Hann fluttist til Eyja 1923, bjó í Byggðarholti við giftingu á því ári, en var kominn að Eiðum 1925.
Guðmundur var sjómaður, en síðar starfsmaður Lifrarsamlagsins. Árný lést 1960. Guðmundur bjó hjá Sigurði syni sínum í Grænuhlíð 20 við Gos 1973. Hann dvaldi síðast á Hrafnistu í Reykjavík og lést 1976.

Kona Guðmundar, (24. nóvember 1923), var Árný Magnea Steinunn Árnadóttir húsfreyja á Eiðum, f. 18. september 1901, d. 2. nóvember 1960.
Börn þeirra voru:
1. Ólöf Stella Guðmundsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. júlí 1923 í Byggðarholti.
2. Sigurður Guðmundsson netagerðarmaður, síðar í Þorlákshöfn, f. 14. janúar 1925 á Eiðum, d. 12. september 2002.
3. Árni Guðmundsson vélstjóri, síðar húsvörður í Kópavogi, f. 25. júní 1926 á Eiðum, d. 12. nóvember 2000.
4. Ólafur Guðmundsson trésmíðameistari, kennari á Húsavík, f. 26. október 1927 á Eiðum, d. 10. ágúst 2007.
5. Anton Guðmundsson vélsmiður í Reykjavík , f. 29. júlí 1929 á Eiðum, d. 10. ágúst 2013.
6. Páll Valdimar Karl Guðmundsson, f. 13. október 1930 á Eiðum, d. 14. apríl 1931.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.