Guðleif Vigfúsdóttir (Holti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðleif Vigfúsdóttir frá Holti, húsfreyja fæddist þar 13. júlí 1926 og lést 27. september 2013.
Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson frá Túni, formaður og útgerðarmaður í Holti, f. 14. júní 1872 í Túni, d. 26. apríl 1943, og sambýliskona hans Valgerður Jónsdóttir frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, húsfreyja, f. þar 6. apríl 1891, d. 17. nóvember 1969.

Börn Vigfúsar og fyrri konu hans Guðleifar Guðmundsdóttur:
1. Guðrún húsfreyja, f. 27. september 1901, d. 1957. Hún giftist dönskum manni og bjó í Danmörku.
2. Sigríður Dagný húsfreyja, f. 15. september 1903, d. 5. október 1994.
3. Guðmundur skipstjóri og útgerðarmaður, f. 10. febrúar 1906, d. 6. október 1997.
4. Jón vélstjóri og útgerðarmaður, f. 22. júlí 1907, d. 9. september 1999.
5. Þórdís húsfreyja, f. 29. júlí 1912, d. 15. desember 2004.
6. Guðlaugur útgerðarmaður, f. 16. júlí 1916, d. 27. apríl 1989.
7. Axel (Púlli) öryrki, f. 16. október 1918, d. 16. október 2001.
8. Barn, sem dó nokkru eftir fæðingu.
Börn Vigfúsar og síðari konu hans Valgerðar Jónsdóttur:
9. Þorvaldur Örn húsgagnasmíðameistari, f. 24. janúar 1929, d. 16. september 2002.
10. Guðleif húsfreyja, f. 13. júlí 1926, d. 27. september 2013.
Dóttir Valgerðar:
11. Þórdís Hansdóttir Erlendsson, f. 1. maí 1915, d. 9. maí 2005.

Guðleif var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést er hún var á sautjánda árinu.
Hún bjó með móður sinni, vann við fiskiðnað.
Þau Andrés bjuggu í Holti frá 1944, giftu sig 1947, eignuðust tvö börn í Holti. Þau byggðu húsið við Birkihlið 3 og bjuggu þar, uns þau fluttu til Reykjavíkur 1965 og síðar í Þorlákshöfn. Þar byggðu þau húsið að Setbergi 15 og bjuggu þar meðan bæði lifðu. Guðleif bjó síðast á Lyngheiði 3 í Árborg.
Andrés lést 2003 og Guðleif 2013.

I. Maður Guðleifar, (31. desember 1947), var Andrés Hannesson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 1. júní 1924, d. 20. október 2003.
Börn þeirra:
1. Vigfús Valur Andrésson, f. 20. febrúar 1945 í Holti, d. 21. júlí 2013. Kona hans Borghild E. T. Andrésson. Barnsmóðir hans Charlotta Vilborg Halldórsdóttir.
2. Hannes Andrésson, f. 29. nóvember 1946 í Holti, fórst með vb. Þráni 5. nóvember 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.