Einar Runólfsson (Staðarfelli)
Einar Runólfsson trésmiður, útgerðarmaður fæddist 18. september 1884 á Hömrum í Holtum, Rang. og lést 10. mars 1961.
Foreldrar hans voru Runólfur Einarsson múrarameistari í Reykjavík, f. 1859, d. 12. mars 1941, og Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 11. júní 1858, d. 12. júlí 1938.
Einar var tökubarn á Nýlendu í Hvalsnessókn 1890, var hjá foreldrum sínum í Reykjavík 1901.
Þau Kristín giftu sig 1906, eignuðust fjögur börn.
Hann flutti til Eyja 1909, var trésmiður á Löndum 1910, trésmiður og útgerðarmaður á Staðarfelli 1920 og 1929, gerði út nokkra smábáta, fór úr Eyjum 1930.
Hann dvaldi að síðustu á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
Einar lést 1961.
Kona Einars, (1906), var Kristín Traustadóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. 22. október 1878 á Vatneyri þar og lést 3. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Trausti Sigurður Einarsson prófessor, f. 14. nóvember 1907 í Reykjavík, d. 26. júlí 1984.
2. Runólfur Hákon Einarsson skipasmiður, f. 1. mars 1913 á Löndum, d. 10. apríl 2003.
3. Guðrún Þóranna Einarsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1914 á Staðarfelli, d. 5. maí 1995.
4. Þórhallur Ingibergur Einarsson lögfræðingur, fulltrúi Borgarfógeta, f. 16. mars 1921 á Staðarfelli, d. 27. september 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.