„Blik 1973/Vigfús Jónsson frá Túni“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(7 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 9: | Lína 9: | ||
<big><big><center>Vigfús Jónsson frá Túni,</center> <center>útgerðarmaður og formaður í Holti</center> </big> | |||
Lína 16: | Lína 16: | ||
<center>''Hjónin Guðleif Guðmundsdóttir frá Vesturhúsum og Vigfús Jónsson frá Túni.''</center> | <center>''Hjónin Guðleif Guðmundsdóttir frá Vesturhúsum og Vigfús Jónsson frá Túni.''</center> | ||
<center>''(Sjá greinarnar Vesturhúsafeðgarnir og Minningar Magnúsar | <center>''(Sjá greinarnar Vesturhúsafeðgarnir og Minningar Magnúsar Guðmundssonar í [[Blik 1969|Bliki 1969]]).''</center> | ||
í [[Blik 1969|Bliki 1969]]).''</center> | |||
Þegar ég skrifa þessi orð um einn af brautryðjendum vélbátaútvegsins hér í Vestmannaeyjum á fyrsta og öðrum tug þessarar aldar, eru rétt 100 ár liðin frá fæðingu hans. <br> | Þegar ég skrifa þessi orð um einn af brautryðjendum vélbátaútvegsins hér í Vestmannaeyjum á fyrsta og öðrum tug þessarar aldar, eru rétt 100 ár liðin frá fæðingu hans. <br> | ||
[[Vigfús Jónsson]] útgerðarmaður í [[Holt]]i við Ásaveg var einn hinna mætu athafnamanna hér í byggðarlaginu á sínum tíma og kenndi síðan sonum sínum að feta dyggilega í fótspor sín. <br> | [[Vigfús Jónsson (formaður)|Vigfús Jónsson]] útgerðarmaður í [[Holt]]i við Ásaveg var einn hinna mætu athafnamanna hér í byggðarlaginu á sínum tíma og kenndi síðan sonum sínum að feta dyggilega í fótspor sín. <br> | ||
Ég hef þessi orð mín um Vigfús í Holti, heimili hans og athafnalíf með því að vísa til greinar minnar [[Blik 1958/Traustir ættliðir]], sem ég birti í [[Blik 1958|Bliki 1958]]. Þar er fjallað um ættfólk Vigfúsar Jónssonar, gerð grein fyrir nokkrum ættmennum hans og ættliðum. <br> | Ég hef þessi orð mín um Vigfús í Holti, heimili hans og athafnalíf með því að vísa til greinar minnar [[Blik 1958/Traustir ættliðir]], sem ég birti í [[Blik 1958|Bliki 1958]]. Þar er fjallað um ættfólk Vigfúsar Jónssonar, gerð grein fyrir nokkrum ættmennum hans og ættliðum. <br> | ||
Vigfús Jónsson fæddist í [[Tún (hús)|Túni]], sem er ein af Kirkjubæjarjörðunum, 14. júní 1872. Þarna ólst hann upp hjá foreldrum sínum, [[Jón Vigfússon í Túni|Jóni bónda Vigfússyni]] og konu hans [[Guðrún Þórðardóttir í Túni|Guðrúnu Þórðardóttur]]. (Sjá Blik 1958). <br> | Vigfús Jónsson fæddist í [[Tún (hús)|Túni]], sem er ein af Kirkjubæjarjörðunum, 14. júní 1872. Þarna ólst hann upp hjá foreldrum sínum, | ||
[[Jón Vigfússon í Túni|Jóni bónda Vigfússyni]] og konu hans [[Guðrún Þórðardóttir í Túni|Guðrúnu Þórðardóttur]]. (Sjá Blik 1958). <br> | |||
Þegar farið er nokkrum orðum um æskuár Vigfúsar í Túni, hef ég í huga allan fjölda þeirra pilta, sem hér ólust upp síðari hluta 19. aldarinnar. <br> | Þegar farið er nokkrum orðum um æskuár Vigfúsar í Túni, hef ég í huga allan fjölda þeirra pilta, sem hér ólust upp síðari hluta 19. aldarinnar. <br> | ||
Jafnvel fyrir tekt voru drengir þessir farnir að stunda sjóinn að sumrinu. Þeir voru þá með á sumarbátunum, julunum, og lærðu að draga fisk á færi. Þegar þrótturinn og þroskinn fór vaxandi, hófu þeir sjómennskustörf á vetrarvertíð. Fyrst voru þeir hálfdrættingar og síðan fullgildir hásetar. Fáir voru þeir unglingar hér þá í drengjahópi, sem ekki þráðu að komast á sjóinn og gerast þar liðtækir starfsmenn. Það var heilbrigð hugsun og þroskavænleg eins og atvinnulífi öllu og athafnalífi var þá háttað í verstöðinni. <br> | Jafnvel fyrir tekt voru drengir þessir farnir að stunda sjóinn að sumrinu. Þeir voru þá með á sumarbátunum, julunum, og lærðu að draga fisk á færi. Þegar þrótturinn og þroskinn fór vaxandi, hófu þeir sjómennskustörf á vetrarvertíð. Fyrst voru þeir hálfdrættingar og síðan fullgildir hásetar. Fáir voru þeir unglingar hér þá í drengjahópi, sem ekki þráðu að komast á sjóinn og gerast þar liðtækir starfsmenn. Það var heilbrigð hugsun og þroskavænleg eins og atvinnulífi öllu og athafnalífi var þá háttað í verstöðinni. <br> | ||
Á fuglaveiðitímanum að sumrinu lærðu þessir piltar að veiða með háf, þar sem þeir sátu með feðrum sínum eða vinnumönnum þeirra á bergbrúnum Úteyjanna. Þeir lærðu að síga í björg og safna eggjum eða slá fýlsunga á bæli o.s.frv. <br> | Á fuglaveiðitímanum að sumrinu lærðu þessir piltar að veiða með háf, þar sem þeir sátu með feðrum sínum eða vinnumönnum þeirra á bergbrúnum Úteyjanna. Þeir lærðu að síga í björg og safna eggjum eða slá fýlsunga á bæli o.s.frv. <br> | ||
Bóndasonur í Eyjum, eins og Vigfús Jónsson frá Túni, lærði líka að slá og heyja, bæði heima á túni jarðarinnar og í úteyjum, þar sem bændur og búaliðar unnu oft sameiginlega að heyöflun. <br> | Bóndasonur í Eyjum, eins og Vigfús Jónsson frá Túni, lærði líka að slá og heyja, bæði heima á túni jarðarinnar og í úteyjum, þar sem bændur og búaliðar unnu oft sameiginlega að heyöflun. <br> | ||
Minna var um allt bóklegt nám. Þó mun Vigfús Jónsson hafa gengið í Barnaskóla Vestmannaeyja 2—3 síðustu veturna fyrir fermingu. Notadrýgst mun honum þó hafa orðið heimanámið undir handarjaðri og með tilstyrk hjálplegra og skilningsríkra foreldra, þar sem ríkti hin innilegasta sambúð alls heimilisfólksins í stakri háttvísi og reglusemi í hvívetna. Þannig var æskuheimilið hans í Túni. Það var gagnsýrt af guðsótta og góðum siðum, eins og rétt er hér að orða það, þegar hjónin í Túni, Jón V.Vigfússon, bóndi og smiður, og Guðrún Þórðardóttir, eiga hlut að máli. Ekki átti gamla konan þar, hún [[Sigríður Einarsdóttir í | Minna var um allt bóklegt nám. Þó mun Vigfús Jónsson hafa gengið í Barnaskóla Vestmannaeyja 2—3 síðustu veturna fyrir fermingu. Notadrýgst mun honum þó hafa orðið heimanámið undir handarjaðri og með tilstyrk hjálplegra og skilningsríkra foreldra, þar sem ríkti hin innilegasta sambúð alls heimilisfólksins í stakri háttvísi og reglusemi í hvívetna. Þannig var æskuheimilið hans í Túni. Það var gagnsýrt af guðsótta og góðum siðum, eins og rétt er hér að orða það, þegar hjónin í Túni, Jón V. Vigfússon, bóndi og smiður, og Guðrún Þórðardóttir, eiga hlut að máli. Ekki átti gamla konan þar, hún | ||
[[Sigríður Einarsdóttir í Jónshúsi|Sigríður Einarsdóttir]], móðir Jóns bónda og amma Vigfúsar, minnstan þátt í þeim trausta og trúarlega heimilisanda. Hún kunni ógrynni af sálmum og bænum, sem hún las fyrir börnin sín á uppvaxtarárum þeirra, og svo barnabörn. <br> | |||
Um og eftir aldamótin gerðist Vigfús Jónsson formaður fyrir áttæringnum [[Sæmundur, áraskip|Sæmundi]], sem gerður var að teinæring með því að setja fimmta ræðið á hvort borð hans. Teinæringurinn Sæmundur gekk hér seinast á vertíð 1906 að bezt verður vitað. Það var líka síðasta áraskipavertíðin í Vestmannaeyjum, eins og sagt hefur verið um hana. <br> | Um og eftir aldamótin gerðist Vigfús Jónsson formaður fyrir áttæringnum [[Sæmundur, áraskip|Sæmundi]], sem gerður var að teinæring með því að setja fimmta ræðið á hvort borð hans. Teinæringurinn Sæmundur gekk hér seinast á vertíð 1906 að bezt verður vitað. Það var líka síðasta áraskipavertíðin í Vestmannaeyjum, eins og sagt hefur verið um hana. <br> | ||
Á unglingsárum ól Vigfús Jónsson með sér þrá til að læra handverk, því að hann var sérlega handlaginn með gott smiðsauga, eins og hann átti kyn til. Það var kynfylgja langt í ættir fram. <br> | Á unglingsárum ól Vigfús Jónsson með sér þrá til að læra handverk, því að hann var sérlega handlaginn með gott smiðsauga, eins og hann átti kyn til. Það var kynfylgja langt í ættir fram. <br> | ||
Lína 36: | Lína 37: | ||
Sérstaklega þótti Vigfús Jónsson hugkvæmur og laginn við það verk, sem flestir handverksmennirnir eða smiðirnir í kauptúninu leiddu hjá sér, svo sem kostur var. Það var að gera við eldunartæki heimilanna, lagfæra eldavélar og önnur heimilistæki í eldhúsi. Þau störf framkvæmdi hann mjög oft fyrir kunningja sína og tók þá jafnan ekkert fyrir þau verk sín. Fannst ekki taka því, — aðeins gjörð í greiðaskyni og til þess að létta húsmæðrum heimilisannirnar og gera kunningjum sínum og vinum smágreiða. Þetta smáa atvik í daglega samlífinu við samborgarana er ef til vill ekki svo sérstaklega lítið heldur, ef við hugleiðum það út frá sálfræðilegu sjónarmiði, — hugleiðum hugarþelið og hugsunarháttinn, sem að baki býr.<br> | Sérstaklega þótti Vigfús Jónsson hugkvæmur og laginn við það verk, sem flestir handverksmennirnir eða smiðirnir í kauptúninu leiddu hjá sér, svo sem kostur var. Það var að gera við eldunartæki heimilanna, lagfæra eldavélar og önnur heimilistæki í eldhúsi. Þau störf framkvæmdi hann mjög oft fyrir kunningja sína og tók þá jafnan ekkert fyrir þau verk sín. Fannst ekki taka því, — aðeins gjörð í greiðaskyni og til þess að létta húsmæðrum heimilisannirnar og gera kunningjum sínum og vinum smágreiða. Þetta smáa atvik í daglega samlífinu við samborgarana er ef til vill ekki svo sérstaklega lítið heldur, ef við hugleiðum það út frá sálfræðilegu sjónarmiði, — hugleiðum hugarþelið og hugsunarháttinn, sem að baki býr.<br> | ||
Eins og ég drap á, þá hætti Vigfús Jónsson formennsku á opna skipinu Sæmundi að vertíðarlokum 1906. Þá gaf hann ekki kost á sér til þeirra verka lengur. Nýjung í atvinnuháttum og veiðitækni tók hug hans föstum tökum. Það voru kaup á hinum nýju vélbátum og útgerð þeirra. Vélbátaútvegurinn var að hefjast í Eyjum.<br> | Eins og ég drap á, þá hætti Vigfús Jónsson formennsku á opna skipinu Sæmundi að vertíðarlokum 1906. Þá gaf hann ekki kost á sér til þeirra verka lengur. Nýjung í atvinnuháttum og veiðitækni tók hug hans föstum tökum. Það voru kaup á hinum nýju vélbátum og útgerð þeirra. Vélbátaútvegurinn var að hefjast í Eyjum.<br> | ||
Haustið 1906 festi Vigfús Jónsson kaup á dönskum vélbáti, sem smíðaður var í Friðrikssundi í Danmörku. Fimm Eyjamenn voru félagar hans um þessi bátskaup, og átti hver eigandi 1/6 hluta í bátnum. Þeir voru þessir: [[Jóel Eyjólfsson]] svili Vigfúsar Jónssonar, [[Jón Pétursson]], mágur Jóels Eyjólfssonar, [[Kristmann Þorkelsson]], sem falið var reikningshald útgerðarinnar, [[Maríus Jónsson]], [[Framnes]]i, kunnur sjómaður og vinur þeirra félaga, og [[Snorri Þórðarson]], faðir [[Rútur Snorrason|Rúts forstjóra]] hjá [[Haraldur Eiríksson|Haraldi Eiríkssyni og Co]], en hann var þá lausamaður á [[Hlíðarendi|Hlíðarenda]] við Skólaveg.<br> | Haustið 1906 festi Vigfús Jónsson kaup á dönskum vélbáti, sem smíðaður var í Friðrikssundi í Danmörku. Fimm Eyjamenn voru félagar hans um þessi bátskaup, og átti hver eigandi 1/6 hluta í bátnum. Þeir voru þessir: [[Jóel Eyjólfsson]] svili Vigfúsar Jónssonar, [[Jón Pétursson (Þorlaugargerði)|Jón Pétursson]], mágur Jóels Eyjólfssonar, [[Kristmann Þorkelsson]], sem falið var reikningshald útgerðarinnar, [[Maríus Jónsson (Framnesi)|Maríus Jónsson]], [[Framnes]]i, kunnur sjómaður og vinur þeirra félaga, og [[Snorri Þórðarson (Steini)|Snorri Þórðarson]], faðir [[Rútur Snorrason|Rúts forstjóra]] hjá [[Haraldur Eiríksson|Haraldi Eiríkssyni og Co]], en hann var þá lausamaður á [[Hlíðarendi|Hlíðarenda]] við Skólaveg.<br> | ||
Eigendur þessa báts voru ýmist tengdir sifjaböndum eða gamlir og grónir vinir í kauptúninu. Þannig var það um allan fjölda þeirra bátakaupa, sem nú fór í hönd í byggðarlaginu.<br> | Eigendur þessa báts voru ýmist tengdir sifjaböndum eða gamlir og grónir vinir í kauptúninu. Þannig var það um allan fjölda þeirra bátakaupa, sem nú fór í hönd í byggðarlaginu.<br> | ||
Vélbáturinn [[Immanuel VE-108|Immanuel]] var einn hinna 9 vélbáta, sem [[Gísli J. Johnsen]], kaupmaður og útgerðarmaður, festi kaup á í Danmörku á því herrans ári 1906 handa Eyjamönnum og lét flytja heim á skipi, eins og hvert annað „fragtgóss“, — líklega flesta í byrjun vertíðar 1907.<br> | Vélbáturinn [[Immanuel VE-108|Immanuel]] var einn hinna 9 vélbáta, sem [[Gísli J. Johnsen]], kaupmaður og útgerðarmaður, festi kaup á í Danmörku á því herrans ári 1906 handa Eyjamönnum og lét flytja heim á skipi, eins og hvert annað „fragtgóss“, — líklega flesta í byrjun vertíðar 1907.<br> | ||
Að töluverðum hluta útvegaði hann einnig Eyjamönnum peningalán til bátakaupanna.<br> | Að töluverðum hluta útvegaði hann einnig Eyjamönnum peningalán til bátakaupanna.<br> | ||
Þessi bátur þeirra sexmenninganna hlaut nafnið Immanuel (það þýðir: Guð sé með oss) og fékk einkennisstafina VE 108. Hann var 7,5 smálestir að stærð með 8 hestafla vél. Þessi stærð vélbátanna var mjög algeng á fyrstu árum vélbátaútvegsins og vélaaflið eitt hestafl á hverja smálest eða þar um bil.<br> | Þessi bátur þeirra sexmenninganna hlaut nafnið Immanuel (það þýðir: Guð sé með oss) og fékk einkennisstafina VE 108. Hann var 7,5 smálestir að stærð með 8 hestafla vél. Þessi stærð vélbátanna var mjög algeng á fyrstu árum vélbátaútvegsins og vélaaflið eitt hestafl á hverja smálest eða þar um bil.<br> | ||
Ekki gerðist Vigfús Jónsson formaður á þessum nýja vélbáti þeirra félaga, heldur svili hans og sameignarmaður Jóel Eyjólfsson frá Kirkjubæ, kvæntur [[Þórdís Guðmundsdóttir | Ekki gerðist Vigfús Jónsson formaður á þessum nýja vélbáti þeirra félaga, heldur svili hans og sameignarmaður Jóel Eyjólfsson frá Kirkjubæ, kvæntur [[Þórdís Guðmundsdóttir (Sælundi)|Þórdísi Guðmundsdóttur]] [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)| Þórarinssonar]].<br> | ||
Vigfús í Holti undi því ekki lengi að láta af formennskustörfum, sem hann hafði á opna skipinu Sæmundi og honum fórst vel úr hendi. Vildi hann því efna til kaupa á öðrum vélbáti og stofna til annars sameignarfélags til kaupa á honum. Þessa fyrirætlan sína framkvæmdi hann von bráðar. Sjö voru eigendur þess báts eða sex auk Vigfúsar. Fimm þeirra áttu 1/6 hluta bátsins hver og tveir þeirra 1/12 hluta hvor. Meðeigendur Vigfúsar Jónssonar voru þessir: Jóel Eyjólfsson, svili hans, [[Guðmundur Þórarinsson | Vigfús í Holti undi því ekki lengi að láta af formennskustörfum, sem hann hafði á opna skipinu Sæmundi og honum fórst vel úr hendi. Vildi hann því efna til kaupa á öðrum vélbáti og stofna til annars sameignarfélags til kaupa á honum. Þessa fyrirætlan sína framkvæmdi hann von bráðar. Sjö voru eigendur þess báts eða sex auk Vigfúsar. Fimm þeirra áttu 1/6 hluta bátsins hver og tveir þeirra 1/12 hluta hvor. Meðeigendur Vigfúsar Jónssonar voru þessir: Jóel Eyjólfsson, svili hans, [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)|Guðmundur Þórarinsson]], tengdafaðir hans, [[Jón Pétursson (Þorlaugargerði)|Jón bóndi Pétursson]], mágur Jóels, [[Ísleifur Guðnason]], bóndi á Kirkjubæ, vinur Eyjólfs bónda þar og föður Jóels, [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn Jónsson]] á Landamótum, kunnur sjómaður í kauptúninu, og [[Sigurður Sigurðsson (Seljalandi)|Sigurður Sigurðsson]] frá [[Seljaland]]i, kunnur hagleiksmaður og talinn þá efni í afbragðs vélamann. Það varð hann á bátnum.<br> | ||
Þessi vélbátur var keyptur frá Danmörku fyrir atbeina Gísla J. Johnsens, einn af þeim 17 vélbátum, sem kaupmaður þessi festi kaup á frá Danmörku fyrir Eyjamenn árið 1907 og hófu róðra með vertíð 1908.<br> | Þessi vélbátur var keyptur frá Danmörku fyrir atbeina Gísla J. Johnsens, einn af þeim 17 vélbátum, sem kaupmaður þessi festi kaup á frá Danmörku fyrir Eyjamenn árið 1907 og hófu róðra með vertíð 1908.<br> | ||
Þessum vélbáti gaf Vigfús Jónsson nafn ömmu sinnar Sigríðar Einarsdóttur í Túni. (Sjá Blik 1958). Hann fékk einkennisstafina VE 113.<br> | Þessum vélbáti gaf Vigfús Jónsson nafn ömmu sinnar Sigríðar Einarsdóttur í Túni. (Sjá Blik 1958). Hann fékk einkennisstafina VE 113.<br> | ||
Lína 54: | Lína 55: | ||
Vigfús Jónsson var formaður á v/b Sigríði VE 240 fyrstu tvær vertíðirnar, eftir að þeir keyptu hana til Eyja. Þá hætti hann formennsku að fullu og öllu og allri sjómennsku. Hafði þá verið formaður um 20 vertíðir, fyrst á áraskipi og síðan á vélbátunum sínum tveim.<br> | Vigfús Jónsson var formaður á v/b Sigríði VE 240 fyrstu tvær vertíðirnar, eftir að þeir keyptu hana til Eyja. Þá hætti hann formennsku að fullu og öllu og allri sjómennsku. Hafði þá verið formaður um 20 vertíðir, fyrst á áraskipi og síðan á vélbátunum sínum tveim.<br> | ||
Þegar Vigfús Jónsson festi kaup á v/b Sigríði VE 113 árið 1907, varð einn af meðeigendum hans Sigurður frá Seljalandi. Þessir tveir menn unnu saman sem einn maður öll sameignarárin sín, svo að til fyrirmyndar var. Vigfús hafði jafnan mikinn og farsælan stuðning af vélamanninum sínum og sameignarmanninum í sjósókn sinni og aflasæld öll formannsárin sín á vélbátunum.<br> | Þegar Vigfús Jónsson festi kaup á v/b Sigríði VE 113 árið 1907, varð einn af meðeigendum hans Sigurður frá Seljalandi. Þessir tveir menn unnu saman sem einn maður öll sameignarárin sín, svo að til fyrirmyndar var. Vigfús hafði jafnan mikinn og farsælan stuðning af vélamanninum sínum og sameignarmanninum í sjósókn sinni og aflasæld öll formannsárin sín á vélbátunum.<br> | ||
Árið 1901 (2. júní) kvæntist Vigfús Jónsson heitmey sinni, heimasætunni á Vesturhúsum [[Guðleif Guðmundsdóttir | Árið 1901 (2. júní) kvæntist Vigfús Jónsson heitmey sinni, heimasætunni á Vesturhúsum [[Guðleif Guðmundsdóttir (Holti)|Guðleifu Guðmundsdóttur]] [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)|bónda Þórarinssonar]]. Hjónavígslan fór fram í Landakirkju. Brúðurin var þá tæpra 22ja ára, fædd 11. okt. 1879, og brúðguminn 29 ára. — Ungu hjónin hófu búskap sinn á Vesturhúsum hjá foreldrum ungu konunnar. Jafnframt tóku þau að huga að húslóð með þeirri fyrirætlan að byggja sér eigið íbúðarhús. Að þeirri húsbyggingu var unnið árið 1902 og fram á árið 1903. Það ár fluttu þau í nýja húsið sitt. Það kölluðu þau [[Holt]]. Það er húsið nr. 2 við [[Ásavegur|Ásaveg]].<br> | ||
Hjónunum Vigfúsi Jónssyni og Guðleifu Guðmundsdóttur varð átta barna auðið. Þau voru þessi:<br> | Hjónunum Vigfúsi Jónssyni og Guðleifu Guðmundsdóttur varð átta barna auðið. Þau voru þessi:<br> | ||
1. [[Guðrún Vigfúsdóttir | 1. [[Guðrún Vigfúsdóttir (Holti)|Guðrún]], f. 27. maí 1901. Hún giftist dönskum manni, Aage Christensen að nafni. Þau hjónin bjuggu í Hjörring í Danmörku og ráku þar verzlun.<br> | ||
Guðrún Vigfúsdóttir lézt 30. apríl 1957.<br> | Guðrún Vigfúsdóttir lézt 30. apríl 1957.<br> | ||
2. [[Sigríður Vigfúsdóttir | 2. [[Sigríður Vigfúsdóttir (Holti)|Sigríður Dagný]], | ||
f. 15. september 1903. Hún varð tvígift. Fyrri maður hennar var [[Eiður Jónsson]], skipstjóri. Þau skildu samvistir árið 1933. — Síðari maður hennar er Einar Jóhannsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Hafnarfirði.<br> | f. 15. september 1903. Hún varð tvígift. Fyrri maður hennar var [[Eiður Jónsson (formaður)|Eiður Jónsson]], skipstjóri. Þau skildu samvistir árið 1933. — Síðari maður hennar er Einar Jóhannsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Hafnarfirði.<br> | ||
3. [[Guðmundur Vigfússon|Guðmundur]], fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík. Hann er fæddur 10. febr. 1906. Kona hans er [[Stefanía Einarsdóttir]], fædd að Steinavöllum í Haganeshreppi í Fljótum.<br> | 3. [[Guðmundur Vigfússon|Guðmundur]], fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík. Hann er fæddur 10. febr. 1906. Kona hans er [[Stefanía Einarsdóttir (húsfreyja)|Stefanía Einarsdóttir]], fædd að Steinavöllum í Haganeshreppi í Fljótum.<br> | ||
4. [[Þórdís Vigfúsdóttir | 4. [[Þórdís Vigfúsdóttir (Holti)|Þórdís]], fædd 29. júlí 1912. Hún | ||
er gift Guðmundi Benediktssyni, fyrrv. bæjargjaldkera í Reykjavík.<br> | er gift Guðmundi Benediktssyni, fyrrv. bæjargjaldkera í Reykjavík.<br> | ||
5. [[Jón Vigfússon|Jón]] vélstjóri og fyrrv. útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 22. júlí 1907. Kona hans er [[Guðbjörg Sigurðardóttir | 5. [[Jón Vigfússon (Holti)|Jón]] vélstjóri og fyrrv. útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 22. júlí 1907. Kona hans er [[Guðbjörg Sigurðardóttir (Helgafellsbraut 17)|Guðbjörg Sigurðardóttir]] frá Stokkseyri.<br> | ||
6. [[Guðlaugur Vigfússon | 6. [[Guðlaugur Vigfússon (Holti)|Guðlaugur]], fyrrv. vélstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, nú búsettur í Reykjavík. Hann er fæddur 16. júlí 1916. Kvæntur er hann [[Jóhanna Kristjánsdóttir (Holti)|Jóhönnu Kristjánsdóttur]] frá Flatey á Skjálfanda.<br> | ||
7. [[Axel Vigfússon|Axel]], til heimilis hér í Eyjum. Hann er fæddur 14. okt. 1918. Axel hefur ávallt borið þess minjar, að hann fæddist, þegar spánska veikin geisaði. Hann tók þá veiki í vöggu.<br> | 7. [[Axel Vigfússon|Axel]], til heimilis hér í Eyjum. Hann er fæddur 14. okt. 1918. Axel hefur ávallt borið þess minjar, að hann fæddist, þegar spánska veikin geisaði. Hann tók þá veiki í vöggu.<br> | ||
Auk þeirra barna hjónanna, sem hér eru talin, eignuðust þau einn dreng, sem lézt nokkru eftir fæðingu.<br> | Auk þeirra barna hjónanna, sem hér eru talin, eignuðust þau einn dreng, sem lézt nokkru eftir fæðingu.<br> | ||
Lína 74: | Lína 75: | ||
Kostað var kapps um að byggja eða lagfæra íbúðarhúsið Holt að nýju eftir brunann. Það tókst á tiltölulega skömmum tíma. En árið eftir andaðist eiginkonan og húsmóðirin í Holti frá 8 börnum á aldrinum 4—21 árs. Meðan þessi stóra fjölskylda beið eftir því að geta flutt að Holti að nýju, fékk hún inni í [[Goodtemplarahúsið|Goodtemplarahúsinu]] á [[Mylnuhóll|Mylnuhól]], þar sem [[Samkomuhús Vestmannaeyja]] stendur nú.<br> | Kostað var kapps um að byggja eða lagfæra íbúðarhúsið Holt að nýju eftir brunann. Það tókst á tiltölulega skömmum tíma. En árið eftir andaðist eiginkonan og húsmóðirin í Holti frá 8 börnum á aldrinum 4—21 árs. Meðan þessi stóra fjölskylda beið eftir því að geta flutt að Holti að nýju, fékk hún inni í [[Goodtemplarahúsið|Goodtemplarahúsinu]] á [[Mylnuhóll|Mylnuhól]], þar sem [[Samkomuhús Vestmannaeyja]] stendur nú.<br> | ||
Nokkru eftir fráfall eiginkonunnar réð Vigfús Jónsson til sín ráðskonu.<br> | Nokkru eftir fráfall eiginkonunnar réð Vigfús Jónsson til sín ráðskonu.<br> | ||
[[ | [[Þórstína Vilhjálmsdóttir (Holti)|Þórstína hét hún Vilhjálmsdóttir]], systir hins góðkunna samborgara okkar, [[Einar Vilhjálmsson|Einars fyrrv. bónda og smiðs]] á [[Oddsstaðir|Oddstöðum]]. Hún annaðist Holtsheimilið innan veggja 1—2 ár, en þá veiktist hún og lézt eftir skamma sjúkdómslegu. Hún hafði reynzt börnum Vigfúsar vel í alla staði og sáu þau mjög eftir henni.<br> | ||
Og einhvernveginn baslaðist búskapurinn í Holti til ársins 1925 með hjálp góðra granna og vandamanna. En árið 1925 réðst að Holti [[Valgerður Jónsdóttir | Og einhvernveginn baslaðist búskapurinn í Holti til ársins 1925 með hjálp góðra granna og vandamanna. En árið 1925 réðst að Holti | ||
[[Valgerður Jónsdóttir (Holti)|Valgerður Jónsdóttir]] frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, f. 6. apríl 1891. Hún varð síðan lífsförunautur Vigfúsar Jónssonar þar til yfir lauk. Þau giftust ekki en lifðu saman lífinu í ást og umhyggju, og betri stjúpu hefðu börnin naumast getað hlotið en Valgerði Jónsdóttur. Hún annaðist þau og bar velferð þeirra fyrir brjósti eins og þau væru hennar eigin börn.<br> | |||
Lína 89: | Lína 91: | ||
Þau Valgerður og Vigfús eignuðust saman tvö börn. <br> | Þau Valgerður og Vigfús eignuðust saman tvö börn. <br> | ||
Þau eru þessi:<br> | Þau eru þessi:<br> | ||
1. [[Guðleif Vigfúsdóttir|Guðleif]], f. 13. júlí 1926. Hún er gift [[Andrés Hannesson|Andrési Hannessyni]] útgerðarmanni og skipstjóra. Þau hjón eru búsett í Reykjavík.<br> | 1. [[Guðleif Vigfúsdóttir (Holti)|Guðleif]], f. 13. júlí 1926. Hún er gift [[Andrés Hannesson (Holti)|Andrési Hannessyni]] útgerðarmanni og skipstjóra. Þau hjón eru búsett í Reykjavík.<br> | ||
2. [[Þorvaldur Vigfússon | 2. [[Þorvaldur Örn Vigfússon (Holti)|Þorvaldur Örn]], trésmíðameistari hér í bæ, f. 24. jan. 1929. Kvæntur er hann [[Ásta Þorvarðardóttir|Ástu Þorvarðardóttur]] frá Siglufirði.<br> | ||
Svo sem ég drap á, þá keypti Vigfús Jónsson annan vélbát sinn, v/b Sigríði VE 240, suður í Hafnarfirði. Þar var bátur þessi byggður í skipasmíðastöð Júlíusar Nýborg. Meðeigendur hans að báti þessum voru þeir Sigurður Sigurðsson, vélamaður frá Seljalandi, og Kristmann Þorkelsson verzlunarmaður í Steinholti við Kirkjuveg.<br> | Svo sem ég drap á, þá keypti Vigfús Jónsson annan vélbát sinn, v/b Sigríði VE 240, suður í Hafnarfirði. Þar var bátur þessi byggður í skipasmíðastöð Júlíusar Nýborg. Meðeigendur hans að báti þessum voru þeir Sigurður Sigurðsson, vélamaður frá Seljalandi, og Kristmann Þorkelsson verzlunarmaður í Steinholti við Kirkjuveg.<br> | ||
Sigurður Sigurðsson hóf vélgæzlustörf sín með Vigfúsi, þegar þeir keyptu saman vélbátin Sigríði VE 113 árið 1908, eins og áður er sagt. Eigendur að þessum bát byggðum í Hafnarfirði voru aðeins þrír menn. Þarna kemur fram glögglega þróunin um bátakaup í Vestmannaeyjum: Færri eigendur, stærri bátar og aflmeiri vélar í hlutföllum við bátsstærðina. V/b Sigríður VE 240 var upphaflega 12 smálestir en var síðan stækkuð og var eftir þá aðgerð 16 smálestir.<br> | Sigurður Sigurðsson hóf vélgæzlustörf sín með Vigfúsi, þegar þeir keyptu saman vélbátin Sigríði VE 113 árið 1908, eins og áður er sagt. Eigendur að þessum bát byggðum í Hafnarfirði voru aðeins þrír menn. Þarna kemur fram glögglega þróunin um bátakaup í Vestmannaeyjum: Færri eigendur, stærri bátar og aflmeiri vélar í hlutföllum við bátsstærðina. V/b Sigríður VE 240 var upphaflega 12 smálestir en var síðan stækkuð og var eftir þá aðgerð 16 smálestir.<br> | ||
Lína 97: | Lína 99: | ||
Þegar allt virtist í dauðans greipum á bátnum, sjórinn gekk látlaust yfir hann og vonleysi hafði gert vart við sig hjá bátsverjum, þá var það sem Sigurður vélstjóri kallaði upp spurninguna frægu, sem þó var sett fram í léttum dúr með bros á vör: „Hvað haldið þið að Kristmann segi, ef við förumst hérna, og allt óvátryggt?“ Við spurningu þessa sagða á sinn sérlega hátt hafði hugarangistin tekið breytingum og kjarkur og kraftur færðist á ný í mannskapinn. Þeir náðu heilir í höfn. — Eins og ég gat um, þá var Kristmann Þorkelsson þriðji meðeigandi bátsins.<br> | Þegar allt virtist í dauðans greipum á bátnum, sjórinn gekk látlaust yfir hann og vonleysi hafði gert vart við sig hjá bátsverjum, þá var það sem Sigurður vélstjóri kallaði upp spurninguna frægu, sem þó var sett fram í léttum dúr með bros á vör: „Hvað haldið þið að Kristmann segi, ef við förumst hérna, og allt óvátryggt?“ Við spurningu þessa sagða á sinn sérlega hátt hafði hugarangistin tekið breytingum og kjarkur og kraftur færðist á ný í mannskapinn. Þeir náðu heilir í höfn. — Eins og ég gat um, þá var Kristmann Þorkelsson þriðji meðeigandi bátsins.<br> | ||
En hér er ekki öll sagan sögð. Með bátnum frá Hafnarfirði var sendur lærður vélamaður að nafni Jón Sigurðsson. Skipshöfninni var það mikið happ og lífsins gæfa, að þessi maður var með í ferðinni. Honum tókst að halda vélinni gangandi eða fá hana í gang aftur eftir stöðvun, sem gerðist oft, þegar brotsjóir gengu yfir bátinn og sjór komst í vélarrúmið. Jón Sigurðsson var lærður vélamaður. Hann gerðist síðar mikill athafnamaður í Hafnarfirði og á Suðurnesjum.<br> | En hér er ekki öll sagan sögð. Með bátnum frá Hafnarfirði var sendur lærður vélamaður að nafni Jón Sigurðsson. Skipshöfninni var það mikið happ og lífsins gæfa, að þessi maður var með í ferðinni. Honum tókst að halda vélinni gangandi eða fá hana í gang aftur eftir stöðvun, sem gerðist oft, þegar brotsjóir gengu yfir bátinn og sjór komst í vélarrúmið. Jón Sigurðsson var lærður vélamaður. Hann gerðist síðar mikill athafnamaður í Hafnarfirði og á Suðurnesjum.<br> | ||
Vigfús Jónsson var sjálfur formaður á v/b Sigríði VE 240 næstu 2 vertíðirnar eftir að þeir keyptu bát þann. Þá hætti hann formennsku og sjómennsku. Síðan voru ýmsir formenn á bátnum. Síðast Eiður Jónsson, tengdasonur Holtshjónanna. Þá var Sigurður einnig hættur vélgæzlunni og tók þá við henni Jón sonur Vigfúsar, þá um tvítugt.<br> | Vigfús Jónsson var sjálfur formaður á v/b Sigríði VE 240 næstu 2 vertíðirnar eftir að þeir keyptu bát þann. Þá hætti hann formennsku og sjómennsku. Síðan voru ýmsir formenn á bátnum. Síðast [[Eiður Jónsson (formaðu)|Eiður Jónsson]], tengdasonur Holtshjónanna. Þá var Sigurður einnig hættur vélgæzlunni og tók þá við henni Jón sonur Vigfúsar, þá um tvítugt.<br> | ||
Hinn 13. febrúar 1928 gerðist óhappið mikla. V/b Sigríður VE 240 strandaði undir [[Ofanleitishamar|Ofanleitishamri]] í byl og brimi. Mannbjörg varð fyrir kjark og hetjudáð vélstjórans á bátnum, Jóns Vigfússonar. Hann kleif Ofanleitishamar og sótti hjálp til þess að bjarga skipshöfninni. Báturinn brotnaði og sökk. Um þennan atburð, þessa hetjudáð, hefur verið skrifað og birtar greinar, m.a. í Bliki. Það verður því ekki endurtekið hér. — | Hinn 13. febrúar 1928 gerðist óhappið mikla. V/b Sigríður VE 240 strandaði undir [[Ofanleitishamar|Ofanleitishamri]] í byl og brimi. Mannbjörg varð fyrir kjark og hetjudáð vélstjórans á bátnum, Jóns Vigfússonar. Hann kleif Ofanleitishamar og sótti hjálp til þess að bjarga skipshöfninni. Báturinn brotnaði og sökk. Um þennan atburð, þessa hetjudáð, hefur verið skrifað og birtar greinar, m.a. í Bliki. Það verður því ekki endurtekið hér. — | ||
Holtsútgerðin gamla lá í rúst.<br> | Holtsútgerðin gamla lá í rúst.<br> | ||
Síðari hluta sumars 1928 stofnuðu Holtsfeðgarnir Vigfús Jónsson og synir hans tveir, Guðmundur og Jón, til sameignarfélags um útgerð. Í þennan félagsskap tóku þeir með sér fjórða manninn, [[ | Síðari hluta sumars 1928 stofnuðu Holtsfeðgarnir Vigfús Jónsson og synir hans tveir, Guðmundur og Jón, til sameignarfélags um útgerð. Í þennan félagsskap tóku þeir með sér fjórða manninn, [[Ingibergur Sigurjón Kristmannsson|Inga Kristmannsson]] í [[Steinholt]]i [[Kristmann Þorkelsson|Þorkelssonar]].<br> | ||
Um haustið fóru bræðurnir Guðmundur og Jón til Noregs í því skyni að festa kaup á vélbáti. Þeir framkvæmdu þar bátakaupin og festu kaup á 26 smálesta vélbáti með 50 hestatla vél. Báturinn var ekki alveg nýr en vel með farinn og ekki lengi notaður. Þessi bátur hlaut nafnið Von og fékk einkennisstafina | Um haustið fóru bræðurnir Guðmundur og Jón til Noregs í því skyni að festa kaup á vélbáti. Þeir framkvæmdu þar bátakaupin og festu kaup á 26 smálesta vélbáti með 50 hestatla vél. Báturinn var ekki alveg nýr en vel með farinn og ekki lengi notaður. Þessi bátur hlaut nafnið Von og fékk einkennisstafina | ||
[[Von VE-279|VE 279]]. — Bátnum sigldu þeir bræður heim um haustið og hófu útgerð hans með vertíð 1929. Guðmundur gerðist formaður bátsins, — eins og þeir skipstjórar voru þá titlaðir, -— og Jón bróðir hans vélstjóri. Faðir þeirra annaðist útgerðarreksturinn í landi.<br> | [[Von VE-279|VE 279]]. — Bátnum sigldu þeir bræður heim um haustið og hófu útgerð hans með vertíð 1929. Guðmundur gerðist formaður bátsins, — eins og þeir skipstjórar voru þá titlaðir, -— og Jón bróðir hans vélstjóri. Faðir þeirra annaðist útgerðarreksturinn í landi.<br> |
Núverandi breyting frá og með 28. september 2023 kl. 11:06
Þegar ég skrifa þessi orð um einn af brautryðjendum vélbátaútvegsins hér í Vestmannaeyjum á fyrsta og öðrum tug þessarar aldar, eru rétt 100 ár liðin frá fæðingu hans.
Vigfús Jónsson útgerðarmaður í Holti við Ásaveg var einn hinna mætu athafnamanna hér í byggðarlaginu á sínum tíma og kenndi síðan sonum sínum að feta dyggilega í fótspor sín.
Ég hef þessi orð mín um Vigfús í Holti, heimili hans og athafnalíf með því að vísa til greinar minnar Blik 1958/Traustir ættliðir, sem ég birti í Bliki 1958. Þar er fjallað um ættfólk Vigfúsar Jónssonar, gerð grein fyrir nokkrum ættmennum hans og ættliðum.
Vigfús Jónsson fæddist í Túni, sem er ein af Kirkjubæjarjörðunum, 14. júní 1872. Þarna ólst hann upp hjá foreldrum sínum,
Jóni bónda Vigfússyni og konu hans Guðrúnu Þórðardóttur. (Sjá Blik 1958).
Þegar farið er nokkrum orðum um æskuár Vigfúsar í Túni, hef ég í huga allan fjölda þeirra pilta, sem hér ólust upp síðari hluta 19. aldarinnar.
Jafnvel fyrir tekt voru drengir þessir farnir að stunda sjóinn að sumrinu. Þeir voru þá með á sumarbátunum, julunum, og lærðu að draga fisk á færi. Þegar þrótturinn og þroskinn fór vaxandi, hófu þeir sjómennskustörf á vetrarvertíð. Fyrst voru þeir hálfdrættingar og síðan fullgildir hásetar. Fáir voru þeir unglingar hér þá í drengjahópi, sem ekki þráðu að komast á sjóinn og gerast þar liðtækir starfsmenn. Það var heilbrigð hugsun og þroskavænleg eins og atvinnulífi öllu og athafnalífi var þá háttað í verstöðinni.
Á fuglaveiðitímanum að sumrinu lærðu þessir piltar að veiða með háf, þar sem þeir sátu með feðrum sínum eða vinnumönnum þeirra á bergbrúnum Úteyjanna. Þeir lærðu að síga í björg og safna eggjum eða slá fýlsunga á bæli o.s.frv.
Bóndasonur í Eyjum, eins og Vigfús Jónsson frá Túni, lærði líka að slá og heyja, bæði heima á túni jarðarinnar og í úteyjum, þar sem bændur og búaliðar unnu oft sameiginlega að heyöflun.
Minna var um allt bóklegt nám. Þó mun Vigfús Jónsson hafa gengið í Barnaskóla Vestmannaeyja 2—3 síðustu veturna fyrir fermingu. Notadrýgst mun honum þó hafa orðið heimanámið undir handarjaðri og með tilstyrk hjálplegra og skilningsríkra foreldra, þar sem ríkti hin innilegasta sambúð alls heimilisfólksins í stakri háttvísi og reglusemi í hvívetna. Þannig var æskuheimilið hans í Túni. Það var gagnsýrt af guðsótta og góðum siðum, eins og rétt er hér að orða það, þegar hjónin í Túni, Jón V. Vigfússon, bóndi og smiður, og Guðrún Þórðardóttir, eiga hlut að máli. Ekki átti gamla konan þar, hún
Sigríður Einarsdóttir, móðir Jóns bónda og amma Vigfúsar, minnstan þátt í þeim trausta og trúarlega heimilisanda. Hún kunni ógrynni af sálmum og bænum, sem hún las fyrir börnin sín á uppvaxtarárum þeirra, og svo barnabörn.
Um og eftir aldamótin gerðist Vigfús Jónsson formaður fyrir áttæringnum Sæmundi, sem gerður var að teinæring með því að setja fimmta ræðið á hvort borð hans. Teinæringurinn Sæmundur gekk hér seinast á vertíð 1906 að bezt verður vitað. Það var líka síðasta áraskipavertíðin í Vestmannaeyjum, eins og sagt hefur verið um hana.
Á unglingsárum ól Vigfús Jónsson með sér þrá til að læra handverk, því að hann var sérlega handlaginn með gott smiðsauga, eins og hann átti kyn til. Það var kynfylgja langt í ættir fram.
En þá átti hann þess ekki kost að læra t.d. smíðar nema hvað hann lagði föður sínum lið eða rétti honum hönd við líkkistusmíðina, en hann var einasti líkkistusmiðurinn í Eyjum um langt árabil, eins og mörgum Eyjabúum er enn kunnugt, þó að óðum fyrnist nú yfir liðna tíð.
En lánið var með Vigfúsi Jónssyni í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum.
Sumarið 1906 létu Frakkar byggja sjúkrahús í Vestmannaeyjum sökum þess, hversu margar franskar skútur stunduðu færaveiðar á Eyjamiðum að sumrinu og höfðu gert um langt árabil. Hinn 30. júlí 1905 kom efnið í Spítalann til Eyja og hófust þá byggingarframkvæmdir innan skamms. Var síðan unnið að grunni sjúkrahússins fram á haust. Byggingarframkvæmdum stjórnaði franskur byggingameistari. Aðalframkvæmdirnar við bygginguna fóru þó fram sumarið 1906. Einn af byggingaverkamönnunum þar var Vigfús Jónsson frá Túni. Brátt veitti byggingameistarinn Vigfúsi eftirtekt sökum handlagni hans, iðni og hæversku við störfin. Hann tók því að leggja sérstaka rækt við þennan Íslending og kenna honum sérleg handtök og ýmislegt handverk, sem honum mætti að gagni koma í framtíðinni. Þarna lærði Vigfús t.d. að fara með múrtæki, lærði að múrhúða t.d., o.fl. Síðar hafði hann atvinnu af því handverki, þegar ekki kallaði annað að í skyldustörfunum.
Sérstaklega þótti Vigfús Jónsson hugkvæmur og laginn við það verk, sem flestir handverksmennirnir eða smiðirnir í kauptúninu leiddu hjá sér, svo sem kostur var. Það var að gera við eldunartæki heimilanna, lagfæra eldavélar og önnur heimilistæki í eldhúsi. Þau störf framkvæmdi hann mjög oft fyrir kunningja sína og tók þá jafnan ekkert fyrir þau verk sín. Fannst ekki taka því, — aðeins gjörð í greiðaskyni og til þess að létta húsmæðrum heimilisannirnar og gera kunningjum sínum og vinum smágreiða. Þetta smáa atvik í daglega samlífinu við samborgarana er ef til vill ekki svo sérstaklega lítið heldur, ef við hugleiðum það út frá sálfræðilegu sjónarmiði, — hugleiðum hugarþelið og hugsunarháttinn, sem að baki býr.
Eins og ég drap á, þá hætti Vigfús Jónsson formennsku á opna skipinu Sæmundi að vertíðarlokum 1906. Þá gaf hann ekki kost á sér til þeirra verka lengur. Nýjung í atvinnuháttum og veiðitækni tók hug hans föstum tökum. Það voru kaup á hinum nýju vélbátum og útgerð þeirra. Vélbátaútvegurinn var að hefjast í Eyjum.
Haustið 1906 festi Vigfús Jónsson kaup á dönskum vélbáti, sem smíðaður var í Friðrikssundi í Danmörku. Fimm Eyjamenn voru félagar hans um þessi bátskaup, og átti hver eigandi 1/6 hluta í bátnum. Þeir voru þessir: Jóel Eyjólfsson svili Vigfúsar Jónssonar, Jón Pétursson, mágur Jóels Eyjólfssonar, Kristmann Þorkelsson, sem falið var reikningshald útgerðarinnar, Maríus Jónsson, Framnesi, kunnur sjómaður og vinur þeirra félaga, og Snorri Þórðarson, faðir Rúts forstjóra hjá Haraldi Eiríkssyni og Co, en hann var þá lausamaður á Hlíðarenda við Skólaveg.
Eigendur þessa báts voru ýmist tengdir sifjaböndum eða gamlir og grónir vinir í kauptúninu. Þannig var það um allan fjölda þeirra bátakaupa, sem nú fór í hönd í byggðarlaginu.
Vélbáturinn Immanuel var einn hinna 9 vélbáta, sem Gísli J. Johnsen, kaupmaður og útgerðarmaður, festi kaup á í Danmörku á því herrans ári 1906 handa Eyjamönnum og lét flytja heim á skipi, eins og hvert annað „fragtgóss“, — líklega flesta í byrjun vertíðar 1907.
Að töluverðum hluta útvegaði hann einnig Eyjamönnum peningalán til bátakaupanna.
Þessi bátur þeirra sexmenninganna hlaut nafnið Immanuel (það þýðir: Guð sé með oss) og fékk einkennisstafina VE 108. Hann var 7,5 smálestir að stærð með 8 hestafla vél. Þessi stærð vélbátanna var mjög algeng á fyrstu árum vélbátaútvegsins og vélaaflið eitt hestafl á hverja smálest eða þar um bil.
Ekki gerðist Vigfús Jónsson formaður á þessum nýja vélbáti þeirra félaga, heldur svili hans og sameignarmaður Jóel Eyjólfsson frá Kirkjubæ, kvæntur Þórdísi Guðmundsdóttur Þórarinssonar.
Vigfús í Holti undi því ekki lengi að láta af formennskustörfum, sem hann hafði á opna skipinu Sæmundi og honum fórst vel úr hendi. Vildi hann því efna til kaupa á öðrum vélbáti og stofna til annars sameignarfélags til kaupa á honum. Þessa fyrirætlan sína framkvæmdi hann von bráðar. Sjö voru eigendur þess báts eða sex auk Vigfúsar. Fimm þeirra áttu 1/6 hluta bátsins hver og tveir þeirra 1/12 hluta hvor. Meðeigendur Vigfúsar Jónssonar voru þessir: Jóel Eyjólfsson, svili hans, Guðmundur Þórarinsson, tengdafaðir hans, Jón bóndi Pétursson, mágur Jóels, Ísleifur Guðnason, bóndi á Kirkjubæ, vinur Eyjólfs bónda þar og föður Jóels, Sveinn Jónsson á Landamótum, kunnur sjómaður í kauptúninu, og Sigurður Sigurðsson frá Seljalandi, kunnur hagleiksmaður og talinn þá efni í afbragðs vélamann. Það varð hann á bátnum.
Þessi vélbátur var keyptur frá Danmörku fyrir atbeina Gísla J. Johnsens, einn af þeim 17 vélbátum, sem kaupmaður þessi festi kaup á frá Danmörku fyrir Eyjamenn árið 1907 og hófu róðra með vertíð 1908.
Þessum vélbáti gaf Vigfús Jónsson nafn ömmu sinnar Sigríðar Einarsdóttur í Túni. (Sjá Blik 1958). Hann fékk einkennisstafina VE 113.
Næstu þrettán vertíðirnar var Vigfús formaður á v/b Sigríði VE 113 eða til vertíðarloka 1920. — Þá höfðu kröfurnar breytzt, og þær farið vaxandi um stærð bátanna og vélaafl. V/b Sigríður VE 113 var 7,29 smálestir að stærð með 8 hestafla Danvél.
Þegar hér er komið sögu, höfðu hafizt hafnarbætur við Vestmannaeyjahöfn. Þær milkilsverðu framkvæmdir áttu sitt í því að auka kröfur um stærri og burðarmeiri báta og svo hlutfallslega meira vélaafl. Einnig hafði 10—20 ára reynsla Eyjasjómanna fært þeim heim sanninn um það, að vélbátarnir þeirra þyrftu að vera stærri og gangbetri en fyrstu bátarnir voru. Markverð þróun átti sér stað á næstu árum, ekki sízt í þessum efnum.
Árið 1920 var hætt að gera v/b Sigríði VE 113 út og henni breytt í uppskipunarbát. Þau urðu örlög fleiri fyrstu vélbátanna. Enda þurfti mjög á uppskipunarbátum að halda í Eyjum, þar sem engin var skipabryggjan og öllum vörum þess vegna skipað upp á uppskipunarbátum, bæði utan af ytri höfn
(Víkinni) og úr flutningaskipum, sem lágu við festar á innri höfninni, svo sem timburskip, kolaskip og saltskip.
Árið 1921 hóf Vigfús formaður í Holti útgerð á nýjum vélbáti. Þann bát keypti hann nýjan í Hafnarfirði. Báturinn var byggður þar.
Þessi vélbátur hélt Sigríðarnafninu og fékk einkennisstafina VE 240.
Hann var upphaflega 12 smálestir að stærð með 22 hestafla Alfavél. Seinna var hann stækkaður og gerður burðarmeiri. — Þrír voru eigendur þessa báts. Hér er glöggt og algilt dæmi um almenna þróun í atvinnurekstri Vestmanneyinga: Vélbátunum fjölgar ár frá ári. Á sama tíma fara þeir stækkandi, vélaraflið tvöfaldast á hverja smálest og eigendum hvers báts fækkar að sama skapi. Hér veldur mestu um batnandi efnahagur útgerðarmanna.
Vigfús Jónsson var formaður á v/b Sigríði VE 240 fyrstu tvær vertíðirnar, eftir að þeir keyptu hana til Eyja. Þá hætti hann formennsku að fullu og öllu og allri sjómennsku. Hafði þá verið formaður um 20 vertíðir, fyrst á áraskipi og síðan á vélbátunum sínum tveim.
Þegar Vigfús Jónsson festi kaup á v/b Sigríði VE 113 árið 1907, varð einn af meðeigendum hans Sigurður frá Seljalandi. Þessir tveir menn unnu saman sem einn maður öll sameignarárin sín, svo að til fyrirmyndar var. Vigfús hafði jafnan mikinn og farsælan stuðning af vélamanninum sínum og sameignarmanninum í sjósókn sinni og aflasæld öll formannsárin sín á vélbátunum.
Árið 1901 (2. júní) kvæntist Vigfús Jónsson heitmey sinni, heimasætunni á Vesturhúsum Guðleifu Guðmundsdóttur bónda Þórarinssonar. Hjónavígslan fór fram í Landakirkju. Brúðurin var þá tæpra 22ja ára, fædd 11. okt. 1879, og brúðguminn 29 ára. — Ungu hjónin hófu búskap sinn á Vesturhúsum hjá foreldrum ungu konunnar. Jafnframt tóku þau að huga að húslóð með þeirri fyrirætlan að byggja sér eigið íbúðarhús. Að þeirri húsbyggingu var unnið árið 1902 og fram á árið 1903. Það ár fluttu þau í nýja húsið sitt. Það kölluðu þau Holt. Það er húsið nr. 2 við Ásaveg.
Hjónunum Vigfúsi Jónssyni og Guðleifu Guðmundsdóttur varð átta barna auðið. Þau voru þessi:
1. Guðrún, f. 27. maí 1901. Hún giftist dönskum manni, Aage Christensen að nafni. Þau hjónin bjuggu í Hjörring í Danmörku og ráku þar verzlun.
Guðrún Vigfúsdóttir lézt 30. apríl 1957.
2. Sigríður Dagný,
f. 15. september 1903. Hún varð tvígift. Fyrri maður hennar var Eiður Jónsson, skipstjóri. Þau skildu samvistir árið 1933. — Síðari maður hennar er Einar Jóhannsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Hafnarfirði.
3. Guðmundur, fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík. Hann er fæddur 10. febr. 1906. Kona hans er Stefanía Einarsdóttir, fædd að Steinavöllum í Haganeshreppi í Fljótum.
4. Þórdís, fædd 29. júlí 1912. Hún
er gift Guðmundi Benediktssyni, fyrrv. bæjargjaldkera í Reykjavík.
5. Jón vélstjóri og fyrrv. útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 22. júlí 1907. Kona hans er Guðbjörg Sigurðardóttir frá Stokkseyri.
6. Guðlaugur, fyrrv. vélstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, nú búsettur í Reykjavík. Hann er fæddur 16. júlí 1916. Kvæntur er hann Jóhönnu Kristjánsdóttur frá Flatey á Skjálfanda.
7. Axel, til heimilis hér í Eyjum. Hann er fæddur 14. okt. 1918. Axel hefur ávallt borið þess minjar, að hann fæddist, þegar spánska veikin geisaði. Hann tók þá veiki í vöggu.
Auk þeirra barna hjónanna, sem hér eru talin, eignuðust þau einn dreng, sem lézt nokkru eftir fæðingu.
Hjónin Vigfús Jónsson og Guðleif Guðmundsdóttir voru alin hér upp á kunnum myndarheimilum, þar sem forn íslenzk heimilismenning var í heiðri höfð. Þau voru alin upp í „guðsótta og góðum siðum“, eins og þá var komizt að orði og ég drap hér á framar. Og í þessum anda ólu þau hjónin upp börnin sín. Lögð var rækt við heiðarleik í orði og athöfn, — einnig lögðu þau áherzlu á atorku og velvirkni.
Faðirinn var atorkumaður mikill og fjölvirkur. Hann þótti snemma laginn verkmaður og smiður, eins og hann átti kyn til. Hann var prúðmenni hið mesta og velvildin til alls og allra voru rík einkenni hans. Hann var heilsuhraustur meginhluta ævinnar. Hann reyndist snemma aldurs síns sækinn til sjós og útsjónarsamur og dugmikill háseti og síðar formaður.
Hjónin í Holti voru hugsjónamenn um heill og hamingju samborgara sinna. Það kom gleggst fram í félagsstörfum þeirra í byggðarlaginu, svo sem goodtemplarastarfinu, þar sem þau voru bæði um árabil virkir félagsmenn. Í stúkunni Báru nr. 2 gegndi Vigfús Jónsson í mörg ár ýmsum trúnaðarstörfum. Æðsti templar var hann þar einnig á stundum. Hlutdeild Vigfúsar í ýmsum öðrum samtökum til menningar og hagsældar Eyjabúum í heild verður getið síðar í greinarkorni þessu. Húsmóðirin í Holti, Guðleif Guðmundsdóttir, var sérlega samhent manni sínum, en heilsuleysi hennar sagði snemma til sín. Það þjáði hana jafnan, svo að síðari ár ævinnar tók hún naumast nokkru sinni á heilli sér. Læknar þess tíma virtust ekki á nokkurn hátt geta úr því bætt. Þjáningar hennar svo langvarandi, sem þær voru, voru skuggi á Holtsheimilinu og hið mótdrægasta, sem Vigfús bóndi hennar átti við að stríða um ævina. Hún andaðist 19. ágúst 1922 frá öllum barnahópnum sínum.
Árið áður en hún lézt, varð bruni í Holti. Morgun einn, þegar Vigfús kom að, var honum tjáð, að kviknað hefði í Holtshúsinu þá seinni hluta næturinnar. Þá lá eiginkonan þar fárveik. Nágrannarnir höfðu bjargað henni í rúmfötunum út um glugga á húsinu. Þar gekk fram fremstur í flokki Ólafur Ingvarsson frá Minna-Hofi, sem þá var vertíðarmaður hjá hjónunum í Holti. Hann slasaðist við þau björgunarstörf, — skarst á gleri, þegar hann braut glugga, þar sem sjúklingurinn lá. Konan var flutt í næsta hús, að Staðarfelli, til
Einars Runólfssonar og fjölskyldu sem þar bjó þá. Þetta gerðist 1921.
Kostað var kapps um að byggja eða lagfæra íbúðarhúsið Holt að nýju eftir brunann. Það tókst á tiltölulega skömmum tíma. En árið eftir andaðist eiginkonan og húsmóðirin í Holti frá 8 börnum á aldrinum 4—21 árs. Meðan þessi stóra fjölskylda beið eftir því að geta flutt að Holti að nýju, fékk hún inni í Goodtemplarahúsinu á Mylnuhól, þar sem Samkomuhús Vestmannaeyja stendur nú.
Nokkru eftir fráfall eiginkonunnar réð Vigfús Jónsson til sín ráðskonu.
Þórstína hét hún Vilhjálmsdóttir, systir hins góðkunna samborgara okkar, Einars fyrrv. bónda og smiðs á Oddstöðum. Hún annaðist Holtsheimilið innan veggja 1—2 ár, en þá veiktist hún og lézt eftir skamma sjúkdómslegu. Hún hafði reynzt börnum Vigfúsar vel í alla staði og sáu þau mjög eftir henni.
Og einhvernveginn baslaðist búskapurinn í Holti til ársins 1925 með hjálp góðra granna og vandamanna. En árið 1925 réðst að Holti
Valgerður Jónsdóttir frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, f. 6. apríl 1891. Hún varð síðan lífsförunautur Vigfúsar Jónssonar þar til yfir lauk. Þau giftust ekki en lifðu saman lífinu í ást og umhyggju, og betri stjúpu hefðu börnin naumast getað hlotið en Valgerði Jónsdóttur. Hún annaðist þau og bar velferð þeirra fyrir brjósti eins og þau væru hennar eigin börn.
Þegar Valgerður Jónsdóttir gerðist bústýra í Holti, hafði hún á framfæri sínu 10 ára dóttur sína, Þórdísi Hansdóttur að nafni.
Þau Valgerður og Vigfús eignuðust saman tvö börn.
Þau eru þessi:
1. Guðleif, f. 13. júlí 1926. Hún er gift Andrési Hannessyni útgerðarmanni og skipstjóra. Þau hjón eru búsett í Reykjavík.
2. Þorvaldur Örn, trésmíðameistari hér í bæ, f. 24. jan. 1929. Kvæntur er hann Ástu Þorvarðardóttur frá Siglufirði.
Svo sem ég drap á, þá keypti Vigfús Jónsson annan vélbát sinn, v/b Sigríði VE 240, suður í Hafnarfirði. Þar var bátur þessi byggður í skipasmíðastöð Júlíusar Nýborg. Meðeigendur hans að báti þessum voru þeir Sigurður Sigurðsson, vélamaður frá Seljalandi, og Kristmann Þorkelsson verzlunarmaður í Steinholti við Kirkjuveg.
Sigurður Sigurðsson hóf vélgæzlustörf sín með Vigfúsi, þegar þeir keyptu saman vélbátin Sigríði VE 113 árið 1908, eins og áður er sagt. Eigendur að þessum bát byggðum í Hafnarfirði voru aðeins þrír menn. Þarna kemur fram glögglega þróunin um bátakaup í Vestmannaeyjum: Færri eigendur, stærri bátar og aflmeiri vélar í hlutföllum við bátsstærðina. V/b Sigríður VE 240 var upphaflega 12 smálestir en var síðan stækkuð og var eftir þá aðgerð 16 smálestir.
Þegar þeir félagar sóttu v/b Sigríði VE 240 til Hafnarfjarðar, hrepptu þeir afspyrnu veður á leið heim til Eyja. Það var suðvestan veður með miklu brimi, svo að bátshöfn var í miklum lífsháska. Þeir voru á þriðja sólarhring að hrekjast á hafinu milli Reykjaness og Vestmannaeyja. Ýmsir töldu bátinn af.
Lengi síðan var það á orði haft í Eyjum, hversu Sigurður vélstjóri hefði þá reynzt mikill afburða sjómaður, stjórnari og kjarkmaður, svo að af bar, þegar mest á reyndi og lífshættan var ískyggilegust.
Þegar allt virtist í dauðans greipum á bátnum, sjórinn gekk látlaust yfir hann og vonleysi hafði gert vart við sig hjá bátsverjum, þá var það sem Sigurður vélstjóri kallaði upp spurninguna frægu, sem þó var sett fram í léttum dúr með bros á vör: „Hvað haldið þið að Kristmann segi, ef við förumst hérna, og allt óvátryggt?“ Við spurningu þessa sagða á sinn sérlega hátt hafði hugarangistin tekið breytingum og kjarkur og kraftur færðist á ný í mannskapinn. Þeir náðu heilir í höfn. — Eins og ég gat um, þá var Kristmann Þorkelsson þriðji meðeigandi bátsins.
En hér er ekki öll sagan sögð. Með bátnum frá Hafnarfirði var sendur lærður vélamaður að nafni Jón Sigurðsson. Skipshöfninni var það mikið happ og lífsins gæfa, að þessi maður var með í ferðinni. Honum tókst að halda vélinni gangandi eða fá hana í gang aftur eftir stöðvun, sem gerðist oft, þegar brotsjóir gengu yfir bátinn og sjór komst í vélarrúmið. Jón Sigurðsson var lærður vélamaður. Hann gerðist síðar mikill athafnamaður í Hafnarfirði og á Suðurnesjum.
Vigfús Jónsson var sjálfur formaður á v/b Sigríði VE 240 næstu 2 vertíðirnar eftir að þeir keyptu bát þann. Þá hætti hann formennsku og sjómennsku. Síðan voru ýmsir formenn á bátnum. Síðast Eiður Jónsson, tengdasonur Holtshjónanna. Þá var Sigurður einnig hættur vélgæzlunni og tók þá við henni Jón sonur Vigfúsar, þá um tvítugt.
Hinn 13. febrúar 1928 gerðist óhappið mikla. V/b Sigríður VE 240 strandaði undir Ofanleitishamri í byl og brimi. Mannbjörg varð fyrir kjark og hetjudáð vélstjórans á bátnum, Jóns Vigfússonar. Hann kleif Ofanleitishamar og sótti hjálp til þess að bjarga skipshöfninni. Báturinn brotnaði og sökk. Um þennan atburð, þessa hetjudáð, hefur verið skrifað og birtar greinar, m.a. í Bliki. Það verður því ekki endurtekið hér. —
Holtsútgerðin gamla lá í rúst.
Síðari hluta sumars 1928 stofnuðu Holtsfeðgarnir Vigfús Jónsson og synir hans tveir, Guðmundur og Jón, til sameignarfélags um útgerð. Í þennan félagsskap tóku þeir með sér fjórða manninn, Inga Kristmannsson í Steinholti Þorkelssonar.
Um haustið fóru bræðurnir Guðmundur og Jón til Noregs í því skyni að festa kaup á vélbáti. Þeir framkvæmdu þar bátakaupin og festu kaup á 26 smálesta vélbáti með 50 hestatla vél. Báturinn var ekki alveg nýr en vel með farinn og ekki lengi notaður. Þessi bátur hlaut nafnið Von og fékk einkennisstafina
VE 279. — Bátnum sigldu þeir bræður heim um haustið og hófu útgerð hans með vertíð 1929. Guðmundur gerðist formaður bátsins, — eins og þeir skipstjórar voru þá titlaðir, -— og Jón bróðir hans vélstjóri. Faðir þeirra annaðist útgerðarreksturinn í landi.
Eftir 2—3 ár keyptu feðgarnir hlut Inga í útgerðinni.
Fyrstu tvær vertíðirnar gekk útgerð Vonarinnar að óskum, svo að efnahagur þeirra fór vaxandi. Brátt fékk Guðmundur formaður Vigfússon á sig orð fyrir aflasæld og þótti útgerð þeirra feðga fyrirmyndaratvinnurekstur um hirðu alla, trausta viðskiptahætti og myndarbrag. Þar þótti fara saman dugnaður, orðheldni, hyggjuvit og útsjónarsemi.
Eftir vertíðina 1930 tók heimskreppan mikla að láta á sér kræla. Afkoma íslenzka sjávarútvegsins í heild fór snögglega versnandi, enda þótt aflabrögð færu sízt minnkandi. — Jafnvel aflaðist meira en oft áður.
Árið 1930 töpuðu Holtsfeðgarnir á útgerð sinni jafnvirði þess, sem báturinn og öll útgerðin hafði kostað þá árið áður. Þó að það virðist öfugmælakennt, þá var það staðreynd, að á þessum fjárkreppuárum tapaði útgerðarmaðurinn meir eftir því sem betur aflaðist á bátinn. Kom þar til greina meiri vinna við aflann, meiri olíueyðsla, ef fast var sóttur sjórinn, og síðast en ekki sízt varð veiðarfæraeyðslan meiri og kostnaðarsamari, en fiskverð fór sílækkandi.
Þrátt fyrir hina miklu fjárhagserfiðleika útgerðarinnar öll kreppuárin, héldu Holtsfeðgarnir úti Voninni árið um kring. Að sumrinu notuðu þeir helzt dragnót, sem var ódýrasta veiðarfærið, en þó aflasælt.
Sumarið 1934 og 1935 stunduðu þeir dragnótarveiðarnar víðsvegar í kringum landið og seldu þá aflann á ýmsum stöðum.
Holtsbræður telja það fyrst og fremst föður sínum að þakka, að útgerð þeirra fleyttist yfir erfiðleika kreppuáranna. Kom þar fyrst og fremst til greina hyggjuvit hans og gömul reynsla um útgerðarrekstur. Þá var það ekki þessum atvinnurekstri þeirra lítil heill og hagnaður, hve mikið viðskiptatraust faðir þeirra hafði og gott orð á sér fyrir heiðarleik í öllum viðskiptum til orðs og æðis, því að mjög þurfti á lánstrausti að halda á þeim árum.
Svo skall heimsstyrjöldin yfir. Fiskverð fór þá árlega hækkandi og hagur útgerðarinnar batnaði ár frá ári.
Árið 1942 afréðu þeir Holtsfeðgar að láta smíða sér nýjan bát. Þá voru fjárhagserfiðleikar kreppuáranna að baki og ábatavon mjög ríkjandi með útgerðarmönnum í landinu.
Nýi báturinn var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja, þar sem Gunnar M. Jónsson, Brúarhúsi, var skipasmíðameistarinn. Hann var smíðaður á árunum 1942—1943.
Þessi nýi vélbátur þeirra Holtsfeðga var látinn halda Vonarnafninu og fékk einkennisstafina VE 113, sem voru hinir sömu og fyrsti vélbátur Vigfúsar hafði haft, v/b Sigríður, sem keyptur var 1907.
Meðan á smíði þessa báts stóð, missti Vigfús Jónsson heilsuna, enda nær sjötugur að aldri. Treystist hann þá ekki sökum þessa áfalls að standa lengur í útgerðarstússi. Hann æskti þess þá, að þeir bræður Guðmundur og Jón tækju þriðja bróðurinn inn í sameignarfélagið í stað föðurins. Það var Guðlaugur Vigfússon. Síðan ráku Holtsbræður þrír Vonarútgerðina í sameiningu, meðan þeir voru allir búsettir hér í Eyjum.
Árið 1944 eða ári síðar en þeir Holtsbræður fengu nýju Vonina (VE 113), seldu þeir burt úr bænum Von VE 279. Bátinn keypti Svavar útgerðarmaður og formaður Víglundsson í Neskaupstað, bróðir minn. Brátt flutti Svavar útgerð sína suður til Keflavíkur og rak hana þar til aldurstilastundar. Sjálfur bjó hann í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni.
Dulræn fyrirbæri
Margir Eyjabúar báru dapran hug og höfðu áhyggjur miklar, meðan þeir vissu v/b Sigríði vera að hrekjast á hafinu milli Reykjaness og Eyja og sumum kom til hugar að báturinn hefði ekki afborið. Fátt var mælt en meira hugsað til skipshafnar og fjölskyldna þeirra manna, sem á bátnum voru.
Einn af þeim var Magnús Guðmundsson formaður, bóndi og útgerðarmaður á Vesturhúsum. Þeir Vigfús í Holti og Magnús voru æskuvinir frá uppvaxtarárunum í Eyjum, svo mjög jafnir að aldri, að þeir voru báðir fæddir í sama mánuði á sama árinu (1872), og síðan voru þeir mágar, þar sem Vigfús kvæntist Guðleifu systur Magnúsar.
Magnús Guðmundsson sagði síðar frá um fyrirbæri, sem hann varð fyrir einn morguninn, meðan á hrakningnum mikla stóð:
„Ég lá vakandi í rúmi mínu við hlið konu minnar og hugsaði til Vigfúsar æskuvinar míns af öllum sálarkrafti mínum. Ég hugleiddi þá miklu sorg, sem á systur mína legðist, ef maður hennar ætti ekki afturkvæmt úr ferðalaginu. Ég hugleiddi Holtsheimilið í heild, móðurina, börnin og afkomumöguleikana, ef faðirinn félli nú frá. Og margir aðrir myndu syrgja sárt. Þegar ég er sem dýpst sokkinn í þessar döpru hugleiðingar mínar, birtist mér Vigfús vinur minn ljóslifandi nokkurn spöl frá rúminu og horfumst við á nokkra stund án þess að mæla orð. Síðan hvarf Vigfús mér sjónum og þá var ég glaðvakandi eins og áður en hann birtist mér. Með sjálfum mér hafði ég alið þá hugsun, að litlar líkur væru til þess, að við vinirnir ættum eftir að sjást oftar í þessu lífi. Eftir sýnina var ég með sjálfum mér sannfærðari um það en fyrr, að við ættum ekki eftir að sjást oftar hér í lífi, þó að ég hefði ekki orð á því við nokkurn mann.“
Þegar þeir vinirnir hittust svo aftur eftir hrakninginn, sagði Magnús Vigfúsi, hvað fyrir sig hefði borið. Kom þá í ljós, að Vigfús hafð, hugsað einlæglega og sterkt til Magnúsar vinar síns þessa sömu nótt og á samri stundu, sem Magnús sá hann bera fyrir augu sér í svefnherberginu.
Hinn 24. apríl 1943 fóru Holtsbræðurnir í aðra veiðiferð sína á nýju Voninni VE 113. Allt hafði gengið að vild í fyrstu veiðiferð þeirra og ekki vissu þeir annað, en að allt væri í fyllsta standi um vél og bát, þegar þeir lögðu frá bryggju í aðra veiðiferðina, sem gat tekið 2—3 daga.
Faðir þeirra lá rúmfastur og hafði verið veikur að undanförnu.
Guðmundur Vigfússon segir svo frá:
„Það leið fram á daginn 25. apríl. Þá urðum við varir við eitthvað ólag á vél bátsins. Í öryggisskyni fórum við hið bráðasta í land til þess að fá gert við það, sem að var. Um kvöldið urðum við of seinir til þess að ná okkur í viðgerðarmann, svo að við létum kyrrt liggja til morguns. Í morgunsárið hinn 26. apríl komum við bræður heim að Holti á leið okkar í bátinn. Vildum við vita um líðan föður okkar. Þá var hann látinn, — hafði andazt um nóttina.
Lítið reyndist vera að vélinni, þegar hún var athuguð, og mátti furðu gegna, að það smáræði skyldi leynast okkur. Og alltaf hef ég ályktað síðan, að æðri ósýnileg öfl hafi þar verið að verki.
Og alltaf hef ég minnzt þess með ánægju, að við gátum strax tekið þátt í sorg og söknuði eftir fráfall föður okkar, enda gafst okkur bræðrum þarna tækifæri til að draga fyrstir fána í hálfa stöng á bátnum okkar þennan dag.“
Áður en Vestmanneyingar tóku að nota línu við fiskveiðar sínar, notuðu þeir eingöngu handfæri. Handfæranotkunin hafði í för með sér, að sjómennirnir þekktu sjávarbotninn „eins og fingurna á sér“, - þekktu botnlag, þekktu dýpi, þekktu sker og boða, hraun og sanda o.s.frv.
Á unglingsárunum og fram undir hálfþrítugsaldurinn stundaði Vigfús Jónsson handfærið einvörðungu við fiskveiðarnar. Hann var orðinn 25 ára, þegar útvegsbændur í Eyjum hófu veiðar sínar með línu (1897). Svo glöggur og athugull maður sem Vigfús Jónsson var, þekkti hann vel öll fiskimið við Eyjar, síðan hann stundaði færið sitt. Þetta olli því, að hann „þekkti hvern stein“ á sjávarbotninum allt í kring um Eyjar, eins og einstaklingur komst að orði við mig, er ég naut frásagnar hans um formannshæfni Vigfúsar og þekkingu hans á Eyjamiðum. — Sonum hans reyndist síðar þessi miðaþekking föðurins ómetanleg, þegar ábyrgðin um velfarnað Holtsútgerðarinnar lagðist á þeirra herðar. Þá nutu þeir hinnar góðu og gagnlegu fræðslu, sem þeir höfðu hlotið hjá föður sínum á þessu sviði.
Vigfús Jónsson var oft veðurglöggur og komst þess vegna oft hjá „slyddum á sjó“, eins og sjómenn komust stundum að orði um áhlaup eða snöggan veðurofsa, sem þeir fengu á miðum úti.
Draumspakur reyndist Vigfús Jónsson einnig oft og tíðum. Hér er eitt dæmi um draumspeki hans eða fyrirbæri í svefni. Þá var hann formaður á v/b Sigríði VE 240. — En hann dreymir að hann stýri v/b Sigríði 113 út frá mynni Vestmannaeyjahafnar, út frá Leiðinni. Sér hann þá Jón föður sinn standa í stafni bátsins og horfa í suðurátt. Þá hafði faðir hans legið í gröf sinni um árabil.
Nú vaknar Vigfús og býr sig til róðurs, því að þetta var á vetrarvertíð. Blíðuveður var um allan sjó og útlitið gott. Kvöldið áður hafði Vigfús afráðið með sjálfum sér, að leggja línuna fyrir sunnan Geirfuglasker, ef veður hamlaði ekki, því að einungis þar höfðu Eyjamenn fiskað daginn áður.
Þegar Vigfús tók að hugleiða drauminn, gerði hann ráð fyrir, að hann boðaði suðaustan storm. Var þá illt að vera staddur fyrir sunnan Sker. Hann breytir því ákvörðun sinni og heldur suðaustur í Leirinn, sem svo er nefndur, en allir Eyjabátar aðrir héldu suður að Geirfuglaskeri til þess að grípa gæsina þar. — Línan var lögð og legið yfir fullan tíma, því að veðurblíðan hélzt. Áður en þeir fóru að draga, tók að bærast hugarangur innra með Vigfúsi, því að nú yrði hann af góðum afla vegna hugboðs síns um suðaustan storminn, sem aldrei lét á sér kræla í þessum róðri. Þessi mistök hugleiddi hann, meðan hann drakk kaffisopann úr fantinum sínum og hugsaði til þess að vekja sjómenn sína og hefja línudráttinn. Hann vildi flýta því verki og komast heim sem fyrst, svo að hann væri ekki að þvælast á sjónum á leið þeirra, sem kæmu með hlaðna báta að landi þennan dag sunnan frá Skeri. En þetta fór á annan veg, — strax reyndist mikill fiskur á lóðinni. Og þegar línudrættinum lauk, var komið hátt í bátinn. Þetta varð einn allra bezti afladagur þeirra á allri vertíðinni. — Aðrir Eyjabátar komu þennan dag að landi með sáralítinn afla.
Oft dreymdi Vigfús föður sinn, Jón Vigfússon bónda og smið í Túni. Oftast reyndust þeir draumar bending um afla, — fiskigengd, en stundum þó fyrir veðurbreytingum eða slæmu sjóveðri.
Vigfús Jónsson var félagshyggjumaður. Hann var sjálfsagður stuðningsmaður ýmissa félagssamtaka í Vestmannaeyjabyggð til styrktar góðum málefnum, til hjálpar, til menningar og til bættra hagsmunaskilyrða. Vigfús var þannig einn af stofnendum Björgunarfélags Vestmannaeyja 1918. Hann var einn af stofnendum kaupfélagsins Bjarma 1914 til eflingar og stuðnings hagsmunamálum útvegsmanna í hinum hraðvaxandi útgerðarbæ. Vigfús Jónsson var einn af stofnendum togaraútgerðarfélags Vestmannaeyinga, Draupnisfélagsins, af því að hann hafði trú á því, að togarútgerð mætti blessast hér í Eyjum með auknum og bættum hafnarskilyrðum.
Seinustu ár sín var V.J. fiskimatsmaður í kaupstaðnum og þótti þar sem á öðrum sviðum vinna verk sitt af samvizkusemi og réttsýni. Hann þótti vandlátur fiskimatsmaður.
Valgerður Jónsdóttir bjó í Holti eftir fráfall Vigfúsar Jónssonar, enda ánafnaði hann henni húsið með erfðaskrá, svo að hún bar úr býtum ríflega sinn hluta af eignum búsins eins og hún hefði verið vígð eiginkona Vigfúsar.
Hjá sér í Holti hafði hún Axel, yngsta barn þeirra hjóna Guðleifar og Vigfúsar, og annaðist hann af mikilli fórnfýsi og umhyggju, en hann beið þess aldrei bætur, að hann tók innflúensu á fyrsta aldursári 1918. Börn Vigfúsar munu hafa greitt meðlag með yngsta systkini sínu eftir fráfall föðurins, að minnsta kosti bræðurnir Guðmundur, Jón og Guðlaugur, sem ráku hér síðast útgerðina, sem lengst af var kennd við Holt.
Valgerður Jónsdóttir lézt á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. nóvember 1969. (Sjá mynd á bls. 156).
(Heimildir: Aldraðir Eyjabúar; Guðmundur Vigfússon; Kirkjubækur o.fl.)