Gunnlaugur Sigurðsson (Gjábakka)
Jump to navigation
Jump to search
Gunnlaugur Sigurðsson fæddist 28. september 1883 að Efrahvoli í Rangárvallasýslu og lést 20. apríl 1965. Eiginkona hans hét Elísabet Arnoddsdóttir. Hún fæddist 26. ágúst 1890 að Miðnesi. Þau bjuggu á Gjábakka, þeim vestri.
Synir þeirra voru Aðalsteinn Júlíus, Friðrik Þórarinn, Arnoddur, Jón, Elías og Ingvar. Dætur þeirra voru: Sigurbjörg, Guðbjörg Þórsteina og Guðný. Gunnlaugur eignaðist einnig soninn Gunnlaug með Elínu Scheving áður en þau Elísabet gengu í hjónaband.
Formennsku byrjaði Gunnlaugur árið 1923 á Skuld sem hann átti með fleiri mönnum. Formennsku á henni hafði hann til ársins 1935. Eftir það hætti Gunnlaugur formennsku en stundaði sjómennsku í yfir 40 ár.
Myndir
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
- Eygló Björnsdóttir, dótturdóttir Gunnlaugs, bætti inn örfáum upplýsingum sem ekki voru hér með.