Mylnuhóll
Fara í flakk
Fara í leit
Húsið Mylnuhóll, almennt nefnt Mylluhóll, var hús Góðtemplara byggt árið 1893 en stækkað síðar. Húsið tilheyrði lóð Stakkagerðis og stóð á svonefndum Mylnuhól og dregur nafn sitt þaðan. Annars var húsið þekktast undir nafninu Gúttó, eða gamla Gúttó. Nafnið kemur frá orðinu Goodtemplarahús, sem var formlegra heiti. Sveinn Jónsson, snikkari, faðir Ársæls Sveinssonar, útgerðamanns, var yfirsmiður við byggingu hússins. Stúkan Bára nr. 2 átti húsið, en hún var stofnuð í Eyjum árið 1888.
Gúttó var rifið árið 1936 en þá hófst bygging Samkomuhúss Vestmannaeyja. Það stendur nú þar sem að Gúttó stóð.
Heimildir
- Skrá yfir myndir og málverk Byggðarsafns Vestmannaeyja. Eyjaskinna 2. rit. Vestmannaeyjum: Sögufélag Vestmannaeyja, 1983.