Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir
Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir frá Rafnseyri, húsfreyja fæddist þar 7. maí 1915 og lést 14. maí 1987.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ólafsson frá Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, sjómaður, f. 11. desember 1879, d. 18. nóvember 1918, og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 24. september 1876, d. 8. nóvember 1952.
Hálfbróðir Jóhönnu Guðrúnar, sammæddur, var
1. Ólafur Ragnar Sveinsson heilbrigðisfulltrúi á Flötum, f. 25. ágúst 1903, d. 2. maí 1970.
Börn Margrétar og Sigurðar voru:
2. Ólafía Þórunn Sigurðardóttir, f. 12. júní 1906 í Landeyjum, bjó síðast í Garðabæ, d. 9. febrúar 1990.
3. Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir, f. 31. október 1907 í Garðbæ, d. 27. júlí 1992.
4. Bogi Óskar Sigurðsson, f. 12. desember 1910 í Garðbæ, d. 14. mars 1980.
5. Fanney Sigríður Sigurðardóttir, f. 30. janúar 1912 í Garðbæ.
6. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, f. 7. maí 1915 á Rafnseyri, d. 14. maí 1987.
7. Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir, f. 6. nóvember 1916 á Rafnseyri, d. 26. maí 1971.
8. Sigurður Guðlaugsson rakari, f. 19. júlí 1918, d. 3. júlí 1958. Hann var kjörsonur Guðlaugs Sigurðssonar síðari manns Margrétar.
Fósturdóttir Margrétar og Guðlaugs síðari manns hennar var systurdóttir hans:
9. Sigurbjörg Guðmundína Alda
Friðjónsdóttir, f. 19. janúar 1926 í Götu. Hún var fósturbarn hjá Guðlaugi 1934, d. í febrúar 1985.
Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, á Rafnseyri 1930.
Þau Þórarinn giftu sig 1934, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Vallartúni í fyrstu, Bakkastíg 3 1936, Miðhúsum 1941 og Hólmgarði 1945 og 1949, á á Litlu-Heiði 1958, Bakkastíg 23 við Gos, síðar í Hörgsholti við Skólaveg 10. Þar bjó Jóhanna síðast.
Jóhanna Guðrún lést 1987 og Þórarinn 2002.
I. Maður Jóhönnu Guðrúnar, (23. júní 1934), var Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson frá Gjábakka, vélstjóri, f. 24. júní 1913, d. 3. mars 2002.
Börn þeirra:
1. Sigurður Þórarinsson verkstjóri, tónlistarmaður, f. 14. september 1934 í Vallartúni, d. 22. janúar 2019. Fyrrum kona hans Laufey Kristjánsdóttir.
2. Elísabet Gunnlaug Þórarinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður,
f. 27. nóvember 1936 á Bakkastíg 3, d. 27. janúar 2017. Fyrri maður hennar, (skildu), Júlí Sæberg Þorsteinsson. Síðari maður var Hlöðver Björn Jónsson, látinn.
3. Grétar Guðlaugur Þórarinsson pípulagningameistari, f. 14. ágúst 1941 á Miðhúsum. Kona hans Jóna Guðjónsdóttir.
4. Þórey Þórarinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 4. ágúst 1945 í Hólmgarði. Fyrri maður, skildu, var Björn Bjarnar Guðmundsson. Síðari maður Sigþór Pálsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Húsfreyjur
- Fólk fætt á 20. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar á Rafnseyri
- Íbúar við Kirkjuveg
- Íbúar í Vallartúni
- Íbúar við Austurveg
- Íbúar við Bakkastíg
- Íbúar á Miðhúsum
- Íbúar í Hólmgarði
- Íbúar við Vestmannabraut
- Íbúar á Litlu-Heiði
- Íbúar við Sólhlíð
- Íbúar í Hörgsholti
- Íbúar við Skólaveg