Blik 1960/Gjábakkafjölskyldan
- Gjábakkafjölskyldan
Blik hefur áður birt myndir af þekktum fjölskyldum í Eyjum og greint nöfn og aldur fólksins. Ekki er ólíklegt, að myndir þessar með skýringunum geti talizt góðar heimildir síðar um fólk í Eyjum og afkomendur þess.
Hér birtist mynd af „Gjábakkafjölskyldunni“, þ.e. Gunnlaugi Sigurðssyni, sjómanni, og konu hans Elísabet Arnoddsdóttur og börnum þeirra. Ein sonardóttir þeirra hjóna hefur tekið saman skýringarnar handa Bliki.
Aftari röð frá vinstri:
1. Ingvar Gunnlaugsson, f. 13 marz 1930. Giftur Helgu Guðmundsdóttur. Börn: Elísabet, f. 7. okt. 1956, og Guðmundur Kristinn, f. 16. maí 1959.
2. Elías Gunnlaugsson, f. 22. febr. 1922. Giftur Margréti Sigurjónsdóttur. Börn: Hjördís, f. 14. okt. 1946, og tvíburarnir Björk og Viðar, f. 1. júlí 1956.
3. Jón Gunnlaugsson, f. 20. nóv. 1920. Óg.
4. Arnoddur Gunnlaugsson, f. 25. júní 1917. Giftur Önnu Halldórsdóttur. Barn: Elísabet, f. 18. ág. 1942. (Hún tók saman skýrslu þessa).
5. Aðalsteinn Júlíus Gunnlaugsson, f. 14. júlí 1910. Giftur Tómasínu Olsen. Börn: Guðmundur Hreinn, f. 7. marz 1936, Edda, f. 25. sept. 1939 og Atli, f. 26. júní 1944.
6. Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson, f. 24. júní 1913. Giftur Jóhönnu Sigurðardóttur. Börn: Sigurður, f. 14. sept. 1934, Elísabet, f. 27. nóv. 1936, Grétar, f. 14. ágúst 1941 og Þórey, f. 4. ágúst 1945.
7. Guðný Gunnlaugsdóttir, f. 6. marz 1928. Gift Jens Kristinssyni. Börn: Elías Vigfús, f. 16. ágúst 1954, Jensína Kristín, f. 4. ágúst 1955 og Guðný, f. 1. jan. 1959.
Fremri röð frá vinstri:
1. Guðbjörg Þorsteina Gunnlaugsdóttir, f. 21. apríl 1919. Gift Birni Kristjánssyni. Börn: Gunnlaugur Elías, f. 13. jan. 1941, tvíburasysturnar Guðný og Kristjana, f. 24. desember 1943 og Eygló, f. 19. okt. 1951.
2. Elísabet Arnoddsdóttir, f. 26. ág. 1890 að Syðra-Koti á Miðnesi.
3. Gunnlaugur Sigurðsson, f. 28. sept. 1883 að Efra-Hvoli í Hvolhreppi.
4. Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 27. sept. 1914. Gift Vigfúsi Guðmundssyni, (d. 1946). Barn: Birgir, f. 22. júlí 1941.
Öll eru börn þeirra hjóna Elísabetar og Gunnlaugs fædd á Eystri-Gjábakka í Vestmannaeyjum.