Guðmundur Vigfússon (Holti)

From Heimaslóð
(Redirected from Guðmundur Vigfússon)
Jump to navigation Jump to search
Guðmundur.

Guðmundur Vigfússon fæddist 10. febrúar 1906 og lést 6. október 1997. Foreldrar hans voru hjónin Guðleif Guðmundsdóttir frá Vesturhúsum í Vestmannaeyjum og Vigfús Jónsson í Túni í Vestmannaeyjum. Guðmundur ólst upp í Holti. Guðmundur var kvæntur Stefaníu Guðrúnu Einarsdóttur. Þau eignuðust tvö börn, þau Vigfús Sverri og Erlu. Hann fluttist frá Vestmannaeyjum 1957 og bjó lengst af í Hafnarfirði, þar af á Hrafnistu í Hafnarfirði frá 1978.

Guðmundur tók vélstjóra- og skipstjórapróf 18 ára gamall og árið 1946 „öldunginn" í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Guðmundur var formaður á Voninni VE 113. Árið 1981 var Guðmundi afhent heiðursskjal Sjómannadagsráðs í Vestmannaeyjum með þökk fyrir gifturík störf í þágu sjómannastéttarinnar og byggðarlagsins.

Loftur Guðmundsson samdi formannavísu um Guðmund:

Að veiðum Guðmund Vigfússon
virðar telja frækinn,
hleður úr græði glæsta Von
garpur miðasækinn.

Óskar Kárason samdi einnig formannavísu um Guðmund:

Sjafnar heiðar siglir Von,
sær þá reiður hvæsir,
Gvendur veiðinn Vigfússon
valinn skeiðar ræsir.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Von stýrir Vigfússonur
valinn, sjós um dalinn,
Guðmundur, glaður þundur,
garpur frá Holti snarpur.
Nót þorska nú í rótar
njóturinn, afla skjótur,
hræðist sizt hranna æði,
halurinn, drengur valinn.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.